Morgunblaðið - 04.01.1968, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.1968, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1968 JMiwgttitttfafrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavxk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði tnnanlands. VINNUDEILUR OG STJÓRN LANDSINS ¥ áramótaávarpi sínu í út- varpi og sjónvarpi ræddi Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, m.a. viðhorf líð- andi stundar og sagði: „Um þessar mundir þurf- um við að ráða fram úr mikl- - um efnahagsvanda og una fáir vel sínum hlut. Sem og ekki er við að búast, þegar öllum þarf af illri nauðsyn að skammta minna en um skeið voru efni til. Nú er um að gera að halda svo á, að ekki leiði til verulegra og varanlegra þrenginga, sem hægt er að forðast, ef gagn- kvæmur skilningur og sátt- fýsi fá að ráða. En jafnvel þótt harðar vinnudeilur hefj- ist — og í lýðfrjálsu þjóðfé- lagi hafa menn rétt til að velja hinn verri kost, ef þeir sjálfir vilja — þá er þar við ærinn vanda að eiga, þó að hann verði ekki aukinn með því að gera þær að átökum um hverjir eigi að fara með stjórn í landinu eins og hvatt hefur verið til jafnvel á sjálfu ~ Alþingi.“ Forsætisráðherra ræddi síð- an úrslit þingkosninganna í sumar og viðhorfin að þeim loknum og sagði: „Sömu flokkar hafa nú hlotið nægan meirihluta til samstarfs í ríkisstjórn við þrennar kosningar í röð. Þeir, sem beðið hafa lægri hlut, en telja sumir sjálfum sér áskap- að að vera við völd og segja það berum orðum vera móti náttúrunnar lögmálum að stjórnarflokkarnir haldi meiri _ hluta sínum, eru að vonum óðfúsir að hnekkja honum. En um þann meirihluta á að berjast við almennar kosn- ingar, sem að sjálfsögðu fara fram, þegar réttur tími er til kominn og svo mörgum orð- um, sem stjórnarandstæðing- ar fara um það, hversu illa hafi nú tekizt, er ólíklegt, að þeir efist um sigur sinn þá. Hitt mundi leiða til allsherj- ar ófarnaðar, ef nú yrði reynt að nota vinnudeilur í því skyni að knýja morgundag- inn til að koma á undan deg- • inum í dag í valdabaráttu þeirra, sem undir hafa orðið í viðureigninni um traust kjósenda. Slík misnotkun hinna miklu almannasamtaka mundi bjóða margvíslegum hættum heim enda yrði þá eftirleikur óvandaðri, jafnvel þótt tilræðið takist í fyrstu lotu, sem að sjálfsögðu yrði ekki baráttulaust“. Loks sagði Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, í áramótaávarpi sínu: „Öllum er fyrir beztu að hafa hæfilega þolinmæði, reyna að leysa hvert mál eftir þess eigin verðleikum og láta síðan kjósendur dæma eins og lög standa til. Enginn má ætla að gæfa fylgi því, hvorki fyrir sjálfan hann né aðra að fórna meiri gæðum fyrir minni, að reyna að ryðj- ast til valda á móti reglum lýðræðis og stjórnskipunar. Látum ekkert undan fallast til að bæta þjóðfélag okkar og búa öllum lífvænleg kjör. I þeim efnum verður aldrei komist á leiðarenda, því að frá hverjum áfanga, sem náðst hefur, blasa við ný, ónumin lönd. Minnumst þess og að þrátt fyrir ótal torfærur hefur þjóð okkar miðað hrað- ar áfram en flestum öðrum, ekki einungis að ytri hagsæld heldur einnig í sókn til þeirr- ar lífshamingju, sem frjáls- ræði og menntun skapa skil- yrði fyrir“. STÓRT OG MERKILEKT SPOR ITppbygging innlendra skipa smíða er vafalaust einn merkasti atburður í þróun íslenzks iðnaðar um margra ára skeið. Það var ekki vansa- laust að svo mikil fiskveiði- þjóð, sem við íslendingar, legði fram verulega fjármuni til eflingar skipasmíðum í Noregi og annars staðar, en hirti ekki um sinn eigin garð. Á síðustu árum hafa hinar íslenzku skipasmíðastöðvar og þá sérstaklega tvær þeirra, Stálvík í Arnarvogi og Slipp- stöðin á Akureyri, sent frá sér hvert síldarskipið öðru myndarlegra og óhætt er nú að fullyrða, að þessi iðngrein hefur slitið barnskónum, þótt við margvíslega erfiðleika sé enn að etja. Eitt merki þess er, að nú hefur verið ákveðið að smíða tvö ný strandferða- skip í Slippstöðinni á Akur- eyri og var það verkefni boð- ið út bæði innanlands og ut- an. Ljóst er að mörgum þykja þessi tíðindi hin markverð- ustu eins og glögglega má sjá af ummælum dr. Sigurðar Nordals í Morgunblaðinu á gamlársdag, þegar hann seg- ir: T i n y& j U fAN UR HEIMI Bítlamir í einu atriði myndarinnar. Bítlamyndin fær slæma dóma HIN nýja sjónvarpskvikmynd brezku bítlanna „Magical Mystery Tour“, sem sýnd var fyrir fáeinum dögum í Bret- landi hefur hlotið mjög mis- jafna dóma. Sjónvarpsgagn- rýnendur Lundúnablaðanna segja, að myndin hafi verið ósmekkleg, ófmmleg og með öllu misheppnuð. Eftir bréfa- dálkum blaðanna að dæma virðist myndin þó hafa fallið í kramið hjá ungu fólki. Fyr- ir þessa mynd, sem tekur 50 mínútur að sýna, varð BBC sem hefur á henni einkarétt að borga bítlunum um 1.5 millj. ísl. kr. Þegar hafa sjón- varpsstöðvar víða um heim gert boð í myndina og fær BBC eflaust þessa fjárhæð aftur og vel það. í viðtali við brezku blöðin 28. des. sagði Paul McCartney, að þeir félagar hefðiu vissu- lega búizt við gagnrýni á myndina, en ekkert í líkingu við þá, sem fram hefði komið. „Við voruim farnir að ímynda okkur, að allt sem við gerðum væri harla gott og yrði um- svifalaust mietsöluvara. Nú vit um við betur“, sagði McCartn ey. „Mistökin eru fólgin í því, að of margir reyndu að skilja þessa mynd“, bætti bítillinn við. „Myndin fjallaði um ekk ert sérstakt, hún var efnis- laus og þannig vildum við hafa hana. Hún var eins og abstrakt málverk. Það eru töfrabrögð í myndinni, dular fullt ferðalag, feit kona, seim syngur — eittlhvað fyrir aila. En við höfum greinilega haft rangt fyrir okkur. Kannski höfum við gleymt að sníða henni stakk eftir vexti.“ Varðandi þær staðhæfing- ar sumra gagnrýnenda, að í myndinni hefði komið fram fyrirlitning á almenningi sagði McCartney: „Það er frá leitt. Gamanið er jafn græzku laust og það hefur ætíð verið hjá okkur, en okkur verða á mistök. Við hiöfum alörei van m.etið alþýðu manna. Kannski túlka gagnrýnendur ekki al- menningsál'itið á þessari mynd“. Og hann heldur áfram: „Þetta er fyrsta myndin, sem við framleiðum sjálfir. Það má ekki búast við of miklu af okkur í fyrsta sinn. Það hvarflar ekki að okur, að við séurn beztu kvikmyndafram- leiðendur í heimi. En það var mikilvægt fyrir okkur, að við unnum þessa mynd sjálfir. Við hefðum auðveldlega getað safnað að okkur sérfræðing- um og sagt við þá: Nú fram- leiðið þið jólamynd með bítl unum. Það hefði verid auð- velt. Fólk verður að gera sér grein fyrir, að okkur getur skjátlazt, að við gerum stund- um skyssur. Hvað sem öðru líður þá eruim við staðráðnir í að framieiða aðra kvik- mynd.“ „Hvað íslenzkum stórtíð- indum viðkemur hef ég nú gleymt þeim, ef einhver hafa verið og sennilega ekki úr miklu að moða. Þó skal ég nefna eitt, sem hefur glatt mig. Það var þegar skipa- smíðastöð á Akureyri var fal- ið að smíða íslenzku strand- ferðaskipin. Mér finnst það stórt og merkilegt spor í ís- lenzkum iðnaði. sem ber að fagna.“ Þessi fáu orð dr. Sigurðar Nordals lýsa áreiðanlega vel afstöðu almennings í landinu til skipasmíðanna. íslending- ar eru stoltir af því hve þessi iðngrein hefur vaxið ört upp, við metum mikils þann dugn- að og þá djörfung, sem hefur einkennt uppbyggingu hins innlenda skipasmíðaiðnaðar og við erum sannfærðir um, að hann mun áður en langt um líður verða að sannkall- aðri stóriðju á íslandi. Englonds- drotlning heiðrnr._______ London, 2. jan. — NTB f GÆR, mánudag, var birtur listi yfir þá, sem Elizabet Eng- landsdrottning hefur aðlað, eða veitt ýmiss konar nafnbætur um áramótin. Eru á þeim lista um eitt þúsund nöfn og eru þar fjöl mennastir forystumenn útflutn- ingsfyrirtækja, — eða samtals 44 og þrisvar sinnum fleiri en á síðasta ári — og diplómatar, sem staðið hafa í ströngu á liðnu ári, m.a. sex diplómatar, sem stóðu í stappi við kínverska rauða varðliða á sl. ári. Meðal þeirra, sem aðlaðir voru til æviloka, er Sir Humphrey Trevelyan, sem átti mikilvægan þátt í endan- legu uppgjöri Breta við Aden og Suður-Árabíu-sambandið. Og meðal stórkarla útflutningsfyrir tækjanna sem voru heiðraðir, er Lovedin Farmer, forstjóri Ley- land, sem hefur aukið útflutning sinn mjög á síðasta ári. f ár voru heiðraðir 158 opinberir embætt- ismenn, en í fyrra 232. „Seldn sig djöflinum“ Aden, 2. jan. NTB. ÞRIR menn voru teknir a1 lífi í gær, mánudag, á aSalorginu í Sanaa, höfuðborg Jemen. Þús- undir manna horfðu á, þegar mennirnir voru skotnir — en áð- ur hafði útvarpið í Sanna lýst því yfir, að þeir hefðu „selt sig djöflinum og haft siamvinnu við óvini þjóðarinnar“. AlþýðuöómstóU haifði dæmt mennina fyrir landráð og for- sætisráðherra landsins, Hassan Amri, hershöfðingi, staðfest dóm inn. Mikil ólga hefur verið í Sanaa yfir áramótin og harðir bardag- ar milli konungs'hersins og lýð- veldishersins skammt fyrir utan borgina. Hefur Amri hershöfð- ingi lýst því yfir, að lýðveldis- herminn muni berjast tiil síðasta manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.