Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1967 Frumvarp til fjárlagca Framh. af bls. 1 ur vegna utanlandsferða, 3000 krónur á farseðil. Er sá tekjuauki áætlaður 60 milljónir króna. • Verðhækkun á tóbaki og áfengi er áætluð að gefa um 60 milljónir króna. • Halla almannatrygginga verði mætt með hækkuðum iðgjöldum, en ella þyrfti á næsta ári að afla 63 mUljóna króna til að jafna halia þeirra á því ári. • Leyfð verði hækkun dag- gjalda á sjúkrahúsum og hækkun sjúkrasamlagsgjalda er ella hefði leitt til 40 milijón króna útgjalda hjá ríkissjóði á næsta ári. • Undanþága söluskatts af þjónustu pósts og sima verði feUd niður er mun gefa um 40 milljónir króna og að auki er áætlað, að póstur og sími geti skilað 20 milljón kr. rekstrarafgangi til rikis- sjóðs. • Stefnt er að sérstakri lækk- un útgjalda á ýmsum liðum og ráðstöfunum til tekju- auka á öðrum liðum. Um sérstakar hækkanir á út- gjaldaliðum fjárlaga má geta þess að framlög til útvegsmála hækka í heild um 213,8 mUljón- ir og framlög til fræðslumála hækka um 52,3 milljónir. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr athugasemdum við fjárlagafrum varpið: „Tvö eru megineinkenni fjár- lagafrumvarpsins að þessu sinni. Annars vegar þær sérstöku ráð- stafanir, sem nú er óumflýjan- legt að gera vegna erfiðleika út- flutningsatvinnuveganna og minnkandi þjóðartekna. Hins vegar gagnger breyting á skipu- lagi frumvarpsins bæði að formi og efni, í samræmi við hin nýju lög um ríkisbókhald, gerð ríkis- reiknings og fjárlaga. Fjárlög ársins 1967 mótuðust af verðstöðvunarstefnunni, sem m:a. lagði á ríkissjóð mikil ný útgjöld til niðurgreiðslna á vöru verði í því skyni að koma í veg fyrir kostnaðarauka framleiðslu atvinnuveganna í erfiðleikum þeirra vegna aflabrests og verð- falls, án þess að þurfa að skerða um sinn lífskjör almennings, í trausti þess, að atvinnuvegirnir hefðu bætt svo hag sinn í lok verðstöðvunartímabilsins, að þeir gætu þá tekið á sig þessi útgjold. Þar eð hin góða afkoma ríkissjóðs 1966 var forsenda þess ara útgjalda og verulegs hluta nýrrar aðstoðar við sjávarútveg- inn, og engar líkur voru til um- framtekna á árinu 1967, var sýnt, að hefði hagur atvinnu- veganna ekki batnað í lok verð- stöðvunartímabilsins, yrði ekki lengur um neinn varasjóð að ræða til að forðast nokkra kjara skerðingu, þar til úr rættist um verðlag og aflabrögð. Þegar frumvarpið var samið, voru enn lakari horfur varðandi hag útflutningsframleiðslunnar en við upphaf veðstöðvunarinn- ar, og við blasti jafnframt versn andi afkoma ríkissjóðs. Nauðsyn JAMES BOND — áframhaldandi verðstöðvunar í meginefnum var því enn brýnni en áður, en ógerlegt að forða al- menningi lengur frá þeirri kjara skerðingu, sem minnkandi þjóð- artekjur um lengri tíma hljóta að valda. Megináherzla hefur verið á það lögð að setja kjara- skerðingunni svo þröng takmörk sem auðið var. Því meginsjónar- miði hefur því verið fylgt að sníða útgjaldahækkunum í hví- vetna svo þröngan stakk, er frekast hefur verið auðið, og synja um öll ný útgjöld. Hefur þó auðvitað ekki reynzt auðið að koma í veg fyrir hækkanir, sem beinlínis leiða al fólksfjölg- un og gildandi löggjöf. Er síðar hér í greinargerðinni að finna sundurliðun og skýringar á þeim hækkunum rekstrarút- gjalda og venjulegra fjárfesting arútgjalda, sem eigi var talið auðið að komast hjá. Fela þær breytingar ekki í sér nema um 1,8% hækkun frá fjárlögum yfir standandi árs, ef frá er talin áætluð hækkun á hinum eldri niðurgreiðslum á vöruverði og veruleg hækkun á framlagi til Ríkisábyrgðarsjóðs, sem hvort tveggja er sérstaks eðlis. Þá var óumflýjanlegt að taka í frum- varpið nokkrar fjáveitingar til ríkisframkvæmda, sem síðustu ár hefur verið aflað fjár til með lántökum, en sem sýnlegt er, að ekki reynist auðið að fjármagna með þeim hætti á næsta ári. Efnisbreytingar Gildandi fjáxlög gera engan veginn grein fyrir öllum rekstri ríkisins. Frumvarpið gefur á hinn bóginn tölulega heildar- mynd af öllum rekstri ríkisins, eins og hann nú er ráðgerður á árinu 1968, með fáun, undantekn ingum. Hreinar lánastofnanir ríkisins, ríkisbankarnir, stofn- lánasjóðir atvinnuveganna o.fl., eru ekki teknar í frumvarpið skv. sérstöku ákvæði í lögunum, og ekki heldur nokkur rikisfyr- irtæki, sem ekki hefur tekizt að fá áætlanir frá, þrátt fyrir ítrek uð tilmæli til hlutaðeigandi ráðuneyta og fyrirtækja. Hvort tveggja rýrir nokkuð gildi frum- varpsins sem heildaryfirlits. I þessu frumvarpi gefst Alþingi engu að síður heiidaryfirsýn yfir rekstur ríkisins, sem það hefur ekki átt kost á í eldri gerð fjárlaga. Þessi breyting frá fjárlögum og fjárlagafrumvörpum fyrri ára leiðir óhjákvæmilega til þess, að talnalega verða mjög margar greinaa- ríkisrekstrarins ekki sam bærilegar við fyrri ár. Saman- burð við fjárlög 1967, þar sem leitazt er ,við að gera leiðrétt- ingar vegna þessara breytinga, er að finna síðar í greinargerð- inni. í breytingunni, sem hér um ræðir, munar mestu um fjölda sérskatta, sem orðið hafa til á liðnum árum með sérstökum lög um og heimildum og renna til tiltekinna þarfa, sem dæmi um sérskatta af þessu tagi má nefna aðflutningsgjöld af benzíni og hjólbörðum, sem renna til vega- gerðar, launaskatt, sem rennur — - til húsnæðismála, aðflutnings- gjöld af sjónvarpstækjum, sem renna til stofnkostr.aðar sjón- varps, fjölmörg gjöld til líknar- félaga o.s.frv. Sérstakt yfirlit um slíka sérskatta og ráðstöfun þeirra er að finna með frum- varpinu á bls. 114. Breytingin frá fjárlögum yfir- standandi árs, er fólgin í því, að tekjur af umræddum sköttum eru taldar með tekjum ríkis- sjóðs, en gjöld með öðrum gjöld- um ríkissjóðs.Þessi breyting veld ur mestu um hækkun frumvarps ins frá fjárlögum yfirstandandi árs. í þessu fjárlagafrumvarpi er ekki tekin stefnuafstaða til þess, hvort meira eða minna skuli gert af slíkri mörkun tekju- stofna. Á hinn bóginn hefur ver- ið leitast við að ná öllum þess- um gjöldum inn í fjárlagafrum- varp, svo að þau falli inn í heild armynd ríkisfjármálanna. Með því einu getur Alþingi gert sér ljóst hlutfallslegt mikilvægi hinna ýmsu tekna og gjalda á ríkisins vegum. Auk þeirra sérskatta, sem hér hafa verið ræddir, koma nú í fjár lög yfirlit um starfsemi ýmissa stofnana og fyrirtækja, sem hing að til hefur ekki verið getið í fjárlögum eða getið mjög óveru- lega. Sem dæmi um þetta má nefna embætti einstakra sýslu- manna, skattstofur, Trygginga- stofnun ríkisins, Sementsverk- smiðju ríkisins, Fríhöfn á Kefla víkurflugvelli, Skrifstofu ríkis- spítalanna o.fl. Að því er varðar efni tekju- hliðar fjárlaga sérstaklega er vert að benda á, að þetta frum- varp gefur sæmilega tæmandi heildarmynd af þeim sköttum, sem ríkið leggur á borgarana. Slíkt yfirlit hefur ekki áður ver ið tekið saman með svipuðum hætti og kynnt almenningi. Formbreytingar Auk þeirra efnisbreytinga á frumvarpinu, sem hér hafa ver- ið raktar, hafa verið gerðar á því verulegar formbreytingar. Hið nýja fjárlagafrumvarp skiptist í tvo hluta, A- og B- hluta. f A-hluta er gerð grein fyriir fjárreiðum rikissjóðs og ríkisstofnana og svarar þannig til allra eldri fjárlaganna að und anskildum 3. gr. og nokkrum stofnunum í öðrum greinum, s.s. flugmálastjórn, ríkisspítölum o.fl. í B-hluta er hins vegar að finna yfirlit um rekstur og fjár- munahreyfingar ríkisfyrirtækja og sjóða í ríkiseign, skv. nánari skýrgreiningu. Að því leyti, sem þessi hluti frumvarpsins er sam bærilegur við gildandi fjárlög, svarar hann til 3. gr. fjárlaga. Þeirri meginreglu er fylgt í A-hluta frumvarpsins, að yfir- lit um heildarniðurstöður er að finna fremst í- frumvarpinu, en sundurliðun gjalda og tekna rík issjóðs verður meiri eftir því sem aftar dregur. Þannig hefst frumvarpið með greiðsluyfirliti um gjöld og tekjur, svo og lána- hreyfingar A-hluta fjárlaganna. Því næst er yfirlit um gjöld ~ * - 'K- ---* sundurliðuð á ráðuneyti og stærstu málefnaflokka, sam- hliða sundurliðun lekna í ein- staka tekjustofna. Meginhluti A- hluta frumvarpsins er loks yfir- lit um ráðgerð útgjöld einstakra stofnana, skipt eftir tegundum og í sumum tilfellum jafnframt eftir viðfangsefnum. f B-hluta fjárlaga er síðan gerð grein fyrir ráðgerðum rekstrargjöldum og rekstrartekj um einstakra ríkisfyrirtækja og sjóða í ríkiseign, og jafnframt fylgir yfirlit um ráðgerðar fjár- munahreyfingar hjá þeim eftir því sem við á. Loks eru birt með frumvarp- inu nokkur sérstök yfirlit, sem talin voru fróðleg til íhugunar. Gjaidahlið í gjaldahlið frv. kemur m.a. fram sú hækkun á framlögum til fræðslumála og útvegsmála, sem hér er gerð grein fyrir: Fræðslumál. Framlög til fræðslumála hækka um 52.3 m.kr. Barnafræðsian hækkar um 13.6 m.kr. og gagnfræða- menntun um 15.2 m.kr. vegna eðlilegrar nemendafjölgunar, aukins viðhalds og breytts skóla halds, þ. á. m. lengingar skóla- tíma. Framlag til Háskóla ís- lands hækkar um 3.1 m.kr. vegna kennarafjölgunar í sam- ræmi við kennaraáætlun og a.ukinnar stundakennslu. Fram- lög til menntaskóianna hækka um 11,9 m.kr., þar af 7.3 m.kr. vegna byggingarframlaga, en auk þess verður mikil nemenda- fjölgun í skólunum við Hamra- hlíð og á Laugarvatni haust’ð 1967. Kostnaður við rekstur Kennaraskólans hækkar um 4.4 m.kr., einkum vegna þess, að haustið 1967 verða teknar inn sex nýjar bekkjardeildÍT. Loks hækka framlög tU styrktar íslenzkum námsmönnum um 5.5 m.kr. Hins vegar verður lækkun á byggingarframlögum til Raunvísindastofnunar Há- skólans, 1.0 m.kr. og Handrita- stofnunar íslands, 3.0 m.kr. Útvegsmál. Framlög til út- vegsmála hækka í heild um 213.8 m.kr. Sú hækkun er fyrst og fremst fólgin í framlögum til verðjöfnunar á sjávarafurðum 100.0 m.kr. og til uppbóta á fisk- verð, 100.0 m kr., sem ákveðin voru með sérstökum lögum eftir að fjárlög ársins 1967 höfðu verið samþykkt, þannig að ekki er gert ráð fyrir aukningu raun- verulegra greiðslna úr ríkis- sjóði frá árinu 1967. Þá hækka framlög til aflatryggingasjóðs um 2.0 m.kr. og til Fiskveiða- sjóðs íslands um 9.0 m.kr. Loks hækkar framl. til Hafrannsókna stofnunarinnar um 2.4 m. kr. vegrta aukinnar starfsemi í sam- bandi við komu nýs fiskileitar- skips og til Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins um 1.0 m.kr. Hins vegar lækkar framlag til verðlagsráð sjávarútvegsins um l. 7 m.kr., þar sem gert er ráð fyrir, að kostnaður við starf- semina greiðist framvegis úr Fiskimálasjóði Tekjuhlið Heildartekjur á rekstrar- reikningi frumvarpsins nema 6 195.3 m.kr. Þar af renna 1 222.3 m. kr. til ákveðinna aðila skv. lögum eða heimildum, og eru þessir skattar og gjöld sýnd á sérstöku yfirliti á bls. 114 og - IAN FLEMING James Bond BY IAN FLEMING ORAWING BY JOHN McLUSKY Bond fannst augnaráð Goldfingers truf- andi sem áður. — Sjáð nú til, Goidfinger. Hvað er eiginlega á seiði hér? Þessi api þinn var nærri búinn að drepa okkur. — í Chicago nota þeir málshátt, James Bond, sem hljóðar svo: Einu sinni er hending. Tvisvar er tilviljun. í þriðja sinn er óvinur á ferðinni. Miami — Sandwich — og nú Genf. Ég skal fá sannleikann út úr þér, James Bond. Odd- job- ] pyndingaklefann með hann. 116, þar em einnig er sýnt, hvert þau renna. Að þessum skötturr. og gjöldum frátöldum eru tekj- ur á rekstrarreikningi 4 874.0 m.kr., en það er 267.7 m.kr. hækkun frá fjárlögum 1967. Þess má geta, að tekjuáætiunin hefur í rikara mæli en áður verið byggð á heilda-áætlun um þjóð- hagsþróunina á næsta ári. Verð- ur nú gerð grein fyrir veiga- mestu breytingum einstakra skatta og gjalda. Eignarskattar. Skv. frumvarp- inu hækka tekjur af eignar- skatti um 68.4 m.kr., þar eign- arskattur einstaxlinga um 50.2 m.kr. og eignarskattur félaga um 18.2 m.kr. Auk eðlilegrar eignaaukningar á hækkunir. rætur að rekja til hækkunar fasteignamats, sem gerð er grein fyrir í upphafi þessara athuga- semda. Tekjuskattar. Áætluð hækk- un tekjuskatts er 8.6 m.kr., sem kemur þannig fram, að tekju- skattur einstaklinga hækkar um 14.1 m.kr., en tekjuskattur fé- iaga lækkar um 5.5 m.kr. Þessi áætlun er byggð á 2.5% lækkun þjóðartekna á mann, 2% fjölgun gjaldenda, en hærra innheimtu- hlutfalli. Gjöld af innflutningi. Aðflutn ingsgjöld eru áætluð 50.8 m.kr. lægri en í fjárlögum 1967, og stafar þessi lækkun af áætlaðri lækkun á verðmæti útfluitnings- afurða og þjóðartekna. Þannig er almennur innflutningur áætl aður 2% minn en 1967, og auk þess er gert rað fyrir nokkurri lækkun meðaltolis. Af hliðstæð- um orsökum er áætlað, að gjald af bifreiðum og bifhjólum lækki um 14.9 m.kr. Gjöld af framleiðslu. Gjöld af innlendum tollvörum eru áætl- uð 2.0 m.kr. hærri en í fjárlög- um 1967. Gjöld af seldum vörum og þjónustu. Tekjur af söluskatti eru áætlaðar 2.9 m.kr. hærri en í fjárlögum 1967 vegna víkkun- ar álagsgrundvallar og lækkun- ar niðurgreiðslna, eins og gerð er grein fyrir í upphafi þessara athugasemda, en hrein velta er áætluð 1.4% minn: en á árinu 1967. Rekstrarhagnaður ÁTVR, sem skilað er í ríkissjóð, er áætlaður 127.4 m.kr. hærri en í fjárlögum yfirstandandi árs, og kemur hér til sú hækkun út- söluverðs, sem áður er gerð grein fyrir. Farmiðaskattur er nýr skattur, sem' áður hefur verið ræddur, og eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af skattinumi 60.0 m.kr. Aðrir óbeinir skattar. í þess- um flokki skatta eru ýmsir skattar, sem ekki hafa verið sýndir áður í fjárlögum sem slíkir, og auk þess er gerð mun nákvæmari sundurliðun á öðr- um. Meðal hinaa fyrrnefndu eru skoðunar- og skrásetningargjöld bifreiða og prófgjöld bifreiða- stjóra, samtals 13.7 m.kr., sem nú hafa áhrif tii hækkunar á heildartekjum, en áður voru þessir skattar látnir jafna kostn- að við bifreiðaeftirlit ríkisins gjaldamegin á rekstrarreikn- ingi. Hið sama á við um skipu- lagsgjald, Sem stendur undir kostnaði við embætti skipulags- stjóra, 6.8 m.kr. Tekjur ríkis- sjóðs af umboðsþóknun og geng- ísmun viðskiptabankanna og gjaldeyrisskatti eru áætlaðar samtals 3.5 m.kr. hærri en í fjárlögum 1967. Arðgreiðslur frá fyrirtækjum og sjóðum í B-hluta. Hér er um að ræða hagnað af ríkisfyrir- tækjum og stofnunum öðrum en ÁTVR, sem færðar eru undir annan flokk skatta, og nemur hækkunin frá fjárlögum 1967 31.5 m.kr. Þar eru þyngstar á metunum arðgreiðslur frá pósti og síma, 20.0 m.kr., flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli, 8.9 m.kr. og fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli, 2.4 m.kr. Ýmsar tekjur. Mikilvægustu breytingar, sem verða á þessum. iið, eru íiækkun vaxtatekna og arðs af hlutabréfum um sam- tals 14.0 m.kr., en tekjur þessar voru mjög vanáætiaðar í fjár- lögum 1967. Á hinn bóginn iækka áætlaðar tekjur af sekt- um og upptækum vörum til rík- íssjóðs um 6.0 m.kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.