Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1967 Keppni GR um bikar FÍ LAUGARDAG 14. og sunnudag 15. október fer fram á golfvell- inum í Grafarholti keppnj GR um Flugfélagsbikarinn. Þátttökurétt hafa núverandi og fyrrverandi íslandsmeistarar, svo og þeir, sem eru eða yerið !hafa meistarar í sínum klúbbi. Keppnin hefst kl. 13.30 á laug- ardag og verða leiknar 18 holur 'hvorn dag. Áhugamenn um golf skal bent á að hér gefst kostur á að fylgj- ast með leik margra beztu kylf- inga á íslandi. ' f kvöld ANNAR leikdagur Reykjávíkur- mótsins í handknattleik er í kvöld í íþróttahöilinni. Þá verða leiknir 5 leikir. í meistaraflokki kvenna mætast KR—Vikingur, Ármann og KR. í 2. flokki karla mætast Víkingur—Þróttur, Val- ur—Fram og KR—Ármann. Þriðja leikkvöldið er á sunnu- dagskvöld með leikjum í meist- araflokki milli Fram—Ármanns, Þróttar—KR og ÍR—-Víkings. Markhæstir í Englandi MARKHÆSTU einstaklingar í ensku deildakeppninni eftir ieikina s.l. laugardag eru þess- ir: 1. deild. Ron Davies CSouthampton) og Geöff Hurst ( West Ham) með 11 mörk hvor John Ritchie (Sheffield Wednesday) hefur skorað 10. Marún Chicerí (Sout- hampton) og Peter Lorimer (Leeds) 9 hvor. 2. deild. Kevin Hector (Derby County) 10, Gerald Ingram ( Blackpool), Francis Lee (Bolton) og Robert í Weedruff (Crystal Palace) 9 ; mörk hver. tímum. Það var við efri enda- stöðina. Byrjað var að reisa möstrin á undirstöðunum 29. ágúst en þá kom austurrískur sérfræð- ingur frá smíðafirmanu. Venjulega tekur 8—9 vikur að reisa samsvarandi iyftur ytra, en að tæpum 6 vikum loknum var verkinu lokið í Hliðarfjalli. Það var fyrsta metið í brautinnn. Þegar bezt lét voru reistir 6 staurar á dag, sagði Magnús. — Lyftan er keypt frá firm anu Doppelmayer í Austur- ríki, sem er þekkt firma á þessu sviði. Kostaði lyftan 2 millj. kr. frá firmanu. Mun verkið hins vegar allt og lyft- an uppkomin kosta um. 4 millj. kr. og fer ef til vill ör- lítið undir kostnaðaráætlun sem gerð var, sagði Magnús, — en þetta er ekki fullljóst ennþá. — Var unnin sjálfboða- vinna? — Nei, engin, allt harður „business“, sagði Magnús. Lýsti hann síðan iyftunni: — í lyftunni eru 67 stólar með tveim sætum eða alls 134 sæti. 66 manns geta verið í lyftunni í senn. Hún fer með 10 km hraða á glst. eða um IVz m á sekúndu. Hún skilar farþega á 7% min. upp í „Stromp“, en þar á skíða- maðurinn síðan kost á að skiða niður ýmsar leiðir sem sumar eru allt að 2 km að lengd. Öryggisútbúnaður lyftunn- ar er mjög ful'lkominn. 40—50 öryiggisrofar eru á lyftunni, sem „slá út“ eða stöðva raf- magnstrauminn, ef eitthvað ber út af. Stólarnir eru mjög öruggir fyrir notendur. Slá er fyrir framan og útilokað að menn geti dottið úr stólun- um. Þegar farþegar eru hæst á lofti í lyftunni eru þeir 6—7 Flytur 66 manns á 7V± minútu í unaðslegt skíðaland — eða fagurt útsýni SKÍÐALYFTAN í Hlíðar- fjaUi við Akureyri stendur tilbúin til notkunar. Erfiðar byggingarframkvæmdir eru að baki og svo vel vannst verkið, að lyftan var reist á skemmri tíma en hið austur- ríska fyrirtæki er lyftuna smiðar telur hæfilegan bygg- ingartima. Lyftan er mikið fyrirtæki, kostar urn 4 millj. kr. en hefur míkla afkasta- getu og verður án efa skíða- íþróttinni til mikillar eflingar og einnig ferðafólki til skemmtunar á sumrin, því þá er hægt að ,,fara í fjallgöngu" sitjandi í þægilegum stól. Magnús Guðmundsson, skíða- og golfkappi, hefur aniiazt um stjórn verklegra framkvæmda í Hlíðarfjalli, en Hermann Sigtryggsson, í- þróttaráðunautur Ákureyrar, séð um fjárhagshlið málsins. Magnús var á ferð hér sl. laugardag og náðum við þá tali af honum. — Ég var ráðinn í maí til undirbúningsframkvæmda oig var einn framan af. Lítið var hægt að gera vegna snjóa- laga, sem voru mikil og erfið eftir sl. vetur og var snjór í giljum fram í lok júní. Möstrin, sem lyftuna bera, eru 14 talsins og hófst vinna við að steypa undirstöður þeirra í júlílok og þær síð- ustu voru steyptar 15. sept. Steypuna varð að flytja að að mestu leyti og varð fyrst að gera veg yfir mýrarfláka og erfitt land og var það ráð tekið að leggja járnplötur í mýrina og möiina þar ofan á. Fékkst þannig fær vegur að neðsta hluta lyftubrautarinn- ar. En þegar ofar dró var ekki hægt að koma bílunum við og varð að hræra steyp- una upp á gamla mátann. Fluttu j'arðýtur mölina upp fjallið en síðan var hrært með handverkfærum. En það gekk vel og sem dæmi má nefna að eirín daginn voru steýptir 33 teningsmetrar á 8 m frá auðri jörð. Siðan koma leiðbeiningar á staurunum, hvernig undirbúa á brottför úr iyftunni og farþegum er skilað á sérstakiega gerðan pall, þar sem þeir renna á- fram á skíðum sínum, en lyft- an hækkar og engin hætta á að farþegar verði fyrir stólun- um, sem áfram halda. Er hér um að ræða mjög ogtt öryggi, enda hafa fyrirtæki sem lyft- ur smíða lagt mikið upp úr •því að fullkomið öryggi náist. Á sumrin — þegar jörð er auð og aðrir en skíðaiðkendur í lyftunni, er „losað“ á örlítið annan hátt, en jafn öruggan. Magnús sagði að lyftan stæði nú tilbúin til notkunar, verkið við smíði hennar hefði tekizt mjög vel og fjár- hagsigrundvöllurinn væn tryggður. Hrifning er nyrðra yfir vel unnum störfum við lyftuna og sannarlega eiga allir, sem unnið hafa að mál- inu á einu eða öðru stigi, þakkir skilið, sagði Magnús. Lyftan var fyrst reynd fyrir hálfum mánuði og allt reynd- ist mjög vel. — A. St. Unnið við undirstöður mastranna. Greinilega má sjá hversu aðktaðan við vinnuna hefur verið erfið í fjallinu — þó verkið væri unnið á mettíma. (Myndir tók Hermann Sigtryggsson) Evrópuleikir Fram 12. og 13. nóvember Ovíst hvort um aukaleik verður að rœða JÚGÓSLAVNESKU meistararnir í handknattleik, Partizan, hafa nú svarað tillögu íslandsmeistara Úram um leikdaga í 1. umferð keppninnar. en þó drógust liðin saman. Stakk Fram upp á að leikið yrði í Reykjavik 12. nóv. og í Júgóslaviiu sunnudaginn næstan á eftir, eða 19. nóv. Er þetta tilboð samþykkt af hálfu Júgóslavanna. Fram fór jafnframt fram á, að Júgóslavarnir léku hér aukaleik. en svo hefur reynzt nauðsynlegt til að tryggja fjárhagsafkomu heimsóknanna. Fóru Framarar fram á að aukaleikur yrði í Reykjavík 13. nóv. gegn FH og að Fram lékj aukaleik ytra 20. nóv. gegn einhverju því liði er Júgóslavarnir ákvæðu. Þessu tilboði treystu þeir sér ekki til að svara játandi strax. Kváðust þeir hafa í huga að koma hingað í einkaflugvél, sem þá myndi bíða þeirra hér. Ef af því yrði, gæti ekki orðið um aukaleik að ræða, en fengju þeir ekki vélina væru þeir reiðubún- ir til að leika aukaleik. í júgóslavneska meistaraliðinu eru m.a. 5 fastir landsliðsmenn Júgóslava. Liðið vann meistara- titil Júgóslavíu einnig 1960 og 1961. Komst liðið annað árið í úrslitakeppni um Evrópubikar- inn, en tapaði fyrir Göppingen. Einn liðsmanna hefur leikið 63 landsleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.