Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1967 I f i t MAGMUSAR SXIPHOLTi 21 SÍMAR21190 eftlr lokun slmi 40381 SIM11-44-44 Imim Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætl leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 tiigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. mm TÍMI Bli KHIHHUHI RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Resi til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsviírubúðin sf Suðuriandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). STANLEY BORVÉLAR Hagstætt verð r w % r i LUD\ STOi HG RR \ i , i , A Laugavegi 15, sími 13333. ★ Sjónvarpsgagnrýni GuSbergur Nilsen skrif- ar: „Velvakandi: Það hefur verið margt ritað um sjónvarpsmál í dálkum þín um að undanförnu. Ég hef þó ekki séð nein skrif um mál, sem ég tel mjög mikilvægt — en það er blaðagagnrýni um sjónvarpsefni. Nú, þegar Kefla víkursjónvarpið er lokað flest- um landsmönnum, er meiri þörf en áður, að íslenzka stöðin fái aðhald, og það tel ég, að gagnrýni muni geta gert. Að lokum vil ég koma þeirri ósk á framfæri, en þar tala ég fyrir munn margra, og hún er, að sjónvarpið hafi reglulega þætti hálfsmánaðarlega um húsbyggingar, eins og var í ágústmánuði og gafst mjög vel. Þetta er efni, sem allir hafa áhuga á. Beztu kveðjur. Guðbergur Niisen". 'Ar Skepnuhaldið í Vesturbænum Leo Schmidt, meindýra- eyðir, skrifar: „Vegna bréfs í dálkum Vel- vakanda 8. október sL vil ég taka þetta fram: 1. Borgarstjórn gaf á sínum tíma leyfi til sauðfjárhalds að Víðimýri við Kaplaskjóls v eg. Það leyfi hefur verið afturkall- að frá og með 1. október síðast- liðnum. 2. Samkvæmt upplýsingum hafa barnáheímilin í grennd- inni ekki orðið fyrir. neinum óþægindum vegna starfseminn- ar að Víðimýri. 3. Einu sinni hefur orðið vart rottu í Sundlaug Vestur- bæjar. Ekki er vitað hvaðan Jiún kom. 4. Meindýraeyðai hafa stöð- ugt eftirlit með húsdýrahaldi að Víðimýri. Tvisvar til þrisv- ar á ári kemur fyrir að rottur hafi fundizt þar, og er þeim þá snarlega eytt. 5. Ástæður fyrir því, að rottu verður öðru hverju vart í þessu hverfi, eru þessar helzt: a) Hverfið er í byggingu. Meðan svo er, er ávallt hætta á, að skildar séu eftir O'pnar leiðslur. Hvenær sem slíkt gerist, getur rotta komizt út, en sem kunnugt er halda rott- ur sig í frárennsliskerfum borga hér sem annars staðar. Ekkert er við slíka að gera annað en að halda kerfinu lok- uðu. b) fbúarnir hafa ekki komið lóðum sínum í stand, og er þvi aukin hætta á hirðuleysi, sem valdið getur rottugangi. c) í húsum hefur nokkrum sinnum komið fyrir, að kvart- að hafi verið um rottur í sorp- tunnum og sorpgeymslum. Ástæðan er sú, að börn og full- orðnir hafa tekið ristar úr nið- urföllum i sorpklefum, og er þá ekki að sökum að spyrja. 6. Erfitt er að eyða dúfum, þar sem margír íbúar þessarar borgar beita sér gegn slíkum aðgerðum sem ómannúðlegum. Samt er eftir megni reynt að halda dúfnastofninum í skefj- um. Öllum kvörtunum er sinnt eins fljótt og hægt er. í vætu- tíð er dúfnaeyðing seinunnin. 7. Hreinsunardeild Reykja- víkur hefur síma 13219, og er þar tekið við kvörtunum og beiðnum um rottu- og dúfna- eyðingu á tímabilinu frá kl. 7.29—12.00 og 13.90—18.00 alla virka daga nema laugardaga frá kl. 9.00—12.00. Leo Schmidt, meindýraeyðir". „Inbilskar út- kjálkaþjóðir“ Vegna Loftleiðamálsins hafa Velvakanda borizt bréf, sem sýna, að norrænum sam- vinnuanda er nokkur háski búinn um þessar mundir. Þótt mál þetta sé leiðiniegt og hættu legt stærsta fyriríæki íslend- inga, virðist ástæðulaust að segja öllum frændum okkar á Norðurlöndum að fara í græn- golandi, hurðarlaust, hoppandi ....... o.s.frv. Einmitt ætti þetta deiluefni að verða til þess að þjappa þeim saman, sem telja, að við höfum þrátt fyrir allt og allt eitthvað til Skandi- navíu að sækja. Hér- birtir Velvakandi sýnis- horn af einu þessara bréfa. Það er frá íslenzkri stúlku í Svílþjóð, sem kallar sig „Lang- brók“, og er það í harðorðara lagi. „Kæri Velvakandi! Út af sífelldum skrifum unm fsland og Skandinavíu, get ég ekki orða bundizt. Kominn er tími til, að við íslendingar vöknum og tökum afstöðu. Hvað eigum við að sýna Norð- urlöndunum mikið langlundar- geð? Eigum við, sem komin er- um af stórbrotnu og stoltu menningarfólki, að sitja eins og hornkerlingar og láta móðga land okkar og þjóð æ ofan í æ? Aldrei höfum við fengið neitt ókeypis frá þessu fólki, þurfum og viljum það heldur ekki. Fremur hefur það verið öfugt. Norðurlöndin hafa alla tíð tínt það, sem þeim hefur litizt bezt á frá okkur og skreytt sig með því ókeypis. Við eigum hreint og slétt að segja okkur úr þessari Norð- urlandasamkundu. Leggja held ur lag okkar við viðurkennd menningarlönd, sem okkur eru samboðin. Það geta verið stór og merk kúltúrlönd, sem þess- ir Skandínavar leyfa sér að kalla þróunarlöna, og fleira leyfa þeir sér í þeim stíl. Að því mun koma, að heimurinn sér, hvernig þessu er varið með þessar inbilsku útkjálkaþjóðir, og flett verður ofan af hégóma þeirra. Eigum við þá að vera innblönduð? Svo má ekki gleyma þess- um fínasta jarðvegi heims- kommúnismans {á frjálsum mark-aði)!! Allt er ókúltíverað frá Ameríku, en samt reynt á lymskulegan hátt að apa eftir sem flest þaðan. Á hinn bóginn virðist réttlæt anlegt, sem í austri skeður. Já, já, það eru til íslendingar, sem eru orðnira ruglaðir af raupinu í Skandinövum. Taka jafnvel sterkt í fyrir þeirra hönd á okkar kostnað. Kritisera okk- ar gömlu menningu og banda hendinni við stórskáldunum okkar. Við höfum kannske fætt þessi Ijótu afkvæmi af okkur einmitt af lestri annars flokks efnis frá þessum lönd- um. Einn Skandinavíuagentinn var að hirta íslendinga fyrir að þekkja ekki einhvern nútíma höfund sænskan. Vona, að satt sé, að landar mínir séu að hverfa frá lestri Skandinaviu- höfunda, þvi að þjóðin hefur verið þeim óþarflega trygg og miklum mun meira en nokkur þjóð önnur og mun meira en gæði verka þeirra gefa tilefni til. Þar á ofan hefur lítið komið á móti, og mundi hrollur fara um margan landann, ef hann þekkti af raun botnlausa fá- fræði Skandinava um höfuð- vígi germanskrar menningar, ísland. Mér er spurn: Hvernig get- ur fólk, sem upp vex á íslandi, hrifizt af þessum löndum? Ég lít til himins í undrun. Vona, að við eflum samvinnu við menningarlönd, hvar á hnettin um sem er. Menntamenn gam- alla framáþjóða líta með virð- ingu til íslands, meðan Skandi- navar þegja. Einn menningar- vitinn heima hélt, að Skandi- navar mundu hjálpa íslending- um til að verða frægir ! ! ! Hann verður að lesa betur, pilturinn sá. Ef Norðurlandamenn vilja sækja okkur heim, er þeim það guðvelkomið. En þeir verða þá að borga sína hótelreikninga umkvörtunarlaust, eins og þeir telja sjálfsagt annars staðar, og láta af þeirri venju að fara á flæking, eins og komið hefur fyrir, þegar Reykjavík er heim sótt. Vaknið fslendingar, og lítið á staðreyndir! Skandinavar eru ekki meðal beztu vina ís- lands. Langbrók". ★ SAS-málið í nor- rænum blöðum Eftirfarandi bréf kemur frá Óðinsvéum (Odense): „Hr. Velvakandi! Mikið skelfing var ég feginn að sjá, að Loftleiðir skyldu ekki taka þessu smánaxlega boði, sem skandinavísku lönd- in létu frá sér fara fyrir til- stilli SAS. Það vekur annars furðu mína, að nokkur skuli láta sér detta í hug að setja upp önnur eins skilyrði og fram voru sett í þessu sam- bandi. Nokkuð hefur verið skrifað um þetta í blöð hér, en venju- lega án þess að nokkur afstaða væri tekin, — þó sá ég eitt blað frá Jótlandi, sem furðaði sig á, að hinn samnorræni andi skyldi koma fram sem þvingun gegn einu litlu ríki. Um skoðanir almennings hef ég lítið heyrt, enda margir sennilega skoðanalausir, en hins vegar fer varla hjá því, að útkoman verði neikvæð, ef öll blöð tala jafnvillandi um mál- ið og þessi meðfylgjandi úr- klippa sýnir, hún er annars úr Fyens Stiftstidende, 29. sept. S. Halldórsson". Með bréfinu fylgir umrædd úrklippa, og er ýmislegt vill- andi í henni. Annars hafa blöð á Norðurlöndum yfirleitt ver- ið okkur heldur velviljuð í þessu máli, — a.m.k. flest þeirra, sem Velvakandi hefur séð, en greinilegt er, að margir blaðamannanna vita ekki ná- kvæmlega um hvað málið snýst. MM • s Þetta rúm og ótal mörg önnur rúm fást eingöngu hjá okkur. En aðalatriðið er að aðeins hjá okkur eru SVANE lúxus- dýnurnar afgreiddar með rúmunum. » 1 UIU_ Q CT Simi-22900 Laugaveg 26 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.