Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DKS. 19« Skaðabótamál vegna bifreiðaáreksturs NÝLEGA var kveðinn upp í Uæstarétti dómur í máli, sem reis út af árekstri, er varð á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði þ. 1. desember 1964, en í máli þessu var deilt um skaðabætur vegna tjóns þess, sem varð í árekstrinum. MáLavextir eru þeir, að rétt fyrir klukkan 9 um kvöldið þann 1. desember 1964 varð árekstur á milli bifreiðanna G-1764 og R-6975 á Reykjavíkurvegi í Hafn arfirði á móts við húsið nr. 70 við þá götu. Ökumaður bifreið- arinnar G-1764 skýrði frá að- draga slyssins á þá leið, að hann hefði í umrætt skipti verið að fara úr Hafnarfirði áleiðis til Reykjavíkur og ekið eftir Reykja víkurvegi á um 40 km hraða á klst. Á móti sér hafi ekið lest bifreiða. Þegar hann hafi komið á móts við húsið nr. 70 við Reykj avíkurveg hafi hann séð bifreið fyrir framan sig í u.þ.b. 25 — 30 metra fjarlægð og hafi bifreiðin tekið þannig stefnu, eins og hún hafi ætlað að fara fram úr næstu bifreið á undan, en bifreið þessi, sem reyndist vera R-6975, hafi verið í bifreiða lestinni, sem á móti honum ók. Bifreiðastjóri G-1764 kvaðst hafa verið eins utarlega é sínum vegarhelmingi og kostur var á. Hann hafi hemlað, en vegna hálku hafi helmlamir ekki verk- að að fullu, hann hafi ekki getað vikið utar á sinn veganhekning vegna tálmana, sem þar voru og því hafi hann ekki getað forðað árekstri, þar sem R-6975 hafi komið þvert í veg fyrir bifreið sína. Ökumaður bifreiðarinnar R-6975 skýrði þannig frá aðdrag- anda slyssins, að hann hefði verið á leið til Hafnarfjarðar og þegar hann hafi nálgast Reykja- nesbrautina í Engidalnum hafi þurft að stöðva bifreiðina vegna umferðar. Hann hafi síðan ekið af stað og verið kominn í annað ganghraðastig, er bifreiðin hefði skransað til hægri vegna hálku á veginum. Hann hafi náð valdi yfir bifreiðinni aftur og komið henni á vinstri vegarhetaning, en þá hafi hann ekið yfir auðan blett á veginum og við það komið kast á bifreiðina og hún farið til hægri og lent í veg fyrir bifreið, sem á móti hafi komið og þær rekizt saman í allsnörp- um árekstri. Aðalstefnandi málsins var eig- andi bifreiðarinnar G-1764 og krafðist hann bóta að fjárhæð kr. 56.101.75 auk vaxta og máls- kostnaðar að frádregnum kr. 29.000,00, sem Sjóvátryggingafé- lag ísland hafi greitt upp í tjón- ið. Eigandi G-1764 hélt því fram, Gjöfin sem gleður.. Kodak Instamatic myndavél er jólagjöfin sem vekur gleði og heldur áfram að gleðja löngu eftir að hún er gefin. Instamatic myndavélar geta allir farið með — börn sem fullorðnir. Gefið myndavélina sem er 100% sjálfvirk, með innbyggðum flashlampa og tekur jafnt lit sem svart/hvítar myndir. Kodak Instamatic 25 kr. 433.00. Kodak Instamatic 204 kr. 1.150.00 Kodak Instamatic 104 kr. 877.00 Kodak Instamatic 224 kr. 1.500.00 HANS PETERSENf SÍMI 20313 - BANKASTRÆTI 4 Kodak Instamatic 104 með innbyggðum flashkubb, sem tekur 4 myndir án þess að skipta þurfti um peru. kr. 877.00. Kodak Super 8 kvikmyndatökuvélar í miklu úrvali. Verð frá kr. 4.465.00. að allar líkur beiitu til þess, að ökumaður R-6975 hafi verið að breyta um stefnu tál að fara fraim úr næstu bifreið á undan í röð bifreiða, þegar hann missti stjórn á bifreiðinni. Hvort svo væri skipti þó ekki öllu máli, því að óvefengt væri, að hann hefði misst stjórn á bifreiðinni, þannig að hún hefði runnið út á hægri vegarhetaning í veg fyrir beifreiðina G-1764. Orsök slyss- ins sé öll hjá ökumanni R-6975 og ökumanni G-1764 ómögulegt að koma í veg fyrir slysið. Eigiandi bifreiðarinnar R-6975 gagnstefndi í máili þessu krafðist bóta að fjárhæð kr. 7.124.83 auk vaxta og málskostnaðar. Var því haldið fram til stuðnings þeirri kröfu, að ljóst væri, að öku- maður G-1764 hefði séð til ferða R-6975 það löngu fyrir árekstur- inn, að hefði hraði bifreiðar hans og viðbrögð verið í lagi, þá hefði honum átt að vera unnt að stöðva bifreið sína og forða árekstri. Akstur bifreiðarinnar G-1764 hefði ekki verið forsvar- anlegur miðað við aðstæður né hel'dur ástand bifreiðarinnar, en á henni hefðu hvorki verið snjó- keðjur né snjóhjólbarðar. Væri hæfilegt að telja sök ökumianns G-1765 % hluta alls tjónsins. í forsendum að dómi héraðs- dóms segir m.a.: . . . ökumaður bifreiðarinnar G-1764 hafði ekki möguíleika til að forða árekstri mieð því að víkja til vinstri, þegar bifreiðin R-6975 rann að því er virðist stjórnlaust yfir á vinstri vegarhelming Reykja- nesbrautar í veg fyrir G-1764.“ Síðar segir í forsenduim héraðs- dómsins: „Samkvæmt þvi, sem ráða má af gögnum málsins, var fjarliægðin á milli bifreiðanna svo lítil, þegar R-6975 rann út að ósannað er gegn andmælum á vestari helming brautarinnar, aðalstefnanda, að ökumaður G-1765 hefði getað forðað árekstri ,enda þótt snjókeðjur væru á hjólum bifreiðarinnar. Ekki er heldur í ljós leitt, að ökumaður G-1764 hafi ekið ber- sýnilega of hratt miðað við hindrunarlausa akbraut fram- undan. Verður því ekki hjá kom- ist að leggja alla sök á érekstr- inum á ökumann R-6975.“ Samkvæmt þessu var eigandi bifreiðarinnar R-6975 dæmdur til að greiða samtals kr. 19.401.75 auk vaxta og málskoetnaðar. Þessi dómur var staðfestur í Hæstarétti. Gullæði enn London, 14. desember. AP. GULLÆÐI greip aftur um sig í London í gær, er fregnir bár- ust um aðgerðir bandarískra og evrópskra banka til að koma í veg fyrir gullbrask, og beina at- hyglinni að París. Eftirspurn eftir gulli nálgaðist að vera jafnmikil og í síðast liðnum mánuði, um það leyti sem pundið var fellt og dollar- inn var talinn standa höllum fæti um skeið. í París tæmdist gullmarkaður inn í fyrsta skipti í mörg ár. Gullkaupmenn sögðu, að þeir gætu haft gullstengur aftur á boðstólum, sem væru eitt kíló að þyngd, eftir tvær vikur, en þeir sögðu, að þessi bið væri nauðsynleg til að bræða nýjar stengur og fullnægja eftirspurn. Fjármálaráðuneytið banda- ríska hefur ekkert látið frá sér heyra um þessar fréttir frá Lon- don og tilraunimar að halda nýju gullæði í skefjum. Opinberir starfsmenn neituðu að ræða gullmál og var talið, að þeir óttuðust, að hvað sem þeir létu eftir sér hafa, yrði það ein- göngu til að æsa upp gullæðið. Var álitið, að þeir vildu sýna fulla gætni vegna þeirra sveiflna, sem orðið hafa síðan sterlingspundið var fellt þann 18. fyrra mánaðar. Fréttir frá London herma, a’ð sjö meðlimir gjaldeyrissjóðs Lun dúna hefðu komizt að samkomu lagi í Bazel í Sviss um að banna frekari sölu á gulli, banna sölu á gulli upp á krít og hafna beiðnum, sem lagðar eru fram af hálfu annarra aðalbanka. Þessar aðgerðir valda því, að bankar verða að leita beint til bandarískra sjóða til að skipta dollaranum í gull. Staða dollarsins þykir hafa styrkzt verulega síðustu vikur, eftir nokkurt vafatímabil skömmu eftir lækkun pundsins. MirNMMxAK ÚR GOÐDÖLUM og misleitir þættir Endurminningar og sagnaþæltir rftir ÞORMÓÐ SVEINSÍON. Lýsing Þormóðs á uppvaxtarár- um hans { inndölum Skagafjarð- ar um síðustu aldamót, mun vekja furðu ungs fólks í dag, því breytingin á lífshögum þjóffar- innar er næsta furðuleg, þótt ekki sé lengra um liðið. Þetta er gagnmerk bók, sem gaman er að lesa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.