Morgunblaðið - 19.10.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967
MAYSIE GREIG: gg
Læknirinn
og
dansmærin
Aron hafði farið til Ameri-
can Express í Nice. Þar hafði
hann fengið víxlað rrörgum ávís
unum, og hann mundi einnig fá
þessum víxlað, enda þótt hún
væri upp á svo háa upphæð. Og
hann ætlaði að afhenda pening-
ana. Svo gæti lögreglan komið
til skjalana á eftir. En í biii
hugsaði hann ekki um annað en
það að endurheimta son sinn.
Dagurinn var lengi að líða.
Hún gat ekki hvílt sig. Samtal-
ið við Marcel um morguninn
hafði verið henni fullerfitt, en
þegar þessi á’hyggja bættist við,
var hún að því komin að sleppa
sér. Hún fann einhverja þörf á
því að segja Marcel frá öUu sam
an. Að minnsta kosti kynni hann
að geta ráðið henni heilt.
Þessi löngun varð svo sterk,
að áður en hún vissi af, var hún
kominn niður í forstofuna, þar
sem síminn var. Hann hlustaði
á hana, sieginn og undrandi.
— Já, en þetta er verkefni fyr
ir lögregluna, sagði hann.
— Ég veit. Röddin var næst-
um biluð. — En hr. Hennesy vill
ekki kalla á lögregluna — að
minnsta kosti ekki fyrst um sinn.
Hann vill £á drenginn aftur heil-
an á húfi. Hann sagði mér frá
ýmsum tilvikum, þegar farið var
í lögregluna og drengurinn myrt
ur. Hann hefur ekki eins mikinn
áhuga á að sjá ræningjana fá
makleg málagjöld eins og hinu
að endurheimta son sinn.
— Því verður hann auðvitað
að ráða, sagði Marcei. — En sjálf
ur mundi ég leita til lögregl-
unnar. Þú ert áhyggjufull, er það
eklki Yvonne? Væri nokkurt
gagn í því ef ég kæmi þarna til
þín? Þessi bið hlýtur að liggja
afskaplega þungt á þér. Og
kannski gæti ég líka hjálpað hr.
Hennesy eitthvað.
— Æ, viltu koma hingað,
Marcel? Röddin skalf, en nú var
það af gleði. — Ja, þessi bið
reynir afskaplega á taugarnar
hjá okkur öllum. Þú kynnir að
geta hjálpað eitthvað.
— Ég skal koma. Það stenduT
svo vel á, að ég hef engan við-
talstíma í dag og ég er búinn í
spítalanum.
Marcel var kominn þarna áð-
ur en hálftími var liðinn. Aron
var enn ekki kominn heim.
Yvonne andvarpaði af létti,
þegar hann kom, og næstum
ósjálfirátt kom hún hlaupandi á
móti honum. Hann tók hana í
fang sér og þrýsti henni að sér.
— Elskan mín! hvíslaði hann.
Hann kyssti hana á ennið og síð-
an á varirnar.
Einhver hlýr straumur fór um
hana alla. Hún fann, að hún
gleymdi sér og skammaðist sín
fyrir það. Hún ætti ekki um ann
að að hugsa en Dickie. En nær-
vera Marcels útilokaði allar aðr
ar hugsanir.
— Ó, Marcel, Marcel! Hún fór
að gráta. Þetta var í fyrsta sinn
sem hún hafði grátið síðan Aron
las fyrir hana hótunarbréfið.
Hann lofaði henni að gráta
og klappaði henni á öxlina. —
Já, gráttu, elskan mín, gráttu.
Það lsar um spennur.a. Þú varst
svo yfir þig spennt, þegar ég
kom. Ég er feginn, að ég gerði
það. Hefur það orðið að nokkru
gagni?
— Mér létlir alltaf við að sjá
þig, en svo þegar þú ert farinn
er ég einmana og yfirgefin.
— Ó, elsikan mín! Ég vildi, að
ég væri ekki jafn bundinn og
ég er.
Hún fann, að hann skalf líka.
Hvorugt sagði orð, en hún los-
aði sig úr faðmi hans og hneig
niður á legubekkinn, og neri
saman höndum.
— Hafðu ekki of miklar
áhyggjur, sagði hann. — Barna-
ræningjar eru ekki alltaf morð-
ingjar. Til þess eru þeir of hrædd
ir um sig. Það getur vel verið
rétt af Hennesy að fara ekki í
lögregluna með þetta, þvi að
það gæti fengið þá til að grípa
til örþrifaráða! Hann kærði sig
ekki um þó að hann yrði að
greiða lausnargjaldið.
Hún hristi höfuðið. — Hann
munar eikkert um hundrað þús-
und dali. Hann er svo ríkur.
Marcel yppti öxium. — Það
hlýtur að vera dásamlegt að
vaða svona í peningum. Hugs-
aðu þér allt það gott, sem hanr.
gæti gert með þeim.
— Hvað mundir þú gera, ef
þú værir svona ríkur? Hún var
forvitin.
— Ég mundi fyrst færa Al-
menna sjúkrahúsið í Nice í ný-
tízku horf, sagði liann. — Það
er yfirfullt og lepur dauðann úr
skel. Það þarfnast illilega ný-
tízku áhalda.
— Þú mundir þá ekki eyða
peningunum í eigin þarfir?
Hann hristi höfuðið. — Ég hef
nægilegt fyrir mig að leggja,
eins og er. Ég hef nóg upp úr
eigin vinnu.
— Varla hefurðu nú mjög
mikið upp úr því, fyrst þú tekur
ekki gjald af helmingnum af
sjúklingunum þínum. Ég vildi,
að þú vildir senda mér reikn-
EPLASTULKURNAR
HEIMSÆKJA VERZLANIR Á EFTIRFARANDI TÍMUM
í DAG OG Á MORGUN:
í DAG: kl. 08.30—09.30
kl. 09.45—10.45
kl. 11.00—12.00
Á MORGUN: kl. 08.30—09.30
kl. 09.45—10.45
kl. 11.00—12.00
MATARDEILD SS, HAí'NARSTR. 5.
SILLI & VALDI, AUSTURSTR. 17.
MELABÚÐIN, HOFSVAI.,LAGÖTU.
KRON, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12.
KRON; STAKKAHLÍÐ.
VERZL. HERJÓLFUR, SKIPH. 70.
MATARDEILD SS, HAFNARSTR. 5.
SILLI & VALDI, AUSTURSTR. 17.
ÁRBÆJARKJÖR, ROFABÆ.
KJÖRB. LAUGARÁS, NORÐURBR.
VERZL. KOSTAKJÖR, SKIPH. 37.
KJÖRBÚÐ SS, LAUGAVEGI 116.
LÆRIB AÐ MATBÚA EPLI
SÝNIKENNSLA AÐ HALLVEIGAR STÖÐUM DAGLEGA Á KLUKKU
STUNDARFRF.STI FRÁ KL. 15—20.
ing. Ég er búin að spara ofur-
lítið saman.
— Við skulum ek’ki minnast á
það, sagði hann, snöggt. — Ég
færi aldrei að senda þér reikn-
ing. Þú ert bluti af sjálfum mér,
og verður það alltaf — hverri
svo sem ég kann, að giftast.
Hún fór aftur að gráta. Hún
var eitthvað svo máttlaus og
veikluð. Áreynslan undanfarna
daga hafði borið hana ofurliði.
— Áttu nokkrar brómtöflur?
spurði hann. —■ Þu gætir haft
gott af þeim.
Hún hristi höfuðið. — Nei, ég
á engar.
— Ég er með einhverjar ró-
andi töflur með mér. Þú þarft
að hvíla þig. Og Hennesy gæti
haft gott af þeim líka, þegar
hann kemur heim. Hún tók töfl-
urnar en hafði litla von um að
geta róazt fyrr en Dickie væri
kominn heim, heill á húfi.
Hann settist hjá henni og lagði
arminn um hana. Hún andvarp-
aði og lagði höfuðið upp að öxl
hans. Hefðu ekki verið áhyggj-
urnar af Dickie, hefði hún verið
alsæl á þessari stundu.
Þau heyrðu í bíl og fóru út
að g,lugganum og litu út. Þetta
var Aron. Hann var fölur og tex
inn, eins og hann væri veikur.
Hann kom inn í setustofuna,
heilsaði þeim báðum, og fleygði
sér síðan niður í hægindastól.
— Ég er búinn að ná í pening
ana, sagði hann. — Ég ók síðan
upp eftir veginum og að bílnum,
sem hafði breitt yfir númerið.
Hann stóð þarna og beið min.
Ekillinn var með bundið fyrir
andlitið. Hann kom að bílnum
mínum og sagði „Ðiable“. Ég
rétti honum peningana. Vesa-
lings Jean vissi ekki hvaðan á
sig stóð veðrið, en mér fannst
ekki rétt að fara að útskýra
þetta neitt fyrir honum. Hann
kynni að hafa ráðizt á manninn,
Keivinaior
N/
Kehnnator
Frá Jfeklu
sem tók við peningunum hjá
mér. Og þá hefði getað farið svo,
að ég hefði aldrei séð son minn
lifandi oftar. Við Yvonne sagði
hann: — Vertu nú væn og gefðu
mér viskí — ég held ég hafi
fulla þörf á því.
Hún stóð upp og hellti í glas
handa honum, en var skjálfhení.
— Ég hef einhvtrjar róandi
löflur hérna, sagði Marcel. —
Vilduð þér ekki reyna þær, hr.
Hennesy?
— Ef þér ráðleggið það, sagði
hann. — En hvernig stendur á
yðar ferðum hér, Sellier lækn-
ir?
— Yvonne hringdl til mín. Ég
vona líka, að ég sé góður vinur
allrar fjölskyldunnar.
— Ég skil aldrei í því, að rétt
áður en Grace dó, heimtaði hún
að kalla á þennan bjálfa, hann
Herniez lækni. Varð ykkur eitt-
hvað sundurorða?
— Já, það hefði mátt kalla
það. Ég varð þess var, að ég var
ekkert vei séður hérna. En jafn-
skjótt sem Yvonne sagði mér af
þessium vandræðum ykkar, kom
eg hingað.
— Það var fallega gert af yð-
ur. En nú getum við ek'ki annað
en beðið og vonað, að Dickie
komi aftur lifandi.
Allt þjónaliðið fann það á sér,
að eitthvað mjög mikilvægt var
á seiði. Það var allt á þönum,
og þegar Cianfarra bryti til-
kynnfi kvöldverðinn, var eins og
hann væri að beiðast afsökunar.
— Já, ég býst við, að ég verði
að reyna að smakka mat, sagði
Aron og reis á fætur með erfið-
ismunum. — Þér boiðið með okk
ur, Sellier læknir?
— Ég vil helzt ekki yfirgefa
ykkur fýrr en Dickie er kom-
inn heim aftur, sagði Marcel ein
beittlega. — Ég skoða ykkur,
eins og er, sem sjúklinga mína
/ —og mikilvægustu sjúklingana
mína.
— Það er fallega gert af yð-
ur, sagði Aron. Eigum við þá að
reyna að fá okkur eitthvað að
borða Yvopne?
Yvonne sá fljótt, að sérstak-
lega hafði verið vandað til kvöld
verðarins, því að þarna voru
helztu uppáhaldsréttir Arons á
borðum. Þrátt fyrir kvíðann,
tókst þeim öllum að gera matn-
um einhver skil.
Meðan þau voru að drekika
kaffið í forsalnum, hringdi sím-
inn ákaft. Aron hljóp til og svar-
aði. — Ert þetta þú, Dickie?
sagði hann og greip andann á
lofti, rétt eins og hann tryði
ekki sínum eiginn eyrum. — Þú
ert þá í Nice og ekkert að þér.
Við endastöð strætisvagnanna,
segirðu? Bíddu ekki eftir stræt-
isvagninum. Ég sendi þér bíl-
inn strax. Já, ég kem sjáilfiur.
Guði sé lof, að ekkert er að þér,
drengur minn!
Hann var alLur eitt bros, þeg-
ar hann kom aftur inn í setu-
stofuna.
— Þetta er allt í lagi, sagði
hann. — Þetta var Dickie. Ég
ætla til Niee að ssökja hann.
Hann sagði, að sér liðá vel og að
hann hefði margt að segja mér.
Þið afsakið mig bæði tvö.
Það var eins og spenningnum
þarna inni væri lokið.