Morgunblaðið - 10.12.1967, Side 14

Morgunblaðið - 10.12.1967, Side 14
11 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 — Bökunarkeppni Framhald af bls. 13 1 lítil tesk múskat 150 g. sykur 200 g. smjör 1 stk. eggjarauða Smjörlíki mulið í hveitið, sykur, múskat, kanill og eggja- rauða blandað saman við, hnoð- að saman í sívalning. Látið bíða á köldum stað í hálftíma. Sí- valningurinn penslað.ur með eggjahvítu, velt upp úr grófum sykri og kófeosmjöli. Skorinn niður í sneiðar, bakaðar ljósbrún ar við 200—226 C um fimm mín- útur. Geymast mjög vel. Ingibjörg Jónsdóttir, frú í Vestmannaeyjum bakaði fyllta óstaköku. Hún sagði, að sér hefði alltarf þótt alls konar osta- kex ljúffengt og svo hefði hún farið að gera tilraunir með osta- botna. Fyllingin í kökunni er alveg hennar uppskrift. Fyllt ostakaka. Kakan: 150 g. Pillsbury’s Best hveiti 100 g. rifinn ostur 125 g. smjörlíki 2 msk. vatn Ostakrem: 2 stk. eggjarauður 1 dl. rjómi 30 g. rifinn ostur 50 g. smjörlíki brætt !4 tesk. salt Hveitið sáldrað. Smjörlíkið mulið saman við, þar í blandað rifna ostinum, vætt í með vatn- inu. Deigið hnoðað, bíði um stund. Ostakrem: Rjóminn soðinn. Eggjarauðurn ar hrærðar með saltinu í skál. f>ar í er blandað rjómanum, ost inum, og bræddu smjörlíkinu. Skálin látin yfiir pott með sjóð- andi vatni og hrært stöðugt í. þar til kremið er orðið þykkt. Deigið flatt út í tvær kringlótt- ar kökur, neðri kakan látin þekja mótið, Iþar á er ostakrem- ið látið, síðan er hin kakan lát- in ofan á og lokað vel. Kakan er bökúð við 225 C í 30—40 mín. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Hafnarfirði sagði, að eplapúð- arnir sínir væru alveg heima- tilbúnár og ekki istuðzt við neina uppskritft. Þeir væru handhægir og fljótlegir þegar óvæntir gestir kæmu. Hægur vandi að baka þá, meðan hús- móðirin hellir upp á könnuna. Með þeim mætti hafa ávaxta- mau'k og þeyttan rjóma. Eplapúðar. 3 stk. egg 1 bolli sykur 3 bollar hveiti 3 tesk. lyftiduft (fullar) 3 stk. epli 2 tesk. vanilludropar 1!4—2 dl. mjólk 30 g. smjör Þeytið saman egg og sykur. Blandið þurrefnunum 1 Síðan vanillu og mjólk. Bræðið smjör og látið í, síðan eplin, sem eru skoirin í smábita. Bakað á pönnukökupönnu, móbrúnar báðum megin við vægan hita. Borið fram með ávaxtamauki og þeyttum rjóma. Mjög fljótlegt og handhægt. Beztir eru eplapúðarnir yolgir. Tíunda og síðasta frúín, sem ég talaði við, var svo Bryndís Brynjólfsdóttir ,sem bar sigur af hólmi í keppninni. Hún var að leggja siðustu hönd á að skreyta rúgbrauðstertuna. — Ég er 22 ára og er frá Selfossi, gift Hafsteini Matthíassyni mjólkur- fræðingi. Foreldrar mínir ann- ast rekstur Tryggvaskála og ég hef bakað fyrir hótelið í þó nöbkur ár. Þessa uppsikrift fékk ég ‘hjá vinkonu minni, ég veit ekki hvaðan hún fékk hana. Ég hef alltaf haft gaman af því að baka og það hefur verið reglulega skemmtilegt að vera með í þessari keppni. Rúgbrauðsterta. 4 stk. egg 200 g. sykur 125 g. rúgbrauð 1 msk. kartöflumjöl 60 g. hveiti IV2 teslk. lyftiduft Fylling: 1—2 bananar 3 st'k. rifin epli Safi úr Vz sítrónu 50 g. rifið súkkulaði 2 dl. þeyttur rjómi Skreyting: 3 dl. þeyttur rjómi og (súkkulaðiplötur eða kon- fektmolar Botnar: Eggjarauður þeyttar ásamt sykrinum. Síðan er öllum þurr- efnum blandað saman við rifið rúgbrauðið. Hvíturnar þeyttar og látnar síðan ^aman við. Einn- ig má þeyta eggin heil. Látið síðan í 2 tertumót og hver botn 2 LESBÓK BARNANNA r Ef þú teiknar strik frá 1 til 110, færðu að vita hvert sikipið siglir. Stína fékk sér sæti, en gamla nornin fór út. Allt í einu k'jm litil mús trítlandi yfir gólf- ið. Hún sagði við Siínu: — Nornin fór út til að sækja eldsneyti í ofninn. Á eftir ætlar hún að steikja þig og borða. Taktu nú bróður þinn og þið skuluð flýja. Stína fór að hágráta — tók litla bróðu/ og hljóp sem fætur toguðu, í áttina heim. Nornin kom nú ínn með eldsneytið. Hún sá að enginn var í kof.in- um. K allaði hún bá á svanina og skipaði þeim að fljúga á eftir systkin- unum og ná þeim. Stína og litli bróðir kiomu að mjólkurfossin- um, þá sáu þau svamna koma fljúgandi. — Ó, foss feldu okk- ur, bað Stína. — Fáðu þér þa sopa af mjólkinni, sagði foss- inn. Stína drakk m.jóJkina og fossinn faldi börnin, svo að svanirnir komu eiklki auga á þau. Þau hlupu áfram. Allt í einu sáu þau svanina á etftir sér, — en framund an var eplatréð. — Ó, eplatré, feldu okkur undir greinum þínum, bað Stína. — Borðaðu þá eitt af eplum mínum, sagði epla tréð. Stínj borðaði eplið, og tréð breiddi greinar sín- ar yfir þau, svo ao svan irnir sáu þau ekki og flugu framhjá. Áfram hljóp Stína með bróður sinn. Skyndi lega komu svanirnir auga á þau, ráku upp skræk mikinn, breiddu út vængina og reyndu að ná í börnin. Þau komu að ofmnum. — Góði otfn, góði ofn feldu okkur, bað Stína. — Ef þú vilt borða af brauði mínu skal ég fela yklkur, sagði ofnmn. Stína borðaði baruðið og fór og faldi sig og bróður sinn inni í ofn- inum. Svanirnir flugu nfram, en fundu ekki börnin. Þeir sneru loks vonsvikn ir heim til nornarinnar vondu. Stína þakkaði otfninum og flýtti sér heim með litla bróður sinn. Hún var rétt komin heim, þegar mamma hennar og paibbi komu. Og Stína hugsiði með sér: — Aldrei aftur skal ég fara frá litla bróður, þegar mér er treyst fyr- ir honum. LAUSN Á HJARTA-SPAÐA-TÍGUL-LAUF-gátunni. Hjöríun eru 37, spaðarnir 45, tíglarnir 49 og lauf- in 20. LESBÓK BARNANNA 3 „Betra er seini (Framhald) mjög kurteis og sögðu: „Þið megið til með að setjast. Hugsið líka um aWt sem þið hafið gert um ævina. Nú verðið þið að hvíla ykkur“. Sem betur fer voru þau nú komin á ákvörð- unarstað og þau stukku niður úr vagninum og hlupu út í skóginn. Þau leituðu nú íengi og fundu loks ’húsið. Læddust þau upp að því og kíktu inn um glugg- ann. Galdramennirnir lágu í heyinu og gættu klukkunnar. „Eru þau sofandi"? spurði María. „Uss .... hvíslaði Pét ur. en aldrei" Þau biðu þar til klukk an sló tólf þá læddist Pétur að klukkunni og byrjaði að snúa vísunum afíur á bak. Ga'ldramennirnir stukku þá öskrandi á fætur, en þeir gátu sig ekki hreyft og smátt og smátt tóku þeir að eldast, og andlu þeirra urðu hrukkótt og ljót. „Þið verðið að lyfta mér upp“, sagði Pétur. „Ég er að minnka og næ tæplega upp í vísana. Hin börnin lyftu honum upp. Hann hélt áfram að snúa og telja. Þegar Pét- ur hafði snúið fjörutíu sinnum voru galdra- mennirnir orðnir pínu- liilir og loks á sjötugasta og sjöunda snúningi heyrðist óp frá þeim og þeir hurfu eins og þeir hefðu aldrei verið til. Börnin horfðu hvert á annað og hoppuðu um af gleði — því að þau voru orðin börn atftur. Þau höfðu fengið aftur tím- ann sem þau höfðu tapað og núna skyldu þau nota hann betur. Já, það endaði allt vel hjá börnunum fjórum, Pétri, Maríu, önnu og Jóni. En maður má aldrei gleyma því að sá sem só ar dýrmætum tírna sín- um tekur aldrei etftir hvernig hann sjálfur eld ist. Lausn. Skipið siglir til Mið- jarðarhatfsins. Fáðu þér þunnan papplr og tak u myndina í g-gn. Síðan skaltu klippa kubbana út og reyna að raða þeim þannig u ip, að þú fáir út ferning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.