Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 TÆKNJ Y 1 // Innbyggt ónæmi u gegn vírusum Nýtt efni gæti verndað menn gegn fjölda sjúkdóma Frakkar ætla að * selja Erak vopn París, 7. des. — NTB IIEIMILDIR í frönsku stjórninni hermdu í dag, að Frakkar væru fúsir að selja íraksstjóm vopn, enda hafi það aldrei verið ætlun Frakklandsstjórnar að binda sig í bandalag við ísraelsmenn eina. Sendinefnd frá frak undir for- sæti Hassan Sabri herhöfðingja, er í heimsókn í Frakklandi um þesaar mundir. Ennfremur er sagt af franskri hálfu, að talið sé æskilegra að flugher íraks verði búinn frönsk um Mirage-þotum en sovézkum MIG-þotum. Bent ar á, að Frakk ar hafi frá fornu fari haft mik- illa hagsmuna að gæta fyrir botni Miðjarðafhafs og mál sé til komið að þeir endurheimti á'hrif sín í þessum heimshluta. Hlut- verk Frakka sé ekki eingöngu að verja ísrael, enda hafi önn- ur lönd tekið- við þvi hlutverki og ekkert sé athugavert við það að Frakkar selji Aröbum vopn. Opinberor oitök- ur í Jemen Aden, 7. des. — NTB VFIRVÖLD lýðveldisstjórnar- innar í Jemen létu taka 6 kon- ungssinna af lífi á einu af torg- um höfuðborgarinnar Sana í dag. Þúsundir manna fylgdust með af tökunum og æstur múgur dró líkin eftir götunum og hengdi þau upp við eitt borgarhliðið. Útvarpið í Sana skýrði í dag frá hörðum bardögum er háðir hefðu verið undanfarnar tvær vikur milli lýðveldissinna og konungssinna í Austur-Jemen. Útvarpið sagði, að evrópskir málaliðar berðust með konungs- sinnum og mikið mannfall hefði orðið í liði andstæðinganna. Sprengjúflugvélum og stríðs- vögnum var beitt í bardögunum að sögn útvarpsins, en egypzkir hermenn munu hvergi hafa kom ið nærri. ÞEGAR vírus ræðst til atlögu við mannslíkamann setur hann af stað framleiðslu efnis sem get- ur eytt innrásaraðilanum. — Ef hægt væri að fá mannslíkam- ann til að hefja þessa gagnsókn áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig, myndi hann hafa nokk- urskonar innbyggt ónæmi fyrir mörgum sjúkdómum. Bandarískir vísindamenn hafa tekið skref í þá átt. Þeir hafa örvað framleiðslu þessara ó- næmisefna í dýrum, og tilraunir á mönnum munu hefjast áður en langt um líður. Lykillinn að lausn þessa máls er „interferon", sem vi'ð gætum kallað truflara eða hindrara, þó að það sé sjálf- sagt ekki þýðing, sem orðasmið- ir koma til með að húrra yfir. En „interferon“ eyðir vírusunum með því að trufla eða hindra fjölgun þeirra. Því miður fram- leiðir líkaminn bara of lítið af þessu ágæta efni, og oft of seint, til þess að koma í veg fyrir verulegan skaða. Interferon og önnur mótefni, sem líkaminn framlei’ðir sjálfur, eru aðalvörn hans gegn vírusum. Flest mótefni gefa ævilangt ó- næmi, en það tekur líkamann nokkra daga, jafnvel vikur, að framleiða þau. Og hvert mótefni um sig gagnar aðeins við einum sjúkdómi. Líkaminn byrjar að framleiða Interferon nokkrum klukkustundum eftir að „líkam- inn verður fyrir árás“. Það getur unnið bug á flestum, ef ekki öll- um vírusum, en nokkrum vik- um eftir að líkaminn er orðinn heilbrigður aftur, er framleiðsl- an hætt, og þá er hætta á nýrri árás. Interferon fannst fyrst fyrir 10 árum, við rannsóknir vísinda- manna hjá „National Institute for Medical Research in Eng- land“. Þeir ger'ðu sér strax grein fyrir mikilvægi þess og hófu rannsóknir. Efnið var einangrað í rann- sóknarstofum og það reyndist vel í tilraunum á dýrum, en vís- indamennirnir ráku sig fljótt á ýmsa erfiðleika. Interferon frá einni dýrategund kom ekki að neinu gagni ef það var notað í einhverja aðra, og þar með var úti um þann möguleika að nota það úr dýrum í menn. Þá var farið áð finna leiðir til þess að auka Interferon-framleiðslu líkamans og fjölmargar fundust, en allar höfðu hættuleg hliðar- áhrif. Þa, sem vantaði var upplýsing- ar um efniskjarna þeirra efna, sem settu Interferon-framleiðsl- una af stað. Hópur vísindamanna í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum hefur nú uppgötvað tvo aðaleigin- leika þeirra efna, sem orsaka In- terferon-framlei'ðslu. Þeir segja að hún hefjist m.a. með inngjöf af „ribonucleic acid“, eða RNA, en RNA, er eitt af aðaluppistöðu efnum í lifandi sellum. Vísindamennirnir byrjuðu nú áð gera ýmsar tilraunir með það og svo var því dælt í mýs. Og RNA verndaði þær gegn tveim vírusum, sem annars hefðu drep ið þær. Sellur í tilraunaglösum voru verndaðar á sama hátt. Dr. Maurice R. Hillman, sem hjálpaði til við að finna bólu- efni við hettusótt og mislingum, segir að lokatakmarkið sé að geta framleitt hreint og áhrifa- mikið RNA, sem hægt sé að framleiða mikið magn af og með litlum tilkostnaði. Það er ekki vitað hvort þetta er eina efnið sem getur aukið Interferon-framleiðslu líkamans, en það er a.m.k. það efni, sem beztu lofar. Og með því að taka inn smáskammta af RNA reglu- lega, gætu menn varið sig gegn ótölulega grúa sjúkdóma, allt frá venjulegu kvefi upp í hina hræðilegu bólusótt. Carmichael leyft að vera í París París, 7. desember. NTB. FRÖNSK yfirvöld afléttu í dag banni því sem þau höfffu sett viff því, aff bandaríski blökkumanna leifftoginn Stokeley Carmichael kæmi til Frakklands. Carmichael kom til Parísar frá Stokkhólmi í gærkvöld og var þá neitaff um dvalarleyfi svo að hann gisti í nótt í flugstöffvarbyggingunni á Orly-flugvelli. í kvöld átti Carmichael að tala á Vietnam-fundi. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum hefur hann fengið þriggja mánaða dval arleyfi, sem má framlengja, ef þess er óskað. nu bera T VÆ R bragðljúfar sigarettur nafniðCAMEL ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN „. 'c ’UlTf.s f’1 Khs I J i < m SlÉHi M v s \A sjó og landi, sumar og vetur Ilmandi Camel - og allt gengur betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.