Morgunblaðið - 24.09.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.09.1967, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: 15 Læknirinn og dansmærin Teg. 834 Stærðir: 32—42 Skálar: A, B og C Litir: Hvitt, svart og skintone ALLT í KANTER’S A EINUM STAÐ ^ckkabúðiH Laugavegi 42 - Sími 1-36-62 stofu. Líklega borðum við bara í vinnustofuni. Carl er með nokkrar góðar myndir í smíð- um og svo aðrar miður góðar til að selja ferðamönnum. Og Louise er yndisleg. Hún var fyrirsæta í London. þangað til Carl taldi hana á að hætta við það og_ giftast sér. — Ég hlakka afskaplega til, sagði hún. En það var nú samt ekki alveg satt. Framkoma Marcels var eitt- hvað varfærnisleg. Hann var ekki sami maðurinn sem hann hafði verið fyrra kvöldið. Hún fann 'nú, að eitthvert djúp var nú milli þeirra staðfest. — Hvernig hefur gengið þessa viku? spurði hann. — O, svona og svona. Dick læt ur mann ekki deyja í syndinni. — Og foreldrarnir? Hvernig Offset — fjölritun prentun ljós- 3£dpia S.f. Tjarnargötu 3 - Sími 20880. , hafa þau verið við þig? | Hún hikaði og beit á vörina. 1 — Þú þarft annars ekki að segja mér það. Þau eru ekki ham ingjusöm í hjónabandinu. — Nei, þau eru það ekki. Þau geta fengið mann til að missa alla trú á hjónabandi. — Hún giftist honum vegna peninganna hans. Og hann giftist henni fyrir heimili, sem hann hefur svo ekki fengið. En ég kann vel við hann. Ég held, að það sé ýmislegt gott í Aron Hennesy, þrátt fyrir allar millj- óni-rnar. — Þar er ég á sama máli, svar- aði hún lágf. — Og það er ýmis- legt gott um Grace líka, en hún lætur bara ekki betri hliðarnar sínar snúa að almenningi. Hann glotti. — Þú átt við, að hún daðri við ofmarga karl- menn? Ertu mjög tepruleg, elsk- an? Hún roðnaði og svaraði: - Nei, ég er engin tepra, en ég hef bara ekki trú á lauslæti hjá giftu fólki. Hann kinkaði kolli, rétt eins og hann væri á sama máli. Þú mundir verða manninum þínum trú, er það ekki? — Það vona ég, að ég yrði. Og hún bætti við: — Ég vildi, að hann yrði þess verður að ég væri honum trú. — Sérðu aldrei neina galla hjá sjálfri þér? spurði hann snöggt. — Vitanlega. En ég vil samt. að maðurinn, sem ég giftist sé fullkominn. Hann sneri sér að henni. bros- andi. — Það er enginn fullkom- inn karimaður til. — Ég veit það. En ég vildi geta trúað, að, að hann væri fullikominn. Það er strax betra, ef maður treystir honum full- komlega. DLW - PARKET - PLASTINO KORK. Litðver sf. Grensásvegi 22—24. — Símar 30280 og 32262. HUSEIGENDUR! Hlöðum arineldstœði og veggi, inni og úti. Flísaleggjum. Utvegum Drápuhlíðargrjót. Mósaík og flísar í tjölbreyttu úrvali. Gefum bindandi verðtilboð DAVÍD ÞÓRÐARSON raúrarameistari. Hraunbraut 18 — Sími 42143. ! Já, þetta er konan þín. í þetta skipti er það rétt. — Það er stórhættulegt, að treysta nokkrum karlmanni fullkomlega. Karlmenn eru laus ir í rásinni. Þeim hættir til að fara út af strikinu. — Já, en ég veit, að maður- inn, sem ég giftist verður full- kominn, sagði hún alvarlega. — Að minnsta kosti held ég það. Annars mundi ég aldrei leggja út í hjónaband. — Þú ert nú ofurlítið tepru- leg. En hann sagði þetita lágt og með viðkvæmni. Þau óku gegn um Antibes og Cagnes og upp í Haut-de-Gagn- es. Brátt stöðvaði hann bílinn og þau gengu upp tröppurnar og voru nú komin í íbúð Forrester- hjónanna. Fyrsita og önnur hæð- in voru dimmar og ljóslausar, en þegar þau voru komin upp, opnuðust dyr og ljós skein fram á ganginn. Carl Forrester var nýbúinn að ljúka við mynd og var mjög ánægður með hana. Hann fór strax með þau inn í vinnustof- una, til þess að sýna þeim hana. Louise tók móti þeim af mikl- um fögnuði. Það var sýnilegt, að CORSELETT FRÁ ennfremur amerisk, býzk og dönsk OUjmpia Laugavegi 26. þarna fóru hamingjusöm hjón. Þau s&ttust í vinnustofuna, fengu sér glas og skröfuðu sam- an. Það var sýnilegt, að hjónin mátu Marcel mikils. Svo virtist sem Louise hefði, einhvern- tíma meitt sig og Marcel hefði tekið hana inn í ameríska sjúkra húsið og læknað hana. — Og það kostaði sama sem ekki neitt, sagði Louise lágt við YVonne. — Margel vildi meira að segja ekkert taka fyrir sína vinnu. Maður rekst ekki oft á slíkt. Yvonne fann ánægjustraum fara um sig alla. — Marcel er dásamlegur maður, sagði hún. — Og ég get séð, að honum lízt vel á þig, hvíslaði Louise á móti. — Hversvegna nærðu ekki í hann sjálf. Hann verður hvort sem er aldrei hamingjusamur með þessari frönsku kærustu sinni. Yvonne svaraði þessu engu. Hún vildi ekki koma upp um sig. Hún vissi nú, að hún elskaði Marcel. Þarna hjá Forresterhjón unum naut hann sin fyrst til fullnustu. Hann féli svo vel inn í þetta listamannaumíhverfi. Þau fengu kjúklingakássu að borða og drukku rauðvín með. Yvonne velti því fyrir sér, hvort hún hefði nokkurntíma skemmt Þorsteinn Júlíusson héraðsdómslögmaður Laugav. 22 (inng Klapparstíg) Sími 14045

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.