Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967
15
ERLENT YFIRLIT
Brezkur lögreglumaður í Hong Kong, F. C. Knight, var ný-
lega fluttur nauðugur yfir kínversku landamærin. — Þessi
mynd var tekin með aðdráttarlinsu, og á henni miðri sést
Knight (hattlaus) ræða við kínvcrska bændur skömmu
áður en honum var rænt.
Johnson ræðst
a gagnrýnendur
BANDARlSKA stjórnin hefur
hafið mikla gagnsókn gegn þeim
sem gagnrýnt hafa stefnu henn-
ar í Víetnammálinu, bæði „dúf-
unum“, sem vilja að dregið
verði úr stríðsaðgerðum, og
„haukunum", sem vilja herða á
þeim. Johnson forseti hóf sjálf-
ur þessa herferð með ræðu, sem
hann hélt í San Antonio fyrir
rúmum hálfum mánu'ði, en þá
sagði hann meðal annars, að
flestir gagnrýnendur hans væru
hvorki dúfur né haukar heldur
strútar, sem styngju höfðinu í
sandinn og létu sem Banda-
ríkin væru smáríki, sem fárra
hagsmuna hefði að gæta, létu
sem úthöfin væru helmingi minni
en þau væru í raun og veru og
létu sem þeim stæði á sama um,
hvað yrði um þjóðir, sem töluðu
ólíka tungu og hefðu ólíka menn
ingu og litarhátt, meðan engin
hætta steðjaði að Bandaríkjun-
um sjálfum í bili.
Síðan hafa ýmsir aðrir svarað
gagnrýninni í einstökum atri’ð-
um. John Bailey, formaður lands
stjómar demókrata, hefur sakað
repúblikana um að fylgja henti-
stefnu og bjóða aðeins upp á
gagnrýni. John McCormack, for
seti fulltrúadeildarinnar, hefur
fordæmt gagnrýnendurna og
sagt, að væri hann fylgjandi
skoðun, sem væri andstæð hags-
munum landsms, mundi hann
ekki láta hana í ljós. Nú sein-
ast hefur Dean Rusk utanríkis-
ráðherra sagt á blaðamanna-
fund,, að þeir, sem reyni að
grafa undan trausti á vilja
Bandaríkjastjórnar til að standa
við skuldbindingar sinar, stofni
landinu í alvarlega hættu. Haldi
andstæðingurinn, að ekkert
mark sé takandi á skuldbinding
um okkar eða að við munum
segja skilið við þær þegar á
móti blæs, gæti það haft hörmu-
legar afleiðingar fyrir mann-
kynið, sagði Rusk.
Bandaríkjastjórn reynir að
fara bil beggja og heyja þrótt-
mikið en takmarkað stríð um
leið og hún leitar varfærnislega
eftir friði. Umræðurnar um
Víetnammálið í Bandaríkjunum
snúast að miklu leyti um þá til-
tölulega þröngu spurningu,
hvort herða skuli á loftárásum
á Nor’ður-Víetnam eða draga úr
þeim, þar sem fæstir Banda-
ríkjamenn eru reiðubúnir, eins
og Rusk benti á, að fallast á
auðmýkjandi undanhald eða
frekari útfærslu á stríðinu. Mc
Namara landvarnaráðherra hef-
ur lýst því yfir, að loftárásirn-
ar komi ekki í veg fyrir birgða
flutninga til Suður-Víetnam, en
hins vegar valdi þær miklu
tjóni. Rusk sagði á fundinum
með blaðamönnunum, að það
sem ef til vill gæti fengið Norð-
ur-Víetnammenn til að setjast
a’ð samningaborði, væri hlé á
loftárásum.
I Washington er talsvert bolla
lagt, hvort Johnson muni bráð-
lega gera hlé á loftárásunum,
ekki vegna þess að hann telji
að slíkt muni leiða til samn-
ingaviðræðna heldur til þess að
sýna gagnrýnendum sínum fram
á að svo verði ekki. En af-
leiðingin gæti orðið sú, að
„haukarnir" kæmu fram með
ásakanir um, að bandarískum
mannslífum væri fórnað til
einskis og forsetinn vilji ekki
eða geti ekki knúið fram „sigur“
í stríðinu. Loftárásir, sem tak-
takmarkaðar yrðu við hin ó-
byggðu héruð syðst í Norður-
Víetnam, gætu komið í veg fyr-
ir ásakanir um ,að bandarískir
hermenn nálægt landamærun-
um verði skildir eftir varnar-
lausir, en yrðu kallaðar innan-
tóm blekking og hefðu engin
pólitísk áhrif. Loks getur John-
son bundið enda á loftárásirnar
fyrir fullt og allt, en það segist
hann munu gera, ef hann hafi
ástæðu til að ætla, að slíkt
mundi leiða til skjótra og árang
ursríkra viðræðna og gera mætti
ráð fyrir, að Norður-Víetnam-
menn notuðu ekki tækifærið til
að bæta vígstöðu sína.
En stjórnin hefur skýrt tekið
fram, að hún hafi ekki í hyggju
að hætta loftárásunum einvörð-
ungu til að „bæta andrúmsloft-
ið“ eða þóknast gagnrýnendun-
um. Hún óttast, að slík stöðvun
muni leiða til endalausra og
árangurslausra viðræðna sam-
tímis því sem Norður-Víetnam-
menn haldi áfram að berjast í
Suður-Víetnam. Á blaðamanna-
fundi sínum sagði Rusk, að and-
rúmsloftið mundi að sjálfsögðu
batna, yrði loftárásum hætt. En
hvað mundi þá hvetja Norður-
Víetnammenn til að semja fri’ð?
spurði hann.
Nýtt vígbúnað-
arkapphlaup?
Síðan styrjöld Israelsmanna
og Araba lauk hafa ísraelsmenn
neitað að yfirgefa herteknu
svæðin nema gegn tryggingu fyr-
ir því, að fundin verði varan-
leg lausn á deilumálunum fyrir
botni Miðjarðaihafs. Lítið hefur
þokað í samkomulagsátt á þeim
fjórum mánuðum, sem liðnir
eru síðan stríðinu lauk. Rússar
hafa tekið til vfð að endurvíg-
búa Araba, Israelsmenn krefjast
þess að vesturveldin aflétti
banni við sölu vopna til þeirra
og skemmdarverk á hertekna
svæðinu á vesturbakka Jórdan
eru nú hversdagslegir viðburð-
ir. I síðustu viku sagði utanríkis
ráðherra írak, Pachachi, að ný
átök væru óumflýjanleg, ef póli
Guevara
tísk lausn yrði ekki fundin.
Eskhol, forsælisráðherra Isra-
els, heldur því fram, að Rússar
hafi látið Egyptum í té sem
svarar 80% þeirra flugvéla, sem
þeir töpuðu í stríðinu, og Isra-
elsmenn og Bandaríkjamenn eru
sammála um, að herir Sýrlands.
Alsirs og íraks hafi veri'ð búnir
algerlega nýjum sovézkum her-
gögnum. Bandaiíkjamenn telja
hins vegar, að Rússar hafi út-
vegað Egyptum aðeins sem svar
ar 65% þeirra flugvéla, sem þeir
töpuðu, alls um 190 flugvélar og
þar af margar gamlar, og auk
þess 200 meðalstóra skriðdreka
eða sem svarar þriðjungi þess
sem þeir töpuðu af skriðdrekum.
Þrátt fyrir svartsýni þá', sem
gætt hefur síðan stríðinu lauk,
hefur tilraunum til að finna póli
tíska lausn verið haldið áfram
hjá Sameinuðu þjóðunum. Rúss-
ar hafa hafnað tilmælum Banda
ríkjamanna um, áð1 þeir reyni í
sameiningu að fá Araba til að
styðja ályktun, er feli í sér við-
urkenningu Araba á tilverurétti
Israelsríkis og að bundinn verði
endi á styrjaldarástandið gegn
því að ísraelsmenn hörfi frá
herteknu svæðunum. Hins vegar
herma fréttir, að í viðræðum við
Goldberg, aðalfulltrúa Banda-
ríkjanna, hafi Riad, utanríkisráð
herra Egypta, sagt, að Egyptar
séu fúsir að fallast á áð leyfa
ísraelsmönnum afnot af Tiran-
sundi, ef þeir hörfi frá herteknu
svæðunum og Súezskurði, ef
flóttamönnum frá Palestínu
verði leyft að yelja um, hvort
þeir vilji setjast að í ísrael eða
fá greiddar skaðabætur. Fund-
um Allsherjarþingsins hefur ver
ið frestað svo að næði gefist til
frekari samningaumleitana.
Brezka stjórnin hefur sent
sérstakan fulltrúa, Sir Harold
Beeley, til viðræðna við eg-
ypzku stjórnina um möguleika
á því, að stjórnmálasamband
verði tekið upp að nýju, en því
var slitið vegna Rhodesíudeil-
unnar. Eitt helzta áhugamál
Breta er, að fá framgengt
áð Súezskurður verði opn-
aður að nýju, annað hvort
með sérstökum samningi eða
með nýrri tilraun til að finna
heildarlausn á deilumálunum
fyrir botni Miðjarðarhafs, og
það vilja þeir heldur. Israels-
menn nafa harðlega gagnrýnt
viðræ’ður Beeleys við Nasser og
segja að opnun Súezskurðar sé
ekki síður komin undir sam-
þykki Israelsmanna en Egypta.
Lát Che Guevaras
áfall fyrir Castro
Dauði skæruliðaforingjans
Che Guevara mun að öllum lík-
indum auka áhrif margra
manna á Kúbu, sem dregið hafa
í efa, að sú stefna hans að
stofna til byltinga víðs vegar í
Suður-Ameríku og fylgja dæmi
Vietconghreyfingarinnar í Víet-
nam, sé hyggileg og raunhæf.
Þessir menn vilja, að Kúba verði
nokkurs konar sýningargluggi
sósíalistískra og friðsamlegra
framfara og telja, a’ð barátta
með vopnum sé ekki líkleg til
að bera árangur.
Þessi ágreiningur byltingar-
sinna og þeirra, sem vilja beita
friðsamlegri aðferðum, kom
greinilega í ljós á svokallaðri
einingarráðstefnu Rómönsku
Ameríku í Havana í júlí og á-
gúst sl., en þá hlutu skoðanir
hinna síðarnefndu töluverðan
stuðning, ekki sízt meðal áheyrn
arfulltrúa frá evrópskum komm
únistaflokkum. Margir töldu
hugmyndir Guevaras rómantísk-
ar og óraunhæfar, þótt baráttu-
aðferðir hans lýstu skarp-
skyggni. Sovézkur fulltrúi á ráð
stefnunni lét svo um mælt í
einkaviðtali vfð blaðamann Ob-
servers, að bjartsýni Guevaras,
og þar með Castros sennilega
einnig, stafaði af því, að allt
hefðí hjálpazt að til þess að gera
byltingu á Kúbu árangursríka
— hataður einræðisherra, lands-
lag og loftslag, sem hentuðu vel
til skæruhernaðar, tiltölulega
góð menntun íbúanna og víðtæk
samúð er Fidel Castro naut er-
lendis.
Byltingarhugsjónir Guevaras
hafa ekki rætzt, og sagt hefur
veri'ð skilið við sumar þeirra
svo lítið hefur borið á. Eftir-
tektarvert var, að á einingar-
ráðstefnunni var ekki minnzt á
baráttu skæruliða í Perú, þótt
fulltrúar þaðan væru á ráð-
stefnunni, og þar með vár ját-
að, að barátta þeirra hefði mis-
tekizt. Ekki var heldur minnzt
á Norðuraustur-Brazilíu, sem
bæði Kúbumenn og Bandaríkja
menn telja hugsanlega gróðra-
stíu uppreisnar. Þagað var um
illræmdustu einræðisríkin í Am-
eríku, Haiti og Nicaragua.
Á undanförnum tveimur ár-
um hafa Kúbumenn veri'ð virk-
astir í undirróðri sínum í fjór-
um löndum: Guatemala, Kól-
umbíu, Venezúela og Bólivíu.
Ólga og glundroði ríkir í Guate-
mala og Kólombíu, og þar geta
Kúbumenn óefað skarað eld að
sinni köku. I Venezúela, sem er
eftirsóknarverðasta herfangið, er
skæruliðahreyfingin í dauða-
teygjunum og Castro til mikill-
ar gremju hefur kommúnista-
flokkurinn í Venezúela afneitað
henni. Nú virðist skæruliðabar-
áttan í Bólivíu einnig hafa far-
ið út um þúfur.
Hins vegar hefur Guevara
fengið talsverðu áorkáð með bar
áttu sinni, því að hún hefur ýtt
við værukærum ríkisstjórnum í
Rómönsku Ameríku og vakið
þær til meðvitundar um eymd-
arkjör milljóna þegna þeirra og
vaxandi vissu þeirra um, að þeir
séu órétti beittir. Nú hafa þær
loksins hafizt handa, þótt þær
beiti öðrum ráðum en Guevara.
En ytri aðstæður hafa breytt
boðskap annarra spámanna á
undan honum, og hann fær ör-
uggan sess í sögunni.
„Eitt skref
aftur á bak64
Sérfræðingar í kínverskum
málefnum eru sammála um, að
menningarbyltingin í Kína hafi
farið út um þúfur. A'ð sögn
brezka blaðsins Sunday Times
heldur áhrifavald hersins áfram
að aukast, þar sem Mao formað-
ur þarf á stuðningi hans að
halda til að koma á lögum og
reglu og endurreisa framleiðsl-
una. Nokkrir hershöfðingjar
ráða nú lögum og lofum með
stuðningi hermanna sinna og
beita fyrir sér Chou En-lai for-
sætisráðherra.
Hingað til hefur „endurskoð-
unarstefna" verfð höfuðsynd
‘menningarbyltingarinnar, en nú
er „eigingjörn innri barátta" al-
varlegri synd. Lin Piao land-
varnaráðherra fordæmir nú of-
beldisverk rauðra varðliða, sem
hann æsti til í upphafi og hafði
umsjón með og nú hefur jafn-
vel eiginkona Maos tekið undir
þessa gagnrýni. Lin Piao er enn
þá erfðaprins Maos, en staða
hans er mjög veik vegna sundr
ungarinnar í landinu, ólgunnar,
hreinsananna og andstöðunnar í
flokknum og hernum. Hann hef-
ur brugðizt formanninum, þar
sem honum tókst ekki að
tryggja einhuga stuðning hers-
ins.
Chou En-lai og embættismenn
imir eiga nú fyrir höndum það
tröllaukna verkefni að endur-
reisa framlefðsluna og efnahags-
lífið, samtímis því sem herstjór-
arnir í fylkjunum reyna að
brjóta á bak aftur blinda og of-
beldishnaigða stuðningsmenn
menningarbyltingarinnar. Erfitt
verður að bæta það tjón, sem
menningarbyltingin hefur vald-
ið, og brúa þá djúpstæðu gjá,
sem myndazt hefur í flokknum
og hernum og meðal þjóðarinn-
ar. Eitt aðalmarkmið Maos hef-
ur verið áð koma á fót „bylt-
ingarnefndum" í fylkjunum, en
það hefur aðeins verið gert í
fimm fylkjum síðan menningar-
byltingin hófst og auk þess í
Peking og Shanghai, þar sem
áhrif Maos eru mjög ótrygg.
„Undirbúningsnefndir" hafa ver
ið skipaðar í sex fylkjum. Ótal-
in eru 13 fylki, en í sumum
deila klíkur um völdin og sum
eru undir stjórn herforingja.
Mao hefur sett hemil á menn-
ingarbyltinguna, en ekki er þar
með sagt að hann ætli að aflýsa
henni. Einn helzti lykillinn að
velgengni hans hefur verið sá
hæfileiki hans að komast að
brá'ðabirgðasamkomulagi, og
hann hefur nú stigið eitt skref
aftur á bak eins og hann mundi
orða það. Síðan ætlar hann að
stíga tvö skref áfram og endur-
reisa áhrif sín, en vafasamt er
talið að honum takist það. Allt
bendir til þess, að áhrif her-
manna og ungra embættismanna
muni vaxa, en þótt þeir verði
ekki haldnir byltingareldmóði,
verða þeir ekki jafnframt vin-
samlegir í garð vestrænna ríkja.
Gleypir Mao
Hong Kong?
Heimsókn Shepherds lávarðar,
rá'ðuneytisstjóra brezka sam-
Fraimhald á bls. lð