Morgunblaðið - 04.01.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.01.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA kökteilar, en safnaðí þó kunn- ingjum saman kring um hana. Hún var með allra hressasta móti þennan dag, falleg af bros- andi — jafnvel kát. Dwight Ell- iott var mestallan tímann við hlið hennar, og enn fór ég að velta því fyrir mér, hvort hún myndi nokkurntíma giftast hon- um. Hún bað mig að 'hella í bolla og ég gerði það. Bessie var hivergi sýnileg, og jafnivel Tony virtist vingjarnlegur, eins og honum var eðlilegt. Þarna höfðu verið mannsl'át og ýmislegt dul- arfullt á ferðinni, en nú virtist það s-vo langt í burtu frá þessum glaðlega hóp karla og kvenna. En þá kom Bessde inn. Ég sá, að andlitið á Tony stirnaði upp, og brosið á Margery Sboddard dó út á vörum hennar. En Bessie lét eins og ekkert væri. Hún gekk beint að teborðinu og stóð þar yfir mér. — Þakka þér fyr- ir, Pat, sagði hún. — Nú skal ég taka við. Afsakið tovað ég kem seint. Ég stóð upp og hún settist 1 sætið mitt. Þetta var vitanlega mistök. Þetta almennilega fóLk gat auðvitað ekki þolað hana. Það færði sig smiámsaman frá teborðinu og skömmu seinna var samkvæminu lokið. Þetta virtist nú ekki merki- legt í bili — þessi tilraun henn- ar til að sýna atf sér mannalæti. En merkilegt varð það nú samt. Að vissu leyti flýtti það fyrir sorgaratburðinum, eða ol'li hon- um kannski beinlínis. Því að tveim dögum seinna hélt Bessie sjáltf samkivæmi. Hún hafði í hyggju að fara burt — öllum i húsinu til mikillar gleði — og þetta átti að verða skilnaðar- sam'sæti hjá henni. Þarna var eitthivað um þrjá- tíu mann — flest ungt fólk og allt hávaðasamt. Vandræðin hóf- ust þegar hún kallaði á Reyn- olds og tjáði honum, að eins tóltf þeirra ætluðu að borða kvöld- verð. Hann gerðist svo djarfur að malda í móinn. — Því miður, frú, en ég held bara, að það sé ekki ti-1 nægilegur matur í hús- inu. — _Þá verðurðu að útvega hann. Ég er búin að bjóða þeim. Pierre í eldlhúsinu þvemeit- aði að hafast neitt að, og Tony varð bálvondur og þaut til Beverley í hótelið, af því að klúbburinn var einmitt lokaður. Etf ekki Maud hefði verið, hefði hann vafalaust fleygt öllum skrílnum út, en við Vorum hins- vegar að reyna að halda friði og ró, hennar vegna. Og veslings Partridge gamli neri saman höndum í öngum sínum: — Það eru allar búðir lokaðar, ungfrú Pat, sagði hann. — Hvað á ég til bragðs að taka? — En maturinn vinnufólks- ins? — Hann var étinn um miðjan dag. Það fékk kvöldmatinn sinn klukkan hálfsex, eins og vana- lega. Það var bæði dimmt og kalt, og ég fór nú samt með Gus í bílnum niður í þorpið. Búðirnar voru lokaðar, en mér tókst að vekja uipp bæði ketsalann og miatvörusalann heima hjá þeim, ,og áður en klukkan var orðin átta, gekk ég inn í eldihúsið til 49 Pierre, hlaðin bögglum. Pierre stóð þarna með spenntar greip- ar, hútfuna niðri í augum og með illskusvip, en eldhússtúl'kurnar hnipruðu sig saman úti í horni. Hann hreyfði sig ekki þegar ég kom inn. — Mér þykir þetta leitt, Pierre, en ég geri mitt bezta. — Ég ætla mér ekki að fara neitt að elda ofaní þessar fylli- byttur, sagði hann önugur. Ég, Pierre, er í þjónustu frú Wain- wright en ekk-i þessarar kvensu. — Farðu þá frá, sagði ég og var líka orðin vond. — Ég get búið til matinn og ætla mér lika að gera það. Ég vil ekki, að frúin fari að hafa áhyggjur af þessu, og þú ættir að skammast þín. Ég bretti upp ermarnar og tók og opna bögglana. En þá sneri hann sér allt í einu að skjéilf- andi kvenfólkinu úti í 'horni — ekki veit ég, hvort það vax nafn Maud eða enska steikin, sem olli því — og sagði: — Komið þið hingað og takið til hendi, sagði hann. — Ég vil ekki láta skemma góðan mat, meðan ég stjórna hiér í eldlhús- inu. Farðu frá, Pat. Ekki nema það þó, að þú farir að búa til mat! Maud borðaði uppi hjá sér þetta kvöld og ég með henni. Hún hafði verið í simanum þeg- ar ég kom inn, og var föl en þó róleg. Hún borðaði mjög lítið. Ég man eftir því, að jafnstórt og þetta hús var, þá barst til okkar ómurinn af hálvaðanum niðri, en hún hafði ekkert orð á því. Aðeins einu sinni virtist 'hún taka eftir honum og ótoein- línis þó. Hún hallaði sér fram og snerti höndina á mér. — Mér þætti gaman að vita, Pat, hvort þú tfærð nokkurntíma hugmynd um, hive mikil huggurt þú hefur verið mér. Ég vildi bara óska, að þið Tony gætuð einhvern- tíma gifzt. Hann er svo afskap- lega ástfanginn af þér, elskan mín. Hilda kom henni í rúmið eftir kvöldverðinn. Eins og ég sagði var Amy farin fyrir ful't og allt, etftir að hatfa varað mig við þeirri, sem hún kallaði „bölvaða óhemjuna", og fellt síðan nokk- ur tár á armbandsúrið, sem var skilnaðargjöf Maud til hennar. Maud hafði beðið mig að doka við þangað til hún væri komin í háttinn og þegar hún kallaði á mig, sat hún upp í rúminu. — Ég lét hana Hildu fara, sagði 'hún. — Mig langar að biðja þig að gera dálítið fyriir mig. Komdu með skrána, sem þú bjóst til um daginn, yfir þetta dót í járnskápnum. Mig langar að líta yfir hana. Ég náði í skrána og hún sat og athugaði hana. Þarna var allt skrásett: perlufestarnair báðar, smaragðarnir, ein sex demants- arm'bönd og stóri, ferkantaði trú l'otfunarhringurinn, sem hún vair aldrei með á hendinni. S!vo voru nælux, eyrnahringir og spennur og löng demantakeðja. Þetta var í mínum augum eins og öll auð- æfi Indlands, en hún horfði á það með óánægjusvip, og reyndi að muna, hvað hvext um sig hefði kostað, og hvað það myndi seljast á aftur. — Þetta er ekki mikið, sagði hún, — en samtf kynni það að verða nægilegt. Ntokkuð er það að minnsta kosti. Ég skildi ekkert, hvað hún /ar að fara. Enda þótt ég hefði ekki annað í höndum en sparisjóðs- bókina hennaT, gat ég ekki séð neina nauðsyn á því, að hún færi að selja skartgripina sína. En hún gaf mér enga skýringu á þessu. Hún geymdi skrána, lagðist aftur á bak í rúmið og virtist þreytt en þó ánægð. — Mér líður betur nú en lengi undanfarið, sagði hún. — Góða nótt, elskan og sofðu vel. Þetta var það síðasta, sem hún sagði nokkurntfcna við mig. Samkvæmið hjá Bessie vax í fullum gangi, þegar ég gekk til herbergis míns klukkan tíu. Ég háttfaði og fór í rúmið og botnaði enn ekki neitt í neinu. En þá datt mér í hug, að ég hefði fundið rétta svarið við þessu og það væri, að hún ætlaði enn einu sinni að fara að kaupa Bessie af sér, og kaupa sér þannig frið, eins og hún hafði eintoiverntíma orðað það. Eftir 13 ár og 7 mánuði þegar tækjum okkar, getum við farið Ég varð bálvond. Fyrir bara tveimur dögum hafði hún gefið Bessie tvö þúsund dal-a ávísun, fyrir föt, og hún hafði bara hleg- ið að mér. — Hvað á ég að gera við þetta? hafði ég spurt. — Gera við það. Fá honum Tony það. Ég er ennþá konan hans. Henni vixtist skemmt að sjá á mér svipinn. — Fáðu honum það, ásamt kveðju minni, sagði hún, — það er ekki nema tittlingaskít ur fyrir hann, og fari það allt saman fjandans til. Og nú var Maud enn að kaupa hana af sér. Ég er hrædd um, að ég hafi séð rautt þetta kvöld, með allan þennan hávaða niðri og menn á fleygiferð að bera glös, og svo einstöku hlátur- rokur. Því að Tony mátti sjálf- um sér um kenna, og það var hann reyndar fyrir löngu búinn að segja mér. J.C. gamli, sagði hann hafði sett hann í vinnu, undir eins og hann var búinn með skólann. — Hann setti mig í verksmiðj- una, sagði hann. Allt, sem hann sagði mér, var að kaupa mér samifesting og að spýta á allt áður en ég settist á það. Ég gleymdi því einn daginn og brenndi við það meira en bux- urnar mínar. En þegar ég fór, að þrem árum liðnum, vax ég með sigg á báðum höndum, en ég kunni verkið utanbókar. Honum líkaði vel í verk- smiðjunni. Hann fór með matar- kassa með sér og kynntist öll- um mönnunum, og kunni vel við þá. — Gamli maðurinn hafði reynzt þeim vel, að því er hon- um sjálfum fannst, hætti að láta verksmiðjuna hafa verzlun- ina við þá á hendi, setti upp baðh'erbergi og þvottaherbergi handa konunum þeirxa. Hann lokið er afborgunum af þessum að græða peninga, drengir. skildi það ekki sjáifur, að þeir voru ekki ginnkeyptir fyrir neinni góðgjörðastarfsemi. Nú fá þeir ágoðahluta. Það er nú ekki mikið, en þó heldur til bóta. Ég sofnaði loksins, Þar eð samkvæmið hjá Bessie hafði byrjað klukkan fimm, var það úti um el-lefu. Húið var snögg- lega þögult og rétt um sama leyti kom Tony upp og gekk til herbergis sí-ns. Ég vax rétt að sofna, þegar ég heyrði, að Roger var eitthvað órólegur úti í gang- inum. En svo varð hann rólegur aftur og ég líka. Það var enn dimmt, þegax ég vaknaði. Mér fannst á mér, að einlhver væri inni í ’herberginu. Ég man eftir að ég reis upp og sagði: — Hver er þar? Er nokk- uð að? Enginn svaraði, svo að ég kveikti á náttlampanum og leit kring um mig í hertoerginu. Þar var engin sála. Heldur ekki í stofunni minni, en þegar ég leit fram í ganginn, var Roger þar ekki. Það gerði mig órölega. Niðxi virtist alltf vera þögult, en það var óvenjulegt, að hundur- inn færi frá dyrunum mínum. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort honum hefði verið hleypt út en ekki inn aftur. Klukkan mín vax hálffjögur, þegar ég fór í slopp og gekk nið- ur stigann. Roger var í vestur- ganginum, lá þar við einar dyrn- ar snuggandi, og ég sá samstund- is, að keðjan var ekki í hurð- inni. Og þegar ég tók í tourðina, var hún ólæst. Enniþá var ég ekki orðin hrædd. Ég opnaði og hleypti hundinum út og stóð síðan kyrr og beið hans. Hafi ég nokkuð hugsað, þá var það, að vinnu- fólkið hefði verið þreytt og gleymt að læsa dyrunum, eða einhver úr sanvkvæmi Bessie VÖRÐIIR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐINIM ÁRAMÓTASPILAKVÖLD Áraraótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður í kvöld fimmtudaginn 4. janúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Skemmtiatriði: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. Skemmtiþáttur, Gunnar og Bessi. 6. Dans. Húsið opnað kl. 20.00 — lokað kl. 20.30. Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.