Morgunblaðið - 25.11.1967, Side 2

Morgunblaðið - 25.11.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓV. 1967 Kýpurdeilan: Hætta á styrjöld ef engin lausn finnst nú um helgina „Neyðumst til að leysa málið í eitt skipti fyriröll", segir forseti Tyrklands Aþenu, Ankara, New York, 24. nóv. AP-NTB. Ófriðlegar horfir í Kýpur- deilunni með hverjum degi og er nú svo komið, að menn eru undir það búnir, að upp úr sjóði hvað úr hverju. For- seti Tyrklands, Cevdet Su- nay, hefur sent orðsendingu til fjölda þjóðaleiðtoga, þar sem hann segir, að Tyrkir neyðist nú til þess að leysa Kýpurmálið í eitt skipti fyrir ÖIl. Tveir þriðju hlutar tyrk- neska flotans eru til staðar á Miðjarðarhafinu, milli hafn arborganna Mersin og Iskan- derun, á suðurströnd Tyrk- lands og rétt norðan og norð- austan við austurodda Kýpur. t f New York hefur fulltrúi Kýpur hjá Sameinuðu Þjóð- unum óskað eftir þvi, að Örygg- isráðið komi saman til fundar þegar í stað til þess að ræða ástandið. Og bæði U Thant, framkvæmdastjóri S.Þ. og Lyn- don B. Johnson, forseti Banda- ríkjanna, hafa haft sendimenn sína i ferðum milli Ankara og Aþenu til þess að reyna að koma í veg fyrir vopnaviðskipti. Er óttast ,að verði málið ekki leyst nú um helgina, muni sjóða upp úr og koma til hernaðar milli Tyrkja og Grikkja. Herir beggja eru reiðubúnir til átaka en hætt er við, að Grikkir fái illa stað- izt Tyrkjum snúning, ef til hern Björn E. Árnnson, endurskoðnndi látinn BJÖRN E. Árnason, löggiltur endurskoðandi, lézt í Landspít- alanum sl. fimmtudag 71 árs að aldri. Björn var fæddur á Sauðár- króki 26. febniar 1896, sonur hjónanna Líneyjar Sigurjónsdótt ur og Áma Björnssonar síðar pró fasts að Görðum á Álftanesi. Hann varð stúdent 1917 og lauk kandidatsprófi í löguim 1924. Nam hann samtímis og síðar alls konar endurskoðun, og varð lög- giitur endurskoðandi 1929. Á ár- unum 1925—27 starfaði hann í fjármálaráðuneytinu, var endur skoðandi hjá sýslumönnum 1925- 26 og í matsnefnd Landsbanka íslands 1927—28. Björn var starfsmaður við úti- bú'bú Centralanstalten for Revis- ion og Driftsorganisation hér á landi 1921—24, en keypti þá úti- bú þetta með N. Hanscher og rak endurskoðunarskrifstofu ásamt honum til 1930. Hefur síðan rek- ið eigin endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík. Hann var aðalend- urskoðandi ríkisinis 1943—49. Tók sæti í kauplagsnefnd, er hún var stofnuð 1939 og hefur verið formaður fyrir löggildingu end- urskoðenda frá upphafi. Björn átti sæti í stjórn og fram- kvæmdaráði Rauða kross íslands um margra ára skeið. Hann hef- ur verið sæmdur heiðursmerkj um Rauða krossins, Karlakórsins Fóstbræðra og Sambands ísl. karlakóra. Kvæntur var Björn Margréti Ásgeirsdóttur, hreppstjóra og dibrm. á Arngerðareyri Guð- mundssonar, og lifir hún mann sinn. Björn E. Árnason var endur- sjkoðandi Morgunblaðsins og hafði verið um áratuga skeið. Útgáfufélag blaðsins sendir konu hans, börnum og öðrum ættihgj um samúðarkveðjur. Er Mao að falli kominn ? Tokio, 24. nóv. AP. HAFT er eftir brezkum sendl- manni í Tókíó og byggt á upp- lýsingum frá Peking, að eins lik legt sé ,að Mao Tze tung> for- maður kínverska kommúnista- flokksins og fylgismenn hans, verði ekki miklu lengur við völd í Kina. Þá herma fregnir frá For- mósu, að andkommúnískir skæru liðar hafi gert árás á flugstöð í Pingtan. um 112 km austur af Knaton. Segist talsmaður land- varnarráðuneytisins á Formósu, Liu Hsun-Wu, hershöfðingi, að fregnir hafi fyrst borizt um þetta frá Hong Kong og hafi þá stjórn Formósu látið kanna mál- ið. Fregnin hafi fengizt staðfest í stórum dráttum. en ennþá liggi ekki fyrir upplýsingar um nánari atvik. Fyrrgreind frétt um, að fall Maos og suðningsmanna hans sé e.t.v. yfirvofandi, kom fram á ráð stefnu, sem staðið hefur yfir í Tokíó sl. þrjá daga> og setið hafa m.a, James D. Murray, yfirmað- ur þeirrar deildar brezka utanrík isráðuneytisins, sem fjallar um málefni Austurlanda og Hideo Kitahara, forstöðumaður þeirrar deildar japanska utanríkisráðu- neytisins. sem fjallar um utan- ríkisviðskipti. Var þetta undir- búningsfundur fyrir sjötta fund utanríkisráðherra landanna, en hann verður haldinn í janúar nk. Er haft eftir góðum heimildum, að þar hafi fyrst og fremst ver- ið rætt um, hvað gerast kunni og hverja stefnu beri að taka. að Mao Tze tung föllnum. aðar kemur. Þeir eru, í fyrsta Iagi, aðeins átta milljónir tals- ins á móti 31 milljón manna í Tyrklandi, í öðni lagi telur her Grikkja, eftir því sem næst verður komizt, aðeins 158.000 manns á móti 480.000 manna her Tyrkja. Báðir herirnir eru vel búnir vopnum og hergögnum og vel þjálfaðir. Floti Grikkja er sterkari en Tyrkja, sem aftur á móti hafa yfirburði í flug- flota og þann aðstöðumun, að eiga ekki nema 65 km að fara til Kýpur en Grikkir um 800 km. í orðsendingu Sunays forseta, sem hann sendi m.a. Johnson, Bandaríkjaforseita, Elizabetu, Englandsdrottningu, de Gaulle, forseta Frakklands, Podgorní, foraeta Sovétríkjanna og öllum leiðtogum Arabaríkjanna, segir, að Tyrkir hafi verið neyddir til þess að krefjast endanlegs upp- gjörs út af Kýpur. Þeir þvoi hend ur sínar af allri ábyrgð á því, hvernig komið sé málum, því að Tyrkir hafi reynt allt, sem hægt var, til þess að fá Kýpurdeil- una leysta með friðsamlegum hætti. Forsetinn segir, að tyrk- nesku íbúarnir á Kýpur hafi búið við óþolandi miisrétti og þvinganir og stjórnin í Aþenu hafi stutt hvers kyns andtyrk- neska starfsemi á eynni. Stjórnin á Kýpur er við öllu búin og hefur kallað út þjóð- varnarliðið, sem telur um tíu þúsund manns og er að mestu undir stjóm grískra henforingja. Fjögur tyrknesk herfylki, þar af tvö fallhlífarherfylki, hafa verið flutt til Mersin og flug- stöðvarinnar Incirlik. Þá herma fregnir frá Adana, að tymeskaf orrustuiþotur hafi flogið hvað eftir annað yfir Kýpur í dag. Frá Mersin herma fregnir, að nýtt tyrkneskt flutningaskip hafi í dag verið hlaðið sex nýj- um landgönguprömmum og önn- ur skip, minni, hafi tekið vopn og hergögn önnur, m.a. vömbif- reiðar og jeppa. Tyrknesk yfir- völd hafa bannað skipum að sigla nærri Kýpur eða Grikk- landi. Einnig hefur bifreiðaeig- Framhald á bls. 21. Fundur Vurð- bergs og SVS í dug PÉTUR Thorsteinsson, ambassa- dor> ræðir um störf sendiherra fyrr og nú, á hádegisfundi Varð bergs og SVS. í dag. Fundurinn er haldinn í Þjóðleikhúskjallar- anum og hefst kl. 12,10. Málverk Ásgeirs Bjarnþórsson ar af séra Bjarna bjargaðist nauð uglega úr brunanum mikla. Þa að prýðir kápu bókarinnar. „SÉRA BJARNI kvöldvökiíijtgAfam gefur út þrjár endurgrentanir af íslenzkum málverkum Á FUNDI með blaðamönnum í gær kynnti Kristján Jónsson tvær nýjar bækur Kvöldvöku- útgáfunnar og þrjár eftirprent- anir, eftir málverkum íslenzkra listamanna. Önnur bókanna nefnist „Séra Bjarni“ og er þar að finna ýmis- legt, sem ella hefði glatazt í brunanum mikla í Lækjargötu, bæði úr bréfum, dagbókum og ræðum, að því er Andrés Björns- son lektor tjáði Mbl. þar um og endurminningar frú Áslaugar Ágústsdóttur. Bókin „Séra Bjarni“ er minn- ingarbók og komst Kristján Jóns son m.a. svo að orði um hana: Við vitum það öll, að ótalmarg- ir bera hlýjar tilfinningar til séra Bjarna og að enginn einn maður hafði jafnmikil samskipti við borgara þessa bæjar. Við, sem stöndum að útgáfu þessarar minningarbókar, vonumst til þess, að hún verði þessu fólki nökkur fengur, þótt hún geti aldrei orðið nema daufur skuggi af séra Bjarna, svo mikill per- sónuleiki sem hann var. Bókin „Séra Bjarni“ skiptist í eftirgreinda kafla: Andrés Björnsson ritar formála. Matthí- as Johannessen á þar samtals- þátt, er nefnist: Með séra Bjarna á æskuslóðum. Frú Áslaug Ágústsdóttir segir endurminn- ingar sínar: Hver dagur var há- tíð, en þær skrásetti Andrés Björnsson. Þar eru og nokkrar ræður og hugvekjur séra Bjarna; ræða Magnúsar Jónssonar á sex- tugsafmæli séra Bjarna og ræða biskupsins yfir íslandi, herra Sigurbjarnar Einarssonar, við út för hans. Andrés Björnsson sá um út- gáfu bókarinnar, sem er prýdd fjölda mynda, en Atli Már teikn- aði bókina. Þá gefur Kvöldvökuútgáfan út þriðja og síðasta bindið af endurminningum séra Sveins Víkings, Myndir daganna, Prests árin. Þar segir frá fyrstu messu hans í Garðskirkju, aðstoðar- prestsárunum í Þingeyjarsýslu, ýmsum dulrænum fyrirbærum o. fl. Sagði Kristján Jónsson, að þessi bók væri óvenjuleg sem ævisaga, að því leyti, að hún væri byggð upp í köflum, þar sem dregnnar væru upp svip- myndir. Loks gat Kristján Jónsson þess, að nú væri Kvöldvökuút- gáfan 10 ára. Á þessu tímabili hefur hún gefið út 27 bækur, þ. á m. safnritin Skáldkonur fyrri alda, íslenzkar ljósmæður og Því gleymi ég aldrei. Þá hefur út- gófan gefið út allmargar ævisög- ur, svo sem ævisögu Eiríks Kristóferssonar, Bernharðs Stef- ánssonar og Myndir daganna, endurminningar séra Sveins Vík- ings, þrjú bindi. í tilefni af 10 ára afmæli út- gáfunnar hefur hún endurprent- að þrjú málverk, Seglbát eftir Finn Jónsson, Mótorbát eftir Gunnlaug Scheving og Gamalt hlóðaeldhús á Gautlöndum eftir Gunnlaug Blöndal. Litbré hf., Reykjavík, hefur endurprentað myndirnar og munu það vera stærstu endurprentanir, sem gerðar hafa verið hér á landi. Handbækur hf. hafa með sölu og dreifingu myndanna að gera. Allt frá byrjun hefur Stefán Stefánsson, bóksali, Laugavegi 8, verið aðalumboðsmaður og fram- kvæmdastjóri útgáfunnar hér í Reykjavík. Nýr útibússtjóri við Útvegsbank- onn í Eyjum BALDUR Ólafsson, bankastjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyj- um, hefur sagt starfi sínu lausu. Baldur Ólafsson hefur starfað við Útvegsbanka rai í Vestmanna eyjum frá 1. maí 1930, hinn var skipaður bankastjóri 1. nóv. 1953 og hefur gegnt því starfi síð- an Áður hafði Baldur gegnt öll- um almennum bankástörfum við bankann. Á fundi bankaráðs í gær var Ólafur Helgason ráðinn í starf útibússtjóra Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Olafur Helga- son er sonur Helga Guðmundsson ar fyrrverandi bankastjóra og hefur hann verið deildarstjóri í ábyrgðardeild Útvegsbanka fs- lands í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.