Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 196« * IVf AOIM ÚSAR SKIPHOITI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi siM> I-44-44 mfíiFim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald S/m/14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurffur Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f>— lrt£\/L/V7&£! RAUOARARSTfG 31 SIMI 22022 að bezt er að auglýsa í MORGWU AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Hvers strengdir þú heit? Vegna skrifa Velvakanda á gamlársdag um heitetrenging ar á nýársnótt hefur kunningi hans stungið því að honuim, að fróðlegt gæti verið að fá að vita, hverju fólk heitir sjálfu sér og öðrum á þessum tíma- mótuim. Velvakandi er ekki frá því, að slíkar upplýsingar gætu bæði verið sk&mm'ti'legar og fróðlegar. Mun hann því fús- lega taka við bréfum með upp- lýsingum um þetta efni fram ti’l 15. janóar og birta síðan niðurstöðurnar (eða eittihvað úr þeiim a.m.k.) Þar sem hér er oft um rnjög persónulegar heit- strengingar að ræða, ætlar Vel vakandi að bregða venju sinni og gera ekki kröfu til þess að fá að vita nafn bréfriltara. Sumsé: Senidið Velvakanda línu, þar sem þið segið frá heit strengingum ykkar á nýárs- nótt, og nafn ýkkar þarf ekki að fylgja með. ýr Enn um skipulag símaskrárinnar Jón Guðmundsson skrif- ar: „Heiðraði Velvakandi! Hinn 30. nóvember síðast- liðinn birtist í dálkum yðar gagnrýni á skipulag símaskrár- innar eftir mann, sem nefnir sig ,Einn úr Hreppuim". Þér prjónuðuð neðan við bréfið, og kom þar ýmislegt athyglisvert fram um kauðahátt í saimbandi við skipulagningu síimasikrár- innar. Mig langar til þess að bæta við nýju dæmi. Skrá ein í síma skránni heitir „Atvinnu- og viðskiptaskrá talsímanotenda í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa vogi“. Hún nær sem sagt til Hatfnartfjarðar samkvæmt heiiti sínu. Þrátt fyrir það er Hafn- arfjörður hornreka í skránni, þar sem sarns konar stirðbusa- háttur og er í Reykjavíkur- skránni veður uppi. Ég á við það, að þurfi að nefna síma- númer í Hafnarfirði, má ekki segja það, heldur er sagt: „Sjá Hafnarfjö'rðUr“. (Ég læt nú liggja milli hluta, að smekk- legra og réttara er að segja „Sjá Hafnarfjörð", eða „Sjá Hafnarfjarðarskrána"). Til dæmis stendur þessi klausa við nafn læknis eins, sem auglýs- r nafn sitt og sitarf í viðskipta- skránni (sjálfsagt fyrir ærið fé): „Simaviðtol og vitgana- beiðnir í heimasíma (sjá Hafn- arfjörður"). Samt er þetta við- skiptaskrá fyrir Hafnarfjörð, engu síður en Reykjavík. ÞaT að auki tæki símanúimerið mun minna rúm í skránni en klaus- an „sjá Hafnarfjörður". Þetta tek ég fram, af því að greini- legt er, að semjendur síma- skrárinnar hafa lagt ofurkapp á að stytta og draga saiman alla möguleg hluti (og jafnvel ó- mögulega). Erlerudis (a.m.k. í Bandaríkj- unuim) er það orðin heil fræði- grein, hvernig á að semja skrár, töflur og upplýsingarit, svo sem áætlunarskrár jám- brautarlesta, flugvéla og lang- ferðabíla, prískúranta (verzl- unar-katalóga), sjónvarpsdag- skrár, símasknár oa.frv. Hvern ig væri nú, að LandsLminn sendi einn starfsmann sinn á námskeið 1 slíkum fræðum, áð- ur en næsta símaskrá kemur ÍC Klaga ber til lög- reglunnar, ekki til Velvakanda Frú ein hér í bæ send- ir Velvakanda langt og vel skrif að bréf um ruddalegan bifreiða stjóra, sem henni lenti saman við á Þorláksmesisu. Atburða- lýsing er svo nákvæm, að hver dómari mætti vera öfundsverð ut af að dæma í málinu og núm er bílsins fylgir. Hins vegar eiga sík umkvört unarbréf ekki heima í dálkum Velvakanida. Þau eiga að send- ast lögreglunni Frúin hefur svo mikið álit á umferðarþekk ingu og lögspeki Vevakanda, að hún spyr í lokin um álit hans. Ég get ekkert álit látið uppi, enida veldur sjaldnast einn, þá er tveir deila, og Velvakandi hefuT ekkert dómaravald. Sem sagt: Bréfið sendist lögregl- unni Men ellers tak. ir Valash-blettir Sigríður Sigurðrdóttir skrifar: „Kæri Yelvakandi! Ég vona, að þú fyrirgefir þetta tilskrif, en ég veit satt að segja ekkL hvert ég á amn- að að snúa roér. Fyrir jólin keypti ég mikið af svonefndu Valash-appelsíni, sem er sagt sykurlaust. Gerði ég það vegna þess, að á mínu heimili eru of margir með vel- ferðarvambiir, og ekki síður vegna hins, að þetta er mjög bragðgóður drykkur. Ég tók strax eftir því, að krakkarnir urðu mjög gulir í kringum munninn við að drekka þetta, og það, sem verra var, þegar þau sulluðu niður á sig, komu gulir blettir í jólafötin, sem mér hefur ekki tekizt að ná úr með venjuilegum þvotta-aðferð- um. Mér þykir of dýrt að bringja norður ti! verksmiðj- unnar á Akureyri til að ráða, og of mikið vesen að skrifa til Danmerkur, þar sem drykkur- inn mun framleiddur, — a.m.k. eru danskir miðar utan á flösk- unum. Getur þú nú ekki ráðlagt mér hVernig ég á að ná blettuinum úr fötunum? Mér skilst, að mik ið sé af blaðakonum hjá Morg- unblaðimu, og sumar þeirra hljóta að eiga börn, sem hafa drukkið valash á jó'lunum, eins og mín börn. Með beztu kveðjum og þakk læti fyrir marga góða stuind yfir morgunkaffinu. þín Sigríður Sigurðardóttir“. Ja, nú er Velvakandi í vanda. Hans börn drukku ekki annað en jólaijl og mailtöl fré Agli á jóluinum, og stúlkurnar hér hjá Morgunblaðinu þora ekk- ert að segja. Gætd framleið- andinn ekki sent línu með ráð- leggingum? ir Slæmt með tappa- hetturnar „Vodki“ skrifar: „Velvakandi sæll! Sem sanntrúaður bolsévikk drekk ég aldrei annað en þegar mér finnst ég þuifa að slaka á taugunum að dagsverki Loknu, áður en frúin ber kvöld maitinn inn í stofu. Tveiir sjúss- ar nægja mér til þess að verða rólegur og gleyma dagsiins önn; svo borða ég kvöldmatinn og fer að horfa á sjónvarpið. Eftirlætis'tegund mín heitir „Stolichnaya", og stendur á miðanum, að það sé „genuine Russian vodka“, þ.e. ekta rúss neskt vodka. En miklir skramb ans aular eru vinir mínir, Rúss ar, í gerð tappahettnanna, sem skrúfast um flöskuíhálsinn. Ég get fullyrt (af langri og ömur- legri reynglu), að þeir forskrúf ast nær .undantekhingarlaust Neðsta hringgjörðin fylgir hett unni eftir, þegar maður hefur loksins þrælað hettunni upp af stútnum, en auðvitað á hún að sitja eftir. Svo er ekki nokk- uir vegur að skrúfa hettuna aft- ur á, jafiwel þótt maður slíti neðstu gjörðma af. Ég segá fyr- ir mig, að ég steinhætti að kaupa þetta vodka og fer að kaupa pólskr, ef hér verður ekki snarlega bætt úr. Þessu bréfi fylgja þrjár frómar óskiir: 1) að þú birtir bréf frá bol- sévikka, 2) að forstjóri ÁTVR kvarti undan þessu við Rússana, og 3) að verzlunarfulltrúi sovézka sendiráðsins hér lesi þetta bróf. Þinn Vodki.“ — Já, margt er manna bölið. út? Jón Guðmundsson.“ Notið frístundirnar Vélritunar- og hrað- ritunarskóli Pitman hraðritun á ensku og íslenzku. Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. Ensk hraðritun Skóli Emils HEFST 4. JAN. KENNSLUGREINAR: HARMÓNIKA, MUNN- HARPA, GÍTAR, MELODÍCA, PÍANÓ. HÓPTÍMAR OG EINKATÍMAR. INNRITUN í SÍMA 15962. EMIL ADÓLFSSON, Framnesvegi 36. Ung stúlka óskar eftir atvinnu. Hefir lokiö námi við Hilary Bradshaw Secretarial College í Cambridge, í enskri hraðritun og vélritun (84 orð á mínútu). Er gagn- frœðingur úr verzlunardeild og hetir einnig lokið námskeiði við Verzlunarskóla íslands í hagnýtum verzlunar- og skrifstofustörfum. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir föstudag merkt: „STUNDVÍS 5110"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.