Morgunblaðið - 10.12.1967, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967
vegna pess ao ivicuml er nveiTio
sem allar reyndar og hagsýnar húsmæður nota
efnum til ferðalaga um Ev-
rópu, m.a. til Hollands og
Vestur-Þýzkalands, og nýverið
tóku milli 30—40 þátt í slíku
ferðalagi til að skoða þessa fá-
séðu gripi, enda eru í þessum
löndum mörg söfn, þar sem ein
ungis eru gamlar klukkur og
úr. Gamlar klukkur eru líka
til í Danmörku, en miklu síftur
í Svíþjóð, því að Danmörk var
fyrr á öldum miklu ríkara
land. Til er samt kiu'kkusafn í
Stokkhólmi. Elzta klukka á
Norðurlöndum mun vera í Ros
enborganhöll í Kaupmanna-
höfn. Elzta úrið, sem hafði
mínútuvísa smíðaði svissnesk-
ur úrsmiftur Habrecht að nafni,
árið 1580.“
„Hvaðan eruð þér upprunn-
inn, herra Johnsson?" spyrj-
um við. ,,Ég er í'æddur í ná-
grenni Gautaborgar í Svíþjóð,
og í Gautaborg hef ég átt
heima í 50 ár. Ég er sjálfur
hættur allri úrsmíði, en starfa
nú sem ráðgjafi Úrsmiðasam-
bandsins, einkum hvað snertir
málefni úrsmíðalærlinga. Um
þessar mundir er færra um
lærlinga í faginu en áður, og
ber margt til. Þetta er ná-
kvæmisvinna, tekur tíma, og
það þarf orðið miklu meira
fé til að stofna sitt ei'gið fyrir
tæki en áftur. Auk þess er inn-
flutningur á úrum mikill. Ég
hef verið stjórnarformaður í
Nordisk Urmaker Forbund í 7
ár, og hef haft mikla gleði af
öllum kynnum mínum við
stéttarbræður mina á hinum
Norðurlöndunum.
Ég er giftur og á 3 börn, 2
dætur og 1 son. Og barna-
börnin eru orftin 8, svo að afi
gamli hefur nóg um að hugsa.“
„Við hö'fum heyrt um „Kal-
enderuret", sem þér smíftuðuð,
og vakið hefur mikla athygli
meðal úrsmiða í mörgum
löndum. Hvenær smíuðuð þér
það?“
„Já, það er rétt. Ég smíðaði
eitt siikt Kalenderúr á kreppu-
árunum. Tími kalenderúranna
er löngu liðinn. Þau sýndu sól
argang og tunglkomur, og
helzta lí'kingin hér á landi er
úrið í anddyri Eimskipafélags-
hússims, sem Magnús heitinn
- seg/r J. A. Johnsson forseti Norrœna
Úrsmiðasambandsins
FYRIR ALLLÖNGU var hér á
ferð A. J. Johnsson í tilefni 40
ára afmælis Úrsniiðafélags ís-
lands. Johnsson er forseti
Nordisk Urmaker Forbnnd, eða
Norðurlandasambands úrsmiða.
Hann dvaldist hér sem gestur
íslenzka félagsins í tilefni af
þessum tímamótum og fengum
við þá tækifæri tii að eiga við
bann stutt samtal um úr og
klukkur og ýmislegt þeim víð-
komandi.
A. J. Johnsson er virðuleg-
nr maður, nýlega orðinn sjö-
tugur, það var gott að ræða
við hann, en við hittum hann
á heimili frú Birnu og Ólafs
Tryggvasonar, úrsmíðameist-
ara, en Ólafur er ritari Úr
smiðafélags íslands.
„Klukkan er eiginlega tíma-
mál mannkynsins, ef svo má
orða það. Frá upphafi vega
hefur einhvers konar klukka
markað tímamót allra atburða.
Auðvitað voru kiukkur fortíð
arinnar ærið frábrugðnar
þeiim, sem við eigum nú að
venjast, en allar lutu þær einu
marki, að segja mónnum, hve-
nær atburðir gerftust og hversu
lengi þeir stóftu.
Mennirnir notuftu lengi
tunglið og gang þess umhverf-
is jörðina, sem tímamæli, O'g
þá gendi sólin ekki síðra
hlutverki, og öll þekkjum við
sólúrin eða sólskíiurnar.
Raunar var það um tíma heil
listgrein að smíða sólúr.“
„Við hér á íslandi miðum
oftast tímann við vissa staði í
nágrenni bæja, svokölluð eýkta
mörk. Þá mynduðust orðin
nón, ótta, aftan, hádegi og
fleira í þessum dúr“, skjótum
við inn í. „Og flestir bónda-
bæir hérlendis áttu sinn há-
degishnjúk. Er þetta ekki eitt
hvað líkt því, sem er á hinum
Norðuröndunum?“
„Jú“, svarar Johnsson, „og
þó einkanlega í Noregi og
Norður-Svíþjóð þar sem hægt
var að nota fjöllin sem tíma-
mæli miðað við gang sólar.
Þannig urðu einstakir tindar
einskonar sólúr. Frá Noregi
man ég eftir þessu kvæðisbroti
eftir norska skáldið Ole Bull,
og er það á þessa leið, og
vona ég að allir skilji það,
þótt á norsku sé:
„Nár solskiven stiger höjt sá
den stár
der rett over skáret i kammen,
dá vet jeg, i dalen klokkene
gár,
dá ringer frá tárnet det
sammen."
Norræna Úrsmiðasambandið
var stofnað í Gautaborg árið
1913, og hét þá Skandinavisk
Urmaker Fohbund, en þegar ís-
land bættist í hópinn, var nafni
þess breytt í Nordisk Urmak-
er Forbund. Innbyrðis tölum
við norsku, hún er okkar nor-
rænu úrsmiðanna „lingua
franca.“
Annars hef ég fyrir utan
starf mitt í þessu sambandi
starfað mikið í félagsskap, sem
kalla sig Vini hinna gömlu úra,
á ensku kallast það antiqua-
rian horological society.
Þarna má finna menn frá
mörgum þjóðum, sem eiga sam
eiginlegan áhuga á gömlum
kluk'kum o.g úrum, og eru höf
uðstöðvar félagsins í London.
Við höfum nýlega haldið mót
þar, og þaðan var ég að koma,
þegar leið mín lá 'hingað. Við
ALLT GENGUR
(hvar setri er og hvenær sem er
- við leik og störf - úti og inni
og á góðra vina fundum -)
rf(U[
c(a t í JcCfjtí&lVL
cU /v^vú^^ia. |-v^ (SLvJ
Kvæðisbrotið eftir Ole Bull, skrifað með eigin hendi Johnssons.
BETURMEÐ COCA-COLA
FWAMLEITT AF VERKSMI-ÐJUNNI VÍFILFELL í UMBOCI THE CDCA-COLA EXPORT CDRPORATlON
drykkurinn sem hressir bezf, léttir skapið
og gerir lífið ánægjulegra.
„Klukkan er tímatnál mannkynsins"