Morgunblaðið - 17.12.1967, Side 6

Morgunblaðið - 17.12.1967, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 Skemmtilegast að gefa út barna- og unglingabækui - segir Gunnar í Leiftri, sem nú gefur út 35 bœkur fyrir jólin og eina eftir áramót — Ég hef vanið mig á það, að taka ekki eina bók fram yfir aðra, en því er ekki að neita, að mér finnst skemmtilegast að gefa út barnabækur, sagði Gunnar Einarsson í Leiftri, þegar hann sýndi okkur útgáfubækur sínar. Gunnar er svo sem ekki neinn unglingur í faginu, því hann hef- ur unnið að bókaútgáfu í 38 ár og nú gefur hann út 35 bækur fyrir jólin og von er á einni frá honum snemma á næsta ári. — Ég hóf prentnámið 1909 og lauk því fjórum árum seinna. Ég lærði í ísafoldarprentsmiðju. Skömmu eftir að námi lauk dreif ég mig norður á Siglufjörð og vann þar í síld og við hafnar- gerð í níu mánúði, en fór síðan utan, til Danmerkur, í fram- haldsnám, sem stóð yfir í tæpt ár. Þegar ég kom heim, byrjaði ég í Félagsprentsmiðjunni, en fór síðan í ísafoldarprentsmiðju, fyrst sem vélsetjari, en svo sem verkstjóri. Árið 1929 tók ég við framkvæmdastjórn prentsmiðj- unnar og rak hana til 1955, að ég keypti Leiftur og síðan hef ég helgað Leiftri mína starfs- krafta. Svo þú sérð, að ég hef komið nálægt bókaútgáfunni æði lengi. — Þú gefur út margar bæk- ur. — Já, bókaútgáfa Leifturs hef- ur farið vaxandi, smátt og smátt, hægt a'ð vísu, en vaxandi. Tvö — þrjú undanfarin ár hef ég gefið út um 30 bækur á ári og nú koma 35 bækur fyrir jólin og ein snemma á næsta ári. í ár er með mesta móti af bókum fyrir fullorðna í útgáfunni hjá mér, en barnabækumar finnst mér skemmtilegast að gefa út. — Hvernig ferð þú að því að gefa út svona margar bækur, Gunnar? — Leyndarmálið er nú ekki stórt, svarar Gunnar í Leiftri og brosir við. Ég gæti þess að bara, að það skapist hvergi eyð- ur í reksturinn og ég get sagt þér sem dæmi, að við erum byrj- aðir að vinna fyrir næsta ár. Þáð er um að gera, að láta þetta dreifast sem jafnast yfir árið. Þar með er galdurinn leystur. — Nú, ættum við ekki að líta á bækurnar þínar, sem koma út í ár? — Ágætt. Ég vil þó fyrst minn ast á annað bindi af sjálfsævi- sögu Sigurbjamar Þorkelssonar í Vísi, sem ber nafnið: Ekki svík- ur Bjössi. Þessi bók átti að koma út fyrir jólin, en af óviðráðan- legum orsökum gat ekki orðið af því, en hún kemur á mark- aðinn snemma á næsta ári. Fólk, sem vill kaupa bókina fyrir jól- in, getur keypt gjafakort í bóka- búðum og fengið út á það bók- ina, þegar þar að kemur. Af bókunum í ár skulum við byrja á bók Guðrúnar frá Lundi: Náttmálaskin. Þetta er 22. bók Guðrúnar, sem nú er komin yfir áttrætt. Engin ellimörk eru þó sjáanleg á þessari síðustu bók hennar, sem ég veit að verður ekki síður vinsæl, en hinar fyrri. Hérna er svo Fréttabréf úr Borgarfirði eftir Kristleif Þor- steinsson á Stóra-Kroppi. Um þriðjung aldar ritaði Kristleifur fréttabréf úr Borgarfirði, sem birtust í Lögbergi vestan hafs. Þessi bók er því nokkurs konar annáll þess tímabils, sem Krist- leifur ritaði fréttabréf sín. Að heiman og vestan heitir þessi bók eftir Finnboga Guð- mundsson. I bókinni eru rúm- lega 40 ræður og greinar, samd- ar á árunum 1951 til 1966, og er vfða komið við: allt frá Ön- undi tréfót til Halldórs Laxness. Þá er einkum fjallað um Is- lendinga vestanhafs, en höfund- urinn dvaldist vestra, sem kenn- ari í íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann í Winnipeg. Hér er skáldsaga úr Reykja- víkurlífinu eftir Kolbein Eiríks- son. Hún heitir Paradísarstrætið — svipmyndir frá liðnum tíma — og gerist á árunum milli heimsstyrjaldanna, sem voru á margan hátt tímamótaár í ís- lenzku þjóðlífi. Af sjónarhóli heitir bók, sem hefur inni að halda minningar- þætti Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum. Kristján kom víða við og kynntist mörgum mann- inum á lífsleiðinni. Hann hefur því frá mörgu að segja og lýsir kostum manna og ávirðingum, eftir því sem þeir koma honum fyrir sjónir. Þetta er skáldsaga eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur og heitir Skuld. Oddný hefur áður látið fara frá sér bækur, sem hafa hlotíð góða dóma. Þessi bók er samin vetuma 1953 til 1955 og tekur skáldkonan fram, að hún styðjist ekki við neina ákveðna atburði. Hér kemur svo niðjatal Jóns Árnasonar, bónda að Fremra- Hálsi í Kjós 1733—1751. Jóhann Eiríksson hefur safnað og skráð, en hann hefur áður látið frá sér fara fjögur ættfræðirit. Hér er á ferðinni mikið rit, 514 bls., og er þetta þó aðeins fyrri hluti verksins. Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri, er kunnur og reyndur skólamaður. Hann hefur þó jafn framt kennslunni látið fara frá sér 17 bækur auk þess sem hann var ritstjóri og útgefandi barna- blaðsins Vorsins í 30 ár og rit- stjóri Heimilis og skóla í 25 ár. í þessari bók, sem heitir: Mannlíf í deiglu, fjallar þessi reyndi maður um uppeldismálin og er bókin eiguleg fyrir foreldra og kennara, sem vilja kynnast því, sem Hannes hefur til mál- anna að leggja í þeim efnum. Flugeðlisfræði heitir þetta kver eftir Arngrím Sigurðsson og er fyrsta bókin, sem skrifuð er á íslenzku um þetta efni. Ætl- unin er, að kverið verði flug- nemum ' og öðrum flugáhuga- mönnum aðstoð í leit þeirra að frekari skilningi ^ eðli flugs- ins. Orri Uggason er dulnefni, en bókin heitir Geislabrot. í bók- inni eru sex sögur og eitt leik- rit, sem höfundur kallar Prests- kosning. Listamaðurinn Jóhann- es Kjarval gaf höfundi tvær teikningar til að skreyta með bókina, og hefur hann ritáð fangamark sitt (J.S.K.) á teikn- ingarnar. Hugrún er löngu orðin þjóð- kunn skáldkona, og Hggja eftir hana mörg verk og fjölþætt. Þessi nýja bók Hugrúnar, Perlu- bandið, færir okkur ellefu sögur, sem sérstaklega eru ætlaðar börnum og unglingum, en eiga erindi til allra, sem hafa yndi af því, sem fagurt er. Hér er Guðmundur Jónsson enn á ferðinni með nýja bók, sem hann kallar: Sonur kot- bóndans. Guðmundur er glettinn og fundvís á gamansöm nöfn á bækur sínar, því að flestir erum við af kotbændum komnir og má heimfæra nafnið upp á flesta íslendinga, hvað það snertir. Þessi stóra bók er myndabók um ísland og ber nafnið: Island — nýtt land. Allar myndirnar eru litprentaðar og þeim fylgja skýringar á fimm tungumálum: íslenzku, ensku og dönsku, og þýzku og frönsku. Formál- ann skrifar Kristján Eldjárn nu beraTVÆR bragðljúfar sigarettur na,niðCAMEL ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN y §i m § FRESH Lu&aJ \A sjö og laiiríi, sumar og vetur Ilmandi Cumel - og allt gengur betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.