Morgunblaðið - 29.12.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967
3
Er alveg búinn að ná mér
— segír Júlsus Ívarsson, sem
féll fram af hömrtinum við
Húsavík
I GÆR leit inn á ritstjórnar-
skrifstofur Morgunblaðsins,
Júlíus ívarsson frá Húsavík,
en sem flesta rekur minni til
féll hann fram af hömrum
við Húsavík skömmu fyrir
páskana í fyrra. Var þetta 35
metra fall, og þótti mörgum
furðulegt að hann skyldi
komast lífs af, hvað þá held-
ur að honum skyldi takast að
komast upp bjargið aftur.
Júlíus dvaldist í Reykjavík
yfir jólin, og hann varð 11
ára í fyrradag. Heimsótti hann
okkur ásamt afa sínum,
Skarphéðni Þórarinssyni.
Við notuðum tækifærið og
röbbuðum lítið eitt við Júlíus
og afa hans. Júlíus er frísk-
legur drengur, og var ekki
annað að sjá en hann væri
algerlega búinn að ná sér eft-
ir óhappið, en á hinn bóginn
var hann fremur fámáll um
atburði. Við spurðum hann
fyrst hvort hann væri algjör-
lega búinn að ná sér.
— Já, fyrir löngu. Ég lá í
spítalanum í hálfan mánuð,
en eftir það var ég orðinn
alveg eins og fyrir slysið.
— Hvað meiddustu mikið?
— Ég fékk skurð á fótinn
og meiddist á auganu.
Og afi hans bætir við: —
Þetta var mikill skurður á
iærinu og læknarnir voru i
kringum tvo tíma að ná gler-
brotum úr sárinu. Svo var
annað augað nokkuð skaddað,
og læknarnir voru á tímabili
jafnvel hræddir um að hann
myndi ekki halda sjón á því,
en raunin varð samt önnur.
Við rifjum lítillega upp
hvernig slysið bar að höndum
og Júlíus kveðst ekki muna
mikið eftir því, og segist
alveg hafa forðazt að fara á
slysstaðinn aftur.
— Ég skoðaði staðinn, þeg-
ar ég átti leið um Húsavík í
sumar, sagði Skarphéðinn. —
Þetta er 35 metra þverhnípi
með stórgrýti fyrir neðan, og
Húsvíkingar hrista enn höf-
uðið í undrun yfir því að
hann skyldi komast lífs af. Á
þessum stað eru sorphaugar
Húsavíkur og telja menn helzt
að hann hafi. lent á milli
klappa ofan á pappakassa.
Ennfremur var suðvestan
Júlíus ívarsson og afi hans Skarphéðinn Þórarinsson.
hvassviðri þegar þetta gerð-
ist og uppstreymi við bjargið
var talsvert, og telja menn að
það hafi ennfremur átt tölu-
verðan þátt í því að draga úr
fallinu. Húsvíkingar telja
einnig furðulegt hvernig
Júlíusi skyldi takast að kom-
ast upp bjargið. Hann fór upp
kleif sem þarna var skammt
frá, og telja þeir að hún hafi
verið ófær vegna klaka.
Reyndu nokkrir menn það
seinna og tókst að vísu, en
telja furðulegt að slösuðu
barni skyldí takast þetta.
- GRIKKLAND
Framhald af bls. 1
og ákærður fyrir þátttöku í sam-
særi um að steypa stjórninni.
innar, Papadopoulos, Pattako og
sætisráðherra, tilkynnti um sak-
aruppgjöfina um jólin nefndi
hann Theodorakis sérstaklega og
sagði í gamansömum tón, að
honum yrði sleppt úr haldi svo
að hann gæti samið söngva um
aprílbyltinguna.
Klofningur í stjórninni
Fréttaritari AP í Aþenu herm-
ir, að hinar ósamhljóða tilkynn-
ingar um sakaruppgjöfina beri
vott um klofning innan herfor-
ingjaklíkunnar og með takmörk-
un náðananna hafi öfgafullir
herforingjar farið með sigur af
hólmi.
Þrír helztu leiðtogar stjórnar-
innar, Papadopoulos, Pattakos og
Markazeros, eru taldir í hópi
hófsamari herforingja er vilji
taka tiltölulega vægt á pólitísk-
um andstæðingum. Öfgasinnarn-
ir eru undir forystu John Ladas
ofursta, yfirmanns öryggismála,
Konstantíns Karydas, ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneyt-
inu, og Skarmalioraksins flug-
marskálks, sem er flugmála-
stjóri Grikklands. Þeir vilja
ekki að slakað verði á klónni,
ritskoðun aflétt eða öfgafullum
vinstrisinnum verði sleppt úr
haldi. Papadopoulos vill fá
Konstantín konung heim, annað
hvort nú þegar eða eftir nokkra
mánuði, en öfgasinnarnir vilja
að konungur verði í útlegð um
óákveðinn tíma.
í dag voru sjö hershöfðingjar
hollir konungi sviptir störfum,
og er hér um að ræða þriðju
meiriháttar hreinsunina í hern-
um síðan Konstantín gerði gagn-
byltingartilraun sína. Stjórnin
birti í dag nýja fimm ára áætl-
un sem á að auka meðalárstekj-
ur Grikkja úr 48.000 ísl. kr. í
56.000 kr., auka þjóðarfram-
leiðsluna um 7.5 til 8.5% á ári,
og veita 350.000 mönnum at-
vinnu, aðallega í iðnaði. Lögð er
áherzla á erlenda fjárfestingu.
Stjórnin fjarlægði í dag nafn
Konstantíns konungs af lista yfir
þá sem viðstaddir verða guðs-
þjónustu í dómkirkjunni í
Aþenu á nýársdag, og bendir
þetta til þess að konungur verði
um kyrrt í Róm. Ekki er vitað
hvort sendiherrar erlendra ríkja
verði við guðsþjónustuna að
KOMIÐ er út 4. hefti þessa árs
af tímaritinu Iceland Review.
Er það fjölbreytt og vandað að
efni og útliti, flytur fjölbreyttan
fróðleik um land og þjóð.
Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, skrifar
grein um kirkjuna á íslandi og
birtar eru fjölmargar myndir af
kirkjum, gömlum og nýjum.
Þá er grein um Fiske-bókasafn-
ið i íþöku, viðtal við bókavörð-
inn, Vilhjálm Bjarnar, sem
bandarískur blaðamaður átti við
venju.
Fjórir evrópskir þingmenn af-
hentu í dag Alþjóða Rauða
krossinum í Genf skrá yfir
Grikki sem þeir segja að pynt-
aðir hafi verið í fangelsum.
hann fyrir ritið.
Pétur Karlsson skrifar ferða-
lýsingu frá Borgarfirði og Snæ-
fellsnesi og birtar eru fjölmarg-
ar myndir, bæði svarthvitar og í
litum, úr þessum landshluta.
Bandarískur blaðamaður, Tom
Bross, skrifar grein um heim-
sókn til íslands að vetrarlagi og
nefnir hana: Undir norðurljós-
unum. Fjölmargar myndir fylgja
greininni, bæði svart-hvítar og í
litum — og sýna ísland í vetrar-
ham.
Myndir eru af fyrstu íslenzku
þotunni og myndskreytt frásögn
er einnig í ritinu af komu banda
rísku geimfaraefnanna hingað sl.
sumar.
Erlendur blaðamaður í heim-
sókn skrifar grein um bókaflóð-
ið á íslandi, eins og það kemur
útlendingi fyrir sjónir. Hann
kom hingað í desembermánuði
og ræddi við bókaútgefendur og
bóksala og niðurstöður hans eru
athyglisverðar.
Eiður Guðnason skrifar í
þetta hefti Iceland Review um
Tryggingastofnun ríkisins og
hlutverk almannatrygginga í ís-
lenzku þjóðfélagi. Magnús Finns-
son skrifar um Innkaupastofnun
ríkisins og hið fjölþætta starfs-
svið hennar. Þá er sagt frá
nokkrum iðnaðarfyrirtækjum á
Akureyri.
Af mörgu öðru efni í blaðinu
má nefna almennar fréttir og
fréttir frá sjávarútvegi í sam-
þjöppuðu formi, bókaþátt, fróð-
leiksmola fyrir ferðamenn og
I fleira.
Sýningar eru hafnar aftur í Þjóðleikihúsinu á hinu vinsæla barnaleikriti Galdrakarlinn í Oz.
Leikurinn var sýndur 25 sinnum á sl. leikári við mjög góða aðsókn og við hrifningu hjá yngri
kynslóðinni. Aðalhlutverk eru eru leikin af Margréti Guðmundsdóttur, Bessa Bjarnasyni, Árna
Tryggvasyni, Jóni Júlíussyni, Sverri Guðmundssyni og fl. Leikstjóri er Klemens Jónsson. Mynd
in er úr fyrsta atriði leiksins af Margréti Guðmundsdóttur og fl.
Árcamótahefti
lceland RevSew
STAKSTEINAH
Staðfesting
Á Þorláksmessu var að þvi
vikið í þessum dálki, að liklega
biðu Eysteins Jónssonar nú sömu
örlög og tveggja fyrirrennara
hans, að víkja nauðungur úr for-
mennsku Framsóknarflokksins á
miðstjórnarfundi hans í marz. f
fvrradag birti Vísir fregn sama
efnis á forsíðu sinni, og þann
dag sneri Mbl. sér til Eysteins
og óskaði umsagnar hans um
málið. Hann vildi ekkert um það
segja, sagði að það kæmi í ljós
á sínum tíma, hvort hann hætti
formennsku eða ekki. Þessi svör
Eysteins eru i sjálfu sér næg
staðfesting á því, að nú er komið
að lokum forustu hans í Fram-
sóknarflokknum og sú staðfest-
ing er enn ítrekuð með útkomu
Tímans í gær, sem ekki minnist
einu orði á málið og er það
örugg vísbending um, að það sé
á þvi stigi, að ekki þyki fært að
neita sannleiksgildi þess. Ýmsir
munu velta þvi fyrir sér hvers
vegna Eysteinn hættir eftir svo
stuttan feril, sem formaður
Framsóknarflokksins, en ástæð-
an er augljós. Framsóknarflokk-
urinn vandist því áratugum
saman að vera við völd og Ey-
steinn hefur aldrei kunnað tál
annarra verka en þeirra, sem
fylgdu því að vera í stjórnar- ‘
andstöðu. Sem formanni hefur
honum mistekizt að skapa
flokknum stjórnaraðstöðu á ný ;
og bjartar vonur, sem kviknuðu í ]
brjóstum Framsóknarmanna x ]
haust, um, að nú mundi það tak- j
ast, slökknuðu fljótt aftur. Fram- j
sóknarmenn kunna illa að meta j
pólitíska eyðimerkurgöngu og '
þeir hafa ekki mikla samúð með
Ieiðtoga, sem heldur þeim utan
dyra. Þess vegna hættir Eysteinn
nú. í
Eftirleikurinn
Fullvíst má telja, að eining sé
innan Framsóknarflokksins um
að Ólafur Jóhannesson taki við
formennsku flokksins af Eysteini,
ef til vill fyrst og fremst vegna
þess, að ekki þykir fært að
ganga fram hjá Ólafi, sem verið
hefur varaformaður flokksins um
langt skeið, þótt margir Fram-
sóknarmenn telji, að sú breyting
á æðstu forustu flokksins verði
ekki til þess að breyta þeirri
flokksmynd, sem festst hefur í
hugum kjósenda og þykir ekki
ýkja geðþekk. Hins vegar má
fullyrða, að nú þegar sé hafin
hörð barátta um það hver verða
skuli varaformaður flokksins í
stað Ólafs og koma þá fyrst og
fremst tveir menn til greina að
því er talið er. Einar Ágústsson
ig Helgi Bergs. Hinn síðar-
nefndi hefur verið ritari flokks-
ins nokkurt árabil og erfði það
sæti af Eysteini er hann gerðist
formaður. Þrátt fyrir það er tal-
ið, að Einar Ágústsson hafi meiri
möguleika á að ná kosningu en
Ilelgi og ber þar ýmislegt til
m.a. litlar vinsældir Helga í
flokknum og sú almenna skoðun,
að hann hafi unnið lítil afrek sem
ritari flokksins, en undir hann
heyra skipulagsmálin. Sá mögu-
leiki er þó fyrir hendi, að báðir
þessir menn falli í valinn og þriðji
maðurinn komi fram til sam-
komulags, og mundi það þá lík-
lega verða eitt af eftirlætisbörn-
nm Eysteins í þingflokknum.
Óbreytt stefna
Fyrirsjáanlegt er, eins og allt
er í pottinn búið, að stefna
Framsóknarflokksins mun verða
óbreytt, þrátt fyrir þá breyt-
ingu, sem nú má telja víst, að
verði á forustu flokksins. Sú
breyting er ekki nægilega mik-
il, til þess að stefnubreytng geti
fylgt í kjölfarið. Ólafur Jóhann-
esson er samábyrgur Eysteini
Jónssyni um þá ómerkilegu
hentistefnu, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur rekið um nokk
urt skeið — og því miður litlar
líkur á að breytist.