Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 3 son, Skúli H. Norðdahl. Þov- valdur S. Þorvaldsson og Jörund ur Pálsson. Myndatökurnar voru í fleslum tilvikum framkvæmdar eftir fyrirsögn arkitektanna, en Krist ján Magnússon, ljós.myndari, tók flestar myndirnar. Hverju húsi fylgir grunnteikning, sem sér- staklega hefur verið teiknuð fyrir bókina. Formáli er bæði á íslenzkú og ensku og hefur Gísli Sigurðsson skrifað hann, en Gísii skipulagði bókina, annaðist út- litsteikningu og skrifaði alla texta. í bókinni eru auglýsingar frá aðilum, sem verzla með hús- búnað, heimilistæki, bygigingar- vörur o. fl. Bókin er með lit- prentaðri kápu og samtals 136 síður. Urval íslenzkra einhýlishúsa" - Bók með 142 Ijósmyndum, unnin í samvinnu við arkitektafélagið Bókaútgáfan Hiaðhamar hefur ráðizt í það að gefa út sýnisbók um íslenzka húsagerðarlist. — Fjallar hún einungis um ein- býlishús og ber nafnið „Úrval íslenzkra einbýlishúsa“. Er bók- in unnin í samivinnu við Arki- téktafélagið og hafa ellefu arki- tektar orðið til þess að velja eftir sig hús, sem síðan 'hafa verið ljósmynduð mjög vand- l©ga. Ætla má, að mörgum þyki þessi hús, sem þarna eru kynnt, allforvitnileg og athyglisvefð. Bó'kin er prentuð á myndapapp- ír. Eftirfarandi arkitektar eiga þarna hlut að máli: Guðmundur Kr. Kristinsson, Guðmundur Þór Pálsson, Helgi Hjálmarsson, Vilhjáimur Hjál'm- arsson, Högna Sigurðardóttir Jósef Reynis, IVfánfreð Vilhjálms Eg mun lifa ## írásögn norskrar frelsishetju KOMIN er út í ísienzkri þýð- ingu bók norska skíðamannsins og íþróttafrömuðarins Oscars Magnussons með frásögnum úr síðasta stríði og þeim hörmung- um, sem hann varð að þola í fangabúðuim nazista. Bókin nefn- ist: „Ég mun lifa“. Árið 1941 var Oscar Magnus- son svikinn í ihendur Gestapo, sem beitti hann hroðaleguistu pyntingum, svo að þessi sterki og þjálfaði íþróttamaður hlaut örkuml. Aldrei lét hann þó bug- ast og engar upplýsingar veitti hann. Hryggurinn var bnotinn og vöðvar í axlarliðunum ónýtt- ir. Eftir að hann var sendur til Þýzkalands til tortímingar þoldi hann miklar raunir. Meðal ann- ars dróst hann fótgangandi i tréklossum frá Póllandi yfir Tékkóslóvakíu til Austurrík.is og þaðan aftur til Tékkóslóvakíu, en sú ganga kostaði flesta félaga hans lífið. Sjálfur var hann svo úttaugaður, að hann var talinn dauður og kastað í líkhaug, en jafnvel þaðan komst ihann. Síð- ustu daga stríðsins lenti hann í helgöngu 20 þús. fanga, sem í fimim sóladhringa héldu áfram, svefnlausir og matarlausir, og komust einir 200 lifandi á leið- arenda. Oscar M'agnusson var eini N'orðmaðurinn í þeim hópi. Baldur Hólmgeirsson hefur þýtt bókina með leyfi höfundar. Útgefandi er Grágás. Rádherra fyrir rétti í Aþenu TÍU manns, þeirra á meðal fyrr verandi ráðherra grísku stjórn- arinnnar og tveir Sýrlendingar, verða leiddir fyrir herrétt á morgun, kærðir fyrir njósmr. Takis Georgiou, fyrrum blaða- málaráðherra, er ákærður fyrir að hafa vingazt við Sýrlend- ingana og sett þá í samband við ráðuneytisstarfsmenn, sem höfðu aðgang að hernaðarleyndarmál- um. Sýrlendingarnir, guðfræðí- stúdent og liðsforingjaefni, eru ákærðir fyrir að hafa aflað sér vitneskju um gríska heraflann, siglingar 6. bandaríska flotans á Miðjarðarhafi og herstöðvar NATO í Grikklandi. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa afhent hermálafulltrúa sýrlenzka sendi réðsins þessar upplýsingar. AFP-frétt frá Milano herm- ir, að gríska tónskáldið Mikis Theodorakis hafi fyrir nokkru gert hungurverkfall til að leggja áherzlu á kröfu sína um, að verða viðstaddur réttarhöld er nýlega er lokið í málum 32 félaga stjórnarandstöðuflokks, sem hann er einnig félagi í. Tón skáldið sagði þetta í viðtali við ítartskan blaðamann, sem fékk að ræða við hann í klefa hans í Averoff-fangelsi, að viðstödd um griskum embættismanni. W/ Japönsku kertin hundruð teg., hundruð lita — gull, silfur, aðrir tizkulitir. Hentugt til jólagjafa. Jólatrésskraut sérstaklega fjölbreytt og smekklegt úrval, ódýi’t. Veggskraut ódýrt — fjölbreytt. Jólapappír 30 teg., bönd — merkimiðar. Jólaserviettur matar- kaffi — ýmsar stærðir — fjöldi lita. Jólatré gervi- silfur- græn — brenna ekki. Jólatrésseríur 10 teg. hver annarri fallegri. Leikföng Fjölbreyttara úrval en.sézt hefur áður hér á landi. Brúður Viljum sérstaklega benda á hið miklu úrval frá ýmsum löndum. Brúður sem ganga, brúður sem tala, brúður sem gráta. Ódýrar brúðir, dýrar brúður. Konfektkassar i þúsundatali. PÖKKUM SKREYTUM SENDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.