Morgunblaðið - 03.01.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.01.1968, Qupperneq 1
24 SlDIIR ■» Hr. Ásgeir Ásgeirsson gefur ekki kost á sér til forsetakjörs l~orsetakosningar fara tram 30. júní næstkomandi — FORSETI íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson flutti að venju ávarp í útvarp á nýársdag. Þar kom fram að forsetinn hyggst ekki hjóða sig fram að nýju til for- setakosninganna, sem fram eiga að fara á þessu ári, síðasta sunnudag í júnimánuði. f á- varpi sínu sagði herra Ásgeir Ásgeirsson: „Á þessum fyrsta degi ársins 1968 tiikynni ég, svo ekki verði um villzt, að ég mun ekki verða í kjöri við þær forsetakosning- ar, sem fara í hönd á þessu ný- byrjaða ári. Fjögur kjörtímabil, sextán ár í forsetastól, er hæfi- legur tími hvað mig snertir, og ég þakka af hrærðum huga það traust, sem mér hefir þannig verið sýnt ...“ Síðar í ávarpi sínu sagði for- setinn: Herra Ásgeir Ásgeirsson „Mér er það ljóst, að það mun fæstum koma á óvart, að ég hefi nú lýst yfir þeirri ákvörðun, sem er ekki ný, að vera ekki oftar í kjöri. Ég verð orðinn sjötíu og fjögra ára fyrir kjör- dag, ef ég lifi. Það hefði þótt hár aldur fyrir hálfri öld. Ekki skaltu freista drottins Guðs þín, og þá ekki heldur þjóðar þinnar af þrásetu. En það kalla ég þrásetu, að sjá ekki sitt ald- ursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp, en vér sem erum á áttæð- isaldri, vöxum fram af.“ í lögum nr. 36, 12. febrúar 1945, lög um framboð og kjör forseta íslands, segir, • að for- setakjör skuli fara fram fjórða ~hvert ár, síðasta sunnudag í júní (nú 30. júní). Mun forsætisráð- herra auglýsa kosninguna eigi síðar en þremur mánuðum fyr- ir kjördag í útvarpi og lögbirt- ingarblaði. Framboðum til for- setakosninga skal skila dóms- málaráðuneytinu eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Bandaríkjastjórn gerir ráðstafanir til þess að tryggja gengi dollarans Það var kalt á íslandi í gær og kuldalegt um að litast, ekki sízt niðri við höfnina. Klakabrynjur þöktu sum skipin þar, m.a. þennan tog- ara, sem var svo ísaður að ekki var hægt að lesa nafn hans. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.) - og draga úr óhagsfœðum greiðslu/öfnuði við erlend ríki. Dragið úr fjártestingum erlendis og lánum til erlendra ríkja. Ferðalög takmörkuð o. fl. San Antonio, 2. jan. AP-NTB. • Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, skýrði í gær, nýársdag, frá víðtækum ráð- stöfunum, sem hann hyggst Muo n uramóta gildi vorðliðo Hong Kong, 2. jan, NTB. • MAO Tze tung, leiðtogi kín- verskra kommúnista, var við- staddur fjölmenna hátíð rauðra varðliða í Peking á gamlárs- kvöld og virtist hinn hressasti. Hátíðina sóttu um 20.000 manns, sem sungu byltingarsöngva og hylltu hann ákaflega svo og aðra Framh. á bls. 23 gera í því skyni að draga úr greiðsluhalla Bandaríkja- manna við útlönd og styrkja gengi dollarans. Eru ráðstaf- anirnar fyrst og fremst í því fólgnar að draga verulega úr fjárfestingu Bandaríkja- manna erlendis, draga úr lán- veitingum til erlendra ríkja, draga úr útgjöldum til land- varna og utanríkisþjónustu og jafnframt eru Bandaríkja- menn hvattir til þess að draga sjálfviljugir úr ferðalögum til útlanda á næstu tveimur ár- um. • Þá skýrði forsetinn svo frá, að hann mundi senda fulltrúa sína til hinna ýmsu landa heims, til þess að skýra nánar, hvemig ráðstafanir þessar yrðu fram- kvæmdar og einnig yrði það hlutverk þeirra að kanna, hvern- ig unnt væri að auka útflutn- ing á bandarískrf framleiðslu. Héldu þeir af stað þegar í gær, Nicholas Katzenbach, aðstoðar- utanríkisráðherra til Evrópu og aðstoðarráðherrann Eugene V. Rostow til Asíuríkja. • Viðbrögð við þessum ráðstöf- unum Bandaríkjastjórnar voru ekki öll á einn veg. Margir fjár- málasérfræðingar telja, að þetta sé rétt og heillavænleg stefna, en bæði ríkisstjórnir og einstakl- ingar víða um heim eru uggandi um afleiðingarnar, sérstaklega þeir aðilar, sem hafa fengið stór- lán frá Bandaríkjunum á undan- förnum árum og þeir, sem hafa Framh. á bls. 23 Póii biður fyrii friði Páfagari, 1. jan. (AP—NTB). PÁLL páfi VI. flutti éramóta- bosk-ap sinn í Péturskirkjunni í Róm á nýjársdag. Skoraði hann þar á þjóðir heims að beita sér fyrir friði í Vietnam, en taldi bættu á að styrjöldin breiddist út. Bað páfi fyrir varanlegum Framh. á bls. 23 A batavegi með nýtt hjarta • • Onnur vel heppnuð hjarta- aðgerð lækna í Höfðaborg 'Höfða'borg, S-Afríku, 2. jan. (AP) r Læknar við Groote Schuur- STEFNUBREYTING í HANOI? Bandaríska utanríkisráðuneytið athugar yfirlýsingu Hanoistjórnarinnar Washington, 2. jan. NTB. BANDARÍSKA utanríkis- ráðuneytið upplýsti í dag, að það hafi nú til athugunar yfirlýsingu frá stjórninni í Hanoi, þar sem finna megi víshendingu um, að hún sé fús til samningaviðræðna, ef Bandaríkjamenn bindi enda á loftárásirnar á Norður-Víet- nam. Segir talsmaður ráðu- neytisins, að það hafi verið utanríkisráðherra N-Viet- nam, Ngyuen Duy Trinh, sem Framh. á bls. 23 sjúkrahúsið í Höfðahorg skiptu í dag 'uui hjarta í 58 ára gömlum tannlækni, dr. Philip Blaiberg. Græddu þeir í hann hjarta úr 24 ára gömlum iðnverkamanni, sem lézt í morgun úr heilablæðingu. Hét hjá Clive Haupt og var jnúl- atti. Aðgerðin er sögð hafa tek- izt mjög vctt. Á30 læknar og hjúkrunarkonur unnu að uppskurðinum undir forustu dr. Christians Barnards, prófessors, sem hinn 3. deseanber græddi hjarta í annan sjúkling, Louis WasShkansky. Waslhkansky lifði í 18 daga með nýja hjartað. en lézt svo úr lungnabólgu. Var það í fyrsta skipti, sem tekizt hafði að græða hjarta í mann. Framh. á bls. 23 Dr. Blaiberg, myndin var tekin árið 1932 er hann var fyrirliði Rugbyliðs tannlæknanema Roy- al Dental Hospital í London. % « M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.