Morgunblaðið - 04.01.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.1968, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 190» FVRSTI KJARNAOFN HEIMSINS 25 ár frá smíði fyrsta kjarnakljúfsins EFTIR BENT HENIUS — ÍTALSKI sæfarinn er kom- inn í nýja heiminn. Með þessum dulmálsorðum hófst símtal bandaríska eðlis- fræðingsins Arthur Compton í Chicago, 2. desember 1942, við Starfsbró'ður hans, prófessor Ja- mes B. Conant við Harvard-há- skóla. En þau þýddu, að kjarna- eðlisfræðingurinn Enrico Fermi hefði sett fyrsta kjarnaklofann af stað. — Hver voru viðbrögð þeirra innfæddu? spurði Conant. — Þeir voru mjög velviljaðir, svaraði Compton. Laugardaginn 2. desember s.l. voru 25 ár liðin síðan atómöld- in hófst í rannsóknarstofu í Chi- cago, í kjallara undir áhorfenda- pöllum íþróttaleikvangs háskól- ans. Nú hefur rannsóknarstofan verið lögð niður á þessum sta'ð og er þar bókasafn. Uppgötvunin. Grundvöllur notkunar orku hins örsmáa atóms (10 milljónir þeirra komast fyrir hlið við hlið á einum millimetra) skapaðist í desember 1938, þegar tveimur þýzkum vísindamönnum, Otto Hahn og Fritz Strassman, tókst að kljúfa úraniumatómið. Sjálf- tim var þeim ekki ljóst hvað þeir höfðu gert. Þeir voru sömu skoðunar og Demokrit, sem áleit, að ekki væri unnt að kljúfa atómkjarnann. Það var Lise Meitner, sem starfaði þá vi'ð Niels Bohr stofn- unina í Kaupmannahöfn, er sá, í umræðum við frænda sinn O. R. Frisch, að atómið hafi verið klofið. Niels Bohr gerði umheim- inum þetta kunnugt á eðlisfræði- ingaráðstefnu í Bandaríkjunum 26. janúar 1939, og hann bætti við, að Frisch hefði tekizt að færa sönnur fyrir uppgötvun Hahn og Strassman vi'ð tilraunir í Kaupmannahöfn. Niels Bohr og öðrum eðlis- fræðingum bauð þó ekki í grun, áætlunarinnar, en þegar fyrsta sprengjan sprakk 16. júlí 1945 í eyðimörkinni í New Mexíco, hafði gerð hennar kostað 2 millj- arði dala. Úranium. Meginvandamálið í fyrstu var að útvega úraníum. í Bandaríkj- unum voru fáar úraníumnámur, en forsjáll belgískur kaupsýslu- maður sendi árið 1940 1100 tonn af úraníum til New York frá hinum auðugu námum í Kongó, og nú lá þessi farmur í skips- lest og beið þess eins að verða fullunninn. Úr hverju tonni var aðeins unnt að vinna 100 grömm af úraníum — 235, en það er not- a’ð sem tundur í kjarnorku- sprengjur. Prófessor Vannevar Bush var formaður bandarísku „Úraníum- nefndarinnar", sem á dulmáli nefndist Section S-l. Störfum nefndarinnar var skipt í þrjá meginflokka. Arthur Compton við Chicago-háskóla átti að reyna að smíða klofa, er framleitt gæti kjarnorku. Harold Urey, sá er uppgötvaði þunga vatnið, skyldi við Columbía-háskólann í New York kanna hvernig unnt væri að hafa hemil á keðjuverkunum og E. O. Lawrence við Kaliforníu háskólann í Berkeley, átti að annast frekari vinnslu úraníum- 235. í ágúst 1942 var hernum falið að vinna að kjarnorkusprengj- unni, verkfræðingadeild hans lagði til menn í vinnuflokkinn, sem nefndur var „Manhattan District of Army Engineers", í þeirri von að unnt væri að villa um fyrir andstæðingunum. Mán- uði síðar var L. R. Groves, hers- höfðingi, gerður að forystumanni Manhattan-áætlunarinnar. Áður en unnt yrði að setja saman sprengju, varð að byggja kjarnaofn. Þeir, sem að rann- sóknunum unnu, höfðu að vísu láti'ð í ljósi, að til keðjuverkana kynni að leiða, en vandamálin voru mörg: Var unnt að fram- að innan tiltölulega fárra ára yrði farið að nota kjarnorkuna til hernaðarlegra og almennra þarfa. En þegar um surnarið 1939 bárust upplýsingar um það til Bandaríkjanna, að Þjóðverj- ar könnuðu möguleika þess, að nota kjarnorkuna í sprengju. Síðar um sumari'ð bárust þær fréttir, að Þjóðverjar hefðu bann að sölu á úraníum úr úraníum- námum í Tékkóslóvakíu. Vegna þessa rituðu bandarískir vísinda- menn, með Einstein í broddi fylk ingar, bréf til Roosevelt, forseta, þar sem þeir vöktu athygli hans á þeim möguleika, er vísindin höfðu skapað til þess að fram- leiða sprengjur með meiri eyð- ingarmætti en áður þekktist. 6. desember 1941, eða daginn fyrir árás Japana á Pearl Har- bour, ákvað forsetinn áætlun, sem hafði að markmiði smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. 6 milljónum dala var veitt til kvæma þetta í raun? Var til nægilegt magn af úraníum? Var unnt að stjórna breytingunni? Lyki tilrauninni ef til vill með því, að rannsóknarstofan spryngi í loft upp vegna keðjuverkana? Vísindamenn alls staðar í Bandaríkjunum unnu með mik- illi leynd að áætluninni. Þannig bauð Arthur Compton hinum frábæru kjarnorkuvísindamönn- um Enrico Fermi, sem var af ítölsku bergi brotinn og Leo Szi- lard, af ungverskum ættum, frá Columbia-háskólanum, starf við hina nýju „málmfræði-stofnun" í Chicago. Eiginkonur þeirra máttu ekki einu sinni vita, hvað þeir voru að gera í kjallaranum undir áhorfendapöllum leikvangs ins. Aætlunin. Þegar kom fram á árið 1942 höfðu Bandaríkjamenn ráð yfir 6 tonnum af úraníum, og gátu nú framleitt 250 kíló á sólarhring, ítalski kjarneðlisfræðingurinn Enrico Fermi stjórnaði tilraunun- um í Chicago. Hann lézt árið 1954. en kílóið kostaði 40 dali. Tals- vert hráefni kom frá Kanada. í hvert sinn sem úraníum- kjarni klofnar losna úr læðingi 2—3 neutronur og mikill hiti. Þessar neutronur geta klofið nýja kjarna, og á þann hátt verður keðjuverkun. Sé ekki hafður hemill á neutronunurri mun á 1/1500 úr sekúndu klofna kjarni, sem skilur eftir sig 500 tóm, en það merkir, að það verður sprenging. í tilraunaklofa verður auðvit- að að hafa stjórn á breyting- unni, og til þess að hafa hemil á neutronunum gátu Bandaríkja- menn valfð á milli þungs vatns og grafíts. Talið er, að Fermi hefði helzt viljað nota þungt vatn, en það var hvergi að finna í Bandaríkjunum. Ætti að vinna það úr venjulegu vatni, sem var tæknilega hægt, myndi það kosta 700.000 krónur á lítra, þess vegna varð grafítið fyrir valinu. Hins vegar kom í ljós að það hamlaði neutronunum um of, og varð því að hreinsa þa’ð fyrir notkun. í kjallara í Chicago vann Fermi ásamt tveimur vakthópum að smíði fyrsta kjarnaofn heims- ins. Þeir lögðu nótt við dag. Ofninn varð nær sex metra hár og líktist appelsínu, sem hefur verið pressuð saman. í honum voru 57 lög af grafítþynnum með úraníum hylkjum. Þeim var staflað hverri ofan á aðra, og þar sem stafli nefnist „pile“ á ensku, dró ofninn nafn sitt af því og var kallaður atomic pile. Öryggisásar úr kadmium- málmi áttu að koma í veg fyrir keðjuverkun, svo að hi'ð dýr- mæta efni spryngi ekki allt í loft upp. Þegar ásunum var dýft niður í ofninn áttu þeir að draga til sín neutronur, þannig að ekki klofnuðu fleiri atóm- kjarnar. Utan um ofninn var settur tré- kassi, en gúmmíblaðra utan um hann, var því auðvelt að sjúga út loft, ef loftmólekúlin yllu því að keðjubreytingin gæti ekki átt sér stað. Dagurinn. Það munaði litlu í júlí 1942 að ke'ðjuklofnun hæfist. En hinn 1. desember sáu vísindamennirnir, að klofinn var að því kominn að leysa kjarnorkuna úr læðingi. Kl. 16 var síðustu grafítþynn- unum með úraníum komið fyrir, og þeir sem voru að vinnu þenn- an dag voru vissir um, að klofn- ing úraníumatómanna myndi hefjast, þegar öryggisásunum yrði lyft upp. Tilrauninni var þá frestað til næsta dag, svo að Fermi og aðrir, sem að tilraun- inni unnu gætu verið viðstadd- ir. Mi'ðvikudaginn 2. desember kl. 8,30 voru allir í kjallaranum. Norman Hilberry var reiðubúinn með öxi á palli fyrir ofan ofn- inn. Hann átti að höggva á streng, sem hélt uppi öryggisás, ef eitthvað færi úrskeiðis. Ásinn félli þá leiftursnöggt niður í ofninn og drægi úr keðjuverkun- um. Auknar öryggisráðstafanir voru einnig gerðar, þrír sjálf- boðaliðar stóðu reiðubúnir hver með eina fötu af kadiumsalt- upplausn, ef útbúnaðurinn á ör- yggisásunum skyldi bila. Þegar allir höfðu fengið síð- ustu fyrirmæli kl. 9,45, fyrir- skipaði Fermi, að hinar rafstýrðu öryggisásar skyldu dregnir upp. Tækin sýndu að keðjuverkanir höfðu hafizt, en Fermi var ekki ánægður, enda þótt tækin tif- úðu örar og mælarnir stigu stöðugt, þegar ásarnir lyftust hærra. — Ég er svangur, sagði Fermi klukkan 12. Var þá gert matar- hlé í tvo tíma. Stundin. Klukkcin 14.20 var allt til reiðu. Öryggisásnum var lyft um 30 cm. Fermi framkvæmdi út- reikninga á pappírsblað, er hann hafði kannað tækin. Allir hópuð- ust í kringum hann. Tif neu- tronanna var orðið að stöðugu suði. Klukkan var 15.25. Fermi hafði verið svipbrigðalaus til þessa, en nú breiddist bros yfir andlit hans og hann sagði: — Klofnunin gengur sjálfkrafa fyrir sig. Hvorki var hrópað húrra né glumdi vi'ð lófatak. Þögull hóp- urinn virti fyrir sér starfsemi fyrsta kjarnaofnsins í 28 mínút- ur. Er Fermi fyrirskipaði að stöðva klofann með því að fella öryggisásanna, dró Eugene Wig- nes frá Ungverjalandi fram flösku af ítölsku rauðvíni, sem hann hafði falið allan tímann fyrir aftan bak. Fermi tók sjálfur flöskuna upp og lét sækja nokkur pappaglös. Ekki var skálað. En þeir hafa seinna sagt, að þeir hafi staðið og vonað, að það yrðu Banda- ríkjamenn, sem eignuðust fyrstu kjarnorkusprengjuna. Von þeirra rættist. Fyrsta sprengjan sprakk 16. júlí 1945 í eýðimörk New Mexico. 125.000 manns unnu í tvö og hált ár að gerð hennar í Los Alamos og Oak Ridge. Ósigrar. 6. ágúst kl. 8.16 sprakk önnur kjarnorkusprengjan (hún vó 4 tonn). En það var ekki í eyði- mörk, heldur yfir byggðu bóli, stórbæ. 90.000 af 250.000 íbúum Hiroshima létust en 40.000 særð- ust. Þremur dögum síðar var næstu kjarnorkusprengju kastað yfir Nagasaki. 40.000 af 200.000 íbúum létust og 40.000 særðust. 14. ágúst gafst Japan upp. Frá þeim tíma hafa kjarnorku- sprengjur ekki verið notaðar í stríði. 70 kjarnorkuver hafa hins vegar tekið við af hinum frum- stæða klofa á Stagg Field í Chicago. 40 eru í byggingu og reiknað er með a’ð árið 1980 verði 15% af raforkuþörf heimsins svalað af kjarnorku. Tveir Þjóðverjar sköpuðu grundvöllinn fyrir notkun kjarn- orkunnar, en hvers vegna tókst Þýzkalandi ekki að koma sér upp kjarnorkusprengju? Nú á timum er vitað, að Þjóðverjum hafði tekizt í ársbyrjun 1942 — á undan Bandaríkjamönnum — að ná fram neutronkeðjuklofning í Leipzig. Þýzkum vísindamönn- um tókst hins vegar ekki að sann færa Hitler um nauðsyn þess að styrkja smíði risasprengju — ef til vill taldi foringinn þess ekki þörf, þegar hann hafði lagt und- ir sig hálfa Evrópu. En sfðar fékk hann um annað að hugsa. Nær 30 ár eru liðin síðan Hahn og Stassman klufu fyrsta úraní- umatómið, án þess að vita hvað þeir höfðu gert. Þeir sáu ekki, að í tilraun þeirra var falin lausn- in á orkuþörf heimsins: Eitt kíló af úraníum gefur frá sér jafn- mikinn hita og þrjár milljónir kílóa af kolum. Sovézkur háskóla- kennari flýr London 2. jan. NTB-AP. SOVÉZKI háskólakennarinn Aziz Ulug-Zade kom til London í morgun frá Nýju Delhi, þar sem hann hafði gefið sig fram við sitjórnarvöld og óskað fyrir- greiðslu til Bretlands. Hann hefur beðið um hæli í Breitlandi, seim póiitískur fióttamaður og verður veitt það. Ulug-Zade, sem er 28 ára að aldri, kom til Nýju Delhi, sem formaður so'Vézkrar æskulýðs- sendinofndar, skömmu fyrir ára- mótin. Þar leitaði hann fyrst á náðir bandaríska sendiráðsins, en síðan til indversku stjórnar- innar og bað um hjálp til að komast til Bretlands. Starfs- menn sovézka sendiráðsins reyndu að tala um fyrir honum og fá hann til að hverfa heim, en árangurslaust. Á flugivellinum í Londion tóku leynilögreglumenn frá Scotland Yard á mót: Uilug-Zade og fékkst ekki upplýst, hvert var farið með hann. Ulug-Zade kvaðst ætla að stunda rúss- neskukennslu í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.