Morgunblaðið - 29.12.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 29.12.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967 t Bragi Jósepsson, háskólakenn ari s UPPELDISHEIMSPEKIN OG KERFID Bragi Jósepsson, er fyrrverandi barna- og síðar gagnfræðaskóla- kennari í Vestmannaeyjum. Lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1951, M.A. prófi í uppeldisvísindum frá Peabody kennaraháskólanum í Bandaríkj- unum 1961. Starfaði við skóla- rannsóknastofnun þess skóla til 1967, er hann var ráðinn aðstoð- arprófessor við þjóðfélagsfræði- deild Western Kentucky Uni- versity í Bandaríkjunum. HUGTAKIÐ „skólakerfi" felur í sér skipulag, rökræna niðmr- röðun og skilgreiningu á ein- stökum þát'tuim, er varða fnæðslu og menntun. Tilgangur mennt- unar er að stuðla að jákvæðri framvindu þjóðfélagsins og auk- inni lífshamingju þegnanna. Fræðslumái og skólakerfi 'hvers þjóðfélags grundvallast á megin- hugsjónum sem hafa þróazt frá eúnni kynslóð til annarrar. Þessi hugsjónalegi grundvöllur stendur í beinum tengsluim við skólakerfið, sem endurspeglar mat þegnanna á einstökum verð- mætum. Skiólakerfi er fyrst og fremst tuttugustu aldar hugtak, sem ekki var þörf við skilgredningu á fræðslumálum fyrri alda. Ein- stök þjóðfélög 'höfðu þó mótað tiltölulega margbrotna uppeldis- hætti í samræmi við átoveðnar grundvallarhugsjónir og má þar til nefna hin klassísku dæmi um Spartverja og Aþeninga. Uppe Id is'he íms pek i hefur alla tíð verið nauðsynleg forsenda fyrir mótun og þróun fræðslu- m'ála. Skólakerfi í núthna þjóð- félagi verður því emungis metið með hliðsjón af jákvæðum ár- angri og á grundvelli skilgrein- ingar þegnanna á tilgangi skól- ans sem þjóðfélagsstofnunar. Uppeldisheimspekingar ei/ga það sameiginlegt með stjórnmála mönnum að þeir hafa tiihneig- ingu til að taka „annaðhvort- eða afstöðu“ til einstakra mál- efna. Af þessu leiðir að s'kilgrein ing viðfangsefnisins og mikil- vægi hinna einstöku þátta þess raskast og orsakatengsl og mark mið verða óljós. „Einstaklingur- inn eða námsefnið“ er sígilt dæmi um þessa stöðugu bar- áttu. Fá viðfangsefni skólanna eru svo vaxin að ekki séu fyrir hendi „annaðhvort-eða kenn- ingar" í einni og annarri mynd. Þegar rætt er um þróun mennta í Vesturálfu allt frá miðöld'um beinist atihyglin mjög að „náms- efninu" eða hinum sjö frjálsu listum, sem mótað hafa megin- undirstöðu æðri menntunar allt fram á okkar. daga. I>að er ekki fyrr en á þessari öld vísinda og tækniiþróunar að verulegar breyt ingar eiga sér stað á eðli og fl'okkun námsefnis. Þessi þróun, samfara vaxandi þekkingu, Ihef- ur raskað starfsháttum skólanna. Svið námsefnisins hefur víkkað og samfara því hafa kennslu- hættir tekið verulegum breyting um. Menntadýrkun hefur smá saman vikið fyrir raunhæfu mati þegnanna á hagkvæmu gildi menntunar fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Fyrr á tímum var almenn al- þjóðuifræðsla í skólum óþekkt fyrirhæri. Hér á landi, líkt og víða annarsstaðar, tók það mörg ár að innleiða almenna fræðslu- skyldu. Kennsla í lestri, s'krift, reikningi og kristnum fræðum var veitt í heimahúsum og skóla- lærdómur var fyrst og fremst ætlaður þeim er 'hugðust leggja stund á æðri menntun til undir- búnings embættisstarfs. Það er líklegt að þjóðfélagsleg aðstaða embættismanna gagnvart alþýðu hafi að verulegu leyti markað hið ríkjandi mat á æðri mennt- un og sömuleiðs mótað almenn- ingsálit, er taldi lestrarkunn- áttu óhjá.kvæmilega, en jafn- framt fullnægjandi forsendu fyr- ir traustri aliþýðufræðslu. Þegar rætt er um upþhaf fræðsluskyldu á íslandi er nauð- synlegt að gera sér fulla grein fyrir menntun og menntunar- skilyrðum barnakennara. At- hyglisverð eru þau grundvallar- sjónarmið, sem um síðustu alda- mót greindi á mill'i talsmanna skólaskyldu og þeirra, er töldu hana ótímabæri eða óheppilega. Mörgum hættir til að láta í ljós óréttláta dóma . um afstöðu manna til einstakra mála, er síð- ar 'hlutu ahnenna vi'ðunkenn- ingu. Meðal þeirra er börðust gegn lögbindingu almennrar fræðsluskyldu og barnaskóla- náms voru ýmsir glöggskyggnir og áhrifamiklir menn um íslenzk þjóðmál. Alþýðufræðsla í hinu íslenzka bændaþjóðfélagi grund- vallaðist fyrst og fremst á þeirri kennslu, er veitt var í heima- húsum. Barnakennsla var unnin í hjáverkum, sem hafði það eðli- lega í för með sér að hin nýja stétt barnakennara hlaut mjög takmarkaðan virðinigarsess í þjóðfélaginu. Það var því af mörgum talið álitamál hvort styðja bæri atf hinu opinbera rekstur barnaskóla meðan ekki voru til kennarar er sýnilega höfðu eittíhvað að bjóða, er tæki fram þeirri fræðslu, er veitt var í heimahúsum. Afstaða til slíkra mála verður því einungis metin réttilega að fullur skilningur sé fyrir hendi á eðli vandamálsins. Það skólakerfi, sem mótaðist á íslandi á fyrri hluta þessarar aldar er að mestu grunidvallað á lögurn frá Alþingi. Starfsgrund- völlur menntaskólanna byggist þó fyrs't og fremst á hefð og löng- um starfstíma. Með samþykkt fræðslulaganna frá 1907 má segja að skólakerfið hafi verið mótað á íslandi. Þetta skólakerfi ibyggðist á á'kveðnum grundvall- arhugsjónum, er miðuðu að ákveðnu takmarki. Kerfi þetta, sem á ensku hefur verið nefnt „dual system" miðar að því að velja úrvalsnemendur til æðra náms og jafnframt beina öðrum nemendum inn á námsbrautir, sem veita takmarkað akademiskt aðhald. Kerfið byggist meðal annars á þeirri kenningu, a) að þjóðfélagið hafi þörf fyrir frem- ur takmar.kaðan hóp háskóla- menntaðra manna, b) að greind- ustu einstaklingar þjóðfélagsins eigi að veljast til háskólanáms, c) að þeir, sem etoki veljast til háskólanáms, séu ekki hæfir til að ná verulegum árangri í vís- inda- eða fræðistarfi oig skuli þess vegna ekki örvaðir til slíks. Á grundvelli þessarar kenningar hefur almenningsáUtið mótað með sér óljósa dýrkun á fræði og vísindamennsku og lamað starfgþrek og sjál'fsvirðingu þeirra, sem ekki töldust hæfir til framhaldsnáms. Á kíðustu áratugum hafa ýms- ar þjóðfélagsibreytingar bent tíl þess að skólakerfi sem þessi hafi ekki verið hagkvæm sem skyldi. Ýmsar breytingar hafa því verið gerðar á starfsáttu.m skólanna er miða að því að „fullnægja kröfum tímans". Þessi viðleitni hefur borið misjafnlega góðan árangur í hinum ýmsu löndum. Það sem helzt virðist há jákvæð- um árangri er ósamnæmi, sem smám saman hefur myndazt vegna .stöðugra lagfæringa' sem oft á tíðum eru gerðar án tiUits til afleiðinga eða fyrir bein áhrif einstakra „hagsmunahópa“. Þeg- ar rætt er um skólakerfi er nauð synlegt að gera sér grein fyrir þeim meginthugsjónum, sem það byggist á. Þegar breyt.ingar eru gerðar á skólakerfi er sömuleiðis vert að gera sér grein fyrir gildi breytinganna og sömuleiðis þeim afleiðingum, sem breytingarnar hafa í för með sér. Breyting er því aðeins réttlætanleg að hún sé til bóta. Á nítjándu öld var mikið um það að skólamenn bæði í Evrópu og Norður Ameríku tækju sér ferð á hendur til annarra landa til að kynna sér ákólamálin. Fjölmargar skýrslur og greinar voru ritaðar um fræðslumál „annarra þjóða“, sem síðan voru notaðar sem uppistaða eða fyrir- mynd við skipulagningu skóla- mála. Má í þessu tilefni sérstak- lega nefna fræðsluhætti Prússa, sem höfðu mikilvæg áhrif á mót- un fræðslukerfa víða urn heim. fslendingar áttu sína fulltrúa meðal áhrifamikilla umlbóta- Bragi Jósepsson manna á sviði skólamála allt frá upphafi aldarinnar og nægir þar að nefna skólamiálatillögur þeirra Baldvins Einarssonar, Tómasar Sæmundssonar og Jóns Sigurðssonar. Skólar þeir, sem stofnaðir voru á Íslandi tvo síð- usbu áratugi nítjándu aldar voru að mestu mótaðir fyrir áhif erlendra fyrirmynda. Sú þróun hefur haldizt síðan og má greinilega re'kja þróunarferil ís- lenzkra skólamála og skólalög- gjafar til erlendra fyrirmynda. Á síðustu árum hafa ýmsir þjóðfélagsifræðingar bent á nauð syn þess að auka v'ísindaleg vinnubrögð við uppbyggingu þjóðfélagsins. Menningar- og Vísindastofnun Sameinuðu þjóð- anna (Unesco) hefui lagt megin- áherzlu á að efla og samlhæfa vísindatækni áhinum ýmsu svið- um mennta og vísinda og stuðlað þanniig að jákvæðn framvindu meðal þjóða heims. Forystu- starf þessara merku samtaka um vísindalegar rannsóknir á þj'óð- félagslegum og efnahagslegum vandamálum, hefur 'ei'tt til gagn gerrar breytinga á áætlanagerð og upþbyggingarstarfi einstakra þjóða, en einkum þó á meðal hinna smærri. Aðild íslands að Unesoo á síðasta ári svo og ákvörðun menntamálaráðherra um að hefja vísindalegar skóla- rannsóknir mar'ka mikilvæg þáttaskil í uppeldissögu þjóðar- innar. Þróun íslenzkra skólamála á þessari öld hefur verið einstak- lega hæg, pg enda þótt greina megi örfáa einstaiklinga, sem ris- ið hafa upp úr lognmollunni, hafa raddir þeirra venjiulega kafnað undir ofurþunga hefðar- innar. Þáttur Alþingis og ís- lenzkra stjórnarvalda, allt fram á þennan daig, 'hefur borið þess glöggt vitni að nútíma kenning- ar í þjóðfélags- og uppeldisvís- induim hafa að mestu farið fyrir ofan garð og neðan. Ábendingar um mikilvægi ihnitmiðaðrar fræðslu til uppbyggingar þjóð- félagseins virðast fú litlu þokað í framfaraátt. Kerfið er ekki „furðu gott“ heldur er öllu nær að ætla að það hafi beinlínis hamlað gegn eðlileg'um framgangi íslenzkrar menningarþróunar og er þá vægt tekið til orða. Skal nú vikið að nokkrum einstökum atriðum nánar. Yfirstjórn fræðslumála, sam- kiværnt lögum, er í 'höndum menntamálaráðherra. Honum til aðstoðar og ráðuneytis við yfir- stjórn fræðslumála er fræðslu- málastjóri, sem stjórnar fræðslu- málaskrifstofunni og sér um dag- legan rekstur og framkvæmd fræðslumáia í landinu. Háskóli Islands er þó undanskilinn'. Á síðustu árum hefur valdssvið fræðslumálastjóra farið stöðugt minnkandi cg að sama skapi hafa bein afskipti menntamálaráðu- neytisins aukizt. Þessi þróun hefur ekki haft nein veruleg áhrif til hins 'betra eða verra þar sem hvorugur hefur gengið frarn fyrir s'kjöldu en báðir látið sér nægja daglegt viðhald. Meg- in ókostur yfirstjórnarinnar er ekki ósamræm-ið, sem ríkir milli verksviðs menntamála- ráðuneytisins og fræðslumála- skrifstofunnar heldur skortur á aðhaldi. Stjórnarskráin mælir svo fyrir að ráðherra sé ábyrgur fyrir framikvæmid þeirra mála, er undir hann heyra. Samkvæmt þessu er menntamálaráðlherra ábyrgur fyrir framkvæmd menntamála. Ráðherrar hafa þó eðlilega tilhneigingu til að standa saman um framkvæmd einstakra málaflokka, sem um leið veikir persónulega áfoyrgð hvers einstaks ráðherra. Þá kemur að öðru mdkilvægu atriði, er einnig varðar yfir- stjórn fræðsluimála, en það er þáttur fjárveitin'gavaldsins. Þeg- ar þau mál eru skoðuð niður í kjölinn má vera að Ijós renni upp fyrir ýmsum og að mennta- málaráðherra sé fyrirgefið 'hitt og annað sleifarlag í íslenzkum fræðslumálum. Eitt verður þó að segjast, að menntamálaráðherra virðist ekki hafa slegið neinum gullsprota á fjárhirzlur ríkisins. Á hinn foóginn virðast bæði al- þingismenn upp til hópa og sömuleiðis ríkisstjórnin vera stungin svefnþorni og afar litlar líkur benda til þess að nokkuð raunhæft verði gert til umbóta í þessum málum. Ef gert er ráð fyrir verulegri aukningu á fjár- veitmgum til fræðslumála má teljast vafasamt að ábyrgðarvit- und menntamáflaráðherra, hiver svo sem hann er, aukist 'frá því sem nú er, né heldur að hann hljóti 'heilforigt að'hald og gagn- rýni. Menntamiálaráðherra, lí'kt og aðrir ráðherrar, leitar ráða og aðstoðar hjá sérhæfum og sér- menntuðuim aðilum. Fræðslu- málastjóri, er lögum samkvæmt, aðalráðunaiutur og aðalfram- kvæmdastjóri menntamálaráð- foerra. Núverandi fræðslumála- stjóri, Heligi Elíasson, hefur lengri starfsferil að foaki sér en nokkur annar, er sinnt Ihefur því embætti. Þrátt fyrir mjög erfið- ar aðstæður verður það eitt sagt 'hér að fræðslumálastjóri hefur gegnt embætti sínu af einstakri trúimennsku, enda þótt hann hafi ekki átt eins virkan þátt í mótun fræðslulaga og þeir Jón Þórar- insson og Ásgeir Ásgeirsson, sem fyrstir gegndu þessu mikilvæga embætti. Sú skoðun hefur komið fram að embætti fræðslumála- stjóra sé óþarft og að mennta- mlálaráðuneytið ætti að sinrna iþessum miálum án milligönigu fræðsluimálskritfstofunnar. Nú- verandi starfslið fræðslumála- skrifstofunnar er sízt otf mi'kið og þau viðfangsefni, sem þar eru unnin, verða að teljast til brýn- ustu nauðsynja. Ef fræðslumála- skrifstofan yrði lögð niður fæli það ef til vill í sér flutning á 3tarfsliði skrifstoifunnar í annað húsnæði og í öðru lagi að dagleg umsjá kæmi í hendur mennta- málaráðherra sjáltfs. Hugmyndin hefur nokkuð til síns ágætis ea þó er trúlegt að í framkvæmd yrði þetta svo að verkefni fræðslumálastjóra kæmu í hend- ur skrifstofustjóra menntamála- ráðuneytisins. Eins og nú standa sakir yrðu slíkar ráðstafanir sízt til bóta. Eins og drepið hefur verið á að framan er mikilvægt að æðsti maður fræðslumála hafi stöðugt aðhald. Ef menntamálráðuneytið og fræðslumálaskrifsbotfan yrðu sameinuð væri nauðsynlegt að ráðlherra færi ekki með málefni annars ráðuneytis samtímis eins og nú er. Það er einnig hugsan- legt að embætti menntamála- ráðherra yrði gjörbreyt't þannig að það stæði sjálfstætt og óháð Allþingi og yrði kosið til þess við almennar kosningar á grundVel'li persónulegra framboða. Þó má telja fremur ósennilegt að ís- lenzkir stjórnmálamenn fallist á slíka hugmynd. Sennilega mundu þeir fremur tfallast á þá hugmynd að viðhalda fræðslu- málastjóraemfoættinu og kjósa til þess á fjögurra ára fresti uim leið og kosið er til Altþingis. Slík hugimynd er ekki slæm ef vald- svið fræðslumálastjóra yrði iafnframt stóraukið, fjárveiting- ar Alþingis til fræðslumála veitt- ar í einu lagi samkvæmt fjár- hagsáætlun fræðslumálastjóra, sem bæri þá fulla á'byrgð á allri framkvæmd. Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð með lögum frá Alþingi árið 1936 og hefur gegnt for- ystuhlutver'ki í námsbókaútgáfu allt fram á þennan dag. Sú starf- somi hefur aukizt allverulega á síðustu árum og hafa kennslu- foækur útgáfunnar tekið miklum stakkaskiptum til 'hins betra. Þrátt fyrir þetta verður að telja að íslenzkar kennslubækur stand ist engan samanburð við kennslubækur barna- og gagn- fræðaskóla annarra menningar- þjóða og byggi ég þá skoðun á allnákvæmri atJhugun á kennslu bókum tuttugu og sex landa í öllum álfum heims. Kennsluibókavandamálið á Is- landi verður að teljast eitt af al- varlegustu vandamálum þjóð- fé.agsins og stendur það í bein- uim tengslum við ófullnægjandi kennaramenntun í landinu. Hér er ekki einungis um að ræða námsbækur fyrir barna- og gagnfræðaskóla iheldur nær þetta til allra þátta íslenzkra skóla- mála og nær hámarki sínu í há- skólabókasafni, sem er slíkt að smæð að kinnroðalaust verður varla rætt um það við háskóla- menn annarra þjóða. Mun ég ví'kja að því nánar síðar. Úbgáfustarifsemi á kennslufoók- um fyrir barna- og ga.gnfræða- skóla mætti breyta til mikiia bóta. Star'fsemi Ríkisútgáfu náimsíbóka ætti að gerforeyta og fela 'hana Kennaraskóla íslands. iSlík starfsemi ætti að vera í nán- um tengslum við kennarastétt- ina og kennaramenntun í land- inu. í beinu framhaldi af þess-u tel ég að skólarannsóknir eigi tvímælalaust að foeyra undir Kennaraskóla Íslands. Á þann hátt gefast kennaraefnum verð- ug viðfangsefni og um leið er skapaður starfsgrundvöllur fyr- ir virkar skólarannsóknir, sem þarfnast verulegra starfskrafta. Út'gáfustarfsemi kennslufoóka ætti að tfela einstökum bókaút- gátfum og eiga námsbækur síðan að seljast á frjálsum markaði og námsbókagjald tfellt niður. Vett- vangur útgáfunnar ætti að tak- markast við rannsóknir, leiðbein Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.