Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 — Bók Svetlönu Framhald af bls. 9 Turgenev, Tsjekov og Dostoevsky IVERACH McDonald skrifar ritdóm urn bók Svetlönu í The Times 2. október, og er þessi ritdómur máske tilefni um- msela þeirra, sem birtust í fylgiriti blaðsins seinna eftir ó- nafngreindan höfund (sjá frá- sögn um dóm í The Times Lit- erary Supplement). McDonald segir í upphafi: fjölskyldusagan brýzt áfram með sama óhjákvæmileik og fjögurra þátta harmleikur. Mefian Svetlana er lítil stúlka í dacha utan við Moskvu, er andrúmsloftið svo til beint frá Turgenev — svipar til ,.Mánað- ar í sveitinni", fullkomnað með persónu ungrar móður Svetl- önu, tilfinninganæmri hugsjóna konu, Pavlusha frænda, Aly- osha frænda, hinutn gáfaða hálfbróður hennar Yasha, og fá vísum bróður henar Vasya. Eftir sjálfsmorð móðurinnar ár i« 1932 koma spennan og deil- urnar, sem af því spunnust, beint frá Tsjekov. Seinna, með vaxandi búraskap föður henn- ar, falli bróður hennar í fjötra Bakkusar, og fangelsunum frænda og frænkna (sem allt gerðist á tímum fjöldahreins- ana og styrjaldar), er andrúms loftið hreinlega frá Dostoevsky. Svo kemur síðasti ógnvekjandi þátturinn. Svetlana skorast ekki undan samlíkingunum, sem aðrir hafa borið fram. Hún skrifar að komandi ættliðir muni líta á Stalíns-tímann sem jafn fjarlægan, jafn óútskýran- legan og óþekkjanlegan og stjómarár ívars griimma. í grein sinni rekur McDonald noktouð söguþráðinn í bréfum Svetlönu, og dregur sínar á- lyktanir. Hann kemst að því að Stalín hafi verið það ijöst að kona han.s svipti sig lífi í þeim tilgangi að refsa honum. Einnig telur hann að sjálfsmorð móð- ur Svetlönu hafi ekki gert Stalín grimman og miskunnar- lausan, því hann hafi verið orð inn það áður. Hinsvegar hafi sjálfsmorðið komið honum á ó- vart og vakið grunsemdir hans. Hver hafði fengið hana til þess að svipta sig lífi? Hverjir vina Útför Nadezhdu Alliluyevu, móður Svetlönu, var gerð í Moskvu í nóvember 1932. Eftir því' sem Svetlana bezt veit, hei msótti Stalín aldrei gröf konu sinnar. Nýjungar í skartgripum Silfur — Gull — Demantar Við bjóðum yður að líta á sýnisafn okkar. // Fagur gripur er œ til yndis' Jón 'iípunílsGon Skrirlpripoverzlun hans stóðu að þessu samsæri gegn honum? Ef til vill gengur Svetlana of langt, segir McDonald, þegar hún segir að lát móður henn- ar hafi spillt trausti því, sem Stalín bar til náungans. Rétt- ara væri að segja að það hefði staðfest vantraust hans í allra garð. Staðreyndin er sú, að því er Svetlana skrifar, að hvenœr sem Beria, Yezhov eða aðrir böðlar eitruðu huga hans gagn- vart einhverjum, tók hann þá afstöðu, sem ekki varð breytt. McDonald telur að frásögn Svetlönu feli í sér staðfestingu á þeirri fullyrðingu að Stalín hafi verið sálsjúkur. Tekur hann þar sem dæmi þá stað- reynd að einræðisherrann hafi viíjað búa að staðaldri í sama umhver.fi. Hann átti marga sum arbústaði, eða dacha, utan Moskvu, er allir voru eins inn- réttaðir, þar var sama herberg- ið, sem hann jafnan bjó í. Á- lítur McDonald að það hafi bætt úr tilfinnanlegum öryggis- skorti Stalíns að geta alltaf dvalið í sama umihverfinu, þar sem hver hlutur var jafnan á sínum stað. Svetlana gerir lítið af því að slá fram víðtækum pólitiskum kerfSm* SÚKKULAÐI- CADBURYS ENBOBÉS OE CHOCOIAT AU LAIT H) Sinslok gœfiamra, sem vandlátiv vilja staðhæfingum, segir McDonald, en ljóst er að þótt Krúsjeff og aðrir hafi reynt að ásaka einn mann fyrir alla undirokunina, var það kerfið sjálft, sem var sjúkt — kerfið, sem veitti Stal- ín völdin í upphafi, og hélt á- fram skefjalausri aðdéun á hon um. í>að sem af þessu öllu má læra er að eingöngu er unnt að lækna kerfið og viðhalda því ef það veitir meira frelsi tii almennrar gagrtrýni og breyt- inga. En þessu afneitar það enn, eða setur strangar reglur fyrir gagnrýni. Dóttir Stalíns hefur skrifað bók, sem staðfestir ýmislegt, er áður voru getgátur, og hún bæt ir við þekkinguna á einum tröllauknasta leiðtoga nútím- ans. Sennilega vanmetur hún þær stundir, sem hann starfaði við skrifborð sitt. Jafnvel á síð ari árum sínum afkastaði hann ótrúlega miklu á því sviði. En hún heldur sig við það, sem hún veit. Hún skrifar heiðar- lega og blátt áfram og þess- vegna sannfærandi. Hún gleym ir því aldrei, jafnvel í sorg sinni og gagnrýni, að hún skrifar sem dóttir. Litt hugsaðar tilraunir THE TIMES Literary Supple- ment er fylgirit brezka bláðsins The Times, og þykir eitt virðu- legasta bókmenntatimrit Bret- lands. Rit þetta birtir grein um bók Svetlönu hinn 5. þ.m. etfir ónafngreindan höfund. Morgun blaðinu hefur ekki borizt rit þetta, en skýrt er frá greininni í frétt norsku fréttastofunnar NTB. Þar segir að í greininni sé bókin talin frekar lítilfjör- leg og án nokkurs sögulegs gildis. Segir höfundur að eina gildi bókarinnar sé sú stað- reynd að það er dóttir Stalíns, sem skrifar hana. Greinarhöfundur heldux því fram að tilraunir Svetlönu til að hvítþvo föður sinn með því að skella skuldinni á samstarfs- m.ann hans, Lavrenti Beria, séu lítt hugsaðar og brjóti í bága við sögulegar staðreyndir. Hann bendir á að hreinsanir Stalíns hafi hafizt löngu áður en Beria varð yfirmaður leyni- lögreglunnar, og hann bætir því við að Svetlana geti tiltölu- lega lítið um þetta tímabil sagt, því um þetta leyti hafi Stalín verið sérlega vingjarn- legur og tillitssamur við dótt- urina. Greinarhöfundurinn minnist á að aðrir hafi líkt Svetlönu: við stórskáldin rússnesku, Turg enev, Tolstoj og Tsjekov, og spyr í hæðni: „Hvers vegna ekki alveg eins að bæta við1 Homer, Dante og Shake- speare?“ Hann segir hinsvegar að ef dóttir Stalíns hefði raun- verulegan áhuga á að skrifa merka bók byggða á minning- um um föðurinn, væri hugsan- legt að henni tækist það. Framúrskarandi mikilsvert SÆNSKA skáldið Olof Lager- crantz skrifar um bókina í Stokkhólmsblaðið Dagens Ny- heter 22. september. Telur hann að Svetlana hafi engara nýjan fróðleik að færa lesend- um um föður sinn, því sam- band þeirra hafi verið lítið eftir að móðir Svetlönu svipti sig lífi. Engu að síður segir hann að það sem Svetlana hef- ur að segja sé framúrskarandil mikilsvert. >að er sumar þegar Svetlanai skrifar bók sína, segir Lager- crantz. Það þýtur í hvítum björkum og fuglar syngja. Hún viill í þessu kyrrláta og af- skekkta landslagi segja hrein- skilnislega frá fjölskyldu sinni Að ofan PVC og því ótrúlegt slitþol ir r— W 1 mu iv. rAfl @1 piastino Að neðan KORKUR og því mjúkur og fjaðrandi Auk þess er PLASTINO gólfdúkurinn þægilegur, hlýlegur og auðveldur að þrlfa. Mikið litaúrval. Sanngjarnt verð. FÆST f ÖLLUM GÓÐUM SÉRVERZLUNUM UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.