Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 Flugfreyjur Lofllei&ir hf. œtla frá og með desember n. k. að ráða allmargar nýjar flugfreyjur til starfa. í sambandi við vœntanlegar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram: ■ Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára — eSa verSi 20 ára fyrir 1. janúar n. k. — Umsækjendur hafi góSa almenna menntun, goU vald á ensku og ein- hverju NorSurlandamálanna — og helzt að auki á þýzku og/eða frönsku. 0 Umsækjendur séu 162—172 cm á hæS og svari lík, amsþyngd til hæðar. ■ Umsækjendur séu reiðuhúnir að sækja kvöldnám- skeið í nóvember n. k. (3—4 vikur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. 0 Á umsóknareyðuhlöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. ■ Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins Yest- urgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá um- boðsmönnum félagsins út um land og skulu um- sóknir liafa borizt ráðningardeild félagsins, Reykja- víkurflugvelli fyrir 23. október n. k. llOFJlEIDW — Bók Svetlönu Framhald af bls. 11 skap Svetlönu: „Hið Góða sigrar alltaf að lokum. Hið Góða sigrast á öllu, þótt það verði oft ekki fyrr en um sein- an — eftir að bezta fólkið hef- ur tortímzt í algeru tilgangs- leysi og án þess að hægt sé að réttlaeta tortímingu þeirra, skipulagslaust og ástæðulaust“. Svetlana vill fá okkur til þess að dæma ekki föður hennar of hart og sjálf lætur hún hjá líða að fella yfir honum dóm en minnist hans sem föður. „Látið þá urn að fella dóm, sem í eftir koma — menn þá og kon ur sem ekki þekktu til þessara tíma og þeás fólks sem við þekktum. Látum það eftir nýrri kynlóð manna sem mun líta á þessi ár í Rússlandi sem eins fjarlæga tíma og eins ókiljanlega, eins ógnvekjandi -K- - Jvxi. A P*Ífi8 % '4 : á & iÉ f: 11. PRESTIGE/SKYLNE ÚRVALS VÖRUR, SELDAR í SÉRVERZLUNUM UM LAND ALLT. AITERNATOR PRESTOLITE ALTERNATOR hinn nýi rafall heldur ávallt nægu raf- magni á rafkerfi bifreiðarinnar. PRESTOLITE ALTERNATOR framleiðir straum strax við hægagang véíar, og er fyrirferðarlítill, svo hægt er að setja hann í flestar gerðir bifreiða. PRESTOLITE ALTERNATOR er framleiddur fyrir 6, 12 og 24 volt með plús eða mínustengingu í jörð og fram- leiðir frá 35 til 100 amper. KRISTINN GUÐNASON HF. Klapparstíg 25—27 — Laugavegi 168. Sími 12314 — 21965 — 22675. og undarlega og ríkisstjórnarár ívans Grimma“. — Á ríkisstjórnarárr»n Stal ins, segir Olga. var öll sjálf- stæð hugsun bönnuð og hald lagt á allar upplvsírga^ sem stuðlað gátu að sjálfstæðri skoðanamyndun. Heilar kyn- slóðir Rússa ólust upp við þessi skilyrði og í því tilliti er Svetlana dæmigerður full-* trúi milljcna samtíðarmanna sinna í Sovétríkiunum. En nú. á sjöunda áratug aldarinntr, er þetta orðið okkur eins fram- andi og ótal sovézkum borg- urum sem í æ ríkara mæli eru nú að reyna að taka afstöðu til þess sem átti sér stað í Sovétríkjunum á ríkisstjórnar- árum Stalín. Þeim nægir ekki að kenna örlogunum um eða mannkynssögunni eða Beria hversu valdaferill Stalíns var blóði drifinn. Hundruð Rússa hafa nú skriíað eða eru að skrifa um ævi þá er þeir áttu á þessum árum. Ekkert getur stöðvað leit þeiira að sann- leikanum um fortíðina sem er svo skammt undan. Flest eru handrit þessi enn óbirt en þau eru ákaft lesin í handriti um allt Russland. Síðar í greininni segir Olga að þótt Svetlana líti föður sinn ekki í réttu ljósi og þótt henní hætti til að bera á hann of mikið lof hafi bók hennar í annan stað að geyma margar og athyglisverðar og hugstæð- ar minningar. — Heimur bernsku hennar verður les- andanum einstaklega áþreif- anlegur, segir Olga. — Þegar hún vex úr grasi hættlr hún að vera hluti af heimi föður síns, mánuðir iíða og jafnvel ár svo að hún sér hann ekki og við tökum þátt í missi hennar. Hún er einmana, rugl- uð í ríminu, gagnrýnin á föð- ur sinn en getur þó ekki lagt trúnað á mannvonzku hans. Hann lætur myrða eða taka höndum alla ættingja þeirra, '■emiir æskuástina hennar til Síberíu og þó óskar hún einsk- is fremur en að £á að vera hjá honum. . . . Á öðrum stað í greininni segir Olga Svetllönu hafa á orði hófsemi valdamanna So- vétríkjanna og fjölskyldna þeirra og nægjusemi og segir n’ð hún geri sér þess enga grein að nægjusemi þeirra hafi verið hámark sællífis miðað við kjör hins almenna borgara í Sovétríkjunum á þessum árum, þegar hungursneyð og far- sóttir voru landlægar hörm- ungar. Hún veit ekkert um rússnesku þjóðina, segir Olga skiptir sér ekkert af henni og minnir mann að þessu leytl á ekkert fremur en háttsetta embættisnhenn keisarastjórn- arinnar áður sem aidrei gátu skilið hvað það var sem bylt- ingunni olli. — Þegar öllu er á botninn hvolft, segir Oiga Carlisle, er „Tuttugu bréf ti. vinar" mjög læsileg bók. Að loknum lestri hennar finnst okkur sem við höfum öðlast nýja innsýn í skapgerð Stalíns, í dularfullt sambland rússneskrar grimmd ar og austurienzkrar kænsku i fari hans. En þegar við lítum augum Stalín eins og hann birtist okkur í minningabók dóttur hans er það samt fals hans og fláræði sem hæst ber — og óskaplegt fals og svo al- gert að honum tókst ekki að- eins að vllla urr. fyrir einka- dóttur sinni heldur fyrir hálf- um heiminum líka. Tíðir hjólhesta- þjófnaðir H JÓLHESTAÞ J ÓRN AÐIR hafa verið óvenju tíðir á þessu haustL Hefur lögreglan haft mikið að gera við að leita að stolnum hjólum og hafa upp á þjófun- um. Er nú svo komið, að safn- azt hafa mikiar birgðir sif óskila hjólum hjá lögreglunni og biður hún þá, sem sakn® hjólhesta sinna. að koma við hjá Haraldi Jöhannessyni Borgartúni 7 og sæka hjólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.