Morgunblaðið - 04.01.1968, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1968
Jósef Jósefsson
Míásstöðum —
ÓÐUM falla nú stofnar þeir er
úr grasi uxu um aldamótin síð-
ustu og er skammt til loka þeirr-
ar kynslóðar, sem við þau er
kennd. Mættu þó gjarnan leng-
ur loga þeir e'dar er þá brunnu
bjartast og enn eimir eftir af.
Einn þeirra aldamótamanna,
sem kvaddi samferðamenn sína
á líðandi ári, var Jósef Jósefs-
son á Másstöðum. Verður hans
lítillega minnzt hér, þótt seint
sé og fyrr hefði mátt vera.
Jósef heitinn fæddist að Helga
vatni í Sveinstaðahreppi 26.
sept. 1894 og var því orðinn ná-
lega 73 ára, er hann lézt 16. ág.
sl.
Foreldrar Jósefs voru þáver-
andi búendur á Helgavatni, Jós-
ef Jóhannsson bónda á Auðunn-
arstöðum og Sigríður Frímanns-
dóttir bónda á Helgavatni. Stóðu
þannig að honum á báða bóga
sterkar bændaættir enda kom
fram er stundir liðu að eigi var
honum í ætt skotið með hneigðir
til bústarfa.
Föður sinn missti Jósef ungur.
Brá þá móðir hans búi, var eftir
það í húsmennsku með Jósef á-
ýmsum stöðum. Skildu þau ekki
samvistir meðan hún lifði.
Eftr andlát móður sinnar var
Jósef heitinn í vistum á ýmsum
stöðum og hafði ávallt nokkuð’
af sauðfé og hrossum, en hann
var hestavinur mikill og átti jafn
an góða hesta, vel tamda, reista
og ganggóða. Fækkar því enn
um einn, af hinum gamla hesta-
mannaskóla, við brottför hans.
t
Móðir okkar,
Jónína Ásbjörnsdóttir
Urðarstíg 13,
andaðist í Landspítalanum
3. janúar.
Börnin.
t
Systir okkar
Jóhanna Þorsteinsdóttir
frá Blönduósi,
andaðist 2. þ. m. að heimili
sínu Lokastíg 25 í Reykjavík.
Svava Þorsteinsdóttir,
Torfhildur Þorsteinsdóttir.
t
Móðir okkar og amma
Sigríður Jensdóttir
lézt á Hrafnistu 2. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðmunda Elíasdóttir,
Þorgerður Elíasdóttir,
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Einar Guðlaugsson,
Kristján Guðlaugsson.
t
Móðir okjrar og tengda-
móðir
Guðleif Guðmundsdóttir
Stóru-Mörk,
sem andaðist á sjúkrahúsi
Selfoss 1. janúar verður jarð-
sett frá Stóra-Dalskirkju kl. 2
á laugardaginn 6. janúar.
Bílferð verður frá Um-
ferðamiðstöðinni kl. 8,30 f.h.
Börn og tengdabörn.
IVIinmng
Árið 1940 kvæntist Jósef eftir-
lifandi konu sinni, Ingibjörgu
Jóhannsdóttur frá Hafragili,
hinni mætustu konu (systir Gunn
ars Jóhannssonar fyrrv. alþm.)
og stofnuðu þau fljótlega til eigin
heimilis. En svo var mikil tryggð
Jósefs við sveit sína, að þar sem
ekki lá laust fyrir jarðnæði inn-
an hennar, kaus hann heldur að
fara í húsmennsku og búa við
skarðan hlut hvað jarðarfnot
snerti en flytjast brott. Til
marks um hve fast þetta sótti
á, er að eitt sinn fluttist hann
til Blönduóss í húsnæði, sem þau
hjón höfðu tryggt sér, en undi
þar ekki nema fáa daga. Sveit-
in heirnti hann til sín aftur, þótt
vafalaust hefði honum verið létt
ari og hentari, að ýmsu leyti, bú-
seta á Blönduósi, þar sem þá var
liðið á ævidaginn og starfsþrek
tekið að dvína. Síðasta áratug
ævi sinnar, bjó svo Jósef á Más-
stöðum. Kunni hann vel við sig
þar þrátt fyrir nokkra annmarka
á húsakosti og erfiða engjasókn
og þaðan vildi hann ekki fara
unz yfir lyki, enda búnaðist hon
um þar vel, og voru þau hjónin
sæmilega efnuð.
Ekki varð þeim barna auðið,
er á legg komust, en þar sem
bæði voru mjög barnelsk tóku
þau til fósturs bróðurdóttir Ingi-
bjargar, Önnu Bjarnadóttir. Er
hún nú uppkominn og gift kona,
búsett í Reykjavík og flutti Ingi-
björg til hermar eftir andlát
bónda síns.
Jósef var fremur lágur maður
vexti en hneilinn, kvikur á fæti
og harðskarpur til vinnu á yngri
árum, en hin síðari bagaði hann
mjög bflun í fótum og brjóst-
veiki, var furða hverju hann
kom í verk svo lasburða sem
hann var oft, en ástin til sveit-
arinnar ásamt fórnarlund hans
ágætu konu bjargaði, og sízt má
gleyma hjálpsemi og velvild
góðra granna, sem ærið oft léttu
róðurinn.
Eins og getið var voru þau
hjón mjög barngóð. Voru hjá
þeim á hverju sumri unglingar,
svo sem í sveit tíðkast og hafði
Jósef mjög gott lag á þeim án
þess að vera strangur Gat hann
t
Jarðarför konu minnar
Guðrúnar Jónsdóttur
frá Látrum í Aðalvík,
er andaðist 27. des. sl. fer
fram frá Keflavíkurkirkju 4.
janúar .nk, kl. 14.
Finnbogi Friðriksson, börn,
tengdabörn og barnabörn.
t
Jarðarför föðursystur
minnar
Láru Guðmundsdóttur
frá Ofanleiti,
fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 5. þ.m. kl. 1,30.
F. h. aðstandenda.
Ingólfur Sigurðsson.
t
Systir mín
Guðríður Ágústa
Jóhannsdóttir
Framnesvegi 57,
verður jarðsungin laugar-
daginn 6. jan. frá Fossvogs-
kirkju kL 10.30. Blóm af-
þökkuð, en þeim, sem vilja
minnast hennar er bent á líkn
arstofnanir.
Guðbergur Jóhannsson.
beinlínis talað þá til þeirra hluta,
sem hann vildi og var þá tíðum
glatt á hjalla enda mun hans
lengst minnzt fyrir orðkynngi
sína og glaðværð. VerðuT vart
lengra komizt í þeim efnum. Og
bergði hann á veigum Bakkusar,
sem jafnan mátti teljast i hófi,
flutu brandarar og snilliyrði af
vörum hans. Var hann því aufúsu
gestur þar sem hann kom og ekki
var síður ánægjulegt að heim-
sækja þessi gestrisnu hjón, er
tóku hverjum sem að garði bar
með rausn og glaðværð.
Nú hefir líkami Jósefs heit-
ins hlotið legstað í kirkjugarði
sveitar hans og er það við hæfi.
En lengra er hugsað. Að vísu
veit enginn með vissu hversu til
háttar hinumegin við landamær-
in, en væri nokkuð óliklegt að
búast við honum þar á hestbaki
í hóp glaðra og góðra vina, varp
andi glensi og snilliyrðum á báða
bóga?
Þannig kysi ég gjarnan að
hitta hann.
Á jólum 1967. — H.
Kristján Guðjónsson
— Minning
Fæddur 12/10. 1888
Dáinn 24/12. 1967.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem eftir. kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og
rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð
og syndagjöld.
Þessi orð hins kunna skálds
komu mér í hug, er ég heyrði
um andlát vinar míns, Kristjáns
Guðjónssonar — og má vera að
eitthvað þvílíkt komi mörgum í
hug, er þeir frétta lát vina sinna
og samferðamanna. Þetta er
leiðin okkar allra. Stundum ber
þetta mjög brátt að, eins og
dæmin sanna, en eigi var það
svo með Kristján heitinn. Hjá
honum var um alllangan aðdrag-
anda að ræða, og var honum
sjálfum vel ljóst að hverju
stefndi, og tók því með hinni
mestu ró. Hann andaðist ó Land-
spítalanum í þann mund, sem
jólin gengu í garð.
Kristján var fæddur að Efri-
Brú í Grímsnesi og voru for-
eldrar hans Katrín Kristjáns-
dóttir Schram og Guðjón Jóns-
son, trésmiður. Hann ólst þó ekki
upp hjá foreldrum sínuim, held-
ur tóku hjónin Margrét Eyjólfs-
dóttir og Hannes Guðmundsson,
sem bjuggu í Skógarkoti í Þing-
vallasveit, litla drenginn í fóst-
Sigríður Björnsdóttir
— Minningarorð
ALLAR sögur eiga sitt upphaf,
og sagan um kynni okkar Sig-
ríðar byrjaði á þann hátt, að
sonur hennar Rögnvaldur kaf-
færði mig í Tjörninni við Búnað-
arfélagshúsið. Þótti mér maður-
inn allur frumlegur og ólíkur öðr
um mönnum frá fyrstu viðkynn-
ingu. Af þessu atviki spratt órofa
vinátta okkar, og innan tíðar var
ég orðinn fastur heimilisvinur
hjá móður hans og föður í Banka
stræti 2.
Á þessu fjölmenna heimili ríkti
sá andi gestrisni og göðvildar
sem næstum var yfirskilvitlegur,
að minnsta kosti hafði ég aldrei
kynnzt neinu þvílíku.Það rann
fijótlega upp fyrir mér að sá
nægtabrunur sem allir jusu af,
var húsmóðirin Sigríður Biörns-
dóttir. Börnin voru mörg og vin-
sæl. og vinir þeirra urðu allir
vinir foreldranna enda fór það
svo, að þó börnin færu af landi
brott til náms, héldum við heim
sóknunum áfram. eins og ekkert
hefði í skorizt því Bankastræti
2 var í rann og veru okkar ann-
að heimili. Sigurión Markússon,
sýslumaður er látinn fyrir nokkr-
um árum, og nú er Sigríður dá-
in. Já, — það er sagt svo, — en
slíkí>r manneskiur deyja ekki
meðan þeir lifa sem kynntust
þeim.
Lengi olli setning úr Brekku-
kotsannáli Kiljans mér heilabrot
um, en hún er svona: — að næs+
bví að missa móður sína sé fátt
hollara ungum börnum en að
missa föður sinn.“
Sviði þessara orða urðu Álf-
grími litla bærilegri vegna þess,
að hann sem þessi hollusta henti
eignaðist afa og ömmu, og af
varð fögur ?aga. Ég skildi sann-
leik þessara orða. þegar mér
varð hugsað til Sigríðar. Þeir
voru ekki fáir Álfgrímanir sem
áttu hana að athvarfi. þó ekki
úæru þeir allir munaðarlausir og
ekki allir á barnsaldri. f þeim
gullastokk Guðs, sem Banka-
stræti 2 var á þeim árum sem
mér eru kunnust. o^-nuðu sér þar
við elda manngerðu- margar. og
ekki beinlínis innviðalíkar. Þar
áttu athvarf námsmenn á ýmsum
aldri, allt frá eilífðarstúdíósum
ofan í busa, tónlistarséní af há-
um gráðum og lágum, listamenn
þjóðfrægir og lukkuriddarar,
strákar og stelpur afdánkaðir
embættismenn og veglausar
vinnukonur úr sveit Ég var öll
þessi ár að mæta þarna alls kon
ar fólkf sem ég visi engin deili
á, — og veit raunar ekki enn í
dag — en þegnréttur þeirra á
heimilinu var jafn óvefengjan
legur og minn eigin. Allt þetta
fólk átti sin einkamál við Sigríði.
sem hafði tíma til að hlusta á
alla. Þó ól hún aldrei á sjálfs-
aumkun manna, heldur stappaði
í þá stálinu, og leysti oft á eig-
in spýtur þá hnúta sem öðrum
tókst ekki einu sinni að höggva
Aldrei upphóf hún siðaprédikan-
ir þó einhverjum yrði á i mess-
unni. eða skrikaði fótur á svelli
borgaralegra dyggða, — en sagði
í mesta lagi, — ,,aumingja mað-
uinn ég er svo aldeilis hissa'.
Þó held ég að hún — sem sjálf
var þó vammlaus áreynslulaust,
— hafi aldrei orðið sérlega hissa
á neinu asnasparki heimsins. Mér
er nær að halda að þó að ein-
hverjir af þeim matardorum
heimsstjórnmálanna sem hún
hafði minnstar mætur á, eins
og Hitler, Mússolini og Stalín
bóndi í Kreml, hefðu klappað
að dyrum í Bankastr. 2, hundelt-
ir beindngamenn, hefði Sigríður
skammtað í askana þeirra eins
og annarra, og komið þeim í
heiðarlega Vinnu. í Bankastr. 2
var meiri heimsborgarbragur á
Framhald á bls. 15
ur, og þar ólst hann upp. Áttu
hjón þessi jörðina Ásnes á Kjal-
arnesi, og þar mun Kristján hafa
byrjað búskap um tvítugsaldur.
Kristján var einn af stofnend-
um ungmennafélagsins Drengur
á Kjalarnesi, en það félag var
stofnað árið 1909, og mun Krist-
ján haaf þótt góður liðsmaður
þar, því að félagið gerði hann að
heiðursfélaga á 45 ára afmæli
þess, árið 1954.
Kristján starfaði um skeið hjá
Eimskipafélagi íslands, var t.d.
kyndari á fyrsta skipi félagsins,
Gullfossi, á fyrstu ferð hans til
íslands. Seinna gjörðist hann
kyndari við Gasstöð Reykjavík-
ur, og þar starfaði hann um 25
ára skeið.
Er hann varð að hætta því
starfi vegna heilsu sinnar, tók
hann sér fyrir hendur margvís-
leg störf, því að hann var hagur
vel og hafði gott verksvit.
Seinni hlutu ævinnar var ég
Kristjáni vel kunnugur, og tókst
með okkur góð vinátta og sam-
starf, þótti mér oft gott að hverfa
til hans ef eitthvað bar út af —
eitthvað billaði og þurfti lagfær-
ingar við, því að hann kunni á
mörgu skil og var hinn greið-
viknasti hvenær sem til hans
var leitað. Og ekki brast hann
léttlyndið þó að á móti blési, gat
hann oft gengið að hinum erfið-
ustu verkum hlæjandi og hiífði
sér í engu. Líka var gott að
leita til hans ef maður þurfti á
ljóði eða vísu að halda, því að
hann var allvel hagmæltur. Og
sumt, sem ég sá hjá honurn af
því tagi, var vel þess virði að
koma fyrir almenningsjónir. En
slíku flíkaði hann ekki.
Hann lætur eftr sig einn son
og tvær dætur og hóp af barna-
börnum — en einn son missti
hann ungan. Útför hans er gerð
frá Fossvogskirkju í dag.
Um leið og ég vil lýsa þakk-
læti mínu fyrir kynni mín af
Kristjáni heitnum, vil ég tjá
börnum hons og barnabörnum,
svo og tengdabörnum, mína inni-
legustu hluttekningu, og óska
þeim alls góðs á ókomnum árurn.
Magnús Helgason.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um vinum og vandamönnum
sem glöddu mig á áttræðisaf-
mæli mínu 26. desember síðast
liðinn, með heimsóknum, gjöf-
um og heillaskeytum, og
gerðu mér daginn ógleyman-
legan.
Guð blessi ykkur öll.
Tómas Guðmundsson,
Ásbyrgi, ísafirði.
Innilegt þakklæti sendi ég
öllum þeim sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum,
skeytum og kve’ðjum á átt-
ræðisafmæli mínu þann 21.
des. s.l.
Gleðilegt nýjár.
Árni Helgason,
Laugarbraut 7 Akranesi