Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 1
Sunnudagur 10. des Blað II fyrir stjórnarvöld þar að safna gulli í gullgeymslu sína í Fort Knox til að tryggja frekari seðlaútgáfu. Svo er þó ekki. Þrennt annað kemur þar til, og þer þá fyrst að nefna Víet- namsstyrjöldina, í öðru lagi efnahagsaðstoð við önnnur riki og í þriðja lagi þær milljónir dollara, sem hverfa úr landi í vösum bandarsíkra ferðamanna. Auk þessa kemur svo gífurieg fjárfesting bandarískra fyrir- tækja erlendis, sem að vísu má reikna með að gefi af sér arð, en hefur í bili reynzt gjaldeyr isjafnvæginu erfið. Þessar ofangreindar ástæð- ur hafa leitt til þess að á tíu árum hafa gullbirgðir Banda- ríkjanna í Fort Knox minnkað úr 22,8 milljörðum dollara í tæplega 13 milljarða. Banda- ríkin stóðu því efnahagslega illa að vígi þegar gengi punds- ins var lækkað í nóvember, og vitað var að þegar gengis- lækkunin í Bretlandi væri til- kynnt, sneru margir sér að dollarnum. Gullsjóðurinn Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið árið 1961, bundust Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Vestur-Þýzkalandi, Ítalía, Holland, Belgía og Sviss sam- tökum um að tryggja verð gulls, og þá jafnframt gengi eigin gjaldmiðils, með því að stofna sameiginlegan gullsjóð. Skyldi nota þennan gullsjóð til að anna eftirspúrn þegar hún vagri fyrir hendi, en þeg- ar minni eftirspurn var átti sjóðurinn að kaupa gull. Við sjóðstofnunina var ákveðið að Bandaríkin legðu fram 50% þess gulls, sem til þyrfti, Vest- ur-Þýzkaland 11%, Bretland, Frakkland og Ítalía 9% hvert land, og Belgía, Holland og Sviss hvert um sig 4% .Mikil leynd hvíldi yfir þessari sjóðs- stofnun, og vissu fæstir að sjóðurinn væri til fyrr en eft- ir síðustu gengisiækkun sterl- ingspundsins. Árið ( 1964 gerist það að Frakkar hefja gullkaup, þótt þeir væru enn aðilar að gull- sjóðnum. Halda þeir gullkaup- um sínum áfram þar til á síð- asta ári, að fyrirsjáanlegur doll araskortur neyðir þá til að hætta. En þá hafði þeim tekizt að afla sér gullbirgða, sem metnar voru á rúmar 5 þús. milljónir dollara. Dollaraeign FYRIR rúmum sjötíu árum, hinn 17. ágúst 1896, fannst gull í Norður-Kanada við ána Klon dike, rétt við landamæri Al- aska, og mikið gullæði greip um sig víða um heim .Um 30 þúsund gullleitarmenn og nokkrar konur hópuðust norð- ur í óbyggðir Yukon-héraðs í leit að skjótteknum auði, og fundu sumir rikidæmi, aðrir héldu heim slyppsr og snauð- ir. Aðallega fannst gullið við Klondike og Yukon árnar, og á næstu áratugum streymdi gullið frá þessum norðurslóð- um Kanada suður á bóginn. Alls er talið að komið hafi um 156 tonn gulls frá Klondike- dalnum, og nafnið Klondike hefur síðan komizt inn í mörg tungumál sem lýsing á skjót- teknum auði. Nýlega greip um sig nýtt gullæði í heiminum, og að þessu sinnni á gullmörkuðunum í París og London. Það er til marks um hve umfangsmikið þetta nýja gullæði var, að fyrstu vikuna eftir lækkun gengis sterlingspundsins skiptu 370 tonn gulls um eigendur á gullmörkuðunum eða 214 tonnum meira en heildarmagn ið, sem Klondike gaf af sér. Þessi 370 tonn, sem seldust þessa fyrstu viku, voru 458 frá 1939 hefur gengi sterlings- pundsins verið miðað við doll- ara. Var það fyrst $4,03, síð- an lækkað í $2,80 í september í kjallara Montagus er n >g að gera við gullsendingar. þeirra var þá hinsvegar kom- in niður fyrir $500 milljónir. Jafnframt gullsöfnuninni fara að heyrast háværari raddir um það í Frakklandi að óviðunandi sé 'að dollarinn ríki á heims- markaðnum í stað gulls. Það er að vísu viðurkennd staðreynd að meðan gull er aðeins 35 doll ara virði únsan, er ekki nægi- legt magn til á mörkuðum hins frjálsa heims til að tryggja algjörlega kaupmátt gjaldmiðla ríkjanna, en Frökkum datt það jsnjallræði í hug að hækka verð gulls. Með því móti hefðu sjóð ir Frakka að sjálfsögðu aukizt, en aðalatriðið var, sögðu þeir, að þá væri kominn fastur grundvöllur fyrir gildi peninga hvar sem væri í heiminum. Pundið léttist Áður en gengi pundsins var fellt, leituðu Bretar fyrir sér um stórlán erlendis, og gekk misjafnlega. Herma brezkar heimildir að þar sé mest um að kenna orðrómi, sem oftast var unnt að rekja til Parísar, um léttleika sterlingspundsins og efnahagsörðugleika Breta. — Hefði ef til vill verið unnt að forða gengislækkuninni, ef við unandi lán hefðu fengizt. Bret- um buðust að vísu lán, en með skilyrðum, sem voru óaðgengi- leg svo gengislækkun var sjálf sögð. Bretar lækkuðu gengi sterl- ingspundsins á laugardagskv. Barst fyrsta tilkynningin seint um kvöldið, og sló þá óhug á marga. Áður en ákvörðunin var birt hafði ýmsum erlend- um ríkisstjórnum verið til- kynnt hvað til stæði, og á laug ardag og sunnudag sátu ríkis- stjórnir um allan heim á auka- fundum til að ræða hvað gera bæri til að treysta hagsmuni þjóða sinna. Fljótlega varð ljóst að flest helztu viðskipta- ríki Bretlands voru ákveðin í að standa vörð um brezka pundið með því að breyta ekki skráningu gjaldeyris síns, en víðtækar gengislækkanir ann- arra ríkja hefðu gert að engu áhrif gengislækkunarinnar í Bretlandi. Mikið hafði verið um spá- kaupmennsku og brask með pundið brezka áður en gengis- lækkunin tók gildi, og hafði Englandsbanki varið hundruð- um milljóna dollara til að halda pundinu sem næst 2,80 dollur- um. Eftir gengislækkunina sner Unnið við afhendingu gulls í Ford Knox. ist þetta við, og sterlingspund voru oft seld hærra verði en skráð gengi. Nú beindust margra augu að dollarnum. GuIIæðið hefst Eins og fyrr segir er dollar- inn ávísun á. gull. Ef gull hækk ar í verði í dollurum, þýðir það gengislækkun dollars. — Strax á mánudag eftir gengis- lækkun pundsins skýrði franska blaðið „Le Monde“ frá því að Frakkar hefðu sagt sig úr gullsjóðnum, sem ríkin átta stofnuðu árið 1961 til að tryggja gullverðið og halda því í 35 dollurum á únsu. Þótt þetta væri að vísu frétt, þá var það ekkert nýtt, því blað- ið sagði að úrsögnin hefði tek ið gildi í júní sl. sumar. Jafn- framt hélt blaðið því fram að milljón dollara virði, miðað við það að hver únsa gulls kosti 35 dollara, eins og verið hefur undanfarin 33 ár svo til óslitið. Ástæðan fyrir því að gull- verðið hefur haldizt óbreytt er sú að Bandaríkjastjórn lýsti því yfir árið 1934 að hún væri reiðubúin að selja hvaða rík- isstjórn, sem þess óskaði, gull fyrir dollara á þessu verði, þ.e. dollarinn bandaríski var gulltryggður þannig að opin- berir aðilar, sem áttu þann gjaldmiðil, áttu ávísun á gull. Fleiri þjóðir gulltryggðu gjald miðil sinn, og urðu Bretar fyrstir til þess árið 1821, en mörg ríki hættu því eftir fyrri heimsstyrjöldina. Bretar hættu við gulltryggingu sterlings- pundsins árið 1931, og Frakk- ar hættu við gulltryggingu árið 1936. Eftir 1937 var ekkert Evrópu ríki með fulla gulltryggingu, og 1949, og loks í $2,40 laugardag- inn 18. nóvember sl. Fleiri ríki hafa miðað gengi gjaldmiðils síns við dollarann, og tekizt hefur að halda gengi dollars- ins óbreyttu frá 1934, þegar gullverðið var ákveðið. Mörg ríki hafa safnað varasjóðum á undanförnum árum, og eru þeir varasjóðir oft bandarísk- ir dollarar, sem geymdir eru í bankahólfum eins og þeir væru gull. Þessum dollurum geta seðlabankarnir hvenær sem er framvísað í Washington og krafið Bandaríkjastjórn um andvirði þeirra í gulli. En þessir dollarar hafa það fram yfir gull, að þá má leggja í bandaríska banka. þar sem greiddir eru af þeim vextir. Gull liggur vaxtalaust og hleð- ur á sig geysmlukostnaði. Vöruskiptajöfnuður Banda- ríkjanna hefur verið mjög hag- stæður á undanförnum árum, og ættti því að vera auðvelt Charles de Gaulle á blaðamannafundi. Framhald á tols. 2 gullsjóðurinn hefði tapað gíf- urlegum upphæðum að undan- förnu í þvi skyni að halda gull verðinu niðri, og að frá því styrjöldin hófst milli Gyðinga og Arabá í júní sl. hefði sjóð- urinn rýrnað 'um 70 miljónir dollara. Þessi ummæli komu vægast sagt á mjög óheppilegum tíma. Ekki bætti það heldur úr skák að blaðið sagði að tvö önnur aðildarríki að s gullsjóðnum hyggðust fylgja fordæmi Frakka og segja sig úr honum. Þessar fréttir fóru eins og eld- ur í sinu um allan heim, og spá kaupmenn og braskarar ruku til handa og fóta. Bersýnilegt var að gullskortur var á næstu EFTIR GENGISLÆKKUN PUNDSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.