Morgunblaðið - 04.01.1968, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 19&8
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUDARARSTlG 31 SÍMI 22022
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar. séu þær ekki
lagi. — Fullkomin bremsu-
þjónusta.
Stilling
Skeifan 11 - Sími 31340
Jóhann Ragnarsson, hdl.
málaflutningsskrifstofa
Vonarstræti 4. - Sími 19085.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
★ Dýrt að senda milli
lands og Eyja
Steingrímur Arnar skrif-
ar frá Vestmannaeyjuim:
„Sæll vertu, Velvakandi!
Einhver, sem segist vera
fyrrverandi Eyjaskeggi, hefur í
dálkuim þínum lýst ýmsum hug_
myndum sínum um málefni
fyrrum sveitunga sinna og þá
einkurn hvað snertir peninga-
hliðina á samskiptum þeirra
annars vegar og þjóðarbúsins
í heild hins vegar.
Pilti þessum hefur nú verið
veitt verðugt svar, einnig á þín
um vegum, svo að tæplega verð
ur þar um bætt. Enda er ekki
ætlun mín að reyna það. Og
fjarri er það mér að skamma
hann fyrir tiltækið. Þetta var
sjáifsagt hans skoðun á málun-
um, og hann átti auðvitað full-
an rétt á að auglýsa hana. Hún
getur ekki heldur skaðað Vest-
mannaeyin.ga, því að svo marg-
ir vi'ta, að hún er röng. Þvert
á móti vil ég taka upp þráðinn,
þar sem hann slitnaði hjá
Skeggja, og gera fyrirspurn í
dálkum þínum, Velvakandi
minn, um náskylt málefni, sem
ég hef velt fyrir mér um skeið,
— en ekki náð endum saman.
Eins og margir vita, lætur
Skipaútgerð ríkisins m/s Herj-
ólf aðallega sigla á siglinga-
leiðinni milli Reykjavíkur og
Vesfcmannaeyja, og er hann oft
nefndur Vestmannaeyjaskip.
Það er upphaf þessa máls, að
í júlimán. sl. var hlutur einn,
105 kg. að þyngd, sendur sjó-
leiðis frá Kaupmannahöfn til
Vestmannaeyja, þannig:
Khfn. — Rvk. með m/s
Gullfossi.
Rvk. — Vm. með m/s
Herjólfi.
Reikningur Eimskipafélagsins
hljóðaði upp á kr. 487.00 og
sundurliðaðist þannig:
Flutningsgjald kr. 379.00
Uppskipun — 75.00
Vörugjald — 33.00
Alls 487.00
Reikningur Skipaútgerðar
ríkisins hljóðaði upp á kr.
752,00 og sundurliðaðist þann-
ig:
Flutningsgjald kr. 450.00
Eftirkrafa — 154.00
Vörugj. v/Veh. — 10.00
Uppskipun — 138.00
Alls 752.00
Þegar viðskiptavinurinn tók
á móti reikningi á afgreisðlu
Herjólfs, ætlaði hann ekki að
trúa sínum augum, og með
reikning Eimskipafélagsins í
huga hélt hann, að mistök
hefðu átt sér stað og hafði orð
á því við starfsfólkið. Svo var
þó ekki að sjá við nána athug
un. Reikningurinn var veskú
réttur.
h Undraverður
verðmismunur
Þegar þessir tveir reikn-
ingar eru bornir saman, virð-
ist mér gæta svo mikils mis-
ræmis í öllum kostnaði, að undr
un sætir, einkum hvað snertir
flutningsgjöldin, Ekki er það
sízt, þegar tekið er tillit til
þess, að vegalengdin milli Rvk.
og Vestm. er u.þ.b. 110 sjóm.,
en milli Khfn og Rvk. nálægt
1.200 sjóm.
Sé flutningsgjaldið kr. 450.00
frá Rvk. til Vestm. sanngjarnt,
þá kemur í ljós flutningsgjald-
ið Khfn, — Rvk. mátti, miðað
við vegalengd vera kr. 4.900.00.
Sé aftur á móti flutnings-
gjaldið kr. 379.00 frá Khfn til
Rvk. sanngjarnt þá gat flutn-
ingsgjaldið Rvk. — Vestm. að
skaðlausu verið kr. 34,00.
Tiil að gæta fyllstu varúðar,
getum við reiknað flutnings-
gjöld á styttri leiðum nokkru
dýrari hlutfallslega en á lengri
leiðum. En það er sama. Verð-
miismunurinn verður samt sem
áður undraverður.
Ódýrara með flugvél
Að lokum má geta þess
hér til gaman, að umboðsmað-
ur Flugfélags íslands í Vest-
mannaeyjum tjáði mér, að ef
umræddur hlutur hefði verið
fluttur með vélum félagsins frá
Reykjavík til Eyja„ hefði reikn
ingurinn litið þannig út:
Flutningsgjald kr. 357,00
Afgreiðslugjald — 40.00
Samt 397.00
★ Spumingar
Nú er spurt:
1. Hvort er það svo, að Eim-
skipafélag íslands stundi góð
gerðarstarfsemi á siglinga-
leiðinni Khfn. — Rvk., eða
Skipaútgerð ríkisins okur á
leiðinni ti! og fré Eyjum?
2. Hver var rekstrarafkoma
m/s Herjólfs t.d. á árunum
1965—66?
3. Hver var rekstrarafkoma
Skipaútgerðar ríkisins í
heild á sama tíma?
Með þökk fyrir birtinguna
og kærri kveðju.
Steingrímur Arnar,
V estmannaey jum“.
-yit- Verð á vindlingum
og ljósmyndavöru
„Troel“ skrifar og er
þungt niðri fyrir:
„Kæri Velvakandi!
Þetta bréf er ritað í augna-
bliksreiði í garð stjórnarvald-
anna.
Aðal-orsökin er staðreyndir,
teknar úr þjóðfélagi voru.
— Hvaða hyggjuvit stend-
ur á bak við þá staðreynd, að
hér á landi eru sígarettur helim
ingi ódýrari en í nágrannalandi
voru Danmörku???
— Og —
— Hvaða hyggjuvit stendur
á bak við þá staðreynd að vör
ur til ljósmyndagerðar eru hér
á landi helmingi dýrari en í
Danmörku??
— Er ætlunin að brjóta nið-
ur alla möguleika tilheilbrigðr
ar og þroskandi tómstundaiðju,
og á sama tíma veita ungling-
um og fúllorðnum betri mögu-
leika til kaupa á slíkum ó-
þverra sem sígarettur eru?
— Lækkum verð á útbúnaði
til þroskandi tómstundaiðju, og
hækkum verð á nautnavörum
Málakunnátta
Stúlku vantar til skrifstofustarfa. Auk málakunn-
áttu (íslenzku, ensku og dönsku) er áskilin góð
reynsla í vélritun. Að hluta einkaritarastörf. Um-
sóknir sendist sem fyrst í pósthólf 903, merktar:
„Góð kjör“.
Hjónaklúbbur Garðabrcpps
Dansieikur laugardaginn 6. jan. n.k. hefst kl. 9 s.d.
Aðgöngumiðapantanir í síma 50412 fimmtud. kl.
4—7 s.d.
STJÓRNIN.
líppboð
Opinbert uppboð fer fram í Sundhöll Reykjavíkur,
mánudaginn 8. janúar n.k. kl. 13.30. Seldir verða
ýmsii óskilamunir.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Skrifstofustúlka
Óskum eftir að ráða stúlku til almennra skrifstofu-
starfa og bókhalds. Stúdents- eða verzlunarskóla-
menntun æskileg. Skrifleg umsókn sendist sem
fyrst. Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
ÁRNl SIEMSEN, Austurstræti 17.
verulega!!!
Troel“.
\ antar stúlkur
til fxystihúsavinnu úti á landi strax. Upplýsingar
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Aðalstræti 6
V. hæð, næstu daga.
Bankastörf
Karlmenn vantar til bókhaldsstarfa, þ.á.m. við
endurskoðun, vélabókhald o.fl. Frambúðarstörf.
Umsóknir sendist í pósthólf 903 sem fyrst, merkt-
ar: „Bankastörf“.
Tilboð óskast um sölu á efni og vinnu við gerð ytri
þaka á nýbyggingu tollstöðvar í Reykjavík.
Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri gegn
skilatryggingu kr. 500.00.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðviku-
daginn 31. janúar 1968 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI7 SÍMI 10140