Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 13 \ Félag dráttarbrauta og skipasmíða stoinað — Sðmeinað úr tveimur félögum SUNNUÐAGNIN 1. október sl. héldu Félag ísl. dráttarbrautar- eigenda og Landssamband skipasmíSastöðva sameiginleg- an fund í Atthagasal Hótel Sögu. Á fundinum var sam- þykkt að sameina félögin og stofnað „Félag dráttarbrauta og skipasmiðja.“ Auk félagsmanna í tveim hinum eldri félögum, er nýja félagið opið öllum fyrir- tækjum, sem stunda skipasmíð- ar og skipaviðgerðir og hafa vinnuaðstöðu fyrir fleiri en 10 menn. Félaginu er ætlað að vinna að sameiginlegum hagsmunamá’- um félagsmanna, og er því m.a. heimilt að setja á fót sameigir.- lega upplýsingamiðstöð, inn- kaupastofnun, taeknimiðstöð og aðra starfsemi, sem -ttuðlar að framgangi félagsmanna. Fyrsta stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður: Bjami Einarsson, Ytri-Njarð- vík, varaformaður: Þorbergrr Ólafsson, Hafnarfirði, með- stórnendur: Jón Sveinsson, Garðahreppi, Marsellíus Bern- harðsson, ísafirði, og Sigurjón Einarsson, Hafnarfirði. í vara- stjórn: Skafti Áskeisson, Akur- eyri, og Þorgeir Jósefsson, Akra nesi. Miklar umrseður urðu á fund- inum um málefni skipasmíða- iðnaðarins og ríkti mikill ein- hugur um, að nauðsynlegt væri að tryggja að skipasmíðar fyrir íslenzka aðila flyttust sem mest inn í landið í framtíðinni. Fund- urinn gerði nokkrar ályktanir um þessi mál og fara þær hér á eftir: Mámsstyrkir Evrópuráðs EVRÓPURÁÐIÐ veitir árlega styrki til námsdvalar í aðildar- ríkjum þess. Einn flokkur þess- ara styrkja er veittur fólki, sem vinnur að félagsmálum og hafa nokkrir íslendmgar notið slikra styrkja á undanförnum árum. Ætlazt er til þess að þeir, em styrks njóta, afli sér þekkingar, er kaemi þeim að notum í fé- lagsmálastörfum þeirra og er námsdvöl skipulögð af hlutað- eigandi aðila i væntanlegu dvalarlandi. Af þeim greinum fólagsmála, sem um er að ræða, má nefna almannatrygg- ingar, velferðarmál fjölskyldna og baraa, þjáifun fatlaðra, vinnumiðiun, starfsþjálfun og starfsval, vinnulöggjöf, vinnu- eftirlit, öryggi og heilbrigði á vinnustöðum o. fl. Þeir, sem styrk hljóta fá greiddan ferðakostnað og 800 — 1000 franska íranka á mánuði eftir því í hvaða iandi dvalið er. Styrktímabilið er 1 — 6 mán- uðir. Vegna breyttrar tilhögunar á styrkveitingum þarf nú að sækja um styrki sem veitast á árunum 1968 g 1969. Sækja ber um styrki næsta árs fyrir 25. október n.k. en um styrki árs- ins 1969 fyrir 30. nóvember n.k. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytmu, sem einnig tekuf á moti umsóknum. (Frá Félagsmálaráðuneytinu). CURTI COLOR er fastur háralitur. CURTITONER SHAMPOO gefur hárinueðlilegan litablæ, sem auðveldlega má þvo úr. Nú gatið þér, um leið og hérið er þvegið, litað eða tónað á euðveldan hátt. Litaverkun stöðvast sjálfkrafa þegar réttum lit er náð. Með CURTI COLOR/TONER náið þér góðuni árangri - alveg frá. byrjun. 14 litir - frá silfurgráu i svart. Skoðið litina hjá snyrtivöruverzlun yðar. Kristján Jéhannesson,— heildverzlun,— Lokastlg 1 0,— simi 2271.9 Félagið mun beita sér fyrir endurskipulagningu skipasmíða í landinu m.a. með stöðlun á stærðarflokkum skipa og bún- aði þeirra. Raðframleiðsla skipa er í dag meginforsenda skipasmíði, sem verður að heyja samkeppni við stöðvar í nálægum löndum, sem standa á gömlum merg á þessu sviði. Til þess að unnt sé að hefj’a rað- framleiðslu skipa, er nauðsyn- legt að endurnýjun skipaflotans fari fram samkvæmt fyrirfram- gerðri áætlun, og er eðiilegt, að ríkisvaldið hafi frumkvæði um gerð og framkvæmd slíkra áætlunar og útvegi nauðsynlegt fjármagn. Félagið lýsir yfir ánægju vegna ummæla iðnað- armálaráðherra Jóhanns Haf- stein við setningu 29. iðnþings- ins um útvegun verkefna fyrir innlendar skipasmiðjur. Félagið leggur áherzlu á, að stofnlán til dráttarbrauta og skipasmiðja verði alLt að 80% af matsverði framkvæmda. Lán- in verði afborgunarlaus á með- an framkvæmdir fara fram, og verði að öðru leyti ekki með lakari kjörum en skipasmiðjum í nálægum lönduni standa til boða. Félagið bendir á nauðsyn þess, að samkeppnisaðstaða íslenzka skipasmíðaiðnaðarins verði á hverjum tíma tryggð með hlið- stæðum ráðstöfunum og rekstr- argrundvöllur sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Almennt verði tryggt, að lánað verði til skipa- viðgerða, breytinga og endur- bygginga á skipum innaniands, til þess að komíð verði í veg fyrir, að slík verkefni flytjist úr landi vegna lánsfjárskorts eins og oft hefur átt sér stað á und- anförnum árum. Félagið fagn- ar sérstaklega yfiriýsingu iðn- aðarmálaráðherra Jóhanns Haf- stein við setnmgu 29. iðnþings- ins um afskipti hans af slíku málL VARAH LUTIR FORD VARAHLUTIR HENTA BETUR í FORD BÍLA EN EFTIRLÍKINGAR. NOTID FORD FRAMLEIDDA HLUTI TIL ENDURNÝIUNAR í FORD BÍLA. ® KH.KHISTJANSSDN H.F. OMBSfllfl SUOURLANDSBRAUT 2 • SiMI 3 5300 ALLT GENGUR (hvar sem er og hvenær sem er - við leik og störf - úti og inni og á góðra vina BETUR MEÐ COCA-COLA drykkurinn sem hressir bezt, léttir skapið og gerir lífið ánægjulegra. FRAMLEITT AF VEHKSMWJUNNI VÍyiLFEUL í UMBQÐI TNE CQCA-COLA EXPDRT CQRPORXTION I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.