Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 'mámívr t+y*rZý*%.t ’ KvennadaIk " I '0h4* Jólagóðgæti úr bókinni Matur og rykkur BÓKIN „Matur og drykkur eít- ir fröken Helgu Sigurðardóttur, skólastjóra, kom út fyrir u.þ.b. ári, þ.e.a.s. 4. útgáfa, aukin og endurbætt. Höfundur, sem er lát inn fyrir nokkrum árum, var brautryðjandi í húsmæðra- fræðslu hér á landi, og hafa komið út eftir hana margar matreiðslubækur. Bók þessi, „Matur og drykkur", er sett saman úr fyrri bókum Helgu, að frumkvæði frú Rögnu Sigurðar dóttur, og hafa tveir húsmæðra kennarar, þær Anna Gísladótt- ir og Bryndís Steinþórsdóttir, annazt endurskoðun efnis bók- arinnar. Bók þessi er ákaflega fjölbreytt og skemmtileg og mjög vel úr garði gerð af hálfu útgefanda,. sem er ísafoldar- prentsmiðja h.f. Bókin „Matur og drykkur" var ófáanleg um lengri tíma, en nú hefur rætzt úr því. Trúlegt er, að bók þessi verði vinsæl jólagjöf handa yngri húsmæðrum og jafnvel hinum reyndari líka, því að í bókinni eru auk mikils fjölda alls kyns rétta, nýir kaflar um glóðarsteikingu og frystingu matvæla. Þar sem jólin eru í nánd, birtum við að þessu sinni kökuuppskriftir, nokkrar skemmtilegar uppskriftir af jóla sælgætinu, en snúum okkur að öðru efni í bókinni síðar. Formkökur. þúsund ára kaka. 200 gr. smjörlíki 200 gr. sykur 4 egg 250 gr. hveiti % tsk. hjartarsalt Vanilla 50 gr. súkkat 30 gr. möndlur Smjörlíkið er linað og hrært iétt og ljóst með sykrinum. Egg in hrærð í, eitt og eitt í einu. Hveiti og hjartarsalti sáldrað og hrært út í. VaniUa og smátt skorna skúkkatið sett út í. Deig ið látið í vel stnurt, kringlótt mót, helzt með lausum botni. Möndlurnar afhýddar og settar ofan á deigið til skrauts. f stað- inn fyrir möndlur er fallegt og gott að hafa valhnetur. Kakan bökuð um eina klst. við meðal- hita. Ávaxtakaka. 250 gr. smjörlíki 250 gr. sykur 2 egg 1 tsk. eggjaduft 3 tsk. lyftiduft Vi 1. mjólk % kg. hveiti 100 gr. súkkat 100 gr. gráfíkjur 100 gr. rúsínur Smjörliki og sykur er hrært, þangað til það er Ijóst og létt. Síðan eru rauðurnar lótnaT í, ein og ein og hrært vel. Súkkat, rús- ínur og gráfíkjur er skorið smátt og blahdað í deigið. Hveiti, Ijrfti dufti og eggjadufti er sáldrað og blandað saman við ásamt mjólk inni, og að síðustu er stífþeyttum hvítunum blandað í. Deiginu er skipt 1 2 vel smurð tertumót og bakað við hægan hita, meiri undirhita, í 3—4 stundanfjórð- unga. Sírópskaka með kryddi. % kg. síróp Vi kg. sykur Vt dl. vatn 1 tsk. negull 1*4 tsk. kardimommur 2 tsk. kanill 75—100 gr. súkkat % kg. hveiti 2 tsk. natrón 2 egg Smjörkrem: 150 gr. smjör 150 gr. flórsykuT 1 eggjarauða korn úr V* vanillustöng Síróp, sykur og vatn soðið saman og kælt. Kryddinu bland- að í. Hveiti og natron sáldrað saman. Vætt í því með síróps- blöndunni og samanþeyttum eggjum. Deigið látið í bökunar- skúffu, sem smurð er og stráð hveiti. Bakað í eina klst. við meðalhita. Kakan vafin innan í deigan smjörpappír og látin bíða minnst 2 daga. Bezt er að skera þessa köku þversum og smyrja hana eins og tertu með smjör- kremi eða smjöri. Brúnkaka með ávöxtum. 2 boilar hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. natron 1 tsk. salt. 1 tsk. kanill Vz tsk. negull Vi tsk. kardimommur bolli smjörlíki Vt bolli púðursykur (eða strá- sykur) Vz bolli sírop 1 bolli rúsínur % bolli saxaðar hnetur 1 bolli heituT appelsínusafi ávextir Hveiti, lyftidufti og kryddi er sáldrað saman. Smjörlíki og syk- ur er hrært, unz blandan er létt og jöfn. Þar saman við er hrært sírópi, rúsínum, hnetum og app- elsinusafa. Hveitinu hrært smátt og smátt út í. Bakað í smnjrðu hringmóti við vægan til meðal- hita í 2-3 stundarfjórðuna. Hnoðuð terta. 300 gr. hveiti 200 gr. smjörlíki 150 gr. sykur 2 tsk. lyftiduft 2 egg EINU SINNI VAR II. bindi Endurminningar SÆMUNDAR DÚASONAR. f þe&su bindi eru sérstæðir sagna- þættir af ýmsum körlum og kon- um, sem öll ó)u aldur sinn í Verð kr. 275.00 án sölusk. Fljótum, eða inntu þar af hendi megiiihluta síns ævistarfs. Þætt- imir af Sveirti f Dæli og Þorsteini i Vík eru bæði fróðlegir og skemmtik'ga skrifaðir og í þætt- inum „Úreld vinnubrögð“ segir glögglega frá ýinsum störfunr ti) sjós og lands, sem algeng voru og sjálfsögð á uppvaxtarárum Sæ- mundar, en eru nú orðin svo úr- eld að þau verða naumast unnin framar. Mun mörgum þykja þessi kafli gimilegur til fróðleiks. ÓVENJULEG OG SÉRSTÆÐ BÓK. Biöjiö bóksalann yöar aö sýna yöur BÓKAFORLAGSBÆKURNAR BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . AKUREYRI Berjamauk Hveiti og lyftidufti er sáldrað. Smjörlíki mulið og sykri bland- að saman við. Vætt í með eggj- um og hnoðað, unz deigið er sprungulaust. Skipt í þrjá eða fjóra jafna hluta. Flatt út í eins- laga kökur. Bakað ljósbrúnt við mikinn hita. Kökurnar lagðar volgar saman með berjamauki. Aprikósukúlur. 1 Vz bolli aprikósur 2 bollar kókósmjöl (gróft) %—% bolli niðursoðin mjólk flórsykur Mjúkar aprikósur eru skornar smátt, þar í blandað kókósmjöli, vætt í með mjólkunni, og deigið hrært vel. Bíða um stund. Mótað í kúlur, sem snúið er upp úr flórsykri og kókósmrjöli. Raðað á fat og bíði svo þangað til kúl- urnar eru harðar. Ávaxbitar. 1 bolli döðlur Vz bolli steinlausar rúsínur % bolli kúrennur 1 bolli hnetusmjör Vt bolli niðursoðin mjólk Rúsínur, kúrenur og döðlur eru saxaðar, og blandað í þær hnetusmjöri og mjólk, hnært vel saman, sett í smurt mót, sem flórsykri er stráð innan í, flór- sykri stráð ofan á. Biði á köldum stað. Skorið í ferkantaða bita, snúið gætilega upp úr flór- sykri. Döðlubitar. % bolli niðursoðin mjólk 1 tsk. vanilla 4 bollar flórsykur 1 bolli saxaðar hnetur lh bolli döðlur, saxaðar. Flórsykurinn settur í skál og vætt í með mjólkinni og hrært saman við. Deigið er sett í smurt mót, kælt og skorið í ferhyrnda bita. Döðlumolar. %bolli púðursykur % bolli strásykur Vi—■Ví bolli mjólk 125—150 gr. döðlur. 75—100 gr. möndlur. Púðursykri, strásykri og mijólk blandað saman og soðið við frekar hægan hita, þar til það er orðið það þykkt, að móta megi úr því. Þá eru döðlurnar, sem eru smátt saxaðar, látnar saman við og soðnar í 3-4 mán- útur og hrært í viðstöðulaust. Deigið sett á blautan bakka eða bretti. Flatt svolítið út og möndl unum stráð yfir. Þegar þetta byrjar að storkna, er það mótað í sívalaF lengjur með deigum höndum, lengjunum er svo velt upp úr kókósmjöli eða söxuðum möndlum og skorið í ræmur eða sneiðar. Haframjölskúlur. 125 gr hafragrjón 100 gr. púðursykur 2 miatsk. kaffi 1-2 matsk. kakó 25 gr. smjör Smjörið er brætt, kælt, en má þó ekki storkna. Haframrjölið er sett á borð, í það er blandað sykri og kakói. Vætt í með smjór inu og köldu kaffi. Deigið hnoð- að fljótt saman. Ef deigið verð- ur of linnt, má setja í það kakó eða haframjöl. Rúllað í lengjur, sem eru lagðar hvor við hliðina á annarri og skornar í einu í bita. Rúllað í kúlur. velt upp úr súkkulaði og grófum sykri. Haframjölstoppar. 100 gr. hafragrjón 100 gr. púðursykur 2. matsk. síróp 2 matsk smjörlíki Smjörlíkið sett í þykkan pott og brætt. Þar í er blandað sírópi og sykri, hrært vel saman, þar til allt er byrjað að brúnast. Potturinn tekinn af eldinum, Skemmtilegar umbúðir Hér er ágæt hugmynd um innpökkun gjafar handa barni. Gjöfinni er pakkað inn í venju- legan pappír, síðan er hægt að klippa út úr blaði haus af ketti (eða teikna) og líma á annan endapakkans, og svo er útbúin rófa úr efnisafgöngum og sett á hinn endann. Þessar uimbúðir er hægt að nota utan um bæði jóla- og afmæli'Sgjafir, og vekja áreiðanlega ánægju hjá minnstu börnunum. Fyrir minnstu börnin HÉR er mynd af smákökum, sem á eru festir smápinnar og minnir þetta talsvert á „sleiki- pinna“. Kökurnar eru búnar til úr venjulegu sírópskökudeigi eða öðru því, sem úr verða harð ar smákökur. Pinnarnir gætu verið úr drykkjarrörum eða tannstönglum og stungið í kök- urnar áður en þær eru bakaðar. Glassúr er gerður úr flórsyrki og vatni og sett í ávaxtahtur eftir eigin vali. Augu, munnur og nef er gert úr mjóum lakkrís ræmum. Cornflakesboltar. 300 gr. plöntufeiti 2 bollar flórsykur 3 matsk. kakó 1 pakki cornflakes. Plöntufeitin aðeins brædd í potti, sykur og kakó sett út í. Potturinn tékin af og cornflakes sett út í. Blandað saman, sett með matskeið á plötu. Sett á kaldan stað, og látið storkna. Súkkulaðibitar. 200 gr. súkkulaði 100 gr. plöntufeiti 2 egg Súkkulaðið rifið, sett í skál í pott með vatni í. Brætt yfir gufu. Plöntufeitin brædd við hægan hita. Kæld, þar til hún byrjar að storkna. Eggin þeytt. Þar- í hrært súkkulaðinu og storknaðri plöntufeitinni. Hrært þar til deigið er svo þykkt, að það haldi lögun. Sett í kramar- hús, sprautað á piötu. Hnetu- kjarni settur í toppinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.