Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 I - PLÖNTUR Framhald aí bls. 1 við smára, en telst til lilju- ættar og ber oítast 4 stór- blöð í kransí á stönglinum og 1 blóm efst — grænt — gul- grænt. Aldinið er safaríkt, dökkblátt ber. Skrýðandi jarðstöngull í moldu. Öll jurtin er eitruð, einkum þó ber og jarðstör.gull. Ferlaufa smári vex helzt í hraungjót- um og kjarri. Var og kallað- ur lásagras og kemur tals- vert við þjóðsögur. 13. Eggtvíblaðka (Listera ovata). Allstórvaxin, græn- leit jurt brönugrasaættar. Gott einkenm eru hin stóru sporbaugóttu eða egglaga blöð, sem standa tvö saman, hvort á móti öðru á miðjum stöngli eða neðar. Gulgræn, smá blóm í kiasa efst Jarð- stöngull. 14. Lmarfi (Stellaria calys- antha). Allhávaxin jurt með linan og liðalsngan stöngul og smá, hvít blóm á löngum leggjum. Krónublöð mjög stutt eða engin. 15. Flæðarbúi (Spergular- ia salina). Smávaxin, gul- græn strandjurt með hvít eða ljósrauð blóm, sem stundum glittir í innan um þarahrann ir, sem rekið hefur á land. Þrífst bezt í leirkenndum Davíðslykillinn aðeins á Stóru- AsmundarstÖðum jarðvegi, rétt ofan við fjör- una. 16. Melasól með hvítum og bleikum blómum, (Papaver radicatum ssp. Stefanssoni- anum). Flestir þekkja mela- sól með gulu blómi, enda vex hún mjög víða á Vestfjörð- um og allvíða annars staðar og er ennfremur ræktuð til skrauts í görðum. En hin hvítblómguðu og bleiku af- brigði eru sjaldgæf og þess vegna friðuð. 17. Vatnsögn (Crassula aq- uatica). örsmá, safamikil, marggreinótt jurt, með gagn stæð blöð og lítil hvít eða rauðleit blóm. Vex á stöku stað á jarðhitasvæðum í raka eða vatni. 20. Þyrnirós (Rosa pimpin- ellifolia). Lágvaxin rós að jafnaði, þó stundum 50—70 cm. há, með rauðbrúnar greinar, alsettar beinum, út- stæðum mislöngum þyrnum enda s'ums staðar kölluð þyrnir. Blöðin fremur fín- gerð. Blómin allstór, oftast hvít, en þó stundum dalítið gulleit eða með Ijósrauðum blæ. Ræktuð í görðum, eink- um ýmis útlend afbrigði Vex villt á nokkrum stöðum t.d. að Klungurbrekkum, sbr. máltækið, „að hlaupa um kletta og klungur" þ.e. um kletta og þjrrnirunna. 18. Bergsteinsbrjótur (Saxi- fraga aizoon). Fremur lág- vaxin með stinn, blágræn, heil blöð í lítilli hvirfingu við jörð. Stöngulinn greinóttur aðeins efst eða ofantil og ber hvít blóm með rauðum dröfnum. Líkist dálítið smávaxinni klettafrú. 19., Ilreistursteinbrjótur (Saxifraga foliolosa). um 10 cm. há fjallajurt með blað- hverfinu við jörð og blaðlaus an, stinnan stöngul, greinótt- an ofantil. Er oftast blóm- laus, en ber græna æxli- hnappa á greinum. (Stöku sinnum hvítt blóm í topp- inn). Clitrósin aðeins að Kvískerjum 21. Glitrós (Itosa afzeliana). Stórvaxnari og grófari en hin og með bogna þyrna. Blóm ljósrauðleit. Aðeins fundin á einum stað á landinu Kví- 22. Súrsmæra (Oxalis ace- tosella). Hefur háréttan jarð stöngul og upp af honum vaxa stilkuð, þrifingruð blöð sem líkjast dálítið smárablöð um í fljótu bragði. En súrt bragð, er af jurtinni. Blómið hvítt, allstórt á löngum blóm stöngli. 23. Skógfjóla (Viola rivini- ana). Allstór fjóla með upp- réttan, ógreinan dökkan jarðstöngul með blaðreifum. Blöðin hjartalaga, blómin blá með bláleitum spora. Of- anjarðarstöngull uppréttur, visnar á haustin. 24. Davíðslykill (Primula egalisksensis). Lágvaxin jurt með smá ljósfjólublá blóm, fá saman á stöngulenda. Vex á sjávarbökkum í rakri jörð, niðri í mýrgresinu. Blómgast snemma vors. Hlíðarburkni, sjá nr. 6 með bærum blöðum. 25. Lyngbúi (Ajuga pyra- midalis). Fremur lág, en þrýstin jurt með mjög þétt ullhærð blöð og ljósblá blóm í pýramídalöguðu axi. Hlífið þessum og öðrum fá- gætum, eða sérkennilegum jurtum. Gangið vel um gróð- urinn. Ingólfur Davíðsson. SKODA - SKODA Höfum til sölu eftirtaldar bifreiðar með hagstæðum kjörum: Skoda lOOOmb DeLuxe 1966 Skoda lOOOmb 1965 Skoda 1202 1964 Skoda Octavia 1964 Bifreiðarnar eru allar nýskoðaðar og lán eru vaxtalaus. Tékkneska Bifreiðaumboðið hf. Vonarstræti 12, sími 19345.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.