Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1987 IVIAGIXIÚSAR SKIPHOLTI 2t^SÍMAR 21190 eftir lokun sími 40381 ■sS^ S|M> H4-44 mUF/Ðlfí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITL A BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hag-stætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundaugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f~/~~-’BilA IffGJU! RAUDARARSTlG 31 SlMI 22022 ÓDÝR SKEMMTIFERÐ! Siglt héðon með Regina Mnris, viðdvöl í Hamborg, Amsterdam og London Lagt af stað með Regina Maris frá Reykjavík 21. okt. Dvalið á 3ja sólarhring í hverri hinna skemmtilegu stórborga HAMBORG, AMSTERDAM OG LONDON. Flogið heim frá London 3. nóv. Verð frá kr. 13.890, eftir klefum um borð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. LL LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8 - Sími 24313 ★ Matthías svarar huldumanninum „Halli“ Matthias Jobannessen skrifar: „Kæri Velvakandi. „Hallur Stemsson" skrifar um skólamál í dálkum þínium í gær og ræðir m.a. grein mína um þau efni í Samvinnunni. Ekki veit ég hver maðurinn er, en engu er líkara en hann beri ábyrgð á öllu íslenzka skóla- kerfinu, svo frábært þykir hon um það, svo mjög ber hann það fyrir brjósti. í>ó er hann ekki vissari í sinni sök en svo, að hann þorir ekki að láta nafnsi síns getið á prenti og sigliir undir dulnefni. Er það skiljan- legt. En það er gott að einhver er ánægður. Guð forði okkur þó frá því að mað'urinn verði menntamálaráðherra á næst- unni! Þá yrðu líklega teknar upp hýðingar í skólunum. Ég sé þessa manngerð fyrir mér í skáldsögum Dickens. Óskemmti legt að vera allt í einu orðinn samtíðarmaður Squeers í Nicholas Nickleby. Grein „Halls“ er misskiln- ingur og útúrsnúningur, kannski ætti ég ekki að elta ól- ar við hana. Hann talar um þekkingarleysi okkar greina- höfunda, glamur og yfirborðs- mennsku vegna skarpra ádeilna á skólakerfi okkar og kennslu- hætti. Annað hefir hann varla til málanna að leggja, nema hvað hann tekur upp hánzkdnn fyrir dúxa. Þeir ætfcu þó sízt að þurfa á því að halda. Það er rétt, að ég hef ráðizt á fræðsluKerfið, og einkum landspróifið. Þeir sem viilja kynnast skoðunum mínum á því máli geta lesið það sem ég hef um það ritað. Eg vil benda á að allt sem skiptiir máli í fyrrnefndri grein minni hefur birzt í forustugreinum hér í Morgunblaðinu. Strax í sumar bentum við á vankanta lands- prófsins, síðan hafa verið skrif aðar margar forustugreinar um nauðsyn þess að endurskoða fræðsluKerfið. Þessi skrif hafa borið árangur. Ég get vel við unað. Það er komin hreyfing á málið. Alls staðar eru hávær- ar raddir um nauðsyn þess að endurskoða skólakerfiði þrátt fyrir „glamrið og yfirtoorðs- mennskuna“. Sem betur fer eig um við skynsamari forustu- menn en þann huldumann, sem skrifaði í Velvakanda í gær. Allir vilja endur- skoðun á fræðslu- Kerfinu Ég vil benda á, að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, sem forsætisráðherra flutti um daginn á Alþingi, er að finna þessi orð: „Stefnt verði að því að bæta enn menntunarskilyrði æskunnar í því skyni, að hún öðlist þá þekk ingu og tækni, sem allar fram- farir byggjast nú á í vaxandi mæli. Fram fari allsherjar end urskoðun á fræðslukerfinu (leturbreyting mín, M.J.) og í því sambandi lögð sérstök áherzla á áframhaldandi undir búning og framkvæmd áætl- ana í menntamálum. Stefnt verði að því að vaxandi hlut- fallstala hvers árgangs situndi framhaldsnám." Þetta er þá allt glamrið, yf- irborðsmennskan og þekking- arleysið. Varla mundu stjórn- arvöld telja ástæðu til að end- urskoða allt fræðslukerfið í land inu, ef það væri svo frábært sem greinarhöfundur vill vera láta. Ég vil ennfremur minna á ýtarlegar umræður í borgar- stjórn Reykjavíkur nýlega um skólamálin, þar sem m.a. var samþykkt tillaga um að hraða beri „heildarendurskoðun fræðslukerfisins", eins og kom- izt er að orði Og ef „Hallur" er Framsóknarmaður, get ég hryggt hann með því, að Fram- sóknarflokkurinn er einnig far- inn að-krefjast endurskoðunar á fræðslukerfinu. „Hallur" segir m.a., að ég sé með sleggjudóma í grein minni, af því að ég er á móti landsprófinu og tel það úrelt eins og margt annað í fræðslu- Kerfinu. Einnig gefur hann í skyn að börn sem ná ekki landsprófi, séu í fyrsta lagi ekki meðalgreind og í öðru lagi, að þau hafi ekki „vinnu- frið á heimilum sínum fyrir fylliríi og veizluhöldum for- eldra sinna ... samkvæmisl'ífi, dansleikjum ...“ o.s.frv. Sem sagt: landsprófið á að vera Stóridórruur; það á að vera mællkvarði á heimilislif fólks, dyggðir þess eða ódyggðir; ef nemandi fellur á prófinu, er það vegna þess að pábbinn eða mamman hafa legið í drykkj.u- skap eða öðru verra. Hvers konar siðfræði er þetta eigin- lega? Einu merkin um óreglu sem ég hef komið auga á við- víkjandi landsprófinu er röfl- ið í dálkum Velvakanda í gær. „Hallur" segir að hann sé sammála mér um eitthvert eitt atriði. Ég ætla satt að segja að taka það atriði til endurskoð- unar. Nokkru eftir að ég skrifaði fyrrnefnda „glam.ur“-grein, hafa ýmsar raddir heyrzt, sem hafa tekið fast og áfcveðið und- ir það sem í greininni segir. Ég vil minna á þá hörðu gagn- rý.ni á landsprófið og undir- búning nemenda undir það, sem skólastjóri málaskólans Mímis, Einar Pálsson, setti fram hér í blaðinu efcki alls fyrir löngu. Ljótt var að heyra! Úrelt vinnubrögð og prófæði Af reynslu veit Einar að skólakerfið hér á landi og kennsluhættir veita ekki þá menntun sem til er ætlazt, fjarri því. Til lagfæringar á þessu ófremdarástandi duga engin vettlingatök. Alger um- bylting á Kerfinu er nauðsyn- leg, ef við ætlum að ná þeim bezita árangri sem hægt er. Kjarninn í mínum skrifum er sá, að úrelt vinnubrögð og prófæði einkenna íslenzkt fræðsluKerfi. Við það stend ég. Ég kallaði fyrrnefnda grein mína, Styrjöld við akur. Það er réttnefni. Ég segi m.a.: „Maður hefur jafnvel heyrt um heimili, sem eru í hálfgerðri rúst vegna þeirrar tauga- spennu, sem er undanfari og afleiðing landsprófs. Prófið er anakrónismL Það á ekkert skylt við húmanisma nútím- ans — er jafnvel í beinni and- stöðu við hann. Það er styrjöld við barnssálina. Það er styrjö.d við akur“. Síðan varpa ég fram þeirri spurningu, hvort ekki mundi „kominn tími til að leggja niður þann átrúnað sem nú er á prófum, rata eitthvert meðalihóf í þeim e£num?“ Þetta var kjarni greinarinmar. Nokkru eftir að ég hafði skrifað hana bárust hingað til landsins fregnir af fundi menntamálaráðherra Evrópu- landa. Eitthvað ættu þeir ágætu menm að vita um skóla- mál. Ekki ætti „glamrinu og yfirborðsmennskunni“ að vera fyrir að fara í þeim herbúðum. Þar var m.a. samþykkt að for- dæma núgildandi prófskipulag í skólum á þeim forsendum að það „sé óréttlátt og óheppi- legt“. Og Jóhamn Ha.nnesson, sem ráðsíefnuna sat, segir í samtali við Morgunblaðið: „Helzti ókostur þeirra (þ.e. prófanna) er talinn, að þau gefi ekki réttar upplýsingar um kunnáttu og námsgetu. í þau fer gífurlegur tími, sem er truflun á hinu sanna starfi skólans, kennslunni. Frá mín- um sjónarhóli séð spilla próf- in oft viðhorfi nemandans til námsins og hafa slæm áhrif á það. Því beinist viðleitni þeirra, sem um skólamálin fjalla, að því að finna nýjar aðferðir til að kanna kunnáttu og námshæfni nemandans. Að- ferðir, sem ekki hvíla með slíku ofurvaldi yfir kennslunni og gefa að auki sannari upp- ,ýsingar“. Nú er farið að halla á „Hall“, þykir mér! + Ekki lamandi skæruhernað, — heldur örvandi handleiðslu Þeir eru meiri nútímamenn í Strassborg heldur en „Hallur Steinsson“. Þessar upplýsingar Jóhanns skólameistara komu fram nokkru eftir að grein mín birtiist. En hvert orð sem hann segir er talað út úr mínu hjarta. Má ég biðja um að vera í félagsskap hans og hans líka. Svo geta „Hallar Steins- synir“ haft hvaða skoðun sem þeir vilja fyrir mér. Læit ég svo útrætt um þetta með þeirri ósk að við fáum hið fyrsta fræðslu- kerfi, sem breytir ekki heimil- um í taugahæli; sem er ekki lamandi skæruhernaður við óharðnaða unglinga, heldur örvandi handleiðsla — svo að notað sé orð úr ályktunium funda menntamálaráðherra Evrópulandanna. Matthías Johannessen". Flutning-abílar eða farskip Guðmundur Einarsson, 'bílstjóri á Blönduósi, skrifar: „Kæri Velvakandi! í dagblaði einu 23. sept, er greinarkorn nokkurt, sem er viðtal við forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins (Ríkisskip). Segir þar, að útgerðin sé að semja um kaup á tveimur nýj- um skipum. Viss.ulega er það ánægjuefni fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. En ánægja forstjór- ans er eitthvað, beizkjuibland- in, því að helmingur klausunn ar er um flutning&bílstjóra og vegamál. Þar virðist hann vera svo vel heima, að hann. gæti vel verið einn af starfsmönnum vegamálastjóra. Enda er þess skemmst að minnast, er þeir komu fram í útvarpi í vetur og gjörðu harða hríð að öllum landflutningum. Skildu þeir ekkert í hvernig hægt væri að flytja vörur með bíium, þegar skip vænu annarsvegar. Það er sammerkt með þess- um tveimur herrum, að þeir neita að viðurkenna tilveru flutningabílanna. En það eru aðrir tímar í dag heldur en fyrir tuttugu árum. Verzlunar- hættir nútímans eru þannig, að neytendur krefjast skjótari af- greiðslu á vörum, sem þeir kaupa. Það er farið betur með vörur á bíl, og þær eru vernd- aðar gegn frosti. Og yfirleitt er landflutningur ódýrarL nema til Austfjarða. Um með- ferð á vörum í skipunum ætla ég ekki að ræða hér, — það er efni í sérstakan pistil. Það hlýtur líka að vera ódýr- ari fluitningur, þegar vörur eru teknar úr vörugeymslu í Reykjavík og skilað beint í vörugeymslu úti á landi. Það er ekki sizt hin mikla fyrir- höfn, sem oft er samfara því að senda vörur með Ríkisskip, sem fælir viðskiptavini frá fyr irtækinu. Þar virðist Parkin- sons-kerfið vera háþróað. f vörugeymslum úir og grúir af verkstjórum og aðstoðarverk- stjórum (reddurum), sem visa hver á annan. Húsnæði lítið og umfram ailt óhentugt og úti- svæði ekkert nema fjölfarin umferðargata. Ekki er nema von, að forstjóranum sárni, er hann nú á þessum tímamótum lítur yfir sitt áður nauðsyn- lega og góða fyrirtæfci og sér í hvert óefni er komið. En það er engin raunabót að skamma flufcningabílstjóra. Bezt er að láta vegamálastjóra um að vigta þá, en hann kom þó örlítið til móts við krölfur tímans og hækkaði leyfðan þun.ga ökutækja. Enda ótrú- legt, ef ekki er betra að hálda vegi við nú til dags heldur en fyrir 15—20 árum. En aldrei var það meiningin, þegar feður okkar lÖgðu þessa vegi, að slík- ir bílar ækju eftir þeim. Það er staðreynd, að án flutn ingabilanna verður ekki kom- izt, og ekki þýðir annað en að leggja fyrir þá nothæfa vegL Við erum hættir að verða upp- næmir, þótt við heyrum talað fjálglega um steypta vegaspotta á margra ára fresti, sem kosta hundruð milljóna. Fyrst vilj- •um við fá færan veg. Það eru breyttir hættir í samgöngumál um á fslandi, vegalengdir hafa stytzt, bílar orðnir stærri og betrL og þeir eru almennings- eign, og flutningabílar eru svo sjálfsagðir, að það er ekki leng ur skilyrði til þess að upp rísi verzlunarstaður, að þar sé nokkur höifn. Guðmundur Einarsson".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.