Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1967 Útgefandi: Hf. Arvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Arnj Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. JÁKVÆÐ STEFNU- YFIRL ÝSING RÍKIS- STJÓRNARINNAR ¥ gær flutti Bjarni Bene- diktsson, forsætisráð- herra, á Alþingi stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar, en eins og kunnugt er hefur orðið samkomulag milli Sjálf stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins um að stjórnar- samstarfi þessara tveggja flokka, sem staðið hefur síð- an 1959 verði haldið áfram. Er sú niðurstaða og í sam- ræmi við úrslit þingkosning- anna í vor, þegar kjósendur veittu stjórnarflokkunum ótvíræða traustsyfirlýsingu. í stefnuyfirlýsingunni fjall aði forsætisráðherra annars vegar um þau vandamál, sem skapazt hafa í efnahagslífi landsmanna vegna verðfalls og aflabrests og gerði grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir til þess að afgreiða fjárlög greiðsluhallalaus. — Gagnvart þeim vandamálum, sem skapazt hafa í efnahags- lífinu, mun ríkisstjórnin leggja megináherzlu á at- vinnuöryggi og samstarf við stéttasamtök. Hins vegar gerði forsætis- ráðherra svo almennt grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinn- ar. í atvinnumálum leggur ríkisstjórnin sérstaka á- herzlu á eflingu atvinnuveg- anna með maigvíslegri ný- sköpun atvinnutækja og fjöl- breyttari framleiðslu, og að unnið verði ötullega að framleiðniaukningu. Jafn- framt lýsir ríkisstjórnin yf- ir því að hún muni beita sér fyrir því að haldið verði áfram stóriðjuframkvæmd- um. Afdráttarlaus afstaða er tekin til þess að bæta verði markaðsaðstöðuna erlendis m.a. með tafarlausri könnun á möguleikum á aðild að Frí- verzlunarbandalaginu, jafn- framt því sem leitað verði viðhlítandi samninga við Efnahagsbandalagið. í þeim málefnum, sem sér staklega varða unga fólkið er gert ráð fyrir að aðstoð af ríkisins hálfu í húsnæð- ismálum verði samræmd svo, að sem flestir mögu- leikar skapist fyrir nægileg- um byggingum með sem minnstum tilkostnaði og jafnframt lýsir ríkisstjórnin yfir því að fram muni fara allsherjar endurskoðun á fræðslukerfinu og stefnt verði að því, að vaxandi hlut fallstala hvers árgangs stundi framhaldsnám. Stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar í heild sýnir glögglega, að sá framfara- andi, sem þegar í upphafi ein kenndi samstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks ríkir enn og að þrátt fyrir þá erfiðleika, sem um sinn hafa skapazt í efnahags- og atvinnumálum landsmanna mun enn verða haldið áfram því umbótastarfi, sem hafizt var handa um 1959 og þegar hefur gjörbreytt lífskjörum og allri aðstöðu þjóðarinnar. SVIK OG BLEKKINGAR KOMMÚNISTA k fundi Sameinaðs Alþingis í gær var hið umdeilda kjörbréf Steingríms Pálsson- ar samþykkt með atkvæðum kommúnista og Framsóknar- manna. Stjórnarflokkarnir sátu hjá við atkvæðagreiðslu um kjörbréf þetta í samræmi við yfirlýsingar talsmanna þeirra í umræðunum um kjörbréfið í fyrradag. Fyrir kosningarnar í vor var því afdráttarlaust lýst yfir af hálfu umboðsmanna G-listans í Reykjavík og mál- gagns Alþýðubandalagsins, Þjóðviljans, að I-listi Hanni- bals Valdimarssonar væri utanflokka og Alþýðubanda- laginu óviðkomandi, ekki kæmi til mála að viðurkenna túlkun Hannibals Valdimars- sonar sjálfs á framboði sínu, sem var, að það væri annað framboð á vegum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Eins og Jóhann Hafstein rifjaði upp í umræðum í þinginu, lýsti Þjóðviljinn því svo, að það væri „í ætt við fáránlegustu sjónhverfingar og blekkingar“ að slíkur listi (það er I-listinn) gæti einungis með því að kalla sig Alþýðubandalagslista orðið aðnjótandi réttinda og viður- kenningar, sem listi Alþýðu- bandalagsins“. Og ennfremur sagði Þjóð- viljinn: „Léti einhver stjóm- málaflokkur á Alþingi tilleið- ast að samþykkja slíkt yrðu afleiðingarnar alger ringul- reið um framboð...“ í kosningunni um kjörbréf- ið á Alþingi í gær stóðu þing- menn kommúnista, sem einn maður að því að samþykkja kjörbréf Steingríms Pálsson- ar og gerðu sig þar með seka „Föðurlandið getur fyrirgefið víxlspor en aldrei landráð" sovézku rithöfundasamtakanna - segir í málgagni Moskvu, 11. okt. NTB-AP BÓKMENNTATÍMARIT- IÐ „Liternaturnaja Gaz- eta“ í Moskvu, málgagn sovézku rithöfundasamtak- anna, beindi í dag alvar- legri aðvörun til sovézkra menntamanna og þá eink- um rithöfunda er legðu leið sína til annarra landa, um að erlend njósnasam- tök sætu um þá og hand- rit þeirra. í tímaritinu segir að þús undir Rússa ferðist ár hvert til útlanda og eigi þar að fagna áhuga — en séu einnig oft litnir illu auga. „Þar er á ferð fólk sem hatar Sovétríkin og vill okkur allt gera til miska sem það má, fólk sem lætur sig ekki muna um viðurstyggilegar ögran ir, kúgun alls konar og of- beldi til þess að fá einstaka sovézka borgara til þess að gerast landráðamenn“. '1 grein um þetta í tímarit- inu eru nefnd ýmis dæmi þess að Rússar hafi orðið fyrir ásókn og ögrunum erlendra njósnasamtaka, einkum þó bandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA. Þá ræðst tímaritið á „Frelsissjóðinn" í New York fyrir útgáfu lesefnis sem ætl- að sé til dreifingar meðal sovézkra ferðamanna. Þá er og sagt í greininni að erlend bókaforlög sum sýni sovézk- um rithöfundum og blaða- mönnum sérstakan áhuga með það fyrir augum að komast yfir handrit, sem ekki hafi fengizt gefin út í Sovétríkj- unum vegna hugmyndafræði legs og listræns vanþroska. Einnig er í tímaritinu deilt har'ðlega á samtök þau í Bandaríkjunum sem beita sér fyrir alþjóðlegri samvinnu á sviði bókmennta og þau sögð stefna að því beinlínis að gefa út verk sem smyglað hafi ver ið út úr Sovétríkjunum. — Brezka forlagið „Flegon Press“, sem gefið hefur út nokkur slík verk sætti einn- ig aðkasti í greininni. Segir „Literaturnája Gazeta" að útgáfustjóri „Flegon Press“ hafi oftlega boðið sovézkum rithöfundum stórfé fyrir óbirt verk þeirra. Þá eru sovézkir rithöfund- ar einnig varaðir við erlend- um útgáfufyrirtækjum sem sérhæft hafi sig í and-sovézk um bókmenntum og sagt að þar sé frumtexta aðfenginna handrita oft breytt og hann færður úr lagi, bókin síðan gefin út með mjög and-sovézk um formála og skipulagt ögr- andi uppistand í kringum út- gáfu hennar, deilur og blaða- skrif. „Föðurland okkar getur fyr- irgefið víxlspor, en það fyrir- gefur aldrei landráð", segir loks í „Liternaturnaja Gaz- eta.“ Eisako Sato, forsætisráðherra Japans lagffi á sunnudag af staff í heimsóknir til ýmissa Asíu- og Kyrrahafsríkja, m.a. til Suð- ur-Víetnam. Kom ráffherrann til Ástralíu í gær, miffvikudag. Viff brottför Satos frá Tókíó efndu vinstrisinnaffir stúdentar þar tU mótmælaaffgerða vegna heimsóknarinnar til Víetnam, og var þessi mynd tekin viff brú hjá flugvellinum t Tókíó þar sem kom til átaka milli stúdenta og lögreglu. I baksýn eru bif- reiffar lögreglunnar í björtu báli eftir aff stúdentarnir kveiktu í þeim. um „fáránlegustu sjónhverf- ingar og blekkingar“ og stuðl uðu að „algerri ringulreið um framboð" svo að orð komm- únistablaðsins sjálfs séu not- uð. Með þessari afstöðu hafa kommúnistar algjörlega kyngt fyrri ummælum um mál þetta og tekið fegins hendi atkvæðum, sem þeir afneituðu í byrjun kosninga- baráttunnar í vor. Þar með hafa þeir framið hin frek- legustu svik við kjósendur og allt þetta mál er með slíkum hætti að með eindæm um er. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á afstöðu eins þingmanns Alþýðubandalags- ins, Magnúsar Kjartanssonar, sem lýsti því ótvírætt yfir í blaði sínu í kosningabarátt- unni, að ekki kæmi til mála, að listi Hannibals yrði viður- kenndur, sem listi Alþýðu- bandalagsins með þeim af- leiðingum, sem slíkt hefði í för með sér, þar með, að at- kvæði I-listans yrðu talin með atkvæðum Alþýðu- bandalagsins við úthlutun uppbótaþingsæta, Þessi mað- ur hefur nú algjörlega snúið við blaðinu og greitt atkvæði í beinni andstöðu við það, sem hann kvaðst fyrir kosn- ingar mundi gera. Aldrei áð- ur hefur stjórnmálamaður á íslandi leikið svo ósæmilegan blekkingarleik. ÖNOTHÆFAR ELDSPÝTUR í fengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur um langt skeið flutt inn eldspýtur, sem eru gjörsamlega óhæfar til notkunar. Þessi eldspýtnainn flutningur hefur margsinnis verið gagnrýndur, en það virðist ekki hafa hrifið. Gagnrýni á þær eldspýtur, sem hér eru á boðstólum hefur aðallega byggzt á því, að brennisteinninn hrökkvi gjarnan í föt manna og skemmi þau. Mbl. hefur nú örugga vitneskju um, að eld- spýtur þessar eru stórhættu- legar notendum. Þess verður að krefjast, að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins stöðvi tafarlaust inn flutning og sölu á þessum ónothæfa og stórhættulega varningi og bjóði neytend- um í þess stað vöru, sem not- hæf er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.