Morgunblaðið - 03.01.1968, Page 15
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1968
15
ar á ýmsuim skipurn Lancfhelgis-
gæzlunnar, og á ég honum mikið
uipp að una fyrir þann lærdóm,
sem ég nam af honum í skip-
stjórnarstörfum og sjómiennsku.
Verð ég að segja að það var varla
völ á betri leiðbeinanda en Þór-
arni, þar sem hann var afburða
sjómaður og vissi ætíð hvað hann
miátti bjóða skiipi sínu þá sjóar
risu hæst. í miálefnum landlhelg-
isbrjóta var hann ákiveðinn og
vissi ætíð hvensu langt hann
mátti fara við töku þeírra. Ef
hann taldi sig finna einihver vafa-
atriði við mælingar eða sönmm-
argögn hikaði hann ekki við að
sleppa þeiim með áminningu. Þór-
arinn taldi sig ekki sigla einan
á sínu skipi, og lét því
æbíð hvern skipverja finna
að mikil ábyrgð hvíldi á störf-
um þeirra, og notaði hvert tæki-
færi sem gafst til að þjálifa menn
sína í hinum ýmeu störfuim sem
þeim var ætlað að inna aif hendi,
enda fékk hann fulla vinnu frá
hverjum manni.
Þórarinn var happasæll stjóm
andi, og honum hlekktist aldrei
á. Ýmis stiörf hefur hann
innt af hendi á sinni löngu
skipstjórnartíð, en aðeins fárra
hægt að geta í stuttri minning-
argrein. Hann var skipherra á
v/s Ægi þegar fiskiveiðitakmörk
in voru færð út í 4 sjóm, og tók
þá fyrsta útlenda landhelgsbrjót-
inn, sem tekinn var innan þeirra
marka, og sýndi við það tæki-
færi mikla einbeitni þar sem
skipstjóri togarans reyndi í
lengstu lög að þrjóskast við að
stöðva skip sitt. Sam skipherra
á flaggskipi Landhelgisgæzlunn-
ar v/s Óðni, tók hann í einni
2 vikna ferð sinni, 3 togara í
landhelgi og bjargaði áhöfn
brezks togara sem strandað
hafði í NA-stormi undir Grænu
hlíð. Hæst ber þó nafn Þórar-
ins, við landhelgisgæzlu í hinu
fræga Miilwood máli, en í því
máli var þyrlað upp pólitísku
moldviðri sem þórarinn lenti ó-
afvitamdi í, og þó að Þórarmn
sbæði með höfuð og herðar upp
úr maldviðrinu, þá tók hann
þetta mjög nærri sér, því hann
var tilsfinninganæmur maður,
vildi vinna störf sín eftir beztu
getu og án þess að um þau spinn-
ust póli'tískar deilur.
Þeir eru orðnir margir sjómenn
irnir, bæði innlendir og erlend-
ir sem Þórarinn Björnsson hef-
ut veitt hjálp, og sýnir það bezt
þær björgunarorður og þakkar-
skjöl sem hann var heiðraður
með sinni skipstjórnartíð. Og
ekki eru það ófáir landsmenn
sem notið hafa gestrisnis og hjálp
ar Þórarims, þá er þeir dvöldust
um borð í skipi hans, sem far-
þegar eða sjúklingar á millli
hafna.
Varðskipaforinginn og ljúf-
mennið Þórarinn Björnsson er
nú fallinn í valinn, en minnig
hans mun lifa meða varðskips-
manna.
Um leið og ég sendi eftirlif-
andi konu hans, Rut Trop og
öðrum ástvinum hans rnína
dýpstu samúð, vil ég taka mér í
munn erindi úr Sálmabókinni
eftir Va'ldimar Briem, sem sýna
skal vinarhug okkar varðskips-
manna til Þórarins á þessari
skilnaðarstund.
Kallið er komið
komin er nú stundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðaista
blund.
Helgi Hallvarðsson.
ÞÓRARINN Björnsson, skipherra
á varðskipinu Óðni, lézt aðfanga
dag jóla og verður jarðsettur 2.
nýársdag 1S)68.
Þegar hringt var inn mestu
hátíð ár.sins og fólk almennt
hafði íklæðst sínu bezta skarti
slokknaði ljós þess fslendings,
sem lengsta landhelgis og björg-
unarþjónustu hefur að baki. eða
samfleytt í 47 ár.
Marga óveðursnóttina hafði
hann verið fjarri heimili og jóla-
haldi og orðið þess í stað að
skima næturlangt í gegnum sjó-
rok og sorta í leit að týndum
bátum eða landhelgisbrjótum,
sem helzt brugðu • sér á leik á
grunn-:ævi í slíkum veðrum og
anium var í höfn.
Pyrir Þórarinn Björnsison er
nú stríðinu lokið og friður kom-
inn á. Andlát hans varð hægt
og friðsælt, þar sem h-ann leið
út af í heimahúsum þetta jóla-
kvöld. Þannig er gott að deyja
að loknu fullu æfistarfi og áður
en halla tekur undan fæti, sem
ekki verður umflúið hjá þeim
sem verða mjög gamlir eða þegar
heilsan brestur.
Þórarinn hafði verið heilsu-
hraustur alla ævi, þar til rétt
síðast að hjartað var byrjað að
bresta í vandasömu og ábyrgðar
miklu starfi. Það var snemma í
vetur, í síðustu ferð hans á heim-
leið frá aust'urlands miðunum að
stýimaðurinn, sem var á vakt
heyrði að síminn hringdi hjá
skipstjóranum, en þegar hann
greip símann til að svara heyrði
ha.nn aðeins sárar stunur og hljóp
niður. Skipstjórinn hafði þá feng
ið mjög slæmt hjarta tilfelli.
Eftir að hafa reynt að lina
þjáningar hans með tiltækum
meðulum sneru stýrimennirnir
skipinu til næstu hafnar. Nokkru
síðar bráði af skipstjóanum um
rsbund og gaf hann þá fyrirmæli
um að halda áfram heimferðimi.
þvi sér væri batnað. Þannig var urum
Þórarinn. öðrum sýndi hann
skyldurækni og nærgætni en
sjálfum sér hlýfði hann aldrei.
Kunningsskapur okkar Þórar-
ins er gamall eða síðan við vor-
um um fermingu. Þá var sá
er þetta ritar tvö sumur (1918—
1919) á Höskuldsst'öðum á Skaga
strönd, en þaðan er stutt bæjar-
leið að Syðri-Ey þar sem Björn
Árnason faðir hans bjó með son-
um sínum og seinni konu. Var
hún skyld börnunum og kom
þeim í móðurstað er þau misstu
móður sína á unga aldri. Björn
faðir- Þórarins var hreppstjóri
Vindhælinga, stórmyndarlegur
maður og vel látinn af sveitung-
um sínum.
Milli prófastsihjónanna á Hösk-
uldsstöðum og hreppstjóra heim
ilisins á Syðri-Ey var mikil vin-
átta og samgangur. Við Þórar-
inn hittumst því oft bæði í leik
og við störf.
Eitt aðalstarf okkar var á vor-
in að reka allt stóðið úr heima-
högum og upp á heiðarnar, en
hrossin skiftu mörgum hundruð-
um og leituðu oft aftur niður í
byggðina.
Við þessar ferðir okkar á björt
um vornóttum eru margar minn-
ingar bundnar, er við létum
gamminn geysa á völdum gæð-
ingum en af nógu var að taka.
Þá var oft gaman að virða fyrir
sér Húnaflóann í miðnætursói-
inni og bláar Hornstrandir í
fjarska. Þá datt samt hvorugum
í hug að við myndum báðir
verða orðnir sjómenn áður en
fullt ár væri liðið.
Þórarinn Björnsson mun fyrst
hafa farið í vertíð í Vestmanna-
eyjum en hann var ekki nema
17 ára garnall 1920 er hann réðist
sem háseti á björgunarskipið*
„Þór“ hinn elsta. Vestmannaev-
ingar höfðu þá nýlega keypt
þetta skip frá Danmörku til að
vernda fiskiflota þeirra. íslenzka
ríkið át'ti þá ekkert varðskip og
ekkert björgunarskip.
Frá þessum tíma hefur Þórar-
inn Bjiörnsson aldrei sinnt öðru
starfi en landhelgis og björgunar
þjónustu, nema á stríðsárunum er
hann sigldi nokkrar ferðir til
Englands með hið fræga skip
Arctic.
stórhátíðum þegar mest af flot- „Ægir“ byggður, sem enn er við
líði. Alltaf stækkuðu varðskipin
og Þórarinn fylgdi að jafnaði
yfir á hvert nýtt skip. Fyrst stig
hækkandi sem stýrimaður. síðan
yfir á björgunarskipin minni
þegar hann varð skipherra.
Þá lágu leiðir okkar aftur sam
an þegar ég réðist til SLsavarna-
félags fslands. Hann var þá skip-
stjóri á Sæbjögu er félagið átti
en landhelgisgæzlan hafði tekið
á leigu. Eitt af fyrstu verkum
mínum var að vinna að tækk-
un og gjörbreytingu á skipir.u,
sem síðan var leigt ríkissjóði til
20 ára.
Þórarinn tók aftur við skipstjórn
á Sæbjörgu eftir breytinguna og
síðan á hverju nýju bjö>-gunar-
skipi, sem bættist í hópinn. Maríu
Júlíu, sem hann sótti nýbyggða
til Danmerkur, Albert, fyrsta
stálskipið smíðað á íslandi.
Síðan tók hann við kipstjórn
á ,.Ægi“, nýja Þór. Síðast var
hann skipherra á flaggskipinu
„Óðni“ og hefði áreiðanlega ver-
ið látinn sækja nýja skipið sam
nú er í smíðum ef honum hefði
enzt aldur og heiisa.
Þórarinn var hinn fönguleg-
asti maður eins og kunnugt er,
mjög vel látinn bæði af yfirboð-
og undirmönnum. Hann
var fyrirmannlegur prúður og
kurteis í framkomu og gerði sér
engan mannamun. Hann avann
sér traust og virðingu þeirra er
hann átti samskifti við. Þá var
Þórarinn það sem ekki skifti litlu
máli í hans stöðu, hann vsr
framúrskarandi sjómaður, gæt-
inn og athugull en óhikandi og
traustur þegar mest á reyndi.
Þau skip skifta hundruðum er
Þórarinn hefur veitt aðstoð við
vondar aðstæður og þeir sjómenn
er þeirrar aðstoðar hafa notið
skifta þúsundum.
Þegar fyrsti Þór hóf björgun-
arstarfsemi má segja að Ljóskast-
arinn og loftskeytatækin hafði
verið eina vopnið sem skipverjar
höfðu til að verja landið með og
til að hjálpa skipum í neyð. En
hvað er ekki búið að bjarga
mörgum mannslífum með þess-
um hætti. með vökulum augum
og opnum eyrum.
Störf eftirlits og björgunarskip
anna og allra þeirra er hjálpar-
kalli sinna, verða seint að verð-
leikum metin.
Björn Sýrusson
Minningarorð
Fæddur 7. 12. 1886.
Dáinn 24. 12. 1967.
f DAG er til moldar borinn,
Björn Sýrusson. Hann var sonur
hjónanna Sýrusar Andréssonar
og konu hans Guðrúnar Björns-
dóttur sem bjuggu á Öndverðar-
nesi í Snæfeilssýslu. Var Björn
einn af sjö systkinum sem þau
hjón átt, fimm stúlkur og tvcnr
drengir. Barn'að aldri mun Björn
hafa farið úr foreldrahúsum, eða
ellefu ára, og fer þá í Laxárdal
Vestmannaeyingar voru einir
um hjálpar og landhelgisþjón-
ustu fram til seint á árinu 1926
að það opinbera fékkst til að
kaupa Þór og taka að sér rekstur
skipsins en þetta ár hafði skipið
tekið 29 skip í landlhelgi og sekt-
ir í ríkissjóð námu margföldu
verði skipsins. Var þá lrafist
handa um smíði á nýja varð
skipi. hinum elzta „Óðni“. Þegar
hann kom færðust margir af
gömlu áhöfn ,,Þórs“ yfir á hið
nýja skip, þar á meðal Þórarinn.
Óðinn reyndist stórvirkur við
landhelgisgæzlunar og tók á einu
ári 36 landhelgisbrjóta.
Svo var hið trausta skip
Þeir möfgu sjófarendur er að-
stoðar hafa notið og allir þeir
sem að slysavörnum vinna munu
minnast Þórarins Björnssonar
og björgunarstarfsemi hans n eð
alveg sérstöku þakklæti og senda
aðstandendum hans hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Henrý Hálfdánsson.
í Dalasýslu, og er þar á ýmsum
bæjum. eða þar til hann flysi að
Hjarðarholti og er þar í skóla
og vinnumennsku, hjá séra Ólafi
Ólafssyni um nokkra ára skeið.
1912 giftist Björn, Kristína
Margréti Jónsasdóttir, dóttir hjón
anna Guðfinnu Benediktsdóttir
frá Þorbergsstöðum, og Jónasar
Jónssonar frá Ketilsstöðum í
Hörðudal. Og byrja þá búskap að
Hömrum í Laxárdal, þar búa
þau í tíu ár, og flytja þá að
Gröf í sömu sveit. Björn býr
þar til ársins 1927. Þá hætta
þau búskap og flytja norður að
Möðrufelli í Eyjafirði. til Guð-
brandar fsberg, síðar sýslumanns
í Húnavatnssýslu, og eru þar í
tvö ár, flytja þá aftur í Laxár-
dalinn. Og starfaði Björn þá við
bú Theódórs Johnssonar í Hjarð-
arholti um eins árs bil. Eftir
það flytja þau til Reykjavikur,
að Meistaravöllum við Kapla-
skjólsveg. Þar setur hann upp
hænsna og kúabú, og rekur það
til ársins 1941, þá eerist liann
starfsmaður Reykjavíkurborgar,
eða þar til hann varð óvinnufær
1952. Árið 1947 missir Björn
konu sína, enn þau hjón eign-
uðust ekki börn. Hinsvegar ólu
þau upp þrjú fósturbörn, Guð-
rúnu Þórðardóbtir ’ysturdóttir
Björns. Ingólf Guðbrandsson Jóns
sonar frá Sólheimum og Unu
Eyjólfsdóttir Jónassonar Sól-
heimum. Hjá Unu dvelur Björn
eftir lát konu sinnar, eða til
ársins 1949. Þá flyst hana til
vinafólks síns, Guðmundar Ingi-
mundarsonar og Helgu konu
konu hans að Hverfisgötu 104
A. Enn þau hjón og börn þeirra
sýndu Birni ætíð mi'kla tryggð.
1952 verður Björn að dveljast
í sjúkraíhúsi í marga manuði.
Eftir það dvelur hann hjá Guð-
rúnu fósturdóttir sinni, nema
yfir sumarmánuðina, en þá var
hann norður í Hrútafirði hjá
Unu og Eiríki Sigfússyni manni
hennar. Enn þau búa stórbúi að
Litlu-Hvalsó.
Og er mér óhætt að segja að
þar hafi Björn notið sín því
hann var mjög mikið fyrir allt
sem við kom sveitastörfum og
hjálpaði oft, eins og tildæmis við
sauðburð, þar var Björn mjög svo
laginn við.
Ég get ekki minst svo á veru
Björns í sveitinni að ég rifji ekki
upp, sem Ingólfur fóstursonur
hans sagði mér. Þegar þeir komu
að norðan og niður í Gilsfjörð-
inn, þá var Björn eins og opið
landabréf, þekkti alla staði og
mörg örnefni, hafði þetta verið
mótað í minni Björns frá æsku
árum. En þegar þessi ferð var
farin, var hann nær á.træður.
Björn ferðaðist mikið á sínum
yngri árum, við erfið skilyrði, en
hann mun hafa haft mikla ti.l-
trú manna til ferðalaga. Og
þegar hann var í Hjarðarholti
voru það rnargar ferðir sem hann
fór til Borgarness með hesta til
að sækja fólk, sem kom með
s'kipi frá Reykjavík.
Þá mun Björn hafa farið marg-
ar ferðir með markaðshross til
Reykjavíkur, enda hafði hann
mikla ánægju af ferðalögum u:n
landið. Og af minni kynningu
tel ég Björn hafa. verið emlæg-
ur unnandi alls þess er iifði og
hræðist í sveitinni. Færi betur
að við ættum fleiri slíka.
Megi minningin um góðan
dreng, vera leiðarljós okkir.
Vil ég þakka Birni fyrir liðnar
samverustundir og tryggð hans
í minn garð.
Fósturbörnum og öðrum að-
standendum votta ég samúð
mína.
Blessuð sé minning
B. S.
Vörur samkvæml farm-
skírteini fundust ekki
Skipafélag dœmt til greiðslu bóta
NYLEGA var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli, sem
Sigurður Ármann Magnússon,
heildverzlun, höfðaði gegn Eim-
skipafélagi fslands h.f., en í
máli þessu gerði heildverzlun-
in þær kröfur, að Eimskipafé-
lagið yrði dæmt til greiðslu á
kr. 64.095.95, en það var and-
virði vörusendingar, sem stefn-
andi hafði fengið með v.s. Lag-
arfossi, en taldi sig ekki hafa
fengið afhenta, þótt hann hefði
í höndum frumrit farmskírtein-
is.
Málavextir eru þeir, að með
skipi Eimskipafélagsins, v.s. Lag
arfossi, sem kom til lanidsins 15.
febrúar 1962 fékk heildverzlun-
in vörur fró FinnLandi sam-
kvæmt fjórum farmskírteinum.
Voru vörurnar fluttar úr skipi
í vörugeymsliu skipaféLagsins. í
farmskírteíni nr. 63 er vörum
samkvæmit því farmskírteini
lýst þannig: Merki „S.A.M./1043,
fjöl'di stykkja 5, lýsing vöru
„cases cotton", rúmmál 1,1 rúm-
m. og þyngd 885 kg. Heildverzl-
unin greiddi verð þessara vara
og síðan boll aif þeim. 23. febrú-
ar 1962 og vitjaði vara þessara
í vörugeymsl'U skipafélagsins
24. febrúar 1962. Þar veitti hann
vörum móbtöku og gaf kvittun
fyrir, þar sem segir: „S. Ár-
mann Magnússon, Lagarfoss
15/12 ”62. Mántyl. S.A.M. 10433
5 ks. Vefnaðarv."
í júnímánuði 1962 greiddi
heiidverzlunin innkaupsverð
vara samkvæmt farmskírteini
nr. 62, en vörum þessum er svo
lýst í farmskírteinimu: Merki:
„S.A.M./104441“, fjöldi stykkja
1, Lýsing vöru „caises cotton“
rúmmál 0.8 rúmm. og þyngd
275 kg. Heildverzlurin greiddi
toll af vörum þessum 22. iúní
1962 og að því er virðist flutn-
ingsgjald og geymsluleigu til
skipafélagsins sama dag. Næsta
dag kom stefnamdi til að sækja
vörur þessar í vörugeymslu
Ei'mskips. Er til átti að taka,
fundust vörur þessar ekki. Hins
vegar fannst þar í vörugeymsl-
unni lítiLl pakki með vefnað-
arvöru, mektur: S.A.M./10433/5,
en stefnandi neitaði að veita
þeim pakka viðtöku gegn af-
hendingu farmskírteinisins, enda
ljóst, að eigi var þar um að ræða
vörur þær, sem farmskírteini
nr. 62 fjal'laði um. Leit í vöru-
geymslunni að vöruim samkvæmit
farmskírteini nr. 63 hefði heild-
verzlunin fengið afhent 4 stykki
af þeirri vörusendingu, merktri
S.A.M. 10433 og jafnframt vör-
ur samkvæmt farmskírteini nr.
62, merktri S.A.M. 104441, eða
alLs 5 kassa, enda hefði hann
kvittað fyrir móttöku 5 kassa.
Hins vegar hefði orðið eftir eitt
stykki úr vörusendingu sam-
kvæmt farmskírteini nr. 63, lít-
ill pakki og bauðst skipafélagið
til að afhenda hann gegn afhend
ingu farmskírteinis nr. 62.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu, að þar sem heild-
verzlunin hefði kvibtað fyrir
móbtöku 5 kassa, er hann mót-
tók vörur samkvæmt farmskír-
teini nr. 63, virtist sem einn um-
Framhald á bls. 21