Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 11 Fremst á myndinni eru Stalin ogr kona hans Nadezhda. Var myndin tekin einhverju sinni er þau hjónin brugðu sér upp í sveit með vinum sinum. og sjálfri sér. Lítið á bók mína sem vitnun, segir hún í for- mála. Hvað hefur Svetlana að vitna um, spyr Lagercrantz, og svarar því sjálfur: Hún hefur búið í návist eins af valda- mestu mönnum sögunnar, og einkalíf hans hefur verið öll- um lokuið bók. Sérhverjar upp- lýsingar um þann heim er okk- ur kærkomnar. En faðir henn- ar vakti ótta allra í ríki hans. Enginn sagði annað í eyru Svetlönu en að hann væri bezt- ur og kærastur allra. Hún bjó eins og spörfugl í arnarhreiðr- inu Kreml.... Hún bjó í al- gjörri friðsæld og hafði enga vitneskju um það, sem gerðist í Sovétríkjunum. Dætur Rússa- keisara geta ekki hafa verið einangraðri en hún. Þessi bók, sem hún skrifar, verður þessvegna mjög sér- kenniileg, segir Lagercrantz. Hún (þ.e. Svetlana) líkist per- sónu, sem alizt hefur upp í Víti, en á eingöngu ljúfar end- urminningar þaðan. Fjölskylda hennar ferst, frændfólk hennar er skotið eða drepið í fangelsi. Það er furðulegt að hugsa til þess að ólánsörvunum rignir jafn þétt yfir fjölskyldu Stal- íns og yfir fjölskyldu erkióvin- ar hans, Trotskys. Síðan telur Lagercrantz upp ýmsa náná ættingja Svetlönu, sem urðu hreinsununum að bráð. Svo rekur hann nokkuð frásögn bókarinnar af sjálfs- morði móður Svetlönu, en þá var Svetlana aðeins 6 ára. Það var ekki fyrr en 10, árum síðar að hún komst að því eftir lest- ur bandarísks tímarits, a'ð móðir hennar hafði framið sjálfsmorð. Hélt Svetlana fram til þess tíma að hún hefði látizt úr botnlangabólgu. — Lagercrantz verður tíðrætt um aðdraganda að sjálfsmorðinu, og tekur það sem dæmi um óttann, sem bor- inn var til Stalíns, að þegar ráðskonan finnur likið morgun inn eftir, þorir hún ekki að vekja Stalín, sem svaf í næsta herbergi. Eða, spyr Lager- crantz, var þetta sönnun fyrir því að Stalín var grunaður um að hafa myrt konu sína? Sveblana dæmir enga jafn hart og ,,9máborgarana“ og á hún þar við þá, sem safna fön'g um, girnast hús, bíla, silfur og lín. Þar að auki er hún dóttir fyrsta ættliðar kommúnista, sem dreymdi um nýja kynslóð og var ekki í hræsnistengslum við flokkinn, heldur trúði í hjörtum sínum á sköpun nýs samíélags. Við lestur bókar Svetlönu virðist sem þessi hug- sjón haifi þrátt fyrir allt ríkt í foreldrum hennar. Jafnframt verður að viðurkenna að hún ber of mikla viðkvæmni í brjósti gagnvart föðurnum. Hún aðhyllist þá fullyrðingu Krúsjeffs að Beria hafi verið aðalþrjótur harmsögunnar. Það er Beria, sem flæklr Stalín í net sán. Þegar rætt er um Stal- ín í sambandi við hreinsanirn- ar heitir það að hann „efaðist innst inni og þjáðist". f gögn- uim þeim, sem Trotsky og fleiri hafa birt, kemur önnur mynd fram, segir Lagercrantz. Sveblana reynir að komast í náið samband við lesendur sína, segir Lagercrantz undir lok greinar sinnar. Hún segir að byltingin hafi beitt þjóðina hörðum tökum, og ástæða sé til að einhver greini frá ein- staklingnum í því sambandi. Það hefur enginn viti borinn maður rétt á því að fórna ein- staklingnum fyrir takmörk byltingarinnar. „Fátæk, ber- fætt, óhrein, ólæs bóndakona í hvaða landi sem er veit að þetta er útilokað“, segir Svetl- ana. Siðmenntaðir menn telja þetta hugsanlegt. Þeir, sem nefna sig Marxista, kínverskir kommúnistar telja þetta ekki eingöngu mögulegt, heldur nauðsynlegt. Ef til vill hefur Stalín ekki' eingöngu verið valdhafinn, heldur hugsjónamaður, heltek- inn hugsjóninni um það komm- úníska samfélag fyrir hvert engar mannfórni'r voru of mikl ar, segir Lagercrantz. En það verður að finna jafnvægi milli réttar samvizkunnar og réttar ríkisins. f Sovétríkjunum tap- aðist það jafnvægi, og hefur ekki fundizt aftur. Þegar Svetl- ana tekur málstað einstaklings- ins, er hlýtt á hana með virð- ingu. Sú bókmenntastefna, sem verið hefur ráðandi í landi hennar svo lengi, sósía'l-real- isminn, sýnir ekki manninn eins og hann er, heldur eins og han á að vera samkvæmt kommúnismanum. Það boðar gott þegar Svetlana vill segja frá ævi sinni eins og hún var. Það er sú leið, sem rússneskar bókmenntir verða að rata ef þjóðfélagið á að verða heil- brigt, segir Lagercrantz að lok- um. Ættingjarnir hurfu GAGNRÝNANDI bandaríska vikuritsins Time hefur frásögn sína af bók Svetlönu með þess- um orðurn: „Hún bjó í hölf, og faðir hennar var konungur. Svo var það að móðir hennar, eins og falleg ung drottning, dó skyndilega. Allir skemmti- / legu ættingjarnir hurfu. Góða þjónustufólkið fór, og það, sem kom í staðinn, bar byssur. Smiám saman óx hún úr grasi, undrandi og einangruð. Kon- ungurinn breyttist í dreka, og hún þekkti hann ekki lengur, höllin varð að dýflissu, og til- veran að Víti. Löngu seinna, ekki lengur prinsessa, heldur lítil stúlka 37 ára gömul, reyn- ir hún að rifja upp hvað gerð- ist. Hún skráði það allt á 35 dögum í nokkrum bréfum. Og það var sannarlega myrkasta og sárasta prinsessusaga, sem sögð hefur verið því aldrei fyrr var konungur á borð við Jósef Stalín, né prinsessa jafn blíð og áhyggjufull og Svetlana Alliluyeva“. Gagnrýnandinn segir að þrátt fyrir þá vitneskju, sem fengizt hefur um bókina áður en hún kom út, til dæmis vegna kafla, sem birtiir hafa verið úr henni og auglýsinga, sé bókin það á- hrifamiki'l, að hún krefjist þess að henni sé frekari gaumur gef inn. Hún hefur sömu sérstæðu áhrif og þegar barn er að lýsa viðbjóðslegum glæp, sem það hefur af tilviljun verið vitni að og aðeins að hálfu leyti skilið, sömu sérstæðu töfra fjölskyldu frásagnar, sem samfléttuð er hryðjuverkum og sagnfræði. Næst ræðir greinaihöfundur um sjálfsmorð móður Svetlönu og örlög ýmissa nánustu ætt- ingja hennar. Hann minnist á einangrun hennar og ástarævin týr, og þá staðreynd að fyrsta barn hennar var orðið þriggja ára áður en Stalin leit það augum. Og hann sá aldrei fimm af át'ta barnabörnum sín- um. Svo kemur höfundur að dauða Stalíns og einlægri sorg dótt.urinnar, sem þó var farin að gera sér grein fyrir hvern mann hann hafði að geyma. Það er á þessu sviði, sem greinarhöfundur telur að bók Svetlönu lýsi takmörkunum hennar sem annálahöfundar. Svetlana grípur það hálmstrá að Beria sé Óvinurinn endur- borinn, og skellir allri skuld á hann, þótt hún viðurkenni að Stalín og Beria hafi oft verið „samsekir". Henni finnst stuðn- ingur Stalíns við Beria „óskilj- anlegur", en telur hann eiga rót sína að rekja til kænsku Beria. Sannleikurinn hlýtur að vera sá, segir höfundur, að 'Stalín hafi þurft á stuðningi Beria að halda til að tryggja yfirráð sín yfir landinu á fjórða tug aldarinnar, og varð það ti’l þess að Beria myrti tugi þúsunda. Frásögn Svetlönu er frá grimmúðlegasta tímabili sögunnar. Sú staðreynd fer nærri því framihjá henni, og hún segir í furðulegum barna- skap: „Sjálfsmorð voru nokkuð tíð um þessar mundir . . Fólk ið var heiðarlegra og tilfinn- ingaríkraa þá. Ef því líkaði ekki lífið eins og það var, skaut það sig“. Gagnrýnandi Time lýkur grein sinni með því að benda á að bók Svetlönu, og höfund- ur hennar, hljóti að vekja að- dáun þeirra, sem um dæma. Það furðulegasta er, segir gagn rýnandinn, að Svetlana skuli, þrátt fyrir arf sinn og um- hverfi, hafa verið fær um að skrá þetta allt, og standa aug- li'ti til auglits við þann skelfi- lega sannleika, sem bókin gef- ur i skyn varðandi föður henn- ar. Dóttir einræðisherrans. Um bók Svetlönu í „New York Times Book Review“ skrifar barnabarn rússneska leikritaskáldsin Leonids Niko- layevs Andreyevs, Olga Car- lisle, sem kunn er fyrir þýð- ingar sínar og bókmennta- gagnrýni vestanhafs og fyrir bók sína, „Raddir í snjónum", sem hefur að geyma viðtöl við sovézka rithöfunda. — Er það skrítið að dóttir einræðisherra skuli vera eins elskuleg, guðhrædd og indæl í alla staði og til dæmis drottn- ing einhvers vinveitts smá- ríkis komin vestur um haf í heimsókn? spyr Olga Carlisle í upphafi greinar sinnar og heldur síðan áfram og segir að víst sé það skrítið en undr- unin fari fljótt af, Svetlana Alliluyeva sé stillileg kona og þekkileg og komin einhvern veginn svo ósköp ktfinuglega fyrir sjónir bæði í sjónvarpi, í blaðaviðtölum og á forsíðum kvennablaðanna — „Tuttugu bréf til vinar“ eru heillandi bók frá upphafi til enda, segir Olga. — Við erum sjálf ,,vinurinn“ sem þau eru stíluð tii, óhugnanlega nærstödd á heimili eins blóð- þyrstasta valdhafa síðari tima, hlustum á dóttur hans segja sögur af fjölkyldunni — minn- at liðinna daga á lifandi hátt og af tilfinningu, en þó svo að svipar stundum helzt — þrátt fyrir einlægni hennar — til álfasögu frá Viktoríutímunum. — Svetlana er í raun og veru rétt eins og prinsessa í ríki föður síns, heldur Olga áfram, — en lifii þó fábreyttu lífi og berst ekki á, gengur í skóla með öðrum börnum, fer í sumarleyfi með fjölskyldu sinni — faðir hennar krefst þess að þannig skuli það vera, einfalt og fábrotið. En hún er engu að síður vandlega dulin alls þess sem á sér stað í land- inu, hún veit ekkert um raun- verulegt líf folksin, ekki held- 'ur um leynda og mannskæða valdabarátt.una sem háð er allt umhverfis hana Hún gerir sér þó Ijóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera, hún er einmana og henni leiðist. Samt segir húr. okkur ekkert um það sem skiptir bæði okkur og Rússa sjálfa mestu máli úr sögu stjórnarára Stalíns: útrým ingu milljóna manna. Svetlana Ahiluyeva lætur aðeins í ljósi áhyggjur af af- drifum náinna vina og ætt- ingja og jafnvel þá — eins og til dæmis er frænka hennar ein missir viuð eftir áralanga dvöl í einangrunarklefa — skellir hún allri skuldinni á „andsnúin örlög. ..Jafnvel Anna frænka", segir Svetlana, „stóðst ekki allar þær hörm- ungar er örlögin lögðu á herð- ar henni“. Verði ekki bornar brigður á hluttíeild Stalíns að einhverju ódæðinu ber hún líka einatt Lawrenti Beria og áhrif hans til hins illa fyrir því. Eftirskrift Svetlönu í bókar- lok er aðeins eitt dæmið af ótal mörgum í „Tuttugu bréf tii vinar“ sem miða að því að koma í veg fyrir eða um- breyta misjöfnum hugmynd- um okkar um föður hennar. Eftirskriftin íiytur okkur boð- Framhald á bls. 12 DANISH GOLF Nýr stór! góctur smávinaill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja eradkynnast.DANISHGOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þægilega 3stk. pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.