Morgunblaðið - 03.01.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1<9®8
23
Mynd þessi var tekin fyrir þremur mánuðum af Clive Haupt og
konu hans eftir brauðkaup þeirra. Haupt lézt úr heilablæðingu í
gærmorgun og var hjarta hans grætt í hjartveikan tannlækni,
sem talinn hafði verið dauðvona.
— Með nýtt hjarta
Vona, að ekki líöi á löngu, unz
ég sný aftur til Grikklands
- sagði Konstantin konungur í
áramótaboðskap sínum
Framh. af bls. 1
Þreimur dögum seinna var gerð
önnur tilraun til að flytja manns
hjarta milli líkama, í það skiptið
í New York. Var grætt hjarta í
rúmiega hálfs mánaðar gamlan
dreng, en drengurinn andaðist
614 klukkustund eftir aðgerðina.
Dr. Blaiiberg befur verið hjart-
veikur um langt skeið, og hætti
tannlæknastörfum af þeim sök-
um fyrir ári. Hann var fl'uttur
í Graote Söhuur-sjúkrahúsið fyr-
ir þremur vikum og hefur legið
þar síðan. Skömmu eftir aðgerð-
ina á Washkansky fór dr. Blai-
berg þess á leit, að grætt yrði í
hann nýtt hjarta. Bftir lát
Washkanskiys innti dr. Barnard
hann eftir því hvort han-n vildi
ekki draga ósk sína til baka, en
því neitaði dr. Blaiberg. Hann
kVaðst ekki hafa neinu að tapa,
því hjarta hans gæti stöðivazt
hvenær sem væri. Var dr. Blai-
berg þá búinn undir aðgerðina,
og hafa læknar 'við sjúkrahúsið
verið viðbúnir því að hefja upp-
skurðinn með stuttum fyrirvara
frá því fyrir belgi. Dr. Bernard
var á ferð í Bandaríkjunum í síð-
ustu viku, en 'hélt heim til
Höfðaborgar um helgina.
f gær, mánudag, var CUve
Haupt stad'dur á baðströndinni
við Fisk Hoek, rétt við Höfða-
horg. Var hann þar með eigin-
konu sinni, sem hann kvæntist
fyrir þremur mánuðum. Skyndi-
lega fékk hann heila'blóðfall og
var fluttur meðvitundarlaus í
nærliggjandi sjúkrabús. Þar var
lítið unnt að gera fyrir Haupt,
og þá ákveðið að senda hann til
Victoria-sjiikra'hússins í út-
hverfi Höfðaborgar, þar sem að-
stæð-ur voru betri til að bjarga
lífi hans. Læknar þar sáu fljót-
lega að Haupt gæti ekki lifað
nema örfáar klukkustundir, þótt
'hann væri hraustlega byggður.
Hringdu þeir því til Groote
— Mao
Framh. af bls. 1
forystumenn kínverska flokksins.
Með Mao voru þeir Lin Paio,
landvarnarráðherra, Chou En-
lai, forsætisráðherra, Li Fu-Cbun,
varaforseti og Kang Sheng, einn
af forystumönnum framkvæmda-
nefndar flokksins. Þar voru
einnig þeir Chi Pen-Yu og Yao
Wen Youan, sem báðir eru með-
limir miðstjórnar menningarbylt
ingarnefndarinnar. Það vakti
hinsvegar athygli, að eiginkona
Maos, Chiang Ching var ekki
meðal viðstaddra — en hún
hefur ekki komið fram opinber-
lega nú í nokkurn tíma.
Helztu dagblöð í Peking birtu
í gær, nýjánsdag, stórar myndir
af Mao formanni og skýrðu jafn-
framt frá þem markmiðum helzt-
um, sem Kínverjar mundu keppa
að á næsta ári, en þau eru; að
auka fræðlslu í kenningum Maos
og laga þær að sem flestum þátt-
um lífsins; að halda áfram gagn-
rýni og hreinsun innan flokksins,
að endurreisa flokksstofnanir; að
efla einingu alþýðu og hers og
halda áfram byltingunni, auka
framleiðsluna og efla varnir
landsins.
SChuur-sjúkrahússins og létu
lækna þar vita, eftrr að hafa
ráðgazt við eiginkonu og ætt-
ingja Hauptis, að 'hjarta Haupts
stæði Blaiberg til boða.
Clive Haupt var fluttur da'uð-
vona í Groote Schuur-sjúkrahús-
ið á mánudagskvöld, og þar lézt
hann klukkan hálf ellefu í morg-
un að staðartíma. Hál'fri klulkku-
stund síðar hófst hjartaflutning-
urinn, og stóð aðgerðin í fimm
k'lukkustundir. Að benni lok-
inni tilkynntu læknarnir að að-
gerðin hefði tekizt vel.
Eftir aðgerðina á Washkansky
í desemberbyrjun sagði dr. Barn-
ard að mesti hættutiminn hæf-
ist tveimur dögum eftir upp-
skurðinn, og stæði í 13 daga.
Taka því væntanlega margir
undir orð mágs Waishkanskys
heitins, sem sagði við fréttamenn
í dag: „Guð gefi að það takist
að þessu sinni. Við verðum að
bíða í 18 daga og sjá. Ég bið þess
að það ta'kist".
— Bandaríkjastjórn
Framh. af bls. 1
atvinnu og lifibrauð af ferða-
mönnum.
Hin mikilvægasta af fyrr-
greindum ráðstöfunum er sú, að
takmarka fjárfestingu erlendis.
Verður algerlega tekið fyrir fjár-
festingu í Vestur-Evrópu og Suð-
ur-Afríku en fjárfesting í Ástra-
líu, Kanada og Bretlandi minnk-
úð svo, að hún nemi eigi meiru
en sem svarar 65% af fjárfesting-
unni árið 1965—66.
Þykir einsýnt, að a.m.k. de
Gaulle, Frakklandsforseti verði
glaður við þessar fregnir, því að
hann hefur margsinnis krafizt
þess, að dregið verði úr fjár-
festingu Bandaríkjamanna í Evr-
ópu með einhverjum hætti. Hins-
vegar eru ýmsar aðrar þjóðir lítt
hrifnar, m.a. sagði talsmaður
stjórnar Japans, að þessar ráð-
stafanir BandaríkjastVirnar gætu
haft alvarleg áhrif á efnahags-
lífið þar í landi.
Johnson, forseti, sem skýrði
frá þessu á fundi með frétta-
mönnum í San Antonio í Texas,
skoraði á Bandaríkjamenn að
taka vel þeim tilmælum stjórn-
arinnar að draga úr ferðalögum
erlendis. Sagði hann, að nauðsyn-
legt væri að menn forðuðust öll
ónaúðsynleg ferðalög til þess að
spara gjaldeyri. Sett yrðu lög
til að auðvelda þetta og ýmsar
ráðstafanir gerðar til þess að
gera Bandaríkjamönnum eftir-
sóknarverðara að verja orlofum
sínum heima. Hann sagði, að
Bandaríkjamenn eyddu tveimur
milljörðum dollara meira er-
lendis en erlendir ferðamenn í
Bandaríkjunum og úr þeim halla
yrði að bæta. Yrði skipuð nefnd
til þess að kanna, hvernig hægt
væri a'ð auka ferðamannastraum-
inn til Bandaríkjanna og skyldi
hún skila áliti innan 45 daga.
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, Henry H. Fowler, lét að
því liggja við blaðamenn á fundi
í Washington í gær, að dygðu
ekki tilmæli forsetans um minni
ferðalög, yrði ef til vill gripið
til þess að leggja sérstakan ferða-
skatt á bandaríska ferðamenn,
Róm, 2. janúar. NTB-AP.
Konstantín Grikklandskon-
ungur mælti á gamlársdag
með einingu þjóðar sinnar í
áramótaboðskap, sem hann
flutti til grísku þjóðarinnar
og kvaðst vona, að ekki liði á
löngu, unz hann sneri til föð-
urlands síns að nýju. Lýsti
hann því yfir, að hann hefði
til þessa og myndi einnig
framvegis helga líf sitt
grísku þjóðinni. Flutti kon-
ungurinn áramótaávarp sitt,
sem hann flytur árvisst, að
þessu sinni úr hústað gríska
sendiherrans í Róm, þar sem
hann hefur dvalizt síðan 14.
desember sl.
— Við Grikkir metum lýð-
ræði og frelsi meira en sjálft
líf okkar, sagði konungur.
Nýtt ár er nýhyrjað. Við skul
um horfa fram til þess með
von og skilning í anda, sem
mótast af þjóðlegri einingu.
Megi von okkar rætast, þann-
ig að við getum öll húið sam-
an í Grikklandi hamingju-
sömu og blómlegu.
Á nýúársdag voru Konstantm
sem færu utan og takmarka þann
gjaldeyri, sem þeir mættu hafa
með sér. Sagði Fowler, að þjóð-
in yrði a'ð gera sér grein fyrir
því, að hin miklu ferðalög hefðu
verið Bandaríkjunum til fjár-
hagslegs skaða og stjórnin mundi
gera allt, sem hún gæti til þess
að bæta úr núverandi ástandi.
Johnson, forseti, skýrði blaða-
mönnum einnig frá því, að hann
hefði beðið fjármálaráðuneytlð
að athuga möguleikana á því að
sett yrfSu lög, sem skylduðu
bandarísk fyrirtæki erlendis til
þess að flytja hagnað sinn til
Bandaríkjanna. Forsetinn sagði,
að hann reiknaði með því, að tak
mörkun fjárfestingar erlendis
mundi spara Bandaríkjunum allt
að 50 milljarða króna ísl. og tak-
mörkun lánveitinga mundi spara
allt að 25 milljörðum ísl. kr.
Taldi hann, að ráðstafanirnar í
heild gætu orðið til mikils gagns.
Þá sagði forsetinn, að rá’ðstaf-
anir yrðu gerðar til þess að draga
úr neyzlu bandarískra hermanna
og embættismanna erlendis.
Verður lögð öll áherzla á að
draga úr kostnaði við herstöðvar
og sendiráðin erlendis.
Bandarískir bankamenn eru
ekki ýkja hrifnir af ráðstöfunum
stjórnarinnar og telja margir
óheppilegt að grípa til beinna
hafta. William F. Butler, vara-
forseti Chase Manhattan bank-
ans, sem er annar stærsti banki
ríkisins, sagði, að slíkar ráð-
stafanir gætu ef til vill geffð
góða raun í stuttan tíma, en yrði
þeim haldið áfram til lengdar,
mundi árangurinn verða nei-
kvæður, er fram í sækti. Og í
janúarbréfi — mánaðarriti um
efnahagsmál — National City
Bank of New York, sem er hinn
þriðji stærsti banki Bandaríkj-
anna, segir, að höft og hömlur
séu ekki hið rétta ráð og muni
ekki auka trú manna á dollarn-
um. Hinsvegar hafa samtök
bankaeigenda sent forsetanum
símskeyti þar sem segir, að þrátt
fyrir efasemdir um ágæti þess-
ara ráðstafana, muni þeir, eins
og áður fyrr, hafa fulla sam-
vinnu við ríkisstjórnina til þess
að draga úr peningaflóðinu úr
landinu.
konungur og Anna María drottn-
ing viðstödd sérstaka nýjárs-
messu í 'hinni litlu grískkaþólsku
kirkju í Róma'borg.
Leonidas Papagos hirðsiða-
meiistari konungis kom aftur til
Rórnar frá Grikklandi í dag, eft-
ir að hafa d'valizt nokkra daga í
Grikklandi. Hélt hann þegar til
viðræðna við konung í gríska
sendiráðimu í Róm. Papagos
vildi ekkert segja varðandi
áfiorm konungs um að snúa aftur
til Grikklands, en Papagos flýði
ásamt konunginum tiil Rómar
eftir hina misiheippnuðu bylt-
yngartilraun 18. desember. Hið
eina, sem hann sagði var: —
Ég neita því ákveðið, að kon-
ungurinn muni snúa til Aþenu
í dag.
Sýnilegt er að, gríska kon-
ungsfjölskyldan hyggst dveljast
að minnsta kosti nokkra daga
enn í Róm, því að Ingiríður
Danadrottning, móðir Önnu
Maríu Grikklandisdrottningar, á
að koma til Rómar morgun í
stutta heimsókn til dóttur sinn-
ar og fjölskyldu hennar.
Ávarp konungs ritskoðað.
Áramó'talboðskapuT Konstan-
tins konungs birtist í grískum
blöðum í dag, en í ritskoðuðu
og styttu formi. Felld hafði ver-
ið niður m.a. setningin: „Við
Grikkir metum lýðræði og frelsi
meira en líf okkar.“ Hins vegar
voru umimæli konungs umt að
hann vonaði, að 'hann myndi
snúa bráðlega aftur ti'l Grikk-
lands ekki felld niður. Áður
hafðu blaðaútgefendur skýrt frá
því, að ávarp konungs myndi
birt í heiild, en þegaT það var
kannað með því að bera ávarp
konungs við það, sem blöðin
birtu, kom í ljós, að m.a. framan
greind orð höfðu verið felld nið-
ur.
284 látnir lausir.
Alls hafa verið l'átnir lausir
284 póli'tískir fangar til þessa,
samkvæmt náðun þeirri í sam-
bandi við jólin, sem lýst var yfir
af George Papadopoulos, forsæt-
isráðherra, fyrra laugardag.
Skýrði dómsmáilaráðuneytið í
Aþenu frá þessu á laugardaginn
var.
Á meðal þeirra, sem látnir
voru lausir, voru tveir fyrrver-
andi forsætisráðherrar, þeir
George Papandreou leiðtogi Mið-
flokkasam'bandsins og Panayotis
Kanellopoulos leiðtogi fhalds-
manna. í tilkynningu dómsmála-
ráðuneytisins segir, að haldið sé
áfram að vinna að lausn annarra
pólitískra fanga.
Náðun þessi nær ekki til
griska tónská’ldsins Mi'kis Theo-
dorakis, sem hefur verið hand-
tekinn og ákærður fyrir að hafa
tekið þátt í samsæri, sem miðaði
að því að steypa ríkisstjórn-
inni.
Stylianos Patakos varafor-
sætisráðherra skýrði frá þvi á
laugardag, að 23 em'bættismönn-
um innanríkisráð'uneytisins
hefði verið vikið úr starfi.
Sagði Patakos, að stjórnin hefði
— Páfi biður
Framh. af bls. 1
friði í Vietnam. Hann sagði að
enn v æri hugsanlegt að koma á
friði, en margar hindranir væru
lagðar á friðarleiðina. Lauk hann
ávarpi sínu með orðunuim: „Enn
í dag biðjutm við styrjaldaraðil-
ana að koma á sönnu og varan-
legu vopnahléi í borgrstyrjöld-
inni, sem er svo alvarleg og misk
I unnarlaus.“
stigið þetta skref í því skyni, að
fjarlægja „óæskileg öfl“ úr
stjórnsýslunni. Patakos, sem
einnig er innanríkisráðherra,
sagði, að fimm áf emhættismönn
unum hefði verið vikið úr starfi
sökum þess að þeir hefðu ekki
verið holilir stjórninni, en hinir
18 hefðu gert sig seka um aga-
brot í starfi.
Aukin starfsetmi kommúnisita?
Hinn bannaði kommúnista-
flokkur Grikklands hyggst koma
á fót þéttriðnu neti „sellustarf-
semi“ um gjörvallt Grrkkland.
Skýrði málgagn ítalska komm-
únistafilokksins, Unita, frá þessu
í dag. Kom þetta fram í yfirlýs-
ingu, sem birt var varðandi við-
ræður sendinefndar gríska
kommúnistaflokksins og nefnd-
ar frá kommúnistaflokki Ítalíu.
Var þar sagt, að ítalskir komm-
únistar hefðu heitið hinum
grísku félögum sínum að aðstoða
þá á hvern þann hátt, sem þeir
gætu. Viðræður þessar fóru fram
í síðustu viku. í sendinefnd
gríska kommúnistaílokksins
voru m.a. Panayotis Maivromatis,
sem er í stjórnmálanefnd flokks-
ins og Achileas Petritis, sem
sæti á í miðstjórn filokksins, að
því er sagði í Unita. Blaðið
hafði áður skýrt frá því, að við-
ræður stæðu fyrir dyrum, en
ekki var skýrt frá því, hvar þær
hefðu farið fram.
— Stefnubreyting
Framh. af bls. 1
yfirlýsinguna gaf og hún
hafi verið lesin í Hanoi út-
varpinu.
Talsmaðurinn, Carl Bartch,
vildi ekkert segja nánar um
þessa yfirlýsingu eða um það
hvort Bandaríkjastjórn teldi, að
hún væri mikilsvert skref í frið-
arátt. Hins vegar er haft eftir
góðum heimildum í Washington,
að orðalag yfirlýsingarinnar hafi
vakið bjartsýni í stjórnarbúðum
þar. Er búizt við, að ljóst verði
eftir nokkra daga, hvað raun-
verulega kom fram í þessari yf-
irlýsingu.
Haft er fyrir satt, að sam-
kvæmt þýðingu á yfirlýsingunni
segi, að þegar Bandaríkjamenn
hafi skilyrðislaust hætt loftárás
um og öðrum hernaðaraðgerð-
um gegn Norður-Víetnam muni
ríkið reiðubúið til samræðna við
Bandaríkin um þau mál, er rík-
in varði. Það sem Bandaríkja-
stjórn telur sig nú þurfa að vita
er, hvort Hanoi stjórnin lítur
svo á að samningaviðræður geti
hafizt fljótlega, hvort líklegt sé,
að árangur verði af þeim við-
ræðum og hvort N-Víetnam-
stjórn vill fallast á að senda
ekki liðsstyrk til Suður-Víet-
nam meðan viðræðurnar fari
fram, ennfremur hvort Hanoi
stjórnin heldur fast við fyrri
kröfu sína um, að þjóðfrelsis-
hreyfingin í Suður-Víetnam
verði viðurkennd sem hinn eini
löglegi fulltrúi Suður-Víetnam.
Utanríkisráðherra Suður-Víet-
nam, dr. Tran Van Do, sem
staddur er í Túnis, sagði þar í
kvöld, að væri fregnin, sem
hann hefði heyrt frá Hanoi rétt,
væri hér sennilega um meiri
háttar stefnubreytingu Harioi-
stjórnarinnar að ræða. En eftir
væri að kanna málið betur. Dr.
Do sagði ennfremur, að Suður-
Víetnamstjórn hefði ekki í
hyggju að eyðileggja þjóðfrelsis
hreyfinguna enda þótt hún hefði
háð stríð samkvæmt skipunum
frá Hanoi. Þjóðfrelsishreyfingin
væri hins vegar ekki fulltrúi
þjóðarinnar í Suður-Víetnam og
því aðeins væri hægt að semja
um að binda enda á styrjöldina,
að stjórnir Suður- og Norður-
Víetnam ættu þar hlut að máli.