Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 24
XSKUR Suðurlandstiraut 14 — Sími 38550 FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1968. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Svallsamt á Rauf- arhöfn um helgina Einn kœrði þjófnað SKIPVERJI á Mánafossi kærði stuld til sýslumannsembættisins á Húsavík um sl. helgi. Kvað hann hafa verið stolið frá sér tæpum 1000 krónum í peningum, nri og 8—9 vindiingapökkum, þegar skipið hafði viðkomu á Raufarhöfn um helgina. Fulltrúi sýslumanins fór til Raufarhafnar til að ranmsaka málið. Kom í ljós, að talsvert hafði verið um ölvun á Raufar- höfn meðan skipið lá þar inni, og m.a. hafði Skipverji þessi ver- ið ölvaður, þegar hann taldi sig hafa verið rændan. Var hann í hóp með skipsfélögum sínum og fleiri mönnum úr þorpinu, og voru allir við skál. Sigurður Briem, fulltrúi sýslumamns í N- Þingeyjarsýslu, tjáði Mbl., að miál þetta væri óupplýst etnnþá. og annar líkamsárás vert um ölvun á Raufarhöfn, og kærði þá einn maður liikams- árás. Voru málavextir þeir, að tveir menm sátu að sumbli heima hjá kuinningja símum. Voru þeir peningalausir, og að síðustu gátu þeir þvingað gestgjafann til að láma sér 600 krónur. f sama mund bar þarna að þrjá aðra menn úr þorpinu, sem allir voru við skál, og banst þeim þetta til eyrna. Skipuðu þeir þá mönn- unum, sem fyrir voru, að skila peningunum aftur, en þeir streitt ust á móti. Kom þá til handa- lögmáls, og fór svo, að slegnar voru tvær tennuT úr einum mannanna í slagsmálunum. Kærði hann þetta til sýslumanns sem hefur nú málið til meðferð- ar. Kvöldi seinna var einnig tals- Kona fyrir bil KONA slasaðist í umferðinni á Miklubraut í gærkveldi. Var kon an að fara yfir syðri brautina á móts við Rauðárstíg, þegar þar bar að bíl úr austurátt. Skipti það engum togum, að konan lenti framan á bifreiðinni vinstra megin, féll í götuna, og að sögn bílstjórans mun annað framhjólið hafa farið yfir hana. Hún var flutt í slysavarðstofuna en er ekki talin mjög alvarlega slösuð. Eldur í húsi við Hverfisgötu SÍÐDEGIS í gær var slökkvilið- ið í Reykjavík hvatt að Hverf- isgötu 104, en þar er gamalt steinhús með timburlotftum. Var eldur í geymsluriisi, er slökkvi- liðsmenn komu á vettvang og talsverður eldur í gaflinuim. Greiðlega gekk að slökkva eld inn. Einhverjar skemimdir urðu aí vatni, því timburgólf er í gey mislul ofti nu. Mikil ófærð í nágrenni Reykjavíkur í gærkvöldi — Hundruð bíla sátu tepptir í lengri eða skemmri tíma, bœði á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og á Suðurlandsvegi MIKIL umferðarteppa mynd aðist í nágrenni Reykjavík- ur í gærkvöldi vegna ófærð- ar. Var þetta sérstaklega á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, svo og á Suð- urlandsvegi fyrir ofan Ár- bæ og allt austur að Selfossi. Voru margir bílar tepptir í lengri eða skemmri tíma á þessum leiðum. Hins vegar var ástandið betra á Vestur- landsvegi. Átti ófærðin rætur sínar að rekja til þess að mikill skafrenningur var víða, en hins vegar ekki mik- il snjókoma. Leiðin milli Hafnarfjarðar og Reyikjavíkur fór að geraist þungfær seinni hluta dags f gær, og var það einkum vegna mikiLs skafrenninigs við Arnar- nesið. Voru flestir bílanna á þessari leið án keðja, og einnig vildi snjór fara inn á bílanna, þannig að drapst á vélinni. Um áttaleytið í gærkveldi voru milli 100 og 200 bílar tepptir í lengri eða skemmri tíma á þessari leið, en þrir vegheflar votu þarna til að aðstoða bílanna. Um klúkkan tíu var ástandið þó farið að skána, og búið að draga þá bíla, sem gefizt hötfðu uipp, út af veginum, svo að hinir gátu kom Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í gœr: Endanleg afstaða til tolla- breytinga ekki tekin — fyrr en samningum við frystihúsin er lokið MAGNÚS Jónsson, fjármála-1 hans. Fjármálaráðherra sagði ráðherra, upplýsti á Alþingi í gær vegna fyrirspurnar frá Þórarni Þórarinssyni, að frv. um tollalækkanir væri tilbú- ið en hefði ekki verið lagt fram enn vegna breyttra við- horfa gagnvart sjávarútveg- inum og líkum á því að ríkis- sjóður yrði að taka á sig aukn ar skuldbindingar vegna að ríkisstjórnin yrði að gera sér frekari grein fyrir því máli áður en ákvörðun yrði tekin um tollabreytingar, samningum við frystihúsin væri ekki lokið en búast mætti við að það yrði síðari hluta vikunnar. Þórarinn Þórarinsson (F) bar fyrirspurn sína fram í umræðum um stjórnarfrv. um tollheimtu og tolleftirlit og sagði að búizt hefði verið við því að tolla- lækkunarfrv. lægi á borðum þingmanna þegar fyrsta dag þinghaldsins. Hann sagði að inn- flytjendur hefðu dregið að sér hendur um tollafgreiðslur á vör- um og þegar væri farið að bera á vöruskorti. Þingmaðurinn spurði hvað ylli þessum töfum og hvort ekki mætti vænta frv. fyrir helgi. izt leiðar sinnar. Voru margir ökumenn allt að því tivo tíma að komastf milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á þessu tímabili. Sömu sögu er að segja um á- standið á Suðurlandsvegi. Fjöl- margir bílar voru á leið austur eða að koma í bæinn og festust margir þeirra í skötflum, sem mynduðust á veginum á skömm um tíma. Til dæmis má geta þess að snjómoksturstæki voru þrjá tíma að komast frá Reykja- Framh. á bls. 23 Morðingi Markúsar ófundinn EKKERT nýtt hefur komið fram varðandi morðið á Markúsi Sig- urjónssyni vestur í Bandaríkj- unum fyrir skiömmu. Er sendi- herra ísiands í Washington, Pét- ur Thorsteinsson, hafði samband við skólastjóra stýrimannakóla þess sem Markús var í, féikk hann þær fréttir, að unnið væri að því að leita að fólki á þessum slóðum, sem hefði þekkt Markús. Það væru þó fáir, þar sem hann hafði ekki verið lengi í skóian- um, og hafði farið á sjó á miJli. Ekkert hafði því komið fram við rannsókn málsins, sem gæti gef- ið vísbendingu um morðingjann. Nýr barnaskóli tekinn í notkun í Tálknafiröi NÝLEGA voru teknar í notkun fyrstu kennslustofur í nýjum barnaskóla á Sveinseyri í Tálkna firði, en það er fyrsti áfangi í myndarlegri skólabyggingu, sem þar er að rísa. Mbl. bafði sam band við Davíð Davíðsson, odd vita á staðnum og fékk hjó hon- um nánari upplýsingar. — Okkur fannst þetta vera mikill áfangi, sagði hann. Við höfum kennt í 60 ára gömlu skólaihúsi og þar hefur verið þröng á þingi, barna fjöldi komist upp í 42 skólabörn. Nú voru teknar í notkun í nýja skólahúsinu tvær kennslu- Týndu menn- irnir ófundnir f GÆR leituðu hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Kópavogi og björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins nokkuð sumarbústaða- löndin í nánd við Reykjavík, ef vera kynni að þar fyndist einn af mönnunum, sem saknað er. Ekki bar það neinn árangur. Hinir mennirnir tveir eru einn- ig ófundnir. stofur, kennaraiherbergi og snyrtiherbergi. Og átformað er að þarna verði heimavist fyrir 16 nemendur, sem er að nokkru tilbúin. í sömu byggingu verður eldihús og borðstofa. sem unnið er að í vetur. Þar er líka langt komið með kennaraíbúð, og verð ur hún tekin í notkun fyrir næsta skólaár. Skólastjórinn hef ur til þessa verið einn, en von- ast er til þess að þegar til boða stendur góð ný íbúð, þá fáist annar kennari. Er því lagt mik- ið kapp á að ljúka þessum fram kvæmdum sem fyrst. í baxnaskólanum eru nú 34 börn. Rétt við skólann er allgóð sundlaug, sem verður til afnota Framh. á bls. 23 Samningafund- ur stóð enn yfir SAMNINGAFUNDUR aátta- semjara með útgierðarmönnum annars vegar og fulltrúiwn báta- sjómanna hins vegar hófst kl. 8.30 og stóð hann yfir þegar blaðið fór í preratun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.