Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1007
Einn vinsælasti rithöfundur aldarinnar og jafn
framt sá dularfyllsti. Er hann sonur Vilhjálms
Þýzkalandskeisara?
Eftir
Cunnar Leistikow
EIN bók eftir B. Travern
hefur komið út á íslenzku,
saimkvæmt upplýsingum sem
blaðið hefur haflað sér. Bók-
in heitir „Það glóir á gim-
steinum“ og kom út hjá
Hjartaásútgáfunni 1051.
Alls hefur B. T^aven sam-
ið tólf S'kálldsögur, sem þýdd-
ar hafa verið á 36 tungumál.
Fyrsta bók hans „Dauðaskip-
ið“, kom út í Þýzkalandi 1026,
og af henni hafa selzt 250,000
eintök. í Sovétríkjunum var
uplagið rúmlega ein milljón,
enda er Traven þar í miklu
áliti og talinn í hópi beztu
„alþýðuhöfunda“.
Kunnastur er B. Traven þó
fyrir skáldsöguna „Fjársjóð-
urinn í Sierra Madre“, sem
John Huston hefur bvikmynd
að. í Suður-Ameríku seljast
bækur hatís í milljónaupp-
lagi. B. Tavern er nú talinn
vera 85 ára gamall.
FYRIR um það bil eins og
hálfu ári töldu nokkur út-
breidd blöð austan hafs og
vestan sig hafa svipt hulunni
af heimskunnum og dularfull
um rithöfundi, ,sem sbrifar
undi diulnefninu B. Traven.
og fengið svar við þeirri
spurningu, hvaða maður það
væri, sem skýldi sig á bak
við dulnefnið.
Eftir Traven liggja 12
skáldsögur, sem þýddar hafa
verið á 36 tungumáil, en
frægðarferill hans hófst fyr-
ir 40 árum, þegar fyrsta bók
hans kom út í Þýzkalandi.
Traven hefur aldrei viljað
skýra frá því, hver hann er
í raun og veru. Hann vill, að
heimurinn dæmi sig eftir
bókum sínum og vill ektci,
að uppruni hans hafi áhrif á
dóma.
Lengi vel var það eitt vit-
áð um Traven, að hann væri
búsettur í Mexíbó og tæki
við bréfum, ef þau væru stíl
uð á ákveðið pósfhólf. Maður
nokbur skrifaði honum eit.t
sinn og bað um ljósmynd af
honum. Traven sendi honum
ljósmynd af tólf mexíkönsk-
um kúrekum: Aftan á mynd-
inni stóð: „Einn þessara er
ég. B. T.“
Uppspuni og sannleikur
Ýmsar nýjar upplýsingar
komu fram í dagsljósið í
fyrra þegar síðasta bók hans,
„The Night Visitors". kom út
í Bandaríkjunum. Þessar upp
lýsingar voru í stuttu máli
sem hér segir:
B. Traven heitir réttu nafni
Berick Torsvan og fæddist í
Ghicago 1890. Foreldrar hans
voru norskir. Þegar hann var
tíu ára gamall strauk hann
að iheiman. Síðan stundaði
hann sjómennsbu um árabil
og sigldi um öll heimshöfin.
Að lokum settist hann að í
Þýzkalandi og kom talsvert
við sögu hins skammlífa ráð-
stjórnarlýðveldis í Bæjara-
landi 1919. Þegar ráðstjórn-
inni var steypt af stóli, sneri
hann aftur til Bandaríkjanna
og gerðist reikull áhangandi
samtakanna „Indurstrial
Workers of the World“, sem
hneigðist í átt til stjórnleys-
is, en hann fékk sig fljótt full
saddan á stjórnmálum og sett
ist að í Mexíkó 1920. Þangað
hafði hann komið á sjó-
mennskuárum .sínum og hrif-
izt af hinum frumstæðu og
heilandi og kúguðu kotbænd
um Mexíibó.
Nú virðist Ijóst, að öll
þessi vitneskja um Traven er
„Hal Croves“ ásamt konu sinni og fósturdóttur.
Pósthólfið, sem bréf tfl B. Travens hafa verið seind til um árabll.
Hús „Croves“ er í miðri Mexíkóborg.
furðulegt samtoand uppspuna
og staðreynda. Traven hefur
sjálfur komið þessari „vit-
neskju" á framifæri tifl þess
að villa um fyrir blaðaimönn-
um, sem sífellt njósna um
hann. Hingað til hefur þessi
viðleitni hans verið mjög á-
rangursrík.
Sonur Þýzkalandskeisara?
Síðustu upplýsingarnar er
fram hafa komið um Traven
eru á þá lund, að hann sé
Þjóðverji eins og uphaflega
var talið. Hann ér ekki Ame-
ríkumaður, og telja verður
vafasamt, að hann hafi nokk
urn tímann til Bandaríkj-
anna komið.
Aftur á móti er rétt, að
hann kom eittihvað við sögu
ráðstjórnarlýðveldisins í
Miinohen, þó ekki sem einn
af leiðtogum þess heldur sem
ritstjóri tímarits se mstjórn-
leysingjar stóðu að „Der Zie-
gelbrunner“, en því ritstýrði
hann undir dulnefninu „Ret
Marut“.
Hver ljóstraði þessu upp?
Enginn annar en umboðsmað
ur hans, Hal Croves, sem býr
í Mexíkóborg. En upplýsing
ar hans verður að taka með
nokkurri varúð, því að margt
bendir til þess, að Hal Crov-
es sé enginn annar en B.
Traven. Og óáreiðanlegasta
heimildin um upruna Trav-
ens er hann sjálfur.
Bandarísk blaðabona, Judy
Stone, hefur grafið þetta upp.
Hún skrifar um menningar-
leg efni í hið virðulega blað
„San Francisco Chroniele“
og tók sér frí frá störfum il
þess að svipta hulunni af B.
Traven. Hún hefur sagt frá
árangri þessara tilrauna
sinna í tímaritinu „Ram-
parts“. sem gefið er út.í Kali
forhíu.
Hún getur ekkert fullyrt
um ætt og upruna Travens,
en frásögn hennar styrkir
þær grunsemdir, að hann sé
óskilgetinn sonur Vilhjálms
Þýzkalandskeisara. Þegar
hún hitti „Croves“ í fyrsta
sinn, hrópaði hann alít í einu
upp yfir sig í geðshræringu:
„Hugsið ekki um höfund-
inn! Hvaða máli skiptir það,
hvort hann er af Hohenzoll-
ernætrt eða bara venjulegur
maður. Skrifið um bækur
hans. Segið, að hann sé á
móti ölflu því, sem þröngvað
er upp á manninn, þar á með
al kommúnisma og bolsé-
visma. Sjáið, hvernig þetta
gengur eins og rauður þráðúr
gegnum allar bækur Travens,
frá fyrstu línu í fyrstu bók
hans til síðustu línu í bók
hans. Hann vill ekki vera
umibótamaður eða spámaður.
Hann segir frá hlutunum
eins og honum finnst þeir
vera og lætur lesendurna im
að dæma“.
Líkur krónprinsinum
Athiyglisverðast er í þessu
sambandi, að þegar „Croves"
flutti þessa tölu sína ha'fði
Judy Stone ekkert spurt
hann um uppruna Travens.
En ef eitthvað er hæft i þ /í,
sem haldið hefur verið fram
um Traven, þá er það engin
furða, þótt hann viflji leyna
uppruna sínum. Hann vill
verða dæmdur fyrir bækur
sínar, ekki sem afkomandi
þjóðhöfðingjaættar heldur
sem réttur og sléttur rithöf-
undur. Ofstækisfull stjórn-
leysisstefna Travens kann að
einhverju leyti að stafa af
uppruna hans.
>,HaI Croves“, öðru nafni B.
Traven, er sagður óskilgetinn
sonur Vilhjáhns II. Þýzloa-
landskeisara (efst). — Tra-
ven (í miðju) líkist óneitan-
lega syni keisarans, Vilhjálmi
krónnrins (neðst), en ef
eitthvað er hæft í því sem
haldið hefur verið fram eru
þeir hálfbræður.
HVER ER B. TRAVEN?