Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 9 nokkurs hegnaðar, en fyrst og fremSt er það sett á stofn til Jtess að menn geti lagzt á sveif til umbóta í þjóðíélaginu, þar sem hugur þeirra sendur sér- staklega til. Verðtrygging fjárskuldbindinga og lægri vextir Þá er í tíunda lagi, að tekin verði upp verðtrygging fjár- skuldbindinga, sparifé verði tryggt og öll fastalán, sem lán- uð eru út, verði einnig verð- tryggð. Ég held, að víxilvextir eigi að haldast háir, það sé ekki hægt að hafa verðtryggingu á þeim, þvi útlánaformi. Hluti vaxtanna, hinna háu vaxta, er verðtrygging og ég held, að slíku formi eigi að halda, en á hinn bógínn, með spariféð og fasta- lánin er það að mínu viti heppi- legri leið í stað háu vaxtanna að hafa verðtryggingu og ég byggi það m.a. á því, að ég hef allt aðrar hugmyndir um það heldur en mér finnst, að ýmsir hafi, hve háa vexti fjármagnið eigi að gefa af sér. Ég teldi svona 2—3% af fjármagni, sem heldur gildi sinu ár frá ári, væri hæfilegt. Ef fjármagn skilar 7—8% vöxt- um árlega, þýðir það að það tvöfaldar gildi sitt á svona ca. 10 árum. Ég held, að það sé miklu meiri fjarstæða heldur en þurfi í raun og veru að leiða hugann að, að fjármagn eigi að tvöfalda gildi sitt á hverjum 10 árum. Hvers konar fjármagn yrði þá upp safnað í heiminum segjum á 100 árum? Nei, ég held, að við þurfum að taka upp verð- .tryggingu fjárskuldbindinga m.a. til þess, að menn átti sig á því, að þeir vextir, sem nú hafa verið í gildi, eru ekki raunveru- legur grundvöllur fyrir vexti fjármagnsins almennt, heldur hafa þeir verið til þess að tryggja gildi peninga til móts við önnur form verðmæta. Skylduþjónusta 11. punkturinn er um skyldu- þjónústu ungmenna á aldrinum 16—20 ára. Hér vantar eitthvað sem tengir þegn og þjóðfélag. Oft er minnt á herskylduna, sem gildir í flestum þjóðfélögum, en við erum svo blessunarlega laus við En þá á eitthvað að koma í staðinn, sem minnir á skyldur fyrir réttindi, en þau tvö hug- tök eru mjög tengd að lögmál- um lífsins. Réttindi til náms og skólavistar eru mikilvæg og kosta þjóðfélagið stórfé. Ekkert er eðlilegra en nokkrar skyldur komi þar á móti. Verkefnin eru margvísleg sem þjóðfélagið þarf að vinna að. Ég nefni skógrækt og landgræðslu, sem er menn- ingar- og þjóðnytjastarf, ýmis- leg mannúðarmál, byggingu skóla og sjúkrahúsa, samgöngu- mál. En forstaða og stjórn slíkr- ar vinnuskyldu er vandasöm og veltur mikið á henni, m.a. til þess að umbúðirnar og fram- kvæmdin gleypi ekki arðinnn af starfi ungmennanna sem eru að helga sig þjóðfélaginu með því að færa bjarg í grunninn. Þegar fjármálaráðherra flutti hina yfirgripsmikiu ræðu er hann lagði fjárlagafrumvarpið fyrir þingið sagði hann, að við stæðum á tímamótum í skatta- málum og breytmga mætti vænta innan tíðar. Þessvegna er einmitt nú sérstök ástæða að velta þessum málum fyrir sér. Ég veit að það er gert af hag- sýslustofunum og efnahagssér- fræðingum. En á meðan við höf- um ekki í einu og öllu selt þeim sjálfdæmi um hvernig þessum málum verður skipað, þá á rödd fólksins líka að heyrast. Tekju- öflun ríkis og sveitafélaga hlýt- ur að tengjast meir Qg meir og sjónarmið sveitarstjórna eru þessvegna þung á metum. Ég lagði áherzlu á í fyrri grein minni að höfuðatriði væri að ríki og sveitarfélög fengju þær tekjur, sem nauðsyn krefði tii samfélagsþjónustunnar. Það er því rannsóknarefni hagsýslunn- ar hversu langt þær tekjuöfl- unarleiðir er ég hefi hér rætt myndu ná. Svo er að meta áhrif- in og er mér þá sérstaklega í huga atvinnureksturinn og þá í fyrstu röð frumframleiðslan. Ýmsar ráðstafanir, sem ég hefi hér ekki rætt og vafalaust ekki heldur komið auga á myndu sjálfsagt koma til sem afleiðing. En tekjuöflunarkerfið í heild á fremur að verka órvandi á at- vinnurekstur. Tekjuþörf sam- félagsþjónustunnar er mikil og meiri en annara þjóða til hlið- stæðrar þjónustu þar sem við er- um fámenn þjóð í stóru landi og ætlum að byggja það og nytja. En þá kemur okkur líka til góða að við höfum ekki her- kostnað. í landi, þar sem fólkið hefir ekki trú á peningum, verður ávallt erfitt að stjórna.; Þess vegna þarf að miða skattalög og fjármálaaðgerðir við það. Nú er sparifé talið skattfrjálst. Það er rétt, eftir að það er lagt á bók. En tekjuskatt og útsvar borgar einstaklingurinn af aflafé sínu árlega jafnt hvort hann eyðir því öllu — verzlar fyrir það, eins og þó hann leggi meginhluta þess í sparisjóðsbók. í minum punkt- um felst það að ef hann eyðir öllum sínum tekjum, borgar hann óbeinu skattana ,en spari hann aflafé sitt, leggi það á bók hefir hann það skattfrjálst. í þessu felst mikil örvun til sparn aðar, réttlát viðurkenning á gildi sparnaðar, og miklu meiri en nú er. Ef til vill finnst sumum það vera að nefna snöru í hengds manns húsi að tala um gildi sparnaðar og örvun til sparnað- ar, vegna nýafstaðinna atburða, þegar gengi krónunnar var lækkað og miðað við þá atburða rás í gengi krónunnar, sem saga síðustu áratuga vitnar um. Rétt er það að þegar gengisskráningu er breytt til lækkunar, minnkar gildi krónunnar skyndilega gagnvart erlendri mynt. Gildi sparifjárins fer þó ekki fyrst og fremst eftir því, heldur eft- ir gildi krónunnar í innanlands viðskiptum. Allir vita að það hef ir farið lengst af lækkandi ár frá ári allt frá um stríð a.m.k. Og raunar síður en svo mink- að örar fyrst eftir gengisbreyt- ingar. Það er því e.t.v. aldrei tímabærara en einmitt nú að gera alvarlega gangskör að því að efla trú á sparnað og gera þær ráðstafanir sem ætla má að hafi gildi. — Þar tel ég verð tryggingu og raunverulegt skatt ferlsi sparaðra peninga. Skiptiing samfélagsþjónust- unnar milli ríkis- og sveitar- félaga. í sambandi við nýjar skatt- heimttuaðferðir kemur mjög til greiina hvernig skipta skal tekj- um og verkefnum milli sveitar- félaga og ríkis. Samkvæmt upp lýsingum frá félagsmálaráðu- neytiinu nam tekjuöflun sveit- arfélaga á öllu landinu árið 1966 í útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignasköttum 1.540 millj. tæpum. Öll tekjuöflun ríkisins, þar með almannatrygginga er fullar 6.000 millj. Við fljótleega athugun á þessum tveimur töl- um vildi ég segja að hlutur sveitarfélaga ætti að stækka. Það á að efla sjálfstjórn héraða. Frá Almaiiiiatrygginguni Kópavogi Útborgun bóta verður í desember 1967 sem hér segir: Ellilífeyrir og aðrar bætur, þó ekki fjölskyldu bætur, frá 11. desember. Fjölskyldubætur, þrjú börn Og fleiri í fjölskyldu frá 12. desember, Fjölskyldu- bætur 1 og 2 börn í fjölskyldu frá 13. desember. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Til þess þurfa þau meiri verk- efni og meiri tekjur. Með tekju aukniingu þarf að fylgja jöfn- un milli sveitarfélaga til þess að aðstöðumunnur verði sem minnstur. Fasteignaskatturinn mun gefa mjög mismunandi tekjur hinu-m ýmsu sveitarfé- lögum og þarf við skiptingu annarra tekna að jafna aðstöð- una. Skreiðariðnaði IMorðmanna Nauðun ga ruppboð Eftir beiðni skiptaráðandans í Reykjavík verða 4 landspildur í Skógarbringum í landi Laxness í Mosfellshreppi, nefndar FurulUndur 33, 35 og 58 og Skógarlundur 11, þinglesnar eignir Lárusar Bjarnasonar, seldar á nauðungaruppboði, sem háð verður á eignunum sjálfum, þriðjudaginn 12. des. 1967, kl. 2.30 e.h. Uppboð þessi voru auglýst í 59., 60. og 62. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1967. Sýslumaðurinn i Gullhringu- og Kjósarsýslu. boðinn ríkis- styrkur Osló, 7. desember. NTB Sjávarútvegsmálaráðuneytið nor.ska hefur boðizt til að veita skreiðarframleiðendum 30 millj ón króna (norskra) lán vegna þeirra erfiðleika sem þeir ættu við að stríða um þessar mundir. Orsök erfiðleikanna er lokun skreiðarmarkaðarins í Nigeriu vegna borgarastyrjaldarinnar þar. Undir venjulegum kringum stæðum kaupa Nígeríumenn 60% að skreiðarútflutnmgi Norðmanna. 1. nóvember höfðu safnazt fyrir hjá framleiðendum og útflytjendum að minnsta kosti 21.000 lest af skreið, sem er 9.000 lestum meira en undir eðlilegum kringumstæðum. Að- alástæðan er ástandið í Nígeríu. Útlit er fyrir batnandi horfur á markaði fyrir síldarmjöl og síldarlýsi, en þrátt fyrir það verður verð á vetrarsíld í Noregi lægra en á síðustu vertíð, sagir í annari frétt frá NTB. Til 16. nóvember höfðu selzt 615.000 lestir af síldarmjöli, en lýsis- magnið nemur 300.000 lestum og hefur megnið verið selt. DULARFULLA LE7NIV0P RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10»100 ALLIR ÞEKKJA HAUK FLUGKAPPA Þetta er nýjasta bókin um hann. Nútíma drengjabók um flug og tæknilega leyndardóma. HÖRPUÚTGÁFAN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.