Morgunblaðið - 17.12.1967, Page 23

Morgunblaðið - 17.12.1967, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 23 hafragrjónin sett út í, hrært vel saman og látið bíða, þar til það fer að kólna. Bökunarplata er smurð með smjöri, haframjöls- deigið sett í toppa með tveimur teskeiðum, sem dýft er ofan í kalt vatn, eða mótað í kúlur með deigum höndum. Sé það gert, má dýfa kúlunum í krem og skreyta þær síðan með hnet- um eða súkkati. Hlaupmolar. 5-6 matrlímbönd 1M> bolli heitt vatn 4 bollar sykur V* tsk. salt Rauður og grænn ávaxtalitur Piparmyntuolía . 1 tsk. kanill Vatn, sykur og salt er soðið saman, þar til það heldur lögun í köldu vatni. Matarlimið, sem lagt hefur verið í kalt vatn tekið upp úr og sett út í sykurlöginn. Hrært vel saman. Piparmyntu- olíu og kanil hrært út í. Helm- ingurinn af sykurleginum litað- ur rauður og það sem eftir er grænt. Hellt í mót, sem áður eru rennd innan með köldu vatni. Daginn eftir er hlaupið skorið í ferkantaða bita, sem snúið er upp úr strásykri, og raðað á fat. í staðinn fyrir kanil, piparmyntu- olíu og vatn er gott að hafa saft, sem þá er soðið með sykrinum. Kaffikúlur. 125 gr. súkkulaði 1 matsk. kaffiduft (Neskaffi- duft). 1. ábætisskeið konjak, líkjör eða romm 1 ábætisskeið rjómi. Súkkulaðið er brytjað smátt og sett í skál og brætt yfir gufu. I»egar súkklulaðið er bráðið, er kaffidufti, víni og rjóma hræt vel í, þar til þetta er hér um bil kalt. Mótað í jafnar kúlur. Þeg- ar kúlurnar eru vel þurrar, er-u þær hjúpaðar súkkulaði. Vafðar í glæran pappír. Hnetukúlur. %—% bolli niðursoðin mjólk 1 tsk. vanilla eða annað bragð efni 4 bollar flórsykur sáldraður y4—V2 bolli hnetjukjarnar Mjólk og vanillu blandað sam- an, þar út í er flórsykur hrærður smátt og smátt, þar til deigið er samfellt og auðvelt er að móta það í litlar kúlur. Snúið upp úr kókósmjöli, sem í er blandað rifu súkkulaði. í staðinn fyrir vanillu má hafa annað bragð- efni, svo sem romm, pipar- myntuolíu eða vín. Einnig má skipta deiginu og lita það. í miðju hverrar kúlu er stungið hnetu. Jólakaramellur. 4 dl. sykur 2Yi matsk. síróp 4 dl. rjórai 4 dl. kakó 60 gr. smjör 75 gr. hnetur JÓLABJALLAN Hér sjáum við, hvernig við get- um búið til jólabjöllu úr litlum blómapotti, sem snúið er með botninn upp. Síðan er skreytt með greni og ýmsu öðru skrauti og bjallan hengd upþ með silki- bandi og könglum. Bandið er sett í gengumgat ið á pottinum og fest að innan með pinna, sem settur er þversum. Allt annað en hneturnar er sett í góðan þykkan pott og soð- ið við hægan eld, en viðstöðu- laust verður að hræra í pottin- um. Þegar það fer að þykka, er dropi af því settur í kalt vatn, og ef dropinn heldur lögun, er þetta hæfilega soðið. Þá eru aðrar hnetur settar út í. Hellt í smurt mót. Skorið í ferkantaða bita, þegar það er hálfkalt. Bit- unum vafið í málmpappír næsta dag. Hnetukaramellur. 200 gr. hnetukjarnar Y2 kg. sykur 1 dL vatn kremortartari á hnífsoddi 1 tsk. sítrónusafi 60 gr. smjör eða smjörlíki Sykur og vatn er soðið saman, þar- í sett kremortartari, soðið þar til hægt er að móta sykur- löginn í kúlur í köldu vatni. Tekið af eldinum, smjörið sett út í smátt og smátt, þá er sítrónu safinn settur út í og allt soðið, hrært stöðugt í. Kælt þar til það verður ógagnsætt, hrært við og við. Þegar lögurinn er næstum kaldur, er hægt að móta hann með teskeið, sem dýft er í olíu. Látnar á smjörpappír. Hnetu- kjarni látinn í miðju hverrar kúlu og þrýst vel ofan á, svo að hann festist. Rjómakaramellur. 2V2 dl. rjómi 3 dl. sykur 1 matsk síróp 30 gr. smjör vanilla eða vaniliusykur Rjómi og sykur soðið í góðum potti með þykkum botni, þar til það fer að þykkna, þá er síróp, smjör og vanilla sett út í og soðið aftur við hægan hita, þar til það fer að þykkna. Prófað á sama hátt og jólakaramellur. Helit í smurt mót. Skorið í fer- kantaða bita, þegar það er hér um bil kalt. Vafið í málmpappír, þegar það er orðið alveg kalt. V anillukaramellur. 1 bolli sykur 1 bolli síróp 1 bolli rjómi V'i tsk. salt 2 matsk. smjör 6 matsk. mjólk 2 tsk. vanilla Látið sykur, síróp og rjóma í pott. Sett við vægan hita, þar til sykurinn hefur bráðnað. Soðið í 10 mín. Hrært í við og við. Þá er smjörinu óbræddu og mjólk- inni bætt í smátt og smátt. Soð- ið áfram í 15-20 mínútur. Hrært stöðugt í. Prófið í köldu vatni, hve þykkt deigið er. Tekið af eld inum. Vanillan hrærð saman við. Hellt í smurða kúffu, látið renna út af sjálfu sér. Skorið í fer- kantaða bita, þegar það er að- eins volgt. Bráðum koma blessuð jólin Einu sinni enn eru jólin á næstu grösum, og allir í mikl- um önnum við undirbúning há- tíðarinnar. Húsmæður hafa í ár átt óvenju marga kosta völ, hvað viðvíkur kökuuppskriftum, og er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn að bæta þar við. En til að viðhalda gamalli hefð, birtum við hér dálítið atf smá- kökum, formkökum, tertu, ábæt isrébti og jólasælgæti, að ó- gleymdri jólasíldinni. Gullmedalíur. 200 gr. hveiti 180 gr. smjörlíki 3 matsk. kalt vatn Tröffelsmjörkrem: 75 gr. smjör 2 matsk. kakó 75 gr. flórsykur 1 lítið egg Deigið er hnoðað og flatt út fremur þykkt, skornar út litlar kökur. Bakizt í 4—-5 mí.n við 225 C. Rétt fyrir notkun er smjörkremið, sem á að vera vel lint, sett á milli tveggja medal- ía. Ömmukökur. V2 kg. hveiti V2 kg. smjör 1 egg 2 desertsk. eða barnask sykur 1 tsk. hjartasalt Ofan á kökurnar þeytt egg, grófur sykur og hakkaðar möndl ur. Smjör og hveiti hnoðað satn an, egginu bætt í, deigið rúllað út eins og % cm. á þykkt og skorið undan glasi, stærð etftir smekk. Kökurnar sm.urðar með þeytta egginu og yfÍT þær stráð sykri og möndlum. Bakað í 7-8 mín. í fremur heitum ofni. Rúsínu-smákökur. 1 bolli mjúkt smjörlíki 1 bolli strásykur 1 bolli dökkur púðursykur 2 egg 3 bollar hveiti 1 tsk. natron 2 tisk. múskat V4 bolli mjólk rúsínur Smjöriíki og sykur hrært vel, eggjum bætt í einu og einu, hrært vel á eftir. Hveiti með kryddi og mjólk sett út í til skiptis. Deigið sett á smurða plötuna með teskeið. Nokkrar rúsínur settar ofan á hverja köku og bakað í meðal- heiturn ofni í ca. 12 minútur. Skozkir smábitar. 3 bollar hveiti V2 tsk. kanili 1 tsk. mace 1 tsk. múskat 1 tsk. allrahanda 1 tsk. natron 2 bollar rúsinur 1 bolli mjúkt smjörlíki 1% bolli ljós púðursykur 3 þeytt egg 1V2 tsk. vanilludropar 1 tsk. rósavatn 2 matsk. kalt, sterkt kaffi IV2 bolli brytjaðar hnetur Kryddinu og natróni blandað út í 2% bolla hveiti, rúsínurn- ar þaktar með því, sem eftir er af hveitinu. Smjörlíki og sykur hrært þar til það er ljóst og létt, eggjum, vanillu og kaffi bætt í, síðan rúsínum og hnetf- um. Þurrefnunum bætt í og öllu blandað vel saman. Deigið sett með teskeið á smurða plötu. Bakað á meðalheitum otfni í 15 mínútur. Ymislegt Dökk ávaxtakaka. 1 bolli dökkur púðursykur y4 bolli og ein matsk. smjör- líki 2 bollar konfektrúsínur, skornar smátt 8 únsur döðlur, smáttskornar 1 bolli kúrennur 1 bolli sterkt kaffi 1 egg 2 bollar hveiti Yt tsk. natrón 1 tsk. ger 1 tsk. kanill y4 tsk. negull 1 tsk. salt 7 fyrsttöldu hlutirnir settir í pott, iátið sjóða í 5 mín. Kælt. Egginu bætt í, síðan þurrefn- unum. Bakað við vægan hita í formi með vaxpappír á borðinu í klst. Geymist mjög vel. Konfektkaka. 100 gr. möndlur 150 gr. flórsykur 3 matsk. hveiti 4 eggjahvítur Kreniið: 4 eggjarauður 3 matsk. sykur 1— 2 tsk. hveiti 1 dl. rjómi 100 gr. smjör 2— 3 tsk. kaffi eða kakó. Möndlurnar afhýddar og hakk aðar, blandað saman við flórsyk ur og hveiti, stífþeyttar hvíturn- ar settar í. Bakað í 30 cm. löngu og 20 cm. breiðu og 5 cm. háu formi, eða aluminiumpappír, smurt með smjöri og hveiti stráð á. Bakað í ca. 15 rnín. í ekki of heitum ofni. Þegar kakan er köld, er hún skorin í tvenntf, á milli er sett krem búið til á eft- irfarandi hátt: 4 eggjarauður hrærðar með sykri og hveiti, rjómanum bættf í og aðeins kom ið upp á þessu suðan, 100 gr. af smjöri hrærð í og kaffiduft eða kakó. Súkkulaðiábætir. 2 egg 4 matsk sykur 75 gr. suðusúkkulaði 2—3 matsk, sterkt kaffi W2 dl. rjómi 3% bl. matarlím JÓLASKRAUT Hér er notaður lítill pottur og skreyttur með könglum, berjum, furu og greni. Leir er settur í botninn og heldur hann greininu og skrautinu föstu á sínum stað. Eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum, súkkulaðið brætt yf- ir gufu, matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn, undið upp úr brætft yfir gufu og köldu kaffinu hellt út í. Eggjahvíturnar stífþejrtt- ar, rjóminn, þá er súkkulaðinu bætt i eggjarauðurnar, því næst matarlíminu með kaffinu í og þá eggj ahvítunum og síðast rjómanum, öllu blandað varlega saman. Þegar ábætirinn byrjar að stífna, er honum hellt í skál þá, sem bera á fraim í. Skreytt með þeyttum rjóma. I Jólasíld. 4 flakaðar síldar eru lagðar í bleyti í mjólk í 12 klst. Lögur búinn til úr: 3 dl tómatsósa úr flösku V2 dl. olía 3A dl. vínedik 2 matsk. sykuT 1 tsk. pipar, 2 lárberjahlöð 1 meðalstór laukur, 1 soðin gulrót í ten. Síldin skorin í stykki og lát- in liggja í leginum í 3 daga fyr- ir notkun. Hægt að bera þetta fram með harðsoðnum eggjum heitum kartöflum eða með rúg- brauði og smjöri. Góð og eiguleg bók, sem öllum ljóðelskum mönnum mun þykja mikill fengur að eignast FRIÐJÓNSSON UÓÐ og ÆVIÁCRIP Nú eru liðin 100 ár frá fæðingu hins kunna skáldbónda, Sigurjóns íriðjónssonar, og af því tilefni er l>ók þessi gefin út. I bókina hefur Arnór, sonur skáldsins, val- ið 100 ljóð úr ljóðabókum þess, og auk þess ritað um uppvöxt og ævi höfundar atliyglisverðan og forvitnilcgan þátt. BiÖjiÖ bóksalann yÖar aÖ sýha yÖur BÓKAFORLAGSBÆKURNAR BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.