Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 9 flöskur af sykurlausu Valash innihalda jafn- margar hitaeiningar og 1 venjuleg gosflaskat Foifelund segir sð tengsl Svetlönu við þetta þjdðfélags- fcerfi hafi rofnað smám sam- an eftir því sem hún eltist og þroskaðist og telur að þar hafi ráðið úrslitum þjóðfélagsfræði nám hennar, námið sem átti að gera hana að sannfær'ðum og sönnum marxista. Það er eins og henni hafi liðið æ verr eft- ir dauða föður síns er hún gat sjálf farið frjálsari ferða sinna en áður og réði meiru um það hvaða fólk hún umgekkst. Það er svo að sjá sem hún hafi lengi vonað að ættland henn- ar, sem hún lofar margoft í bréfunum og fer um fögrum orðum, myndi þróast í átt til lý*ðræðis þótt hægt færi og nú er hún hefur yfirgefið Sovét- ríkin og farið frá börnum sín- um án þess að vita hvort hún muni nokkru sinni sjá þau aft- ur eða ættjörðina heldur, bendir margt til þess að hún sé, þrátt fyrir allt, ekki úrkula vonar um að einhvem tíma kunni svo að verða. Eftirskrift hennar í bókarlok bendir ein- dregið til þess þar sem hún kveðst vona að senn rísi í Sovétríkjunum „ný kynslóð, ung og áhugasöm, sem líta mun þessa tíma (stjórnarár Stalíns) svipuðum augum og valdatíð Ivans grimma, þykja þau jafn fjarlæg, ókennileg og allsendis óskiljanleg“. Horft um öxl til Stalins DAVID Floyd segir í umsögn sinni um bók Svetlönu Alli- luyevu í Daily Telegraph 5. október að ekki hafi allt til- standið í kringum útgáfu bók- arinnar „Tuttugu bréf til vin- ar“ au’ðveldað mönnum að gert sér grein fyrir raunveru- legu gildi hennar. Hann kveðst að sönnu skilja mætavel hví- líkt veður hafi verið gert útaf bókinni, höfundurinn sé dóttir Stalins, hún hafi afneitað stjórnmálakerfi því sem hann hafi skapað og því hljóti hvað- eina sem hún hafi að segja um hann og um kerfið að vera forvitnilegt, en hann telur að allt hafi umstangið í kringum útgáfu bókarinnar og fjarg- viðrið um stjórnmálalegt og bókmenntalegt gildi hennar verið höfundi hennar til óþurftar. Floyd telur það augljósast- an kost á bók Svetlönu og þann er honum þykir líkleg- astur til að endast bezt, hversu einlæg og hreinskilin frásögn Svetlönu sé og kve’ðst hreint ekki vantrúaður á að „bréf- in“ hafi ekki upphaflega verið ætluð til birtingar heldur hafi þau átt að vera einskonar per- sónulegar skriftir fyrir einum vina hennar, sem hún hafi kynnzt síðar á ævinni, ekki þó síðasta eiginmanni hennar, Brijesh Singh, eins og margir hafi ætlað. Honum þykir það sæta nokkurri furðu að Svetl- ana hafi kosið að sleppa úr enskri þýðingu bókarinnar meirihluta 16. kafla hennar, þar sem segir frá manni þeim er hún kveðst hafa unnað mest um dagana og hún segir sjálf að verfð hafi aðalástæða þess- ara skrifa sinna. Floyd segir það ekkért undr unarefni að Svetlana segi fátt það af stjórnarkerfi Sovétríkj- anna sem ekki hafi verið á flestra vitorði áður og bætir því við að um Stalin segi hún minna en ætla hefði mátt, bók hennar veiti ekki svör við spurningum þeim sem hver spyrji annan varðandi Stalín. — Var sjálfsmorð konu hans upphaf að geðveiki þeirri er þjáði hann síðar meir? Var hann í raun og veru eins háð- ur Beria og Svetlana lætur í veðri vaka? — Hún er kannski ekki manna dómbærust um þetta, segir Floyd. Hann heldur áfram og seg- ir: Mynd sú er hún dregur upp af algerri einangrun og ein- manaleik Stalins á efri árum er ógleymanleg. Maðúrinn sem Churchill kallaði „Drottnara Rússlands" hafðist síðustu ár ævinnar við í einu herbergi, illa búnu húsgögnum, með slæmum eftirprentunum mál- veka á veggjum, vissi ekki verðgildi myntar landsins er hann réði fyrir, átti ekkert fémætt í fórum sínum, engar eignir að kalla — þessi mynd Svetlönu er brot úr mannkyns sögunni. Stalin lauk ævinni jafn valdamikill á ytra borði og hann var valdalítill hið innra, segir Floyd. Rétt er að vekja athygli á sögulegu gildi tveggja annarra atriða sem hún skýrir frá í bókinni, segir Floyd. Annað er frásögn hennar af því að hún hafi talfð föður sinn á að gera sér greiða í desembermánuði 1943 og það hafi tekizt vegna þess að hann hafi þá verið nýkomin heim að lokinni Te- heran-ráðstefnunni og verið einkar blíður á manninn (ekki kannski að ólíkindum, þar sem harm hafði þar hlotið mála- myndasamþykki Bandamanna fyrir því að Sovétríkin héldu austurhéruðum Póllands). Hitt atriðið er staðfesting Svetlönu á því áð þótt Molotov hafi verið áfram einn helzti leið- togi og valdamaður í Svotríkj- unum var kona hans send í fangabúðir og ekki látin laus þaðan fyrr en að Stalin gengn um. Floyd segir bókina sanna að Svetlana sé sendibréfsfær í bezta lagi, en lætur sér fáítt um finnast bókmenntagildi „Bréfanna“ og telur enda að Svetlana hafi ekki ætlað þeim eða sér meiri hlut að sinni. — En, segir hann að lokum, — hún skrifar svo blótt áfram, segir svo hreint frá og einarð- lega og einlæglega að lyftir bók hennar langt upp yfir all- ar venjulegar „stjórnmálaupp- ljóstranir“. Heillandi bók SAUL Maloff skrifar ritdóm um bók Svetlönu í bandaríska tímaritið Newsweek (2. októ- ber), og segir þar m.a. að frá- sögn hennar beri að taka á svipaðan hátt og þvældu bók- felli með óþekktum rúnum, sem gætu falið í sér lausnina á ifeyndardómum tilverunnar. Grípandi töfrar bókarinnar felast frekar í lýsingu hennar á foreldrum og dóttur, en 1 u<*pljóstrun- mikilla „leyndar- dóma“, sem flestir voru annað hvort fullltunnir eða á ftéktra vitorði, bæði fyrir og efUr skýrslu Krúsjeffs til tuttugasta flokksþings sovézka kommún- istaflokksins, segir Maloff. Heillandi kostir bókarinnar koma fram í hugarangri barns ins og ringulreið og óhjá- kvæmilega ruglaðri skynjun þess á dularfullum atburðum í heimi hinna fullorðnu í kring um hana; í tilraunum konunn- ar til að finna skýringu á at- burðum liðinnar ævi, og til að vakna í dag úr martröð sinni. Frá sjónarhóli Maloffs birt- ist Saiín sem nokkurs konar fjölskyldufaðir frá Viktoriutím unum í bók Svetlönu, til skipt- is fjarlægur og kaldur e'ða ein- lægur og hlýr, grófur og frum- stæður sveitamaður, gæddur miklum persónuleika, haldinn bæði þögulli viðkvæmni og hryllilegri grimmd. Hann hæddist að veiklunduðum, dug lausum syni sínum, sem tókst ekki einu sinni að fremja sjálfsmorð, og þvoði hendur sínar af hinum syni sínum for- hertum drykkjumanni; hann neitaði að kynnast tengdasyni sínum, sem var Gyðingur, og vissi varla af dótturbömum sínum...... Það er í þessu, sem líf bók- arinnar felst, og það fer áreið- anlega framhjá þeim, sem ganga að henni í leit áð æs- andi pólitískum opinberunum. Kosygin getur til dæmis verið rólegur. Það var ekki CIA (bandaríska leyniþjónustan), sem skrifaði þessi bréf í nafni Svetlönu. Enginn opinber skrif finnur býr yfir hóflausri hrein skilni frú Alliluyevu, siðferði- legu hugrekki hennar, átakan- legu sakleysi — tæru falsleysi eða niðurbældri angist .... Framhald á bls. 10 sukurlaust Sana h.f. á Akureyri hefur nú hafið framleiðslu á gosdrykknum: „SUKKERFRI VALASH" frá Valash Fabriken A.S. f Danmörku. Sykurlaus gosdrykkur er þvi ioks kominn á markaðinn hérlendis. SYKURLAUST VALASH er svalandi og bragðgóður appelsindrykkur. SYKURLAUST VALASH hefur auk þess þann kost að í innihaldi hverrar flösku eru einungis 2 hitaeiningar. í hverri venjulegri gosdrykkjaflösku eru hins vegar um 100 hitaeiningar. Venjulegur gosdrykkur fitar þvi um 50 sinnum meira en SYKURLAUST VALASH! Sykurmagnið f venjulegum gosdrykkjum er líka mikill skaðvaldur á tennur. Sá skaðvaldur er auðvitað ekki í SYKURLAUSU VALASH. Þess vegna: Slökkvið þorstanrí — njótið bragðsins — drekkið SYKURLAUST VALASH og hafið ekki áhyggjur af fitu og tannskemmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.