Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1968 7 og svo lagðist hann aftur I still- ur og hreinviðri, og fór vel á því, enda margir, sem halda því fram, að þá sé fegurð íslands mest, þeg- ar tunglskinið skín á hjarnið eða spegilslétta firðina, hálfstirðnaða í vetrarkuldum, norðurljósin braga yfir höfðum okkar og jafnvel Karlsvagninn tekur á sprett ásamt hinum stjörnunum, bregður á leik yfir himinhvolfið af einskærri kátínu og gleði yfir fegurð him- insins. Sem ég nú lagði leið mína niður á Lækjartorg til að huga að mann- lífinu, sem alla jafna er líflegast í kringum þá makalausu Persil- klukku, sem orðin er eitt af eilífð- armálunum, óumbreytanleg, þótt stúlkumyndin breytist, og er þó vel, að þeir klæddu hana ekki í stutt pils — hitti ég mann á Út- vegsbankahominu, sem var i happ- drættisskapi: Storkurinn: Hvað kætir hjarta þitt svo mjög, manni minn? Maðurinn í happdrættisskapinu: Og ekki nema það, að nú hef ég fundið lausnina á miklu vanda- máli, sumsé því, hvernig á að fá fólk til að una glatt við skatta sina og útsvör. Það fer nefnilega ekki á milli mála, að fslendingar eru ein happdrættisglaðasta þjóð veraldar, og þó víðar væri leitað, eins og sagt er, og hvers vegna mætti nú ekki efna til happ- drættis í sambandi við skatta- skýrslurnar. Nota mætti nafnnúmerin fyrir happdrættisnúmer, og í vinning væri svo annaðhvort niðurfelling á sköttum og útsvari það árið eða einhver lágmarksvinningur, eins- konar kauptrygging eins og hjá sjómönnum. Mætti raunar hafa vinningsnúmer fleiri en eitt Svo þegar skattskrá yrði lögð fram yrðl dregið með pomp og dragt, og sannaðu til, fólk yrði þræl- spennt, lifði a.m.k. I voninni um stund, og myndi ég telja þetta með bjargráðum. Ja, þú segir nokkuð, manni minn, sagði storkur, en einhvem fyrirvara yrði að hafa á þessu, til dæmis þann, að fólk hefði þó talið fram í tíma, varla er þó hægt að krefjast þess, að það teldi alveg rétt fram, enda slíkt ekki lands- siður, en allt um það, þá aðhyllist ég tillögu þína, mér finnst ekkert að þvi að bæta einu happdrætt- inu við hin, sem fyrir eru, þetta er hvort sem er allt ekkert annað en happdrætti, og svo geta menn sungið við raust eins og ég ætla að gera, þegar ég kveð þig, manni minn: „I.ánið elti Jón, lét í friði mig. Lánsami Jón, ég öfunda þig“. FRÉTTIR Æskulýðsfélag Laugarnessóknar Fundur í kirkjukjallaranum I kvöld kl. 8.30. Fjölbreytt fundar- efni. — Séra Garðar Svavarsson. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í matstofu fé- lagsins, Kirkjustræti 8, mánudag- inn 22. janúar kl. 9. Björn L. Jóns- son læknir flytur erindi. Allir vel- komnir. Hrannarkonur — Skipstjórnarmenn Munið árshátíðina í Domus Medica laugardaginn 20. jan. — Hefst með félagsvist kl. 9 stund- víslega. Dansað til kl. 2. Heimatrúboðið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Verið velkomin. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 19. jan. er Bragi Guð- mundsson, sími 50523. Frá Guðspekifélaginu: Guðjón B. Baldvinsson flytur erindi í kvöld á vegum Reykjavikurstúkunnar, í Guðspekifélagshúsinu Ingólfsstræti 22. Erindið nefnir hann: „Glataði sonurinn". Verkakvennafélagið Framsókn minnir félagskonur á spilakvöld- ið fimmtudaginn 18. jan. kl. 8.30 i Alþýðuhúsinu. — Þriggja kvölda keppni. Góð verðlaun í boði. Filadelfía, Reykjavík Vakningasamkoma hvert kvöld vikunnar kl. 8.30. — Ræðumaður: Victor Greisen, trúboði frá Banda- ríkjunum. Allir velkomnir. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins heldur skemmtifund fimmtudag- inn 25. janúar í Sigtúni. Spiluð verður félagsvist og fleira. Takið með ykkur gesti. Stúdentar MR. 1958 Stúdentar frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1958 Fundur verður í Leikhús- kjallaranum fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.30. Fundar- efni: 10 ára jubileum. Mæt- um öll. — Bekkjarráð. Kristniboðsvika d Akranesi Á samkomu kristniboðsvikunnar I Akraneskirkju I kvöld kl. 8,30 talar Benedikt Arnkelsson guð- fræðingur. Sýndar verða myndir frá kristniboðsstarfinu. — Kristni- boðssambandið. Kvennadeild Borgfirðingafélagsins heldur fund fimmtudaginn 18. janúar kl. 8.30 í Hagaskóla. Frú Sigriður Þorkelsdóttir, snyrtisér- fræðingur, mætir kl. 9. Systrafélag Keflavíkurkirkjn Fundur verður haldinn í Tjam- arlundi fimmtudaginn 18. janúar kl. 8.30. Tilkynning til sóknarfólks Símanúmer mitt er 16337 og heimilisfang Auðarstræti 19. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar- prestur í Hallgrímsprestakalli. Breiðfirðingafélagið Fyrsta skemmtikvöld ársins verð ur haldið í Breiðfirðingabúð. fimmtudaginn 18. jan. kl. 9. Fé- lagsvist og dans. Heildarverðlaun, farseðlar til Kaupmannahafnar báðar leiðir. Kvenfélag Kópavogs heldur fund í Félagsheimilinu, uppi, fimmtudaginn 18. janúar kl. 8.45. Mæðrafélagskonttr. Munið fundinn að Hverfisgötu 21 fimmtudaginn 18. jan. kl. 8,30. Spilað verður Bingó. Skagfirðingamótið 1968 verður haldið á Hótel Borg laugardaginn 20. janúar og hefst með borðhaldi kl. 7. Húsið opnað kl. 6.30. Minni Skagafjarðar flytur Ólafur B. Guðmundsson. Heiðurs- gestur kvöldsins er Eyþór Stefáns- son. Guðrún Á. Símonar syngur lög eftir Eyþór Stefánsson. — Að- göngumiða skal vitja fimmtudag- inn 18. jan. í suðurdyrum á Hótel Borg. Þann 16. desember voru gefin saman af séra Þorsteini Björns- syni, ungfrú Helga Jónsdóttir, Ljósvallagötu 32, og Fredrik Rioe. Heimili þeirra er í Pettsburg, V- Þýzkalandi. (Studio Guðmundar). Þann 6. janúar voru gefin sam- an í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, ungfrú Klara Hilmarsdóttir og Þórður Krist- jánsson. Heimili þeirra er að Garðastræti 21. (Studio Guð- mundar). Á annan í jólum opinberuðu trú- lofun sína Ragnheiður Narfadóttir, Hvassaleiti 85, og Gunnar Helgi Guðmundsson, Litlagerði 6. T áningadansleikur í Glaumhœ AHir vita, að táningarnir heimta sina dansa, Vatusi, Sneeker, Cha- polka, Cha, cha, cha, eða hvað þeir nú heita, en ekki er alveg víst, að allir kunni hin réttu spor. Þess vegna ætlar dansskóli Her- manns Ragnars að kynna þessa nýjustu táningadansa i Glaumbæ í kvöld. Sjálfsagt flykkjast táning- ar á vettvang, og hér að ofan er mynd af einu ungu paranna í dans- skólanum. Og svo er bara að stíga dansinn. Iðnaðarhúsnæði til leigu, hentar vel fyrir saltfiskverkun eða verk- stæði. Sírni 16637 og 18828. íbúð til leigu Fámenn fjölskylda getur fengið 2ja—4ra herb. íbúð strax, gegn því að annast fatlaðan, eldri mann. Uppl. í sima 81990. Aðstoða við skattframtal byggingarskýrslum og fl. Verð kl. 450—750. Innifal- ið 'kærur og bréfaskipti síðar ef með þarf. Sig. S. Wium, sími 40968. Reykjavík — Kópavogur Lítið hreinlegt iðnaðarhús- næði (um 20—30 ferm.) óskast til leigu. Tilb. send- ist Mbl. fyrir föstudagskv. merkt: ..Hreinlegt — 5243“. Dömur Saumið kjólana sjálfar, — sníð, þræði og máta síða og stutta kjóla. Sími 24102. Oddný Sigtryggsdóttir, dömuklæðskeri. Skuldabréf ríkis- og fasteignatryggð, tekin í umboðssölu. Fyrir- greiðsluskrifst., Austurstr. 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Ung kona óskar eftir atvinnu margt kemur til greina. Uppl. í síma 83578 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu nú þegar. Axel Mogensen, simi 33104 eftir kl. 5. Ráðskona óskast á fámennt heimili í þorpi á Suðurlandi Tilboð sendist Mbl. merkt: ,,Tvennt í heimilj nr- 5241“. Skipstjóri Vanur skipstjóri óskar eftir góðum vertíðarbát nú þeg- ar. Uppl. í síma 19698 milli kl. 13—18 í dag, fimmtudag Húsbyggjendur athugið G’etum bætt við okkur smíði á innréttingum. Vönd uð vinna, valið efni. Leitið tilboða. Innbú sf., Skipholti 35, sími 36938. Herbergi eða lítil íbúð óskast 1. febrúar eða fyrr, helzt í Kleppsholtinu. Uppl. í síma 34814 frá kl. 2 e. h. í d&g. Loftskeytamaður með starfsreynslu hjá Landssímanum óskar eftir atvinnu Margt kemur til greina. Uppl. í sima 32646. Hefilbekkir Notaðir hefilbekkir og blokkþvingur til sölu á Vatnsstíg 3, bakhúsinu. Keflavík Líti'l íbúð óskast strax. — Uppl. í síma 1422. Sjónvarpsloftnet Annast uppsetningar og við gerðir og breytingar fyrir Keflavíkurstöðina. Uppl. í sfma 36629 og 52070 dag- lega. Orðsending Að marggefnu tilefni viljum við undirritaður sæl- gætisframleiðendur aðvara þá, sem kaupa eða selja söluturna eða verzlanir, sem verzla með okkar vör- ur. Fari sala fram, án þess að áður hafi verið leitað samninga við okkur um greiðslu á útistandandl skuldum, munum við ekki afgreiða neinar vörur til hins nýja eiganda. Hlutaðeigendur eru beðnir að hafa þetta í huga nú og framvegis. Reykjavík, 15. janúar 1968 Sælgætisg. Opal Sælgætisg. Freyja — Móna — Víkingur Efnablandan h.f. — Vala H. F. Nói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.