Morgunblaðið - 04.01.1968, Page 16

Morgunblaðið - 04.01.1968, Page 16
16 MOHGÚNBLÁÐID, FIMM'f'UDÁGÚR 4. JANÚAR 190B „Næg verkefni frnmundan” * * — Rætt við Olafsvíking, Isfirðing, Akureyring og Á SUS. ÞINGI í haust hittum við að máli nokkra kaupstaða- menn og inntum frétta úr þeirra byggðarlöjfum. Hér fara i. eftir viðtöl við þá. Svavar B. Magnússon, Ólafsfirði. — Hefur verið næg vinna á Ólafsfirði að undanförnu? — Sjávarútvegur hefur alltaf verið aðalatvinnuvegur á Ólafs- firði og öll afkomaí landi bygg- ist á því sem berst á land. —• Hvernig hefur aflast? — Við eigum reyndar ekki nema eitt stórt skip, sem mik- ils verður að vænta af í sam- bandi við atvinnulífið, en aðr- ir bátar sem eru þarna eru ekki nógu stórir til að sækja á fjar- læg mið. í haust voru þeir á línuveiðum, en afli hefur verið dræmur. Svavar B. Magnússon, Ólafsfirði. — Eru ekki töluverðar bygg- ingarframkvæmdir á Ólafsfirði? — Það er mikið byggt af íbúð arhúsum og einnig nýhafin bygg ing á elliheimili, sjúkraskýli og gagnfræðaskóla. Aðalmál í sam- bandi við uppbyggingu bæjarins má segja að sé hafnargerðin og við vonum að stórátak sé að vænta í þeim efnum. — Hvernig gengur félagslíf í Ólafsfirði? — Nú er rétt að byrja sá tími, sem félagsstörf eru hvað blóm- legust, en það má segja að fé- lagsstarfsemin byrji ávalit á svipuðum tíma og gagnfræðaskól inn byrjar. í fyrra var stofnað leikfélag innan gagnfræðaskól- ans og starfaði það mjög mikið á síðasta vetri. íþróttafélag er starf andi og það er aðalfélagsskapur æskufólks og einnig er töluverð starfsemi hjá Leikfélagi Ólafs- fjarðar. íþróttafélagið hefur á prjónunum að byggja fullkomna skíðastökksbraut á svokölluðu Kleifarhorni og stökkæfinga- braut fyrir unglinga, sem er gert ráð fyrir samkvæmt skipu- lagi. innan bæjarins. Segja má að næg verkefni séu framundan og má t.d. nefna, að þegar þessu er lokið þarf að byggja togbraut fyrir skíðamenn. — Er mikill skíðaáhugi á Ólafsfirði? — Skiðaáhugi er mjög mikill og sem dæmi má nefna, að á síð asta vetri var þátttaka í skíða- iðkun það mikil, að jafnvel skip stjórar á bátunum notuðu frítím ann til skíðaiðkana. Ólafsfirðing ar hafa ávallt átt góðum skíða- mönnum á að skipa og m.a. átt íslandsmeistara í skíðastökki sl. 3 ár. — Hvernig hefur verið með síldarvinnslu í Ólafsfirði? — Það er í fyrsta skipti nú í Ihaust að síldarvinnsla hefur get að farið fram innanhúss og vinnuafköst virðast hafa aukizt til muna við þessa hagræðingu, að geta saltað síld hvernig sem tíðarfar er. Sem dæmi um ágæti þessarar vinnuhagræðingar má nefna að um 1300 tunnur hafa verið saltaðar á 8 tímum. Einn- ig er töluvert fryst af síld og flakað og það sem ekki er not- hæft í fullkomnari verkun fer í síldarbræðsluna á Ólafsfirði, en vandamálið er að hráefni vantar oft. Jóhann Á. Kjartansson, ísafirði. — Hefur verið næg atvinna á ísafirði í haust? — Já, ég myndi telja að at- vinna væri næg, en ekki nógu fjölbreytt. — Eru nokkur spor í þá átt, að auka fjölbreytni atvinnuveg- anna? — Það myndi ég segja að væri allt of lítið. Á ísafirði er fyrir hendi góður slippur og þar er t.d. möguleiki til eflingar stór- skipasmíða. íslendingar verða að auka stórskipasmíðar sínar, því að þeir hafa sýnt að þeir standa fyllilega erlendum aðilum á sporði í því efni. — Hvernig er háttað félags- málastarfi á safirði? — Félagsmálaáhugi er ekki mikill, enda skortir fullnægj- andi aðstæður. Nú um tíma hef- ur verið starfandi nefnd í bæj- arstjórn. sem hefur verið að kanna möguleika til að byggja félagsheimili, en vegna þess að mörg félög í bænum eiga eigið húsnæði, þá er erfitt að hrinda í framkvæmd byggingu á stóru hiúsi. — Hafa samgngur ekki batn- að á Vestfjörðum á síðustu ár- um? Jóhann Á. Kjartansson, ísafirði. — Jú, með tilkomu safjarðar- flugvallar varð gjörbylting í samgöngumálum kaupstaðarins og nægliggjandi byggða. Sam- göngurnar eru greiðar á sumrin, erfiðari á veturna og þess vegna verður að leggja á herzlu á að fullvinna vegakerfið og í sam- bandi við Vestfjarðaáætlunina er stigið spor í rétta átt. í sumar hefur verið unnið að vegalagn- ingu að væntanlegum jarðgöng um i gegn um Breiðdalsheiði. — Hvað um skóla og félags- mál fyrir vetrunin ? — Skólar eru fullskipaðir og engin vandræði hafa orðið í sam bandi við ráðningu kennara. Til tónlistarskólans hefur verið ráð inn ungur tékkneskur tónlistar- maður, sem miklar vonir eru bundnar við. Hörður Sigurvinsson, Ólafsvík. — Eru miklar byggingarfram kvæmdir í Ólafsvík? — Já, þær eru mjög miklar og mikið byggt að fbúaðrhús- um, en einnig hafa verið stór- framkvæmdir innan hreppsins í sambandi við byggingu nýrrar kirkju, sem nú hefur verið vígð. Einnig er verið að byggja íþrótta hús og sundlaug. á hafa verið mjög miklar hafnarfarmkvæmd- ir á undanförnum árum og eru enn og hefur stórum áfanga ver ið náð í þessum máluf þó að ekki sé búið að fullvinna þessi verkefni. — Hvað er áætlað verð ein- býlishúsa — Ég myndi segja að áætlað verð á sa. 120 ferm húsi sé um 1200 þús. kr. miðað við að hús- ið sé tilbúið til að flytja inn í það. — Vinna mennirnir mikið sjálfir við húsin? — Já, mjög mikið og raunveru lega þess vegna er uppbygging- in jafn ör, og svo líka það. að menn vinna mjög mikið hvem virkan dag. — Hvernig hefur gengið með fisfcvinnslu? Hörður Sigurvinsson, Ólafsvik. — Afli hefur verið mjög sæmi legur á undanförnum ánrm, en hefur dregist mjög mikið saman núna og viljum við þar kenna þorskanetjaiveiðum um. Á tali sjómanna hefur heyrst að í sjón- um ihafi verið svo mikið af net- um sl. vetur, að lögnin var þre- föld víggirðing frá Öndverðar- nesi að Bjargi og eru það skoð- anir manna, að takmarka þurfi þorskanetaveiðar innan Breiða- fjarðar. Á fundi sem ungir Sjálf stæðismenn héldu í haust í Grundarfirði kom fram sú álykt un, að banna yrði þorskaneta- veiðar innan ákveðinna svæða Breiðafjarða og jafnframt talið að heppilegasta lausnin á þessu máli væri að leyfa netaveiðar frá 1. marz til vertíðarloka og jafn vel loka algjörlega hrygningar- svæðunum. — Hvað með félagsstörf i Ólafsvík? — Félagsstörf eru mjög lítil og stafar það fyrst og fremst af því, að atvinna hetfur verið mjög mik il á sðíustu árum. Menn hafa ekki gefið sér tíma til að sinna þeim málum og því hafa þauver ið lítil. Aðstaðan hefur í raun og veru verið slæm fyrir félags starf vegna húsnæðisskorts. Ur þessu vandamáli hefur nú rætzt með tilkomu hinnar nýju kirkju, þv íað í kirkjunni er safnaðar- heimili, sem mun leysa þann hús næðisvanda, sem hefur háð okk- ur í almennri félagsstarfsemi. Þórir Ottóson, Akureyri. — Hvernig er ástandið í at- vinnumálum á Akureyri? — Atvinnuástand fyrir norðan er slæmt og það er ekki meir en svo að fólk geti fengið vinnu og Ólafsfirðing búið er að loka Gefjunarverk- smiðjunum og saumastofunni Burkni og fleiri iðnfyrirtæki heima vantar nú verkefni. Þó nokkuð hefur verið um þð að fólk á Akureyri hafi leitað at- vinnu í öðrum landshlutum. Sér- lega verður ástandið slæmt í vet ur, því að þá er ekki hægt að vinna við byggingarvinnu úti eða neina útivinnu almennt. — Hvernig hefur togaraútgerð in gengið sl. sumar? — Hún hefur gengið alveg ágætlega og togararnir hafa afl- að vel. Þeir hafa lagt aflann upp í frystihúsin á Akureyri og það hefur skapað nokkra atvinnu. Aðkallandi er að endumýja tog- arana því að þeir eru farnir að ganga úr sér. — En afli smærri skipa? — Trilluútgerð er nokkur og ÞAÐ hafði ég haldið að hin djúpu dýru go blóðugu spor er njinkainnflutningur hefur mark- að í þjóðlíf okkar íslendinga hefðu eftirskilið reynslu er ekki yrði á villst hvernig taka bæri, en svo virðist ekki ætla að verða, því nú er stofnað til nýs inn- flutnings með nýju frumvarpi á Alþingi. Það má til furðu teljast hve margir menn þótt greindir telj- ist, eru glámsfcyggnir á rök reynslunnar þótt augljós virðist og skýr. Það er öllum ljóst, þeim til þekkja, að innflutningur minka hefur bakað þjóð okkar stórtjón, böl og kvöl á ýmsum sviðu.m. Þegar fyrra frumvarpið var flutt. er leyfa skyldi á ný inn- flutning minka til stórhags fyrir minkaskinnaframleiðendur, benti ég á hve hæpin væri sú fratn- leiðslugrein er byggðist á auð- kvenna duttlungum. Nú hefur á daginn komið að minkaskinn hafa stórfallið á verði á heims- markaði, og hvernig tókst ekki til hérna á árunum þegar hafin voru með stórum kostnaði kaup á Blárefum til ræktunar, og bygg ing Bláretfabúra, er fyrr en varði sögðu pjattkonur í veröld úti — Við viljum ekki sjá Blárefja- skinn meir, — og allar stórgróða vonirnar voru að engu orðnar, og allir biðu stórtjón er út í gróðavona-áhættuna höfðu flan- að. Nú er það svo. að ekki er það einasta hin fjárhagslega ánættu- hlið sem þetta nýskipaða minka- frumvarp hefur áhrif á, heidur miklu fremur þær afleiðingar og það ástand sem skapast hefur með þjóð okkar við minkainn- flutninginn. Hve misfcunariaus kvalavaldur hann hefur reynst öllu lífi er hann hefur við ráðið til dráps. Ég gjöri ráð fyrir að ég og sonur minn Sigurður, sem nú býr að Geitaskarði getum talist í hópi þeirra er bitrasta reynslu hafa hlotið af kynnum við þá villiminkahjörð er nú herjar vítt um landsbyggðina. Nú vil ég spyrja ykkur alla þá á Alþingi, sem eruð að fikta vtð frumvarp til laga, er heimili minkainnflutning til landsins á ný. Hefir nokkur ykkar komið nærri hænsnakotfa og hlustað á kvalavein hænsnanna, þar sem minkurinn var að dráps- og kvala verfcnaði sínum? Hefir nokkur ykkar séð rjúpuna, sem ham- ingjusöm af móðurást sveif lip- urfætt og hreyfingamjúk eftir lyngmóum dalshlíðarinnar með 12 dálítið stálpaða unga- sína sækja þær helzt til fanga mið- svæðis í Eyjafirði. Síldarbátarn- ir sækja á miðin fyrir austan land, en koma þó stundum með síld í Krossanes. — Er ekki stöðugt unnið að gatnagerð á Akureyri? — Nokkuð hefur verið mal- bikað í bænum, en herða þarf róðurinn í því efni. — Er blómlegt félagslíf á Ak- ureyri? — Félagslíf er mjög gott. íþróttir eru mikið stundaðar og má segja að mikill félagsáhugi sé á Akureyri. Aðalíþróttasvæð- in á veturna eru íþróttaskemm- an, sem byggð var í fyrra, og er 'hún mikið notuð af íþrótta- fólki og þá sérstaklega hand- bolta og körfuboltafólki. Einn- ig er nú mjög góð aðstaða til skíðaiðkana í Hlíðarfjalli og ný- lega var lokið við að reisa hina fullkomnu skýðalyftu, sem nær frá Hótelinu í Hliðafjalli og upp í svokallðan Stromp. — Á. J. aftan við stél sitt. móðurgleði hennar var auðsæ — en háski miskunarleysisins og dauðans var ekki langt undan. Minkur- inn kom skríðandi neðan skorn- inga hlíðarinnar neðan frá ánni, og eftir örstutta stund hafði hann drepið og tætt sundur öll 12 rjúpubörnin. Rjúpunni náðf hann ekki til dráps, því hún gat flogið. Getið þið ekki hugsað ykkur hvílík sviðasár litla rjúpu móðurhjartað hefur hlotið við slíka sjón. Líklega hefur heldur enginn ykkar rekist á lamhsmóð- urina er lá á grundinni í Sauð- burðargirðingunni og karaði ný- burð sinn. Hún átti sér einskis ills von, móðurgleðin blikaði í augum hennar. Minkurinn kom, beit stykki framan úr hálsi lambsins og dró það til hliðar, því slíkt linmeti kærði hann sig ekfci um til átu, en annað var honum í hug er ljúfara myndi á bragðið. Hann réðist á lambs- burðarsjúka ána og reif undan henni -tálmafullt júgrið og át lyst sína af. Getið þið ekki getið ykkur nærri um líðan ærinnar — andlega og líkamlega, þar sem hún varð að liggja fleiri klukku- stundir. þar til á hana var ráðist til aflítfunar? Ég gjöri ráð fyrir að allir þið er styðjið framgang þessa nýja frumvarps séuð drengir góðir að gerð, sem engum viljið kvöl eða böli valda, og því verðið þið að fá notið hins gullvæga gamia boð skapar, að ykkur verði að fyrir- gefast að því að þið vitið ekki hvað æ þið gjörið með hinu ofangreinda frumvarpi ykkar nú. En hitt verður ykkur ekki fyrirgefið ef þið viljið ekki á hlýða að aðhyllast ábendingar þeirra manna er frammi fyrir ykkur standa með fang sitt fullt glerharðra raunhæfra sanninda og staðreynda er ótvírætt sýna hvílík fjarstæða væri :.ð fara að stofna til nýs minkainnflutnings nú. Ég veit þið segið: Það er eng- in hætta á að minkarnir slyppu út nú. En ég segi: Eins og ég veit að auistrið ’er á móti vestrinu, eins veit ég að minkar þeir cr nú yrðu inn fluttir, myndu út sleppa og valda viðbótar skað- ræði. Við íslendingar höfum löngum verið, erum enn, og nmn um áfram verða — athyglissljóir trassar. — Því segi ég til ykkar minkafrumvarpsmenn nú: Hætt- ið þið — tafcið frumvarpið aftur. Þorbjörn Björnsson. frá Geitaskarði. Minkafrumvarpið á Alþingi nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.