Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FiMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1968 Undirbúningur hafinn á svæði ÍR í Fossvoginum Erlendur Valdimarsson setti 15 unglingamet á s.l. sumri, en Jón Þ. Ólafsson vann beztu afrekin AÐALFUNDUR ÍR var haldinn Erlendur Valdimarsson ÍR setti 15 unglingamet á árinu — og er hér við hlið Guðmundar H ermannssonar KR, sem setti 10 íslandsmet. Met Erlendar voru í kúluvarpi og kringlukasti, en met Guðmundar í kúluvarpi inni og úti. í Þjóðleikhúskjallarannum 10. des. sl. Formaður félagsins, Gunnar Sigurðsson setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Reynir Sigurðsson, en fundarritari Þór- ir Lárusson. Formaður flutti skýrslu stjórn ar, sem bar vott um mikið o.g gott starf. Alls hélt stjórnin 35 bókaða fundi á starfsárinu. Lögð var áherzla á að lagfæra IR-hús- ið, það var málað að utan og auk þess lagfærð böð og fim- leikagólf. Einnig var endurbætt hitakerfi. ÍR var úthlutað svæði undir starfsemi sína í Fossvogsdal á sl. ári í tilefni 60 ára afmælis fé- lagsins, sem var 11. marz. Und- irbúningur er hafinn um skipu- lagningu og mælingu svæðisins, en það tók að sér verkfræðiskrif stofa Sigurðar Thoroddsen. Stjórnin leggur áherzlu á, að skipulagning svæðisins verði vel undirbúin og framkvæmdum verði þannig hagað, að það bygg ist upp með byggðinni í Foss- vogsdal, svo að frumbyggjarnir þar laðist strax að þessu íþrótta svæði. Gísli B. Kristjánsson las og skýrði reikninga, sem voru samþ. einróma. Sex íþróttadeildir Innan ÍR eru starfandi sex íþróttadeildir, skíðadeild, hand- kn attleiksdeild, körfuknattleiks- deild, frjálsíþróttadeild, sund- deild og fimleikadeild. Skíðadeildin starfaði af mikl- um þrótti sem endranær. Skíða skáli ÍR í Hamragili var mikið notaður af skíðafólki félagsins. í sumar var skálinn leigður út sem barnaheimili og er í ágætu ásigkomulagi. Dráttarbraut var endurbætt og mikið notuð. Deild in keypti ný tímatökutæki, sem gerir framkvæmd móta mun auðveldari, en áður var. Skíða- fólk ÍR stóð sig með ágætum á öllum kappmótum eins og mörg undanfarin ár. Deildin sá um framkvæmd Reykjavíkurmótsins, sem tókst vel. Formaður Skíða- ■— —' Dýrasta félagslið Breta TOTTENHAM hefur ekki tek izt að komast í efstu sætin í ensku deildakeppninni í vet- ur, en eigi að síður á félagið dýrasta lið sem nú er leik- andi í Englandi. í síðustu viku keypti félagið 23 ára gamla skyttu frá Southamp- ton, Martin Chijyk fyrir 125 þús. pund. Er þá kaupverð liðsmanna Tottenham nú komið upp í 750 þús. pund eða rösklega 100 millj. isl. kr. Framkvæmdastjóri félags- ins leitar nú að góðum varn- armanni til að styrkja lið sitt og kveðst reiðubúinn að borga 100 þús pund fyrir hann, fái hann mann sem hann sé ánægður með. deildar ÍR er Reynir Ragnarsson. Handknattleiksdeildin er að mesetu skipuð ungu fólki, sem starfaði vel á sl. ári. Handknatt leiksmenn ÍR tóku þátt í öllum flokkum karla fslandsmótsins. Meistaraflokkur var í öðru sæti 2. deildar íslandsmótsins með 9 stig af 16 mögulegum. Efnt var til afmælismóts, sem tókst ágæt lega. Formaður Handknattleiks- deildar ÍR er Þórarinn Tyrfings- son, en aðalþjálfarar Sigurður Bjarnarson og Jón Sigurjónsson. ÍR-ingar tóku þátt í öllum helztu sundmótum ársins. Bezt- um árangri náðu Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Hörður B. Finnsson. Allmargt ungt fólk æfir nú sund innan félagsins, sem á eftir að ná langt í fram- tíðinni. Efnt var til afmælismóts, sem tókst með ágætum. Nýr þjálfari var ráðinn til deildar- innar á sl. ári, Ólafur Guð- mundsson og starf hans hefur þegar borið góðan árangur. For maður Sunddeildar ÍR er Örn Harðarson. Frjálsíþróttadeildin starfaði af miklum dugnaði sl. ár. í yngri flokkum hafði ÍR mikla yfirburði yfir önnur félög og framfarir voru miklar í flokki ALLAR horfur eru nú á því, að enn fleiri Danir gerizt atvinnu- menn í knattspymu. Má það ef til vill teljast nokkur von, því bæði blaðamenn og eins forráða menn knattspyrnumálanna, virð ast alls ekki standa í vegi fyrir slíku — heldur þvert á móti hvetja þá frekar til þess. Dregið í happdrætti * * ISI Dregið hefur verið hjá Borgar- fógetanum í Reykjavík í Lands- happdrætti Í.S.Í. Upp komu eftirfarandi númer: 1. Jeepster jeppi 46479 2. Johnson vélsleði 41533 3. Johnson vélsleði 19059 4. Bátur m/utanborðsvél 6314 5. Þvottavél Hoover 31127 6. Þvottavél Hoover 7814 7. Þvottavél Hoover 13898 8. Kæliskápur 53725 9. Kæliskápur 8993 10. Saumavél Husqvarna 4145 11. Saumavél Husqvarna 27269 12. Saumavél Pfaff 28898 13. Saumavél Pfaff 20805 14. Saumavél Pfaff 30934 15. Saumavél Pfaff 10769 (Frá íþróttasambandi íslands) þeirra eldri. Kvennaflokkur fé- lagsins efldist mjög á árinu. ÍR-ingar fóru í keppnisför til Nor'ðurlanda í fyrrasumar, sem tókst vel. Félagið var í öðru sæti í Bikarkeppni FRÍ, en árið áður voru ÍR-ingar í þriðja sæti. Mesti afreksmaður deild- arinnar var Jón Þ. Ólafsson — en mestar framfarir sýndi Er- lendur Valdimarsson, sem setti 15 unglingamet. Hinn gamal- kunni þjálfari Guðmundur Þór- arinsson réðist til félagsins á sið ksta ári og vann þar geysimikið og gott starf. Formaður Frjáls- íþróttadeildar ÍR er Karl Hólm. Körfuknattleiksdeild ÍR er ein öflugasta deildin innan ÍR. Starfið var gott á sl. ári eins og mörg undanfarin ár. Fé- lagið hlaut sigurvegara bæði í íslands- og Reykjavíkurmótum. í meistaraflokki karla var ÍR í öðru sæti á báðum mótunum. Á mótum sl. haust er greinilegt, a'ð mfl. iR er í mikilli framför, sigraði t. d. í Hraðkeppni KR um jólin. Formaður Körfuknattleiks- deildar ÍR er Gunnar Petersen, en aðalþjálfari er Einar Ólafs- son. Starf Fimleikadeildar er ekki mikið og stjórn deildarinnar er í höndum aðalstjórnar. „Old boys“ og frúarflokkar störfuðu á árinu. Gunnar Sigurðsson var ein- Til hamingju ! Það vakti mikla athygli, þeg- ar formaður dönsku landsliðs- nefndarinnar, Erik Hansen, lét svo ummælt þá er hann vissi um undirskrift fimmmenning- anna á dögunum (landsliðsmann anna John Steen Olsen, Erik Dyreborg og Henning Boel, sem fóru til Bandaríkjanna, og Tom Söndergaard og Finn Laudrup, sem gerðust atvinnumenn í Aust róma endurkjörinn formaður ÍR, en með honum í stjórn eru Hauk ur Hannesson, Gísli B. Krist- urríki), að hann óskaði þeim innilega til hamingju og gæfu og frama í atvinnumennskunni og kvað þá hafa verið og von- andi verða öðrum ungum dönsk- um knattspyrnumönnum for- dæmi. Fimm nýir Nú hefur þessi sami Erik Han- sen valið fimm menn til sér- stakra landsliðsæfinga í sitað hinna fimm sem undirritað hafa. Hinir nýju eru: Henning Munk Jensen, Aab, miðframvörður, Henrik Bernburg, AB, h. inn- herji, Keld Bak, Næstved, h. inn hverji, Ben>t Jensen, B1913, mið- jánsson, Ágúst Björnsson, Öm Harðarson, Pétur Sigurðsson og Kristmann Magnússon. herji og Vagn Hedager Esbjerg, v. innherji. Fleiri fara Og Erik Hansen sagði: — Ég er reiðubúinn að glíma við og leysa fleiri vandamál í sambandi við val .lamdsliðs. Það kæmi mér ekki á óvart þó velja yrði næstum nýtt lands.lið, áður en kem-ur að fyrsta verkefni þesis — pressuleik 28. maí. Ég væri himinlifandi ef bara færu þeir 5 sem farnir eru. En reyndar mymdi það ekíki koma mér á óvart þó að sam- tals færu 25—30 leikmenn yfir í atvinnumennsku, fyrst skriðan er farin af stað. Og varðandi hina nýju „fimmmenninga" þá eru þeir allir vanir „andrúms- loftinu hjá landsliðinu" í Söborg Dad, Hafa allir verið þar nema einn þeirra, Bent Jensen. * Og allt bendir til að spádóm- ur þessa hugumstóra landsliðs- nefndarformanns Dana muni rætasit. Nú hafa þrir Danir lýst sig fúsa að taka tilboði um 3 vikna „æfingaferð" til Bandaríkj amna, þar sem þeir gætu einnig kynnst bandarískum félögum og skrifað undir. Hafa um 20 menn í Danmörku, Svíþjóð og aðal- lega þó í Þýzkalandi fengið slík tilboð — og munu, að því að fullyrt er, allir fá tilboð fyrir vestan, og e.t.v. ekki sinúa heim í bráð. BROTIZT var tnn á heimili frægs ítalsks kappgöngu- manns, sem er m.a. Olympíu meistari frá OL 1964 í 50 km. göngu. Var stolið öllu safni verðlaunagripa hans, svo og skartgripum konu hans. Undanúrslit um deildabikarinn FYRRl leikir undanúrslita deildabikarsins enska fóru fram í gærkvöldi og urðu úr- slit þessi: Derby County—Leeds United 0-1 Arsenal—Huddersfield Tn 3-2 Arsenal hefur ekki unnið neina af stærri keppnum í enskri knattspyrnu síðan 1953, en framkvæmdastjóri félagsins Bertie Mee er afar bjartsýnn um að félagið kom- ist nú í úrslit í deildabikam- um, en fyrst verði það að sigra Derby County með sam- anlagðri markatölu í tveimur leikjum. Leeds United er talið sigur- stranglegast í þessari keppni, er í öðru sæti í fyrstu deild, og unnið fimm síðustu leikina í röð í fyrstu deild — þá tvo síðustu me’ð 10—, samanlagt. Úrslitaleikurinn stendur væntanlega milli Arsenal og Leeds, en hann fer fram á Wembley-leikvanginum í næsta mánuði. Framhald á bls. 28. Danska landsliðið splundrast og 25-30 gerast atvi nnumenn — segir form. landsliðsnefndar sem þó er alls ekki svartsýnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.