Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 17
IÆORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 17 „Er þörf fyrir heyrn- leysingjaskólana?" Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi grrein frá kennurum við Heymarleysingjaskólann í Reykjavík: VEGNA greinar O. Benzen yfir- læknis í Arfhus í Danmörku, sem birtist í Morguriblaðinu hinn 30 nóv. sl., með fyrirsögninni .,Er þörf fyrir heyrnleysingja- skólana"? viljum við, .sem kenn- um við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík, taka fram- eftirfar- andi: Við teljum að Zontaklúlbbur Reykjavílkur hafi unnið mjög gott starf með því að eiga frum- kvæði að stofnun Heyrnanhjálp- arstöðvarinnar í Reykjavík og með þeim fjárframlögum, sem hann hefur veitt til hennar. Við erum greinarhöfundi sammála um að óvíst væri hvort Heyrnar- hjálparstöðin hefði enn verið tofnuð, hefði frumkvæði Zonta klúibbsins ekki komdð til. Margt fleira hefur þessi klúbb ur gert í þágu hinna heyrn- skertu. Ber að þakka þann mikla áhuga og það mikla starf, sem að baki liggur. Væri vel ef fleiri félög og einstafclingar vildu hyggja að málum hinna heyrn- sfcertu. En við telj.um miður heppi- legt að dr. Bentzen sé eini ráð- gjafi Zontaklúbbsins í uppeld- is- og kennslumálum, en Zonta- fclúlbburinn hefur að undanförnu látið þessi mál mjög til sín taka. Við álí'tum að uppeldis- og kennslumál séu fremur viðfangs eifni kennara en lækna, Álit okk- ar er að leilta beri þekkingar, hug mynda og fræðslu sem víðast að. í þvi samibandi má nefna að kennarar þessa skóla hafa stund- að sérnám í Danmörku, Noregi, Þýzkalandi, Englandi og Banda- ríkjiunum. Með því álítum við að skapist aukin víðsýni og hæfni til að meta nýjar kenn- íngax og aðferðir. Dr. Bentzen er fulltrúi nýrra viðhorfa og nýrra aðferða í kennslu heyrnskertra. Er kenn- ing hans í fáum orðum sú, að leggja beri niður alla sérskóla f.yrir heyrnskert börn og kenna þeim í almennum skólum. Síðastliðinn vetur skrifaði Heyrnleysingjaskóilinn nokkrum þekktus'tu sérfræðingum í kennslu- og uppeld'ismálum heyrnskertra, í ýmsum löndum, og ieitaði álits þeirra á þessari nýju kenningu. Má m.a. nefna þessa menn: Dr. T. J. Watson Department of Audiology and Edueation of Deaf, Mantíhester University. Dr. Helmer Mykle- bust prófessor, forstöðumann The Institute for Language Dis- order, Niortih-western University, í Bandariíkjiunum. E. W. Tilling hast florseta stjórnanda amerískrg heyrnleysingjaskóla. J. vap Eijndihofen forstöðumann heyrn- leysingjaskóla í St. Miöhielges'el, Hollandi. Dr. S. R. Silverman, forstöðiumann Central Institute for the Deaf, St. Louis. í Banda- ríkjunum. Peter Knudsen, skóla stjóra í Fredericia og O. Hoim, skólastjóra í Kaupmannahöfn. Álit þeirra allra var að sér- skólar gegndu sínu mjög þýðing armikla hlutverki og bæri því ekki að leggja þá niður. f þessu samibandi má geta þess, að nú er nýr skóli fyrir heyrnskerta í byggingu í Kaup- mannahöfn og hafin er bygging nýs skóla fyrir heyrnskerta í Fredericia. Bendir það ekki tiL að sérfróðir menn í þess’um efn- um í Danmörku né heldur skóla yfirvöld þar, séu dr. Bentzen sammála um, að leggja beri sér skóla niður. Eins og Dr. Bentzen bendir á í grein sinni. er heyrnskertum börnum á vissum svæðum í Da.nmörku og Svíþjóð kennt í almennum skólum. Enn er of snemmt að dæma um árangur af þessu fyrirkomulagi og skal því engu spáð um það, hvernig þessum málum verður háttað í framtíðinni. En gera má ráð fyr ir því, að vegna mikilla fram- fara í læknavísindum og í smíði heyrnartækja geti fleiiri heyrn- skert börn stundað nám í al- mennum skólum en áður. Til þess að heyrnskert barn geti stundað nám í almennum skóla þarf að vinna mikið und- irbúningsstarf. Barnið þarf að fá sérstaka þjálfun allt frá fyrsta ári; og foreldarnir þurfa að fá leiðibeiningar í meðferð barns- ins. Síðan þarf 'barnið séraðstöðu í “skólanum. Kennari þess þarf að vera sérmenntaður í kennslu heyrnskertra barna. Barnið þarf einnig aðstoð sérhæfðra starfs- manna utan skólatíma. Og öll nauðsynleg hjálpartæki þurfa að vera fyrir hendi í skólanum. Við álí'tum að hér á landi sé enn sem komið er engin aðstaða til að veita heyrnskertum börn- um slíka undirbúningsþjálfun eða endurhæfinigu. Hér er enn engin deild á sjúkrahúsi einung is ætluð sjúklingum með eyrn- arsj'úkdóma. Er okkur Ijósara en áður, eftir samtal við Stefán Skaftason lækni, sem stanfar í Árósum, og var hér á flerð sl. sumar, hvílík nauðsyn eir á slíkri deild. Við teljum það mjög al- varlegt hál að heyrnskert fólk hér á landi skuli ekiki eiga kost allrar þeirrar læknishjálpar, sem nútíma læknisvísindi geta boð- ið. Hér á landi eru nú um 30 óriggja ára börn með skerta heyrn. í>au hafa ekki fengið end urhæfingarþjálfun. Barnaskólar á íslandi hafa litlá kerfisbundna sérkennslu. Á íslandi eru nú að eins 5 bennarar í kennslu heyrn skertra. Starfa þeir allir við Heyrnleysingjaskólann í Reykja vík. Aðstaða virðist okkur því engin til að almennir bamaskól ar á íslandi geti tekið á móti þessum börnum. Því finnst okk ur það óvarlegt að gefa foreldr- um vonir um að heyrnleysingja skólar séu óþarfir og heyrnskert börn geti stundað nám í almenn um skólum. Þess í stað ætti að líta raurihæft -á aðstæðurnar. Heyrnleysingjaskólinn er eina stofnunin. sem til greina kem- ur að geti tekið við þessum 30 heyrnskertum börnum, sem nú eru á fjórða ári. En þó því að- eins að starfsskilyrði hans verði bæitt til mikilla muna. Allir þurfa að standa saman um byggingu nýs skóla, stofnun sjúkradeildar fyrir beyrnskerta og endurhæfmgarstöðvar. Sýn- isrt okkur þá, að fari að rofa tifl. í málum heyrnskertra. , — Þrettándakvöld Framlhald af bls. 8. fang að gera tilbrigði við. Standi hins vegar allir þræðir upp- setningarinnar trúverðugum rót- um í texta Shakespeares og heppnist að láta þá hlykkjast svo um fastan ramma leikritsins, að áhorfandinn skynji hrynj- andi verksins sem heildarmynd, þá er af setningi slegið og til einhvers barizt. Til þess að slíkt heppnist, þarf leikstjórinn að hafa skíra stefnu í starfi sínu og svo aúðvitað að hafa á að skipa hæfum leikurumi, sem geta unnið í þeim anda. Ekki get ég lagt svo frá mér pennann, að ég hafi ekki minnzt á Helga Hálfdánarson. Allar þjóð ir sýna Shakespeare, en afar mis- jafnlega hefur tekizt að þýða verk hans. Mörg góð skáld hafa farið mjög halloka í viðureign- inni við litríkan texta þessa gamla snillings og snúna orða- leiki. íslendingar eiga hins vegar tvo afburðaþýðendur Shakespea- res, Matthías Jochumsson, sem þýddi rismestu kafla frægustu harmleikjanna af svo skáldleg- um glæsibrag, að vart gefur frumtextanum eftir, og Helga Hálfdánarson, sem er gæddur slíkum eindæma hæfileikum frumleika, næmi og hollustu við verkin, að flestir kunnugir hneigjast til að fullyrða, þótt þeim sé þa'ð ekki tamt, — að ekki verði betur gert. örnólfur Arnason. Samstaðo ríki um ný aðildar- lönd EBE LÍKURNAR til að ný lönd fái aðild að Efnahagsbandalaginu hafa nú minnkað að mun. Utan- ríkisráðherrar fimm efnahags- bandalagsríkja af sex hafa sam- þykkt á fundi í Brussel, að al- ger samstaða skuli ríkja meðal landanna sex um ný aðildarlönd að bandalaginu. Frakkland hefur lengi lýst fullkominni andstöðu við þá til- lögu, að Bretar fái irmgöngu í bandalagið og stjórnmálafrétta- ritarar í Brussel telja, að eng- ar vonir séu til að Bretar, Irar, Norðmenn og Danir fái að svo komnu máli aðild að bandalag- inu. Lokaumræður, þar sem fjallað verður um, hvort hefja eigi við- ræður eður ekki , ver*ða ákveðn- ar á fundi utanríkisráðherranna á mánudag og þriðjudag í næstu viku. ÞETTA GERÐIST ALÞINGI 88. löggjafarþing íslendinga sett (l'l). Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn semja um áframhaldandi st jórnarsaimstarf (11). Forsætisráðherra flytur stefnuyfir- lýsingu ríikisstjórnarinnar á Aljþingi (lð). Fjárlagafrumvarpið fyrir 1968 lagt fram. Heildarútgjöld ríkissjóðs áætluð 6120 millj. kr. og heildartekjur 6195 millj. kr. (13). Birgir Finnsson kosinn forseti Sam- einaðs þings, Sigurður Bjarnason forseti Neðri deildar og Jónas Rafn- ar forseti Efri deildar (13). Lagt fram á alþingi stjórnarfrum- varp um nýjar efnahagsaðgerðir (14). Útvarpsumræða um fjárlagafrum- varpið (20). Frumvarp um æskulýðsmál endur- iflutt á Aliþingi (24). Stjórnarfrumvarp um að giftingar- aldur karla lækki í 20 ár (25). Stjórnarfrumvarp um að hlutverk ríkisframleiðslunnar verði fengið í hendur sjúkrasamlaga og Tryggingar- stofnunar rikisins (25). VEÐUR OG FÆRÐ Miklar jarðskjálftakippir á Reykja- nesi (1,2,3). Fjallavegir teppast á Norðurlandi vegna snjóa (15) . Kaldasta októbernótt síðan 1924. Mesta frost, 19 stig, mældist á Gríms- stöðuim á Fjöllum (18). Færð þyngist um norðanvert land- ið (27). ÚTGERÐIN Saltað í flestum bæjum norðan lands og austan (1). Heildaraflinn 2. október 242.359 lest- ir (4). Lágmarksverð á síld veiddri sunn- an og vestan lands ákveðið (6). Meginhluti síldarstofnsins kominn suður fyrir Jan Mayen (6). Síldin nálgast hemrMnið (8). Stöðug söltun síldar norðan og aust- an (10). Heildarsíldiaraflinn norðan og aust- an 256.961 lest 9. okt. (12). Heildarsíldaraílinn norðan og aust- an 290.622 lestir 23. okt. (25). Mikið annríki á flestum söltunar- stöðvum eystra (26). Heildarsöltun síldar á landinu 170.192 tunnur 29. okt. (31). MENN OG MÁLEFNI Agnar Ingólfsson doktor í fugla- fræði frá háskólanum í Michigan í USA (3). Emil Jónsson , utanríkisráðlhcrra flytur ræðu á Allsherjarþingi SíÞ (5). Dr. DilLon Ripley, forstjóri Smith- sonian, í heimsókn hér (7). Biskup íslands aðstoðar við vígslu sjómanna'kirkju í Grimsby (7, 10). Forsætisráðherrar Norðurlanda á fundi 1 Reykjavík (8.—10)). Magnús Kjartansson, ritstjóri. hlýt- ur verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar (10). Búendur Stakkaihlíðar í Loðlmund- arfirði flytja á brott, og er þá að- eins einn maður eftir í hreppnum (1»1). Fulltrúar frá SAS hér til viðræðna við Flugfélag íslandis (12). Björn Jónsson, alþrn., segir sig úr Sósíalistafiokknum (13). Erling Sörli, námsstjóri í Noregi, heldur bindindisfræðslunámskeið í Kennaraskóla íslands (14). Ohristian Thomsen, landibúnaðarráð- herra Dana, í heimsókn hér (19). Joihni Baptist Hubert Theunisser, erkibiskup í Malawi, fulltrúi páfa á íslandi (19). Nýskipaður sendiherra Brasilíu á ís- landi í heimsókn (21). Færeysk stúlka strýkur frá Bjargi og segir ófagrar sögur um vistina þar (21). Fulltrúar Akureyrarbæjar í heim- sókn í Reykjavík (24.25). Jógvan á Dul, formaður barna- verndarnefndar Færeyja. kernur hing- að í samibandi við Bjarg-málið (26). 19 ára stúlka bjargar fjögurra ára telpu frá köfnun (27). Sænskir sérfræðingar komnir hing- að vegna væntanlegra breytinga yfir í hægri umtferð (28). Þorvaldur Ari Arason, hrl., hlýtur 16 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið fyrrverandi konu sinni að bana (31). FÉI.AGSMÁL Vigfús Sigurðsson formaður Lands- saimibands iSnaSarmanna (1). Landssamiband ísl. útvegsmanna heldur aukaþing (1,3). 970 nemendur verða í Menntaskól- anum við Lækjargötu í vetur (3). Sjómannasamibandið æskir greiðslu- frests á sköttum fyrir sjómenn. (4). Pétur , Sigurgeirsson endurkosinn formaður Æskulýðssamíbands kirkj- unnar í Hólastifti (4). Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, endur kosinn formaður Sambands sveitar- félaga í AusturLandskjördæmi (8). Axel Einarsson kosinn formaður Handknattleikssambands íslands (10). Kristján G. Gíslason endurkjörinn formaður Verzlunarráðs íslands (14, 21, 22). Félag dráttarbrauta og skipasmiða stofnað (15). Listi fráfarandi stjórnar sigraði við stjórnarkjör í Stúdentafélagi Háskól- ans (71). Stjórn A.S.Í. óskar eftir viðræðum við ríkisstjórnina um væntanlegar efn-ahagsaðgerðir rikisstj órnarinnar (20). Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands haldinn að Hlégarði (21). 672 nemendur í Kennara-skólanum í vetur (21). Birgir ísl. Gunnarsson, hrl., kosinn formaður Samibands ungra sjálfstæð- ismanna (21, 22, 24). Aukafundur SH heimilar stöðvun frystihúsanna frá áramótum (24). Aukaþing B.S.R.B. kemur saman til fundar (25). Kjiartan Bergmann endurkjörinn formaður Glímusambands íslands (25) . Tíu nýir sjúkraliðar brautskráðir (26) . Samningar nást milli rækjuveiði- manna og eigenda rækjuverksmiðj- anna við ísafjarðardjúp (26). 18 hjúikrunarkonur brautðkráðar frá Hjúlkrunarskóla íslands (28). 364 nýstúdentar hafa innritazt í Há- skóla íslands (31). FRAMKVÆMDIR Verkalýðsfélögin á Norðurlandi reisa félagsheimili í Fnjóskadal (1). Borað eftir heitu vatni við Lagar- fljótsbrú (4). Mi'klar breytingar á . flugvélaaf- greiðslunni á Keflavíkurflugvelli (5). Gefjun-Iðunn opnar verzlun í Aust- urstræti 10 (6). Miklar fra-mtkvæmdir við skólabygg- ingar borgarinnar (6). Lokað við byggingu vöruskemmu Kísiliðjunnar h.f. á Húsavíik (7). Nýtt skólahús vigt á Vopnafirði (8). 283 íbúðum úthlutað í Breiðholts- hiverfi (8). * Sjálfvirk símstöð opnuð í Grundar- firði (8). / OKTÓBER 1967 Fyrri áfanga Kísilvegarins senn lok- ið (10). 4 millj. kr. skíðalyfta tilbúin á Hlíð- arfjalli við Akureyri (13). Nýtt gagnfræðaskólahús reist á Sel- fossi (14). Strætisvagnar Reykjavíkur breyta vögnum sínum vegna væntanlegrar hægri umferðar (20). Kiwanisklúbburinn Hekla gefur Fæingardeild Landspítalans tá^i til að meta ástand fósturs (»). TrésmiSjan Alkur á Aikranesi reisir nýtt vertksmiðjuhús (21). Stórt og nítýzkulegt baikarí opnað við Háaleitisbraut (22). Björgunarskýli reist á Þrívöruihálsi (24). Gos með 100 stiga heitu vatni úr borhiolu við Hlíðardalsskóla (27, 31). Blómabúsið. ný blómaverzlun að Álftamýri 7. (28). Ný brú á Jökulsá á Sólheimasandi vlgð (28, 31). Kísiliðjan við Mývatn formlega af- hent 28, 31). Fjöliðjan h.f. opnar nýja verkismiðju á Hellu (29). BÓKMENNTIR OG LISTHt Sveinn Björnsson heldur málverka- 6ýningu (7). Málverk eftir Jón Stefánsson selt á 95 þús. kr. á málverkauppboði (13). Gríma sýnlr leikritið Jaikob eftir Ionescu (15). 4000 sýningar hafa verið i Þjóðleik- hiúsinu frá upplhafi (18). Sýning á verkum Þorvalds Skúla- sonar I Oasa Nova (21). Leifcfiélag Reykjavíkur sýnir „Indí- ánaleik* eftir René de Obaldia (24). Jussi Jalas stjórnar tónleikum Sin- fóníuhljómeveitarinnar og Ruben Varga leikur einleik á fiðlu (26). Leikfélag Akureyrar sýnir saikamála leikinn Frú Alvís, eftir Jaclk Popple- well (26). NÝJAR BÆKUR Rautt sortulyng, smásögur, eftir Guðmund Frímann (14). Minningar Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, síðara bindi (10). Lausavísur, eftir Karl Friðriksson, brúarsmdð (29). Nýtt lauf, nýtt myrkur, ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson (31). SLYSFARIR OG SKAÐAR Ásgeir Jóhannes Sigurgeirsson. yfir- kennari, 35 ára, bíður bana í bilslysi (3). Sprunga kemur í vegg vitans á Reykjanesi i jarðskjálfta (3). Ungur flugmaður, Lárus Guðlmunds- son, ferst með lttilli eins hreyfils flugvél (4.-7). 12 ára drengur, Rúnar Aðalbjöm Pétursson, Hólum í Langadal í Húna- vatnssýslu, biður bana i bil^stgi (11). Flugmaður í prófflugi lendir með vél sína í skurði (15). Ungur sjómaður, Niels Axelsson, Kletti við Kleppsveg druikknar á Seyðisfirði (10). Goðaborg GK, 8 lesta trillubátur, sekkur í Faxaflóa (20). Húsið Hamrar við Suðurlandsbraut sikemimist í eldi (20). Vélbáturinn Straumnes SH 109 sekfc- ur eftir að eldur kemur upp i bátn- iim (24. 25). Útihús brenna á tveimur bæjum, Dagverðará í Breiðavíkurhreppi og Bakfcakot á Rangárvöllum (27). Gullberg NS 11 og færeyskur fiski- bátur, Beinir TN 330, rekst harka- lega á á miðunum (27). AFMÆLI KBA á Aufcureyri 80 ára (5). Úrsmiðafélag íslands 40 ára (27). Tannlæknafélag íslands 40 ára (31). ÍÞRÓTTIR Valur kemst í 2. umferð í Evrópu- keppni knattspyrnuliða (3). Erlendur Valdimarsson, ÍR, setur unglingamet í kúluvarpi, 16,33 m, og kringlukasti 53,06 m (12). KR bikarmeistari KSÍ í 7. sinn (24).. Danska handknattleiksliðið Stadion keppir hér (31). ÝMISLEGT Vöruskiptajölfnuðurinn til ágústlolka óhagstæður um 1973,9 miilj. kr. (1). Gufugos og nýir hverir myndast á Reykjanesi (3.17). Pólverjar kaupa gærur hér fyyir um 23 millj. kr. (3). Taska með 300 þús. kr. hverfur frá starfsmanni Loftleiða (3,4). Ágæt laxveiði sunnanlands og vest- an í sumar (4). 221.903 farþegar fóru um JCeflavík- urflugvöll fyrstu 9 mánuði ársins (5). Eldurinn í Borgarskála virðist hafa komið upp inni í vöruskemmu Eim- skips (5). Þyrla flytur kindur til byggða af afréttum (6).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.