Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967
Westmoreland hershöfðingi, yfirmaður Bandaríkjahers í Víetnam, reynir hér vopn úr hinni
miklu vopnageymslu Vietcong, sem fannst nýlega.
ítgjöld Rússa
tiE landvarna
hækkuð
I fjárlítgafrumvarpi sovézku
stjórnarinnar fyrir næsta ár, er
lagt var fram á fundi í Æðsta
ráðinu í síðustu viku, er gert
ráð fyrir, að framlög til vam-
armála aukist um 15% mfðað
við framlög á yfirstandandi
fjárhagsári. Ekki er þó öll sag-
an sögð, því að ýmis útgjöld til
varnarmála eru falin undir öðr-
um liðum á fjárlögum og kunna
að hafa aukizt jafnmikið, þótt
þess verði ekki beinlínis vart.
Garbuzov fjármálaráðherra
sagði, er hann lagði frumvarp-
ið fram, að hernaðarútgjöld
mundu aukast vegna hinnar
auknu hernaðaraðstoðar Rússa
við Nor'ður-Víetnam og Araba,
smíði nýs gagneldflaugakerfis og
áætlana um uppbyggingu nýs
liðsafla, sem á að geta barizt á
láði, legi og í lofti. Jafnframt
hefur herskyldutíminn verið
styttur, aðallega vegna þess að
árgangar þeir sem nú verða
kvaddir í herinn og eru frá ár-
unuir. eftir heimsstyrjöldina eru
fjölmennari en fyrri árgangar,
en 20 milljónir Rússa féllu í
heimsstyr j öldinni.
Einnig hefur vakið athygli,
að Rússar munu í fyrsta sinn
auka fjárfestingar í framleiðslu
neyzluvöru meir en f járfest-
ingu í þungaiðnaði. Á næstu ár-
um á heildaraukning iðnaðar-
framleiðslunnar a'ð skiptast
þannig, að aukning neyzluvöru-
framleiðslunnar verði sem svar-
ar 8.6% og aukning þungaiðn-
aðarframleiðslunnar 7.9%. Vænt
anleg aukning tekna af heildar-
framleiðslunni á að standa
straum af útgjöldum á fjárlög-
um. Gert. er ráð fyrir, að ráð-
stafanir, sem gerðar hafa verið
til að færa rekstur iðnaðarins í
frjálsara horf, muni veita tekju-
aukningu sem svarar 20%, og
verfSur hér um að ræða árang-
ur efnahagslegra umbóta.
Á þennan hátt vilja leiðtogar
Rússa vafalaust sýna fram á, að
Rússar hafi efni á að auka út-
gjöld sín ti.1 varnarmála jafn-
hliða því að auka framleiðslu á
neyzluvöru til handa almenn-
ingi. Hins vegar er ljóst, að
neyzlunni er sniðinn þröngur
stakkur á mörgum sviðum, þar
sem taka verður tillit til þarfa
þungaiðnaðarins og varnarmála.
íbúar Hong Kong lifa í
skugga Kínverska alþýðulýð-
veldisins og fá þaðan allar mat-
væla- og vatnsbirgðir sínar.
Þegar ólga er ríkjandi, hætta
birgðasendingarnar að berast.
Auk uppþotanna og hermdar-
verkanna hafa íbúar nýlendunn
ar orðið að búa vi'ð vatns-
skömmtun, og samgöngur hafa
farið úr skorðum. Á landamær
unum, í Kowloon-hverfi á meg-
inlandinu, hefur nokkrum sinn-
um komið til alvarlegra átaka,
og fimm lögreglumenn frá Hong
Kong hafa fallið. Á götunum
hafa verið háðir hreinir götu-
bardagar, og alls hafa 35 manns
beðið bana.
Yfirvöld Breta hafa tekið
ástandið föstum tökum og til-
raunimar til að lama líf fólks-
ins í nýlendunni hafa því ekki
heppnazt. Stjórnin í Peking hef
ur veitt óróaseggjum í nýlend-
unni sfðferðiiegan stuðning, en
yfirvöldin telja þó ekki, að ó-
eirðunum hafi verið stjórnað
þaðan. Hvorki vopn né sprengi-
efni hafa borizt frá Peking. —
Sprengjur þær, sem sprungið
hafa á götum Hong Kong, hafa
verið heimatilbúnar, og vopnin
hafa í mörgum tilvikum aðeins
verið yddaðar stálstengur og
bambusspjót.
Ekki er hægt að stöðva óeirð-
irnar snarlega eins og þegar
skrúfað er fyrir vatn í krana.
í hvert skipti sem óeiröir brjót-
ast út óttast yfirvöldin, að Kín-
verjar ætli að innlima nýlend-
una og binda endi á yfirráð
,heimsvaidasinna.“ En ekkert
lát er á fjárfestingum í þessari
gömlu nýlendu og kapítalismi
stendur óvíða með eins mikl-
um blóma. Skattar eru lágir og
gjaldeyrishömlur þekkjast ekki,
og þar er bezta banka- og trygg
ingaþjónusta, sem völ er á,
greiðar samgöngur og góðir
möguleikar á að koma vörum
á heimsmarkaðinn og svo að
segja engar hömlur. Nóg er af
vinnuafli og laun yfirleitt lægri
en í öðrum Asíulöndum.
Sjálfir hagnast Kínverjar
mikið á Hong Kong. Um helm-
ingur gjaldeyristekna Kínverja
kemur frá Hong Kong, aðallega
fyrir sölu á matvælum, alls um
700 milljónir dollara. Hong
Kong er líka gluggi Kína, sem
er að miklu leyti loka'ð land,
að heiminum. En ekki er víst
að Mao Tse-tung setji þetta fyr-
ir sig. Fram að þessu hefur að-
eins verið um óverulegar skær-
ur að ræða, en Mao hefur tök
á ástandinu og getur hvenær
sem er greitt banahöggið.
- ERLENT YFIRLIT
MEOAí.
. . . vegna Jbess að GOLD MEDAL er hveifið.
sem allar reyndar og hagsýnar húsmæður nota
Framhald af bls. 15
veldismálaráðuneytisins, til
Hong Kong í síðustu viku hef-
ur orðið kommúnistum í nýlend-
unni tilefni til að efna ennþá
einu sinni til uppþota. Áður
en Sheperd lávarður kom til
nylendunnar vonuðu yfirvöld-
in, að óeirðir þær, sem geisað
hafa nær látlaust síðan í vor,
væru smám saman að fjara út
og kyrrð mundi komast á. En
stuðningsmenn Pekingstjórnar-
innar hafa nota'ð tækifærið til
að efna til víðtækustu hermd-
arverka í sögu nýlendunnar.
Rúmlega 40 manns hafa beðið
bana í sprengjutilræðum og yf-
ir 500 hafa særzt.
ALLTAF FJOLGAR
VOLKSWAGEN
Verð 136.800,— krónur
Vib höfum aldrei fyrr getað bobib jafn
góðan Volkswagen fyrir jafn hagstætt verð
árgerð 1968
Hann er ódýraslur allra gerða af Voiks-
wagen — en jafnframl einhver só bezti,
sem hefur verið framleiddur.
Hann er búinn hinni viðurkenndu, marg-
reyndu og næstum „ódrepandi" 1,2 litra,
41.5 h.a. vél. I VW 1200 er: Endurbættur
afturós, sem er með meiri sporvidd — Al-
samhraðastilltur fjögurra hraða gírkassi —
Vökva-bremsur.
Hann er búinn stillanlegum framsætum og
bökum — Sætin eru klædd þvottekta leð-
urliki — Plastklæðning í lofti — Gúmmi-
motfur á gólfum — Klæðning ó hliðum fót-
rýmis að framan — Rúðusprauta — Hifa-
blóstur ó framrúðu ó þrem stöðum — Tvær
hitalokur i fótarými að framan og tvær
aftur í — Festingar fyrir öryggisbelti.
Hann er með krómlista d hliðum — Króm-
aða hjólkoppa, stuðara og dyrahandföng.
Með öllum þessum búnaði kostar hann að-
eins kr. 136.800,—.
Eins og við tókum fram
í upphafi, þó höfum við
aldrei fyrr getað boðið
jafn góðan Volkswagen,
fyrir jafn hagstætt verð.
KOMID, SKOÐIÐ OG REYNSLUAKIÐ
HEILDVFRZIUNIN
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
Viðskiptafræðingur
með reynslu í bókhaldi og öðrum skrifstofustðrf-
um, óskar eftir góðri atvinnu. Tilboð merkt: „213“
sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 25. þ.m.