Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1987 Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjóm og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. SAMVIZKA ÞJÓÐANNA Ckyndiferð Johnsons, Banda- ^ ríkjaforseta, til nokkurra Asíu- og Evrópulanda og við- ræður hans við páfann hafa vakið upp nýjar vonir um friðarsamninga í Víetnam. Þær vonir byggjast þó frem- ur á margvíslegum bollalegg- ingum og orðrómi en köldum staðreyndum og þess vegna er varhugavert að ýta undir bjartsýni um breytta þróun þessara mála. Það hefur oft komið fyrir áður, að mögu- leikar hafa verið taldir á samningaviðræðum, en síðar hefur komið í Ijós, að um óhóflega bjartsýni var að ræða. Umræður um styrjöldina í Víetnam hafa lengi snúizt fyrst og fremst um það, hver sökina eigi og á hverjum samningaviðræður strandi. Slíkar umræður eru í sjálfu sér tilgangslitlar. Það er stað reynd, að skæruhernaður var hafinn í Suður-Víetnam fyrir tilstilli stjórnarinnar í Hanoi, en það er einnig staðreynd, að Suður-Víetnam stóð fyrir sitt leyti ekki við þau ákvæði Genfarsáttmálans, að frjáls- ar kosningár skyldu fara fram í landinu öllu. Báðir stríðsaðilar hafa látið í Ijós vilja til þess að hefja samn- ingaviðræður, en skilyrði beggja hafa verið slík, að hvorugur aðilinn hefur getað fallizt á skilyrði hins. Um hitt verður ekki deilt, að í dag mundi engin styrjöld geisa í Víetnam, ef kommún- istar hefðu ekki hafið hernað- araðgerðir. En Víetnamstyrjöldin er ekki lengur spurning um sök. eins eða annars eða á hverj- um stöðvun þessa harmleiks strandi. Þessi styrjöld er fyrir löngu orðin stærra mál, blett- ur á samvizku mannkynsins hvort sem það býr við þjóð- skipulag vestrænna landa eða kommúnista. Víetnam er vett vangur hernaðarátaka stór- veldanna, hvort sem hermenn þeirra berjast þar á vígvöll- unum eða styrjöldinni er hald ið gangandi vegna vopnasend inga frá þeim. Það eru ekki þegnar þess- ara stórvelda, sem þjást, sær- ast og deyja í Víetnam, það er saklaust fólk, sem er fórn- ardýr átakanna, fólk sem vafalaust hugsar um allt ann- að en hagsmuni stórveldanna, fólk, sem ber ekki aðra ósk í brjósti en þá að fá að lifa í friði og rækta sína hrís- grjónaakra. Þáttur alheimshreyfingar kommúnista í þessum harm- leik er einkar svívirðilegur. Hvar og hvenær sem því verð ur við komið smjatta komm- únistar á þeim hörmungum, sem yfir þetta fólk hafa dun- ið og dynja enn. Líklega vilja kommúnistar ekkert síður en að endir verði bundinn á þessa styrjöld. í þeirra aug- um er Víetnam kærkomið árásarefni á vestrænar þjóð- ir, vegna þess, að ein þeirra hefur talið sér skylt að grípa inn í atburðina þar í landi. til þess að hindra framsókn kommúnismans í Asíu og koma í veg fyrir, að önnur lönd verði ofbeldi þeirra að bráð. Og meðan styrjöldin geis- ar, sprengjurnar falla, þorp fátækra bænda eru brennd í rúst og saklaus börn drepin, malar áróðurskvörn komm- únismans áfram — en sam- vizku þjóðanna blæðir. NÝR ÚTVARPS- STJÓRI Andrés Björnsson, lektor, hefur nú verið skipaður útvarpsstjóri í stað Vilhjálms Þ. Gíslasonar, sem lætur af embætti um áramótin fyrir aldurs sakir. Hinn nýi út- varpsstjóri tekur við embætti sem hefur á síðustu árum vaxið í höndum fyrirrennara hans til mjög áhrifamikils starfs. Útvarpsstjóri stjórnar einum öflugustu fjölmiðlunar tækjum nútímans, útvarpi og sjónvarpi, og getur haft víð- tæk áhrif á mótun þeirra. Hér er því um vandasamt starf að ræða og hinn gullni meðalvegur vandrataður. En óhætt er að fullyrða, að hinn nýi útvarpsstjóri er vel undir starf sitt búinn. Hann hefur um langt skeið starfað við Ríkisútvarpið og jafn- framt verið einn vinsælasti útvarpsmaður landsins. Hann hefur kynnt sér starfsemi út- varps og sjónvarps erlendis og aflað sér þekkingar í þeim efnum við erlendan háskóla. Það er því rík ástæða til þess að fagna skipun Andrésar Björnssonar í embætti út- varpsstjóra. Þar hefur tekizt eins vel til og bezt varð a kosið um val í vandasamt starf. Er vissulega ástæða til að ætla, að honum muni tak- ast að rækja það með sömu ágætum og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. 12 ára sænskur drengur hefur háskólanám SVANTE Jansson heitir hann ogr er tólf ára. Slíkur náms- hestur er strákurinn, að hann er þegar um það bil að hefja háskólanám í Gautaborg. Há- skólinn þar hefur nýlega sam þykkt að veita honum undan- tekningu frá aldursmörkum og sezt hann í efnafræðideild háskólans í janúarmánuði. Drengurinn er sonur ensku- kennara við menntaskólann í Borlánge og kunnugir segja, að hann sé hreinasta reikni- maskína. Hann tekur eftir öllu, sem gerist í umhverfinu og skrifar hjá sér í tíma og ótíma, hann les allt sem hönd á festir, sérstaklega hefur hann yndi af stærðfræði, stjörnufræði og náttúruvís- indum, — en hefur líka gam an af að fást við málanám og tónlist inn á milli. Aldrei þarf Svante að endurtaka neitt, sem hann hefur lesið, — það sem hann hefur einu sinni séð á blaði, fer ekki úr huga hans. Hann var aðeins fjögurra ára, þegar hann gat leyst erfiðar stærðfræðiþrautir. Og þegar hann hóf skólagöngu í fyrsta sinn, sex ára aldri, hringdi kennslukonan hans í örvæntingu til foreldranna og spurði hvað í veröldinni hún ætti að láta hann gera, hún gæti ekkert kennt hon- um. Átta ára að aldri tók hann próf úr barnaskóla og las náttúrufræðifögin í eitt ár, en hóf síðan menntaskóla nám og tók stúdentspróf ell- efu ára. í sumar hefur hann undirbúið sig undir háskóla- námið. Víst er Svante Jansson óskaplegur lestrarhestur, — en félagar hans segja, að hann sé samt ekkert leiðin- legur. Hann hefur gaman af teiknimyndum eins og þeir og er duglegur í skátastarfi og strákaleikjum alls konar. Og þótt hann sé um það bil að hefja háskólanám hyggst hann halda sambandi við sína gömlu félaga. Að vísu þarf hann að sinna náminu töluvert, — en í skólafríun- um geta þeir hitzt og tusk- azt eins og aðrir strákar. Hljómplata um sex daga stríðið DANSKUR útvarpsmaður. Hans Vangkilde, var af til- viljun staddur í fsrael í júní s.l., þegar styrjöldin milli ís- raelsmanna og Araba brauzt út. Svo hörmuleg, sem styr- jöldin var, er því tæpast að Plötuumslagið: Gyðingar við grátmúrinn......... neita, að sem fréttamaður, gat Vangkilde tæpast komizt í feitara efni. Enda notfærði hann sér það til hins ýtrasta og tók upp á segulband margs konar efni, sem sýndi ástand- ið í Jerúsalem þessa viðburða- ríku daga. Hann hafði verið að taka upp efni um skemmtanalíf ísraels og var kominn til Jerúsalem til þess að taka upp efni í dagskrá um næturlífið í hinni helgu borg. En efniviðurinn breyttist mjög skyndilega. Vangkilde sat á herbergi sínu í hinu fræga hóteli „David Konungur“. aðeins steinsnar frá múrnum umihverfis gamla borgarhlutann, þar sem jór- dönsku hermennirnir hófu fal’l byssuskiothríðina, Hann setti segulbandið sitt af stað og tók upp sprengidrunur og skot hvelli. Síðan hélt hann áfram að taka styrjöldina upp á seg- ulband, ef svo má að orði komast. Hann fór í loftvarna- byrgi, þar sem ungir, sem gamlir ísraelsmenn, þekktir sem óþekktir, börn sem ung- lingar, tóku ástandinu með ró og æðruleysi. Hann tók upp sprengingu rétt úti fyrir hótel inu. þar sem þrjár manneskjur létu lífið og margir særð'ust. Hann tók upp samtöl við ým- is konar fólk. bæði opinbera aðila og almenna borgara. Hann tók upp hljómleika her manna £ eyðimörkinni, þar sem þeir sungu um hina .,Gullnu Jerúsalem". Hann tók upp fund í þingi ísrales 1 miðri styrjöldinni og loks sig- urinn og sigurgöngu og grát Gyðinga við grátmúrinn fræga. Þegar Hans Vangkilde kom heim til Danmerkur gerði hann úr þessu öllu útvarps- þátt, sem þótti með afbrigð- um góður og nú hefur danska útvarpið leyft honum að gefa efni sitt út á hljómplötu. Nefn ist hún „En krig oplevet pá stedet“ — „Styrjöld lifuð á staðnum“ og rennur allur á- góði af sölu hennar til aðstoð- Framhald á bls. 27. EINSTÆÐ STYRKVEITING Ástæða er til að vekja at- hygli á höfðinglegum styrkveitingum úr Minningar sjóði Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar, sem Ásbjörn Ólafsson, stórkaup- maður, hefur sett á stofn. Hefur verið ákveðið að veita tveimur læknum styrk til framhaldsnáms að upphæð hálf milljón króna til hvors, sem greiðist á fjórum árum og jafnframt að veita úr sjóðnum 100 þúsund krónur á næsta ári einhverjum þeim, sem þurfa að leita læknis- hjálpar erlendis en skortir til þess fé. Slíkar styrkveitingar af hálfu einkaaðila eru næsta fátíðar hér á landi ef ekki einsdæmi. Með þesum hætti hefur einstaklingur með eft- irminnilegum hætti tekið að sér að stuðla að framgangi læknavísindanna í landinu af þeim rausnarskap að mikla athygli vekur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.