Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JAN’ÚAR 1968
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eSa 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
yy——j BfiAtfrnA/f
RAUDARARSTlG 31 SfMI 22022
Nýr sími
23-222
SENDIBÍLAR HF.
Einholti 6.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
AUDVITAÐ
ALLTAF
★ Að kveða rímur
Ingþór Sigurbjörnsson skrif-
ar:
„Svo mikið skyn sem fólk al-
mennt ber þó á alls konar
ljóðagerð (og létta stakan á
enn almenna hylli), hef ég oft
undrazt þá hugtaksvillu, hve
margir kalla allan vísnakveð-
skap: rímnakveðskap, og það
þó að sé verið að kveða lausa-
vísur, jafnvel eftir unga höf-
unda, sem alls ekki eru kunnir
fyrir neinn rímnaskáldskap.
Þetta hefiir mér samt fund-
izt keyra alveg um þvert bak í
dagskrárkynningum Útvarps-
ins.
Nú á síðustu kvöldvöku er
fluttur var gamall kveðskapur
Jóns heitins Lárussonar frá
Hlíð á Vatnsnesi, var sagt, að
hann kvæði rímur. Jafnt þeim
sem iðka söng sem kveðskap,
er fuli-ljóst hugtakið LAG-
BOÐI, og mátti ölium ljóst
vera, er á hlýddu, að hann kvað
lagboða, þ.e. aðeinis einu sinni
hvert kvæðalag og tilgreindi
jafnframt, eftir hverjum það
væri bafit, rétt eins og þá er
höfundar sönglaga eða annarra
tónverka eru kynntir.
Hvernig stendur þá á þessum
hugsanagraut? Er það máske af
sömu rót og notkun orðanna
kvæðalög og rímnalög, er
virðast oft notuð sitt á hvað í
sömu merkingu, rétt eins og
orðin hver og hvor, að ekki er
gerður gréinarmunur á tvítölu
og fleirt&lu.
Að vísu var samfeldasta
notkun kvæðalaga þá rímur
voru kveðnar, en þar sem slíkt
er nú mjög fáheyrt, virðist
mjög fráleitt að nota það orð
yfir það óskyldasta af kveð-
skapnum, lausavísur og lag-
boða. Á maður máske von á
því, að einhvern tíma, ef rím-
ur væru kveðnar í útvarpið, að
þá yrðu tilkynnt, að kveðnar
yrðu lausavísur? Það væri ekk-
ert meira.
ýý Stakan er verndar-
vættur móðurmáls-
ins
Sá, er hnoðar saman stökum,
glímir við málið og verður á
því ýmisLegt ljóst, sem enginn
skóli mundi kenna honum.
Honum verður eðlileg hreinni
málsgreining, fleiri og hreinni
hugtök.
Orðið Björn
Það er oft verið að finna að
málsmeðferð blaðamannanna,
en við eigum ekki síður mikið
í hættu, ef útvarpsmenn hætta
að nenna að bera fram ís-
lenzk kjarnyrði, svo að þeir,
sem á hlýða síendurtekið,
venjist t.d. af að segja hið svip-
hreina orð: Björn, og fari að
dæmi þessara finu manna að
segja bara hljómlaust og svip-
laust: Bjönn. Eru þá nokkur
undur, þó að ég fái bréf með
utanáskriftinni Bjösson?
Ingþór Sigurbjs.".
ýý Hraði
I. A. skrifar:
„í sumar birtust í Velvak-
anda Morgunblaðsins greinar
um Lasergeislann og um þá
uppgötvun, að hann getur farið
með níföldum ljóshraða. Þessi
uppgötvun mun hafa komið
allmiklu róti á hugarheim
þeirra vísindamanna og ann-
arra, sem hingað til hafa talið,
að venjulegur ljósgeisli fari
með mestum hugsanlegum
hraða.
Nú langar mig til að beina
eftirfarandi spurningum til
eðlisfræðinga eða annarra vís-
indamanna:
1. Hver er hraði aðdráttar-
afisins?
2. Við vitum um mismun-
andi stig hraða: hijóðhraða,
ljóshraða. Er óhugsandi, að til
sé hraðastig, sem fer eins langt
eða lengra fram úx ljóishraðan-
um eins og ljóshraðinn fer
langt fram úr hljóðhraðanum?
3. Er slík hraðgeislun óþekkt
og órannsökuð með öUu hér á
jörðu, eða þekkist hún í ein-
hverri mynd og getur hún haft
eitthvert hagnýtt gildi?
Fróðlegt væri, ef einhverjir
vísindamenn vildu svara þess-
um spurningum eða ræða þessi
mál á einhvern háitt.
I. A.“.
Velvakanda minnir nú, að
þetta með nífaldan hraða, hafi
verið einhver misskilningur, en
vonandi verður einhver vís-
indamaður til þess að svsira
þessu í stuttorðu bréfi.
'A Umferðarmál
„Einn af Suðurnesjum"
skrifar:
„Kæri Velvaksindi!
Þegar mér verður hugsað til
þeirra tíðu umferðarslysa, sem
orðið hafa á Suðurnesjavegi
undanfarið ár, dettur manni í
hug, að einhverju sé ábótavant
í sambandi við öryggisútbúnað
bifreiða. Nú er t.d. frumvarp á
alþingi um öryggisbelti í bíla,
og eru það orð í tíma toluð. En
af hverju erum við íslending-
ar, sem öpum flestar nýjungar
eftir nágrannaþjóðum okkar,
svo lengi að taka það upp, sem
aðrar þjóðir telja sjálfsagðan
hlut? Ég vil benda þeim mönn-
um, sem með þessi mál hafa
að gera, að það hefur verið
lögð mikil áherzla á, að aur-
hlífar væru á bílum, sem hafa
svo gefið misjafna reynslu.
En því ekki að skylda alla
bílaeigendur að hafa rúðu-
sprautur á bílum sínum, því að
flestir okkar vegir eru malar-
vegir, og þegar ekið er fram
úr bíl eða bílar mætaat á blaut-
um vegum, vill oft koma fyrir,
að ökumaður blindast >af aur-
slettum, sem byrgja útsýn bíl-
stjóra. Þetta væri hægt að úti-
loka, ef rúðusprautur væru á
hverri bifreið.
Svo er annað mál, sem ég tel
hið brýnasta, en það er, að ef
þarf að skilja bíl eftir út á veg-
um einhverja orsaka vegna, þá
eru engin aðvörunarljós til að
gefa það til kynna, nema stöðu-
ljós, og þau lýsa samt í
dimmviðri. Því ekki að taka
upp þann hátt sem t.d. Banda-
ríkjamenn hafa á. Ef bíll bilar,
t.d. sprmgur á hjólbarða, þá
er sérstakur rofi, sem hægt er
að setja í samband við stefnu-
ljós, og þau lýsa samt í
samtímis með vissu millibi’L
Þjóðverjar hafa þann hátt á,
að þeir setja luktir bæði fyrir
framan og aftan bílinn, sem
ætti ekki að vera verra, en ég
held, að sú fyrri væri hand-
hægari. Það myndu kannske
einhverjir segja, að það væri
'hægt að misnota þessi ljós, en
ég vil benda á: hvað er ekki
hægt að misnota í sambandi við
ljós, t.d. dem.pa ekki ljós fyr-
ir toíl, sem á móti kemur eða
gleyma að taka stefnuljós af,
og svo mætti lengi telja.
Einn af Suðurnesjum“.
— Aðvörunarmerki, til að
setja fyrir aftan og framan
kyrrstæða bíla, munu fáat hér.
Fyrirspum svarað
Vegna fyrirspurnar Velvak-
anda í Morgunblaðinu í dag, 16.
þessa mánaðar, vil ég upplýsa
eftirfarandi, svo sem um var
spurt:
1. Á liðnu ári (1967) hefur
emibættið móttekið frá toUaf-
greiðslunni í flugstöðvarbygg-
ingunni á Keflavíkurflugvelli,
áfengi 146 flöskur, áfengi 346
peiar, áfengi minitúr flöskur
25, létt vín 12 f.löskur auk 52ja
lítilla flaska af rauðvínL
Áfeng.t öl 331 flaska, vindlingar
165 pakkalengjur, vindlar 819
styktki.
2. Áfengi og tóbak er sent til
ÁTVR og eru hér til staðar
kvittanir fyrir móttöku þess.
Áfengu öli er hellt niður og
slíkt er gert með réttargjörð.
3. Matvæli eru brennd og það
gjört í votta viðurvist. Sér-
stakur brennsluofn er hér til
staðar.
Séu einhverjir, er telji sig
hafa orðið fyrir ólögmætri toll-
afgreiðslu, er sjálfsagt fyrir
viðkomandi að leita réttar
síns.
Með þökk fyrir birtinguna.
Lögreglustjórinn á Keflavík-
flugvelli
16. janúar 1968
Björn Ingvarsson.
Útgerðarmenn - skipstjórar
Höfum fyrirliggjandi þriggja og fjögra kílóa neta-
stein.
IIELLUSTEYPAN. Sími 52050 og 51551.
Húsfélög
IMú er hagstætt að fá
gólfteppalagnir í
stigahús. Endingar-
góð gólfteppi, eru
ódýrari en dagleg
ræsting dúka. Leitið
tilboða.
Álafoss
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í Ártúnshöfða,
iðnaðarhverfi, 2. hluta.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn
3.000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
6. febrúar n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Vonarstræti 8. — Sími 18800.