Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 1
Blad II Sunnudagur 15. okt, FRIDLYSTAR PLONTUTEGUNDIR Ingólfur Davíðsson, grasafrœðingur lýsir stuttlega friðlýstu tegundunum 25, að beiðni Morgunblaðsins ÞANN 10. ágúst 1967 voru friðlýstar 25 plöntutegundir, samkvæmt tiilögu Náttúru- verndarráðs. Segir svo í aug lýsingu Menntamálaráðuneyt isins um friðlýsinguna: „Þar sem telja verður mikilvægt að varðveita þess- ar tegúndir og forða þeim frá útrýmingu, er hér með lagt bann við að hrófla við þeim á nokkurn hátt, t.d. slíta af þeim sprota, blöð, blóm eða rætur eða grafa þær upp.“ Þar eð búast má við að fólk þekki ekki a.m.k. sumar hinar friðlýstu tegundir, skulu hér birtar af þeim myndir og stuttar umsagn- ir til glöggvunar. En ná- kvæmar lýsingar og fund- arstaði flestra tegundanna er að finna í Flóru íslands eft- ir Stefán Stefánsson og í íslenzkum jurtum eftir Ás- kel Löve. Myndir og umsagnir: 1. Dvergtungljurt (Botryc- hium simplex). Auðþekkt frá venjulegri tungljurt á því að hún er miklu minni og á því að blaðið stendur alveg nið- ur við jörð. 2. Skeggburkni (Aspleni- um septentrionale). Smávax inn — um 10 cm. á hæð — með mjó, upprétt oftast kvísl gíeinótt blöð og er því mjög sérkennilegur. 3. og 4. Svartburkni (As- plenium trichomanes). og klettaburkni (Asplenium vir ide) bera báðir mjó, fjöðruð blöð og eru smáblöðin nærri kringlótt. Báðir smávaxnir. Auðþekktir sundur á því að blaðstilkur og miðstrengur eru gijáandi svartir og stinn ir upp í gegn á svartburkn- anum, en a kiettaburkna er miðstrengur blaðsins grænn ofantil og linari í toppinn, pg með djúpa rennu á efra borði. 5. Tunguskollakambur (Blechnum spicant var. fall- ' ax). er aðeins 3—8 cm. hér, með stilkstutt blöð. Finnst aðeins á einum stað á íslandi. Sennilega ekki annars stað- ar í veröldinni. 6. Hlíðaburkni (Crypto- gramme crispa) er 10—15 cm. á hæð og ber tvennskon- ar blöð, þ.e. stutt, flipabreið grólaus blöð og gróbær blöð, sem eru lengri og hafa mjóa flipa með niðurorpnum jöðr- um. Burstajafni aðeins í Orms- staðafjalli í Breiðdal 7. Burstajafni (Lycopodi- um clavatum). Stöngull hans skríður við jörð og myndar flækjur. Líkist lyngjafna, en þekkist á því að hin mjóu, þéttstæðu blöð burstajafnans bera langa, hvíta hárbursta í oddinn. Gróöxin oftast tvö saman. þéttum þúfum. Stráin hné- beygð, stinn, en liggja þó oft- ast hálfflöt og ber því lítið á puntinum. 9 .Heiðarstör (Carex hele- onastes). Ber 3—4 grábrún öx Deildartunguburkninn (Tunguskolla- kambur) aðeins við Deildartunguhver 8. Knjápuntur (Sieglingia | þétt saman í toppinn. Blöð decumbens) Lágvaxin, grá- löng, blágræn. Vex í bleytu græn grastegund ,sem vex í | og við tjarnir. 10. Trjónustör (Carex flava. Ber mjótt karlax í toppi og nærri hnöttótt gulgræn, broddótt kvenöx neðan við •það. Líkist gullstör, en er venjulega mun stærri. 11. Villilaukur (Allium oler aceum) .Ber löng og mjó, sí- völ blöð með laukbragði og lauklykt og ljosrauð blóm og síðar dökkleita æxlihnappa á stöngulenda. Vex upp af lauk. Villilaukur mun fyrr- um hafa verið notaður til lækninga og hefur e.t.v. í fyrstu verið fiuttur inn til ræktunar, t.d. að Bæ í Borg- arfirði og Skáney, en þar bjuggu trúboðabiskup og bartskeri fyrr á öldum og hafa sennilega eitthvað stund að lækningar. 12. Ferlaufasinári (Paris quadrifolia). A ekkert skylt Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.