Morgunblaðið - 29.12.1967, Síða 8

Morgunblaðið - 29.12.1967, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1987 w w Arni Olafsson frá Strandseljum IViinníngarorð í DAG er til moldar borinn hér í Reykjavík Árni ólafsson frá Strandseljum í Ögursveit vestra. Hann lézt 21- des. sl. Ámi Ólafsson var fæddur 1. okt. árið 1907 að Strandseljum. Voru foreldrar hans merkishjón- in Guðríður Hafliðadóttir og Ólafur Þórðarson. Ólafur dó að- eins 56 ára garnall árið 1933, en Guðríður hélt áfram búskap mieð sonum sínum, lengst með Árna, fram til ársins 1945. Þá brá hún búi og fluttist til Reykjavíkur. Bjó hún lengstum hér syðra hjá Árna syni sínum. Guðríður lézt árið 1958. Hún var frálbær d'ugn- aðar- og kjarkkona og greind vel. Árni frá Strandseljum var traustur maður, gætinn og frið- samur. Hann kom allsstaðar fram til góðs. Framkoma hans mótaðist fyrst og fremst af þeirri mildi og Ijúfmennsku, sem voru megineinkenni skapgerðar hans. Við sveitungar hans og aðrir þeir, sem kynntust honum eigum góðar minningar einar um þennan heilsteypta ljúfa dreng- Hér syðra starfaði hann aðallega hjá Eimskipafélagi fslands. Kona Árna Ólafssonar var Guðný Guðjónsdóttir, ættuð af Héraði. Lifir hún mann sinn ásamt ungum syni þeirra, Hlyni. Ég votta ástvinum Árna frá Strandseljum, ættingjum hans og skylduliði öllu einlæga samúð við fráfall hans. Með honurn er horfinn góður drengur og nýtur maður. S. Bj. - LEIÐANGUR Framhald af bls. 1. ná ströndum Spitzbergen áður en ísinn tekur að bráðna. Landkönnuðir og heim- skautasérfræðingar, sem fylgzt hafa með undirbúningi ferð- arinnar segja, að sem þolraun jafnist leiðangurinn á við af- rek Hillarys-leiðangursins, sem kleif Mt. Everest og leið- angur Sir Vivien Fuchs á Suðurheimskautinu árið 1958. Leiðangur Herberts og Gills mun ekki notast við nútíma véltækni, eins og Fuchs gerði á sínum tíma, enda ekki að- stæður til þess. Þeir munui> ekki geta leitað í húsaskjól alla leiðina, en Fuchs og fé- lagar hans komu við í húsa- kynnum Bandaríkjamanna á Suðurpólnum. Þá er ekki hægt að setja upp birgða- stöðvar á leiðinni yfir N-ís- hafið, sökum sífelldra breyt- inga á ísnum. Hins vegar munu flugvélar varpa mat- vælum niður til þeirra fé- laga, alls sjö sinnum meðan á ferðinni stendur, og þeir munu hafa fjarskiptasam- band við veðurstöðvar á Norðurheimskautinu. Að öllu öðru leyti verður ferð þeirra háttað eins og heimskauta- leiðangrar 19. aldarinnar. — Matvælin flytja þeir á hunda- Iðnaðarhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu um 150 ferm. húsnæði fyrir léttan iðnað. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „5085“. Iðnaðarhúsnæði óskast um 60 til 100 ferm. Upplýsingar í síma 15784. VIL KAUPA veðskuldabréf 5—10 ára. Tilboð merkt: „Hagkvæm viðskipti 5446“ sendist afgr. Mbl. fyrir áramót. Bókleot námskeið c til atvinnuflugs svo og blindflugs er ráðgert að halda eftir áramótin. Nánari upplýsingar verða veittar í gamla flugturninum efstu hseð í dag kl. 17—21 og einnig í síma 52548 milli kl. 14—16. KENNARAR. Atvinna Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í tóbaks- og sælgæt isverzlun. — Vaktavinna. — Aldurstakmark 25—50 ára. — Upplýsingar í síma 36757 milli kl. 6—7 í dag. Hjúkrunarkonur Nokkrar hjúkrunarkonur vantar að lyflækninga- deildum Borgarspítalans í Fossvogi. Til greina kemur bæði fullt starf og hluti af starfi, þannig t. d. að sjúkrunarkonur skipti milli sín vöktum, einkum kvöld og næturvöktum. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma 81200 kl. 10 — 12 daglega. Reykjavík, 27. 12. 1967 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Gólfdúkar — gólfflísar Glæsilegir litir. Gott verð LITAVER Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262. sleðum og öll leiðin er ókort- lögð. Allan tímann verða þeir fé- lagar að standa vaktir, jafti- vel á ís, sem í fljótu bragði virðist öruggur. Örsmáar sprungur í ísnum geta þanizt út og orðið ófærar á einum stundarfjórðungi. Hefur Vil- hjálmur Stefánsson, hinn frægi íslenzki heimskauta- fari, oftsinnis varað við breytileika íssins í bókum sín- um og hafa þeir félagar hlið- sjón af athugunum hans. Wally Herbert lauk ásamt félögum sínum fjögurra mán- aða bjálfun fyrir heimskauts- ieiðangunnn. Þjálfunin fór fram á norðvesturströnd Grænlands, þar sem þeir bjuggu meðal Eskimóa og hann hefði komizt til Norður- pólsins árið 1908, ári fyrr en landi hans, Robert Peary. Staðhæfingar þeirra beggja uiíi að þeir hefðu náð til Norð urpólsins eru umdeildar, sér- staklega staðhæfing Cooks. Báðir fóru styztu leið til póls- ins; lögðu af stað frá strönd Ellesmere og komu aftur inn- an nokkurra mánaða. Á ferð- um sínum fyrr á þessu ári fann Herbert afsprengi hinna blóðheitu leiðangursmanna Pearys, m.a. sonarson Pearys sjálfs, og blakkan Eskimóa, son negra eins í þjónustuliði Pearys. Fjölmargar stofnanir og einkaaðilar hafa lagt fram fé til leiðangurs Herberts, m.a. Konunglega jarðfræðifélagið, Stefna leiðangursins yfir Nor ðurheimskautið. — Leiðin er alls 3.800 mílur. kynntu sér lifnaðarhætti þeirra að fordæmi Vilhjálms Stefánssonar. Þeir ferðuðust 1.200 mílur yfir Ellesmere- eyjuna að N-íshafinu og víð- ar. — Færri landkönnuðir hafa ferðast um Norðurheimskaut- ið en Suðurheimskautið. Árið 1893 lét Friðþjófur Nansen sig reka á skipi sínu Fram með ísnum í áttina að Norð- urpólnum. Hann yfirgaf skip sitt tveimur árum síðar og gerði tilraun til að komast fótgangandi að Norðurpóln- um en tókst það ekki og missti skip sitt og komst ekki í örugga höfn fyrr en 15 mán- uðum síðar. Bandaríkj amaðurinn dr. Frederic Cook staðhæfði, að sem telur þó, að leiðangurinn muni ekki hafa nægilegt vís- indalegt gildi. Herbert er þó sjálfur sannfærður um, að leiðangur sinn muni hafa einhverja þýðingu fyrir vís- indin. Þeir félagar munu kanna þau áhrif, sem löng dvöl í frosti hefur á lifnaðar- hætti manna og þeir munu verða varir við sömu tilkenn- ingu og grípur geimfara — þrúgandi einmanaleika. Er ætlun þeirra að rannsaka að- lögunarhæfni manna í slíku umhverfi, sem N-íshafið er. Álítur Herbert, að innan þriggja mánaða verði þeir fé- lagar farnir að telja ísinn eðlilegt heimkynni sitt og farnir að aðlaga sig að hætt- unni og erfiðinu, sem slíkum ferðum fylgja. „Skóli fyrir skattgreiðendur“ Leiikfélag Selfoss hefur að undanförnu slýnt franska gamanleik- inn „Skóli fyrir slkattgreiðendur“ á Selfossi við mikinn fögnuð áhorfenda. Næsta sýning verður í Selfosisbíói annað kvöld, laug- ardag kl. 9, en síðan verður leikritið sýnt seim hér segir: Hvoll sunnudaginn 7- jan., Borg miðvikudaginn 10. jan., Aratungu fimmtudaginn 11. jan., Hlégarði siunnudaginn 14. jan. og að Flúðum fimmtudaginn 18. jan. Á myndinni sjásrt Kristján Jóns- son, siem skólastjóri Framtalsskólans og Axel Magnúsision aem yfirslkattstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.