Morgunblaðið - 03.01.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjori: Sifífús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Viííur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. UMMÆLI GUNNARS GUNNARSSONAR - UZ YMS'm Eiturlyfjar annsóknars tof a S Þ — finnur upptök eiturlyfjasölu Eifcurlyfjarannsóknarstofa Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur á síðustu tíu áirum lagt fram mikilsverðan skerf í bar ábtunni gegn ólöglegri eitur- lyfjaverzlun með því að beita vísindalegum rannsóknum í því skyni að komast fyrir, hvaðan það ópíum, hasjísj og heróín kemur. sem gert er upptækt. Getur rannsóknar- stofan einnig stuðlað að því að draga úr misnotkun þeirra lyfja, sem lúta ekki sem .nd ur reglum alþjóðlegra sáfct- mála, svo sem örvandi og ró andí lyfja, svefnlyfja eða lyfja sem valda ofskynjun- uim, Imprað er á þessari spurn- ingu í síðasta hefti af eitur- lyfjatímariti Sameinuðu þjóð annai. „Bulletin of Narcotics" (í Vol XIX, No. 3). Rannsóknarstofan í Genf var sett á laggirnar um miðj an síðasta árafcug. svo að hægt væri að kanna landfræðileg upptök ópíums sem selt var með ólöglegum hætti. Ópíum er rætotuð afurð og hefur eðlisfræðilega og efnafræði- lega eiginleika, sem eru ólík- ir og háðir því hvar jurtin vex. Aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna, sem rækta ópíum, hafa því sent rannsóknarstof unni sýnishorn, sem eru efna greind og höfð till samaniburð- ar, þegar ólöglegar birgðir eru gerðar upptækar. Enn- fremur útnefna fyrrtalin lönd vísindamenn, sem s*arfa með rannsóknarstofunni og sjá Sameinuðu þjóðunum íyr- ir upplýsingum um eiturtyfja verzlunina. Sameinuðu þjóð- irnar veita svo fyrir sifct leyti tæknilega aðstoð í barátfcunni við smygl og ólöglega verzl- un. ólöglegrar 900 ópíumsýnishorn Fram til þessa hafa aðild- arrikin sent rannsóknarstof- unni um 780 svonefnd óföls- uð ópíumsýnishorn, þ.e.a.s. óplum sem s'tjórnvöld í hverju l?ndi vita með vissu hvaðan e» upprunnið. Þar sem hluti þessara sendinga er í mörg- um pörtum, er fjöldi sýnis- hornanna yfir 900 talsins. Enn berast sendingar. Það er eink um Mið-Austurlönd og Suð- austur-Asía sem ekki eru fylli lega „kortlögð". Jafnskjóbt og tollgæzlan eða lögreglan finnur ólöglegt ópíum, getur hlu'taðeigandi land senfc sýnisíhorn af því til rannsóknarstofunnar í Genf sem síðan ber það saman við öll þau ósviknu sýnishorn sem hún hefur yfir að ráða. Nú er til efnágreiningarað- ferð, að nokkru fundin upp í Júgóslavíu og að nokkru í rannsóknarstofu SameinuðU þjóðanna, sem er bæði ein- föld og fljótvirk. öll sýnis- horn eru sett inn í kerfi gata spjalda, sem gerir nákvæman samanburð framkvæmanleg- Sýnishorn frá Norðurlöndum Nokkru efltir að rannsókn- arstofan hafði byrjað rann- sóknir sínar á ópíum. afréð eiturlyfjanefnd Sameinuðu þjóðanna að snúa sér einnig að hinu alvarlega hasjísj- vandamáli sem hrjáir mörg lönd, Þessi starfsemi er í stór um dráttum rekin með sama hætti og ópíum-rannsóknim- ar. Ivöndin senda inn sýnis- hom af hampi sem ræktaður er þar, og rannsóknaistofan tekur að sér samanburð á þeseum sýnishornum og hasj- ísj sem gert hefur verið upp tætot. Danmörk og Svíþjóð eru meðal hinna mörgu landa sem sent hafa sýnishorn til efnagreiningar. í eiturlyfjanefndinni hefur verið lagt til, að reynt verði að finna aðferð til að hafa upp á þeim sem misnota hasj ísj, eintoum í sambandi við umferðarslys. 1 rannsóknar- stofum einstakra ríkja, sem eiga samvinnu við rannsókn- arstofu Sameinuðu þjóðanna, er nú verið að gera rannsókn ir í því skyni að þekkja canr.a bis (indverskan hamp) í vökvum líkamans. Heróín-rannsóknir erfiðari Rannsóknarstofa Samein- uðu þjóðanna hefur einnig verið falið, geti hún annað því, að kanna uppruna heró- íns sem gert er upptækt. Þar sem hér er um að ræða verk smiðjuunnið lyf úr ópíum. verður verkefnið mun erfið- ara. Ólöglegt heróín hefur þó oft að geyma óhreinindi sem auðvelda efnagreiningarsam- anburð. Þar sem rannsóknar- stofan hefur þessa stundina meira aðkallandi verkefni, hafa heróín-rannsóknir orðið að sitja á habanum í bili. í staðinn hefur rannsóknarstof an byrjað tilraunir með að þekkja og greina önnur eitur lyf, til dæmis ofskynjanafrjó, kvalasitillandi lyf og örvandi lyf. Misnotkun eiturlyfja hefur tekið verulegum breytingum á síðustu árum. Æ fleiri lyf koma á martoaðinn, eru mis- notuð og ganga kaupum og sölum ólöglega. Flest þeirra falla ekki undir ákvæði hins alþjóðlega eiturlyfjasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þörf er á enn einbeittari og umfangs meiri rannsófcnum, og þar get ur reynslan, sem fengizit hef- ur í rannsóknarstofu Samein uðu þjóðanna, komið að mik) um notum. segir í lok grein- arinnar í eiturlyfjatímariti samtakanna. (Frá upplýsingais'tjónusitu Bandaríkjanna). ¥Tm áramótin hafa menn að ^ venju hugleitt atburði liðins árs og velt fyrir sér hvað hið nýja ár muni bera í skauti sér. Leiðtogar stjórn- málaflokkanna hafa birt ára- mótagreinar sínar, en einnig hafa ýmsir aðrir látið til sín heyra. í Morgunblaðinu á gamlársdag skýrðu nokkrir þekktir borgarar frá því hvað þeir teldu minnisstæðasta at- burð ársins. Sérstaka athygli vekja ummæli eins fremsta rithöfundar þjóðarinnar, Gunnars Gunnarssonar, en hann segir: „Hvort hægt er að kalla það atburð, veit ég ekki, enda eru flestir atburðir vorra tíma óhæfir sem gleði- efni. En mér sem og fleirum mun hafa orðið að því ósmár léttir, að er yfir dundi land og þjóð bráður vandi af er- lendum uppruna, og vér fyr- írfram á barmi umfangsmik- illa átaka, sem raunar voru þegar hafin, bárum vér íslendingar aldrei þessu vant gæfu til að afstýra frekari óþurftarframvindu, ' að minnsta kosti fyrsta sprett inn. Það er svo um þjóðar- heild, sem um mannslíkama, að ekki þarf nema einn hlekk ur að bila til að líftaugin bresti. Svo fremi, sem það sem þarna gerðist, beri því vitni, að vér sem sjálfstæð þjóð séum loksins búin að slíta barnsskónum og munum temja oss einnig framvegis að taka ábyrgari afstöðu en verið hefur til aðsteðjandi ógnana, hverrar tegundar sem eru, ber vissulega að fagna því af heilum hug, Framtíðarvon eigum vér enga ‘aðra en þá, sem grundvallast á rétti. En þá megum vér ekki láta þar við sitja að nota oss réttinn til framdráttar einvörðungu, þegar svo horfir við, heldur verðum vér einnig að hlíta honum, er almenn- ingsheill krefst þess að axlað- ar séu miður þægilegar byrð- ar, vel bærar þar sem sam- einaður vilji er til, enda þótt ósamtaka þjóð kynni að slig- ast undir þeim. Á þeim for- sendum ber að þakka öllum aðstandendum sáttanna far- sæla frammistöðu með ein- lægum óskum árs og friðar“. Þessi eftirminnilegu um- mæli hins mikla rithöfundar, sem borið hefur frægð og orðstír íslenzkrar menningar víða um lönd á viðburða- ríkri ævi, eru vissulega þess verð, að þeim sé gaumur gef- inn. Hér talar einn fremsti menningarfrömuður þjóðar- innar, sem vegna langrar ævi býr yfir víðtækri þekkingu á högum hennar og mikils- verðri reynzlu. Niðurstaða staða hans er sú, að þær sætt- ir sem tókust á erfiðum tím- um milli ólíkra hagsmuna- hópa í þjóðfélaginu séu minn- isstæðasti atburður ársins, og hann telur einnig, að þessar sættir sýni, að íslendingar séu loksins búnir að slíta barnsskónum. Margir munu verða til þess að taka undir þau orð Gunn- ars Gunnarssonar, að sú sátta stefna, sem upp var tekin í júnímánuði 1964 og hefur síð- an notið vaxandi fylgis, um leið og hún hefur borið meiri árangur í betri lífskjörum þjóðarinnar allrar og laun- þega sérstaklega og forðaði alvarlegum átökum í desem- ber, muni þegar fram líða stundir teljast til merkustu atburða ársins 1967. PÁLL ISÓLFSSON OG DÓMKIRKJAN Um áramótin var frá því skýrt, að Páll ísólfsson, sem verið hefur organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um 28 ára skeið, hafi látið af því starfi. Með þeim atburði verða vissulega þáttaskil í menningarlífi höfuðborgar- innar. Páll ísólfsson hefur lengi sett sitt sérstaka mark á höf- uðborgina, hann hefur verið persónugerð heimsmenning á norðurhjara veraldar, stækk- að Reykjavík með list sinni og framar öðrum átt þátt í að efla tónlistarlíf þjóðarinnar og koma því til þess þroska, sem raun ber vitni. Ungur lék Páll Isólfsson á orgel Bachs sjálfs, í Tómasar- kirkjunni í Leipzig, og þaðan flutti hann anda gamallar Evrópumenningar norður til íslands. Hann hefur notið við urkenningar sem einn fremsti organisti veraldar um sína daga, og þess vegna mun mönnum þykja eftirsjá af því, er hann lætur nú af starfi sínu við Dómkirkjuna. Það er ekki sízt vegna þess mikla skerfs, sem Páll ísólfs- son hefur lagt til tónlistarlífs í Reykjavík og landinu öllu, að margir munu nú verða til þess að halda því merki á lofti, sem hann hóf af mikilli reisn í litlum bæ fyrir þrem- ur áratugum. Þegar Páll Is- ólfsson lætur nú af störfum við Dómkirkjuna er lokið merkum þætti í sögu hennar. BEYGÐIR STJÓRN MÁLALEIÐTOGAR Að venju hafa leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna birt áramótagreinar í blöðum sínum um þessi áramót. Ey- steinn Jónsson birti hugleið- ingar við áramót í Tímanum og Einar Olgeirsson, formað- ur Sósíalistaflokksins, ritaði áramótagrein í Þjóðviljann, en til formanns Alþýðubanda lagsins hefur ekkert heyrzt um þessi áramót. Ekki verður sagt, að nýjar hugmyndir blómstri í þessum áramótagreinum Eysteins og Einars. Áramótagrein Einars er annars vegar gömul upp- tugga á sömu ræðunni, sem hann flutti um áratugaskeið á Alþingi og við önnur tæki- færi um leið og hún lýsir áhyggjum hans vegna þró- unarinnar innan Alþýðu- bandalagsins og innan verka- lýðssamtakanna. Áramóta- grein Eysteins Jónssonar er furðu hógvær, en lýsir kann- ski fyrst og fremst beygðum manni, sem e. t. v. er nú far- inn að gera sér grein fyrir þeim hrapalegu mistökum, sem honum hafa orðið á í formennsku annars stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. En niðurstaðan af þessum tveimur áramótagreinum verður þó sú, að hvorki í Framsóknarflokknum né Só- síalistaflokknum eða Alþýðu- bandalaginu sjást þess merki, að*þessir tveir flokkar hygg- ist venda kvæði sínu í kross og taka upp ábyrgari stefnu á nýju ári. Þeir eru enn við sama heygarðshornið. Ljoskross ú Eski- fjarðarkirkju Eskifirði, 2. jEinúar. ÁRIÐ var tovatt hér á Eskilfirði í góðu veðri og með tveimur stór uim brennum. Dansleikuir var eftir miðnætti, nýársnóttina í Val'höll. Var mikið fjömenni og skeimmti fólk sér vel og fór aiit hið bezta fram. Aftansöngur var á aðfangadag og meissað á annan jóladag og einnig á nýársdag. Við messuna á annan í jólum þakkaði sóknarpresturinn séra Kolbeinn Þorleifsson góða gjöf er kirkjunni hafði borizt noktoru fyrip jól, en það var ljóstoross, sem komið var fyrir á kirkju- turninum. Gefandinn er Guðrún Þorkelsdóttir og er krossinn til minningar um mann hennar Jón Kjartansson, er lézt 28. apríl 1928. Hér er nú 18 stiga frosit og norðankæla. — GW.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.