Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1997
Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn GuSmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
SAGAN
ENDURTEKUR SIG
egar núverandi ríkisstjórn
tók við völdum fyrir 8 ár
um varð hún að gera víðtæk-
ar og róttækar ráðstafanir
til þess að afstýra því hruni,
sem við blasti, þegar vinstri
stjórnin hröklaðist frá völd-
um. Allur almenningur í
landinu gerði sér þá ljóst, að
þessar ráðstafanir voru nauð-
synlegar og óumflýjanlegar.
En leiðtogar Framsóknar-
flokksins og kommúnista á
Alþingi lýstu engu að síður
yfir harðri andstöðu gegn
þeim. Þeir hömruðu á þeim
staðhæfingum, að ríkisstjórn
in væri að leggja óbærilegar
byrðar á þjóðina, án þess að
koma fram nokkrum umbót-
um í efnahagsmálum.
Þetta sögðu leiðtogar Fram
sóknarmanna og kommún-
ista fyrir 8 árum. Allir vita
hvað síðan hefur gerzt. Við-
reisnarráðstafanir ríkis-
stjómarinnar báru skjótan
árangur. Með þeim var lagð-
ur grundvöllur að stórfelldri
uppbyggingu atvinnulífsins,
aukinni framleiðslu og bætt-
um lífskjörum alls almenn-
ings.
Á 8 ára valdatímabili hef-
ur ríkisstjórnin síðan orðið
að gera margvíslegar aðrar
ráðstafanir, sem nauðsynleg-
ar voru á hverjum tíma.
Stjórnarandstaðan hefur allt-
af hamast gegn þeim. Ey-
steinn Jónsson og Lúðvík
Jósefsson hafa haldið áfram
að segja þjóðinni, að ríkis-
stjórnin væri að ráðast á lífs
kjör hennar, og ráðstafanir
hennar væru ýmist skaðleg-
ar eða þarflausar.
Nú endurtekur þessi saga
sig enn einu sinni. Stórfellt
verðfall íslenzkra útflutnings
afurða og aflabrestur hafa
gert ýmsar efnahagsráðstaf-
anir nauðsynlegar. Ríkis-
stjórnin hefur ekki hikað við
að gera það, sem skyldan
bauð. Hún hefur lagt fram
tillögur til þess að mæta
miklum vanda, en jafnframt
lýst því yfir að hún væri
reiðubúin til þess að hafa
samráð við stjórnarandstöðu
og stéttarsamtök um önnur
úrræði, ef á þau væri bent
með rökum og sanngirni. En
stjórnarandstæðingar hafa
enn sem komið er látið við
það eitt sitja að mæta til-
lögum ríkisstjórnarinnar
með stóryrðum og sleggju-
dómum.
Þetta atferli stjórnarand-
stöðunnar á erfiðum tímum
ber hvorki vott miklum
stjórnmálaþroska né ábyrgð-
artilfinningu.
En leiðtogar kommúnista
og Framsóknarmanna eiga
nú næsta leikinn. Ríkisstjórn
in hefur lagt fram sínar til-
lögur og lýst sig reiðubúna
til þess að hlusta á og ræða
um jákvæð úrræði, sem
stjórnarandstæðingar kynnu
að eiga. Verður nú fróðlegt
að sjá hvað gerist næstu
daga af hálfu stjórnarand-
stæðinga.
Hverjar eru þeirra tillög-
ur?
Stjórnarandstæðingar hafa
tvö sl. kjörtímabil hamast
gegn öllum úrræðum ríkis-
stjórnarinnar. En enn þann
dag í dag hafa þeir ekki lagt
fram neinar jákvæðar og
raunhæfar tillögur um það
hvað þeir teldu hyggilegt að
gera í efnahagsmálum lands
manna. Framsóknarmenn
hafa að vísu talað um „hina
leiðina" og krafizt þess að
vextir af lánum yrðu lækk-
aðir og útlán aukin. En
sjálfum kemur þeim ekki til
hugar að í slíkum aðgerðum
felist nokkur lausn á vanda-
íslenzkra efnahagsmála. Þeir
vita þvert á móti, að ná-
grannaþjóðir okkar hafa
margar gripið til þess úr-
ræðis að hækka vexti og
draga úr útlánum til þess að
hindra verðbólgu og vax-
andi dýrtíð.
Kjarni málsins er sá, að
þjóðin hefur orðið fyrir
miklu áfalli vegna verðfalls
útflutningsafurða hennar og
aflabrests. Sjávarútvegurinn,
sem er hyrningarsteinn ís-
lenzks efnahagslífs er þess
vegna illa á vegi staddur. Af
því leiðir minnkun þjóðar-
tekna, og þar af leiðandi
verður minna til skipta í
þágu hvers einstaks.
Þetta er svo auðskilin og
einföld staðreynd, að hana
hljóta allir skynsamir og
ábyrgir menn að skilja.
En stjórnarandstaðan held
ur áfram að berja höfðinu
við steininn. Sagan endur-
tekur sig. Framsóknarmenn
og kommúnistar berjast æv-
inlega gegn öllum jákvæð-
um og raunhæfum ráðstöf-
unum til þess að ráða fram-
úr vanda íslenzks efnahags-
lífs. Það sýnir reynslan frá
tveimur síðustu kjörtímabil-
um.
FORÐAST
KJARNA MÁLSINS
IJyrstu umræðu um efna-
hagsmálatillögur ríkis-
stjórnarinnar er nú lokið á
Alþingi og stóð hún í þrjá
Margar risastórar timburverksmiðjur eru um gervallt Fiunland. Hér sést Sumilla-pappírsverk-
smiðjan við Kotka.
Gengisfellingin
í Finnlondi
FINNLAND hefur lækkað
gengið og fryst allar inni-
stseður til að leiitast við að
baeta, að nokkru, hið erfiða
efnahagslíf landsins.
Finnska markið var fellt um
31 prósent og samkvæimt
nýju skráningunni er sitað-
an gagnvart bandarískum
dollara 4,20, og 11,76 gagn-
vart brezka sterlingspund-
inu. Vonazt er til að þetta
bæti samkeppnisaðstöðiu
finnskra úitflutningsvara á
heilmsmarkaðinum.
Síðasta gengisfelling í
Finnlandi var árið 1957, en
þá var gengið lækkað um
39 prósent. í uim það bil
ár hefur verið uppi orðróm
ur um fyrirhugaða gengis-
fellingu, en talið var að
Finnar biðu með fram-
kvæmd málsins, meðan vafi
lék á um framtíðarstöðu
sterlingspundsins. Hefði
Finnland lækkað gengið um-
sama leyti og Bretar- hefði
það gert að engu allar hagn
aðarvonir, þar sem flest vest
ur Evrópuríki hefðu að lík-
indum fylgt í kjölfarið og
finnska markið hefði þá
haldizit á sömu skráningu á
mikilvægustu verzlunar-
mörkuðum þeirra erlendis.
Finnar urðu því að velja
tímia sem tryggði þeim gotit
hlé til að átta sig eftir að-
gerðirnar.
Fáeinum klukkustundum
áður en genginsfellingin var
afráðin — miðvikudaginn
1.1. október — kom finnski
viðskiptamálaráðherrann Ol-
avi Salonen heim frá Lon-
don. Allt bendir til þess, að
hann hafi þar verið fullviss
aður um, að gengi sterlngs-
pundsins yrði ekki iækkað,
að minnsta kosti ekki í ná-
inni framtíð.
Finnar hafa gert sitt
bezta til að bægja frá sér
gengisfel'lingunni, þar til
þeir fengju staðfestingu frá
Breturn, varðandi enska
pundið. Þeir höfðu gengið
svo langt að þeir bönnuðu
allan innflutning bifreiða á
síðasta fjórðungi ársins og
reymdu með því að bjarga
leifunum af gjaldeyrissjóð-
um sínum.
Gjaldeyrissjóðir þeirra
höfðu rýrnað mjög á
skömmum tíma. Finnar
höfðu flutt inn meira en
þeir fluttu út, að minnsta
kosti hvað vestræn lönd
snerti. Hvað viðvék viðskipt
um þeirra við Rússa og Aust
ur Evrópulöndin hafði út-
flutningur tiil þessara landa
verið meiri en innflutningur
frá þeirn.
Finnskir tooimmúnistar
hvöttu óspart til að eftirliit
yrði haft með innflutningi
frá vestrænum lörndum og
sömuleiðis að viðskiipti við
Austur Evrópuríkin yrði
stórlega aukin. En það hefði
aftur orðið til þess, að Finn
ar hefðu orðið Rússum
miklu háðari efnahagslega
en þeir voru fyrir.
Viðskiptin við Sovétríkin
og fylgilönd þeirra hafa
hingað til numið um 18 pró
sent af utanríkisviðskiptum
Finna og hefur því verið að
nálgasit hin varfiugaverðu
20 prósent.
Að lokum virtisf gengis-
felling vera eina úrræðið,
þar sem búizt er við að hún
muni færa í hagstæðara horf
viðskipti landsins við vest-
ræn lönd með því að auka
útflutning og draga úr inn-
flutningi.
Jafnframt þessu mun
fínnska stjórnin hafa álbata
af gengisibreytingunni með
hugvitssamlegri álagningu.
Ú tf lutningsfyr ir tætoj um
verður aðeins heimilað að
halda eftir 14 prósentum af
aukahagnaði þeim, sem þeir
hljóta vegna gengisbreyting
arinnar. Afgangurinni skal
ganga til ríkisins, sem mun
nota það fjármagn, sem
þann veg fæst til að þjóð-
nýta að nokkru iðnað lands-
ins og í öðru lagi til að koma
fótum undir efnahagskerfið
á nýjan leik.
Hvernig sem á málin er
litið hafa efnahagsörðug-
ar Finna aukizt mjög mikið
síðustu 18 mánuðina. Verð-
hæktoanir hafa verið þar
meiri en í noklkru öðru vest
Framhald á bls. 18
daga. Þessar umræður hafa
verið býsna athyglisverðar,
fyrst og fremst- vegna þess,
að þær gefa einkar glögga
mynd af vinnubrögðum
stjórnarandstæðinga, sem
greinilega hafa ekki tekið
breytingum til batnaðar.
Kjarni þess máls, sem rætt
var á Alþingi í þrjá daga er
að sjálfsögðu afleiðingar
verðhruns og aflabrests. Um
það er enginn ágreiningur
a.m.k. meðal alls almenn-
ings. Samt sem áður leiddu
talsmenn stjórnarandstöð-
unnar vandlega hjá sér að
ræða þennan kjarna máls-
ins. í ræðum sínum fjölluðu
þeir lítið sem ekkert um af-
leiðingar verðfallsins og afla
brestsins, en eyddu í þess
stað tíma sínum í almennar
árásir á ríkisstjórnina fyrir
stefnu hennar í efnahagsmál-
um, brigzlyrði um svik við
verkalýðshreyfinguna og upp
tuggu á gömlu áróðurshjali
Framsóknarmanna, sem allir
eru orðnir leiðir á að heyra.
Hvers vegna forðast
stjórnarandstæðingar að
ræða kjarna málsins, verð-
fallið og aflabrestinn? Þeir
eru að sjálfsögðu bezt til
þess fallnir að svara þeirri
spurningu sjálfir, en þó ligg-
ur beinast við að ætla, að
þeir vilji fyrir hvern mun
komast hjá umræðum um
efnishlið málsins. Annars
yrðu þeir óhjákvæmilega að
viðurkenna þann vanda, sem
að steðjar og koma fram með
tillögur til úrbóta, eða hafa
þann hátt á, sem Eysteinn
Jónsson hefur tíðkað undan-
farna daga að segja að eng-
inn vandi steðji að. En al-
menningur veit að slíkt eru
vísvitandi blekkingar.