Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968
Landssamband málmiðnaöar-
fyrirtækja stofnað
SUNNUDAGINN 14. janúar var
haldinn stofnfundur í Áttíhaga-
sal Hótel Sögu. Fundinn sóttu
um 50 fulltrúar frá 33 vélsmiðj-
um og öðrum málmiðnaðarfyrir-
taekjum um land allt, sem standa
að stoifnun samtakanna, en alls
hafa um 70 fyrirtaeki gerzt stofn
félagar í sambandinu.
Tilgangur sambandsins er m.a.
að efla samtök og samvinnu allra
þeirra, sem reka málmiðnaðar-
fyrirtæki og vernda hagsmuni
þessara aðila, að vinna að auk-
inni tækniþróun og vinna að þvi
að íslenzk málmiðnaðarfyrirtæki
Ljóð 19 ára pilts gefin
út að honum látnum
f DESEMBERMÁNUÐI síðast-
liðnum gaf Bókaútgáfan Von í
Reykjavík ljóðabókina „Það
vorar“ eftir Guðbjart Ólafsson,
Andés Kristjánsson ritstjóri
annaðist útgáfuna.
góðan pappír. Auglýsingaskrif-
stofa Gísla B. Björnssonar sá um
útlit bókarinnar.
í formála sínum segir Andrés
Kristjánsson m.a.:
„Þessar og þvílíkar hugsanir
urðu áleitnar við mág á liðnu
surnri, er svo bar vi'ð, að ég
fékk af tilviljun að líta á nofckur
ljóð, sem nýlátinn nítján ára
piltur hafði látið eftir sig á laus-
um blöðum. Þetta voru brot og
brotabrot, og vafalaust hefði
hann átt eftir að breyta þeim á
ýmsa lund, etf hann hefði lifað.
Slík verðá allt of oft örlög
„æsfculjóða", sem fullorðin
S'káld gefa út eftir sig, en þá eru
þau ekki fersfc og ósnortin leng-
ur og miðla okkur ekiki sömu
sýn til æsfcunnar og lífsviðhorfa
hennar. Það sem mér þótti eftir
tektarverðast við þessi ljóð, var
hugarjafnvægi þessa unga
manns, hógværð í dómum, sfcýr
hugsun og skáldlegt myndskyn,
hófsemi í orðavali og mifcil
smekkvísi. Ljóð hans voru flest
órírnuð, en þó gædd seið og hrynj
andi. Það var auðvelt að gera
sér í hugarlund að bak við þau
væri skáldefni.“
Guðbjartur Ólafsson
Hofundurinn, Guðbj artur Ól-
afsson, lézt 2. febrúar 1967, en
hann var sonur Dóru Guð-
bjartsdóttir og Ólaís Jó'hannes-
sonar, prófessors.
í ljóðabókinn eru 28 ljóð eftir
Guðbjart og einnig prýða hana
nofckrar teikmngar eftir hann,
m. a. á kápu.
Bókin er sérlega vönduð að
öllum frágangi, prentuð á mjög
IMafn
mannsms
Keflavík, 19. janúar.
MAÐURINN, sem lézt af völd-
um höfuðhöggs í Njarðvíkum í
fyrradag, hét Svanur Sigurðs-
son, 30 ára að aldri, ættaður af
SnæfellsnesL Hann var skiipverji
á Keflavíkurbátnum Bergvík og
hafði verið hér í nokfcurn tíma
á vetrarvertíð. — HSJ.
Guðlaugur Jónsson Seyðisfirði:
„Ykkar kvöld
er komið.
f ÚTVARPSÞÆTTI nú nýver
ið, þar sem þeir leiddu sam-
an hesta sína, dr. Bjarni Bene
diktsson forsætisráðherra og
Eysteinn Jónsson formaður
stjórnarandstöðunnar um for
sendur stjómarskipta, hélt
Eysteinn því þar stíft fram,
að stjómarliðið hefði látið
kjósa sig á fölskum forsend-
um í síðustu kosningum og
hafði um það mörg orð og
stór. Mér datt þá í hug fund-
ur sem þessi sami Eysteinn
hélt hér á Seyðisfirði fyrir
kosningarnar 1956, þar sem
fáir vom til andsvara nema
Steinn Stefánsson skólastjóri
fyrir Alþýðuhandalagið. Þar
sagði Eysteinn efnislega það
sem hér fer á eftir: „Ég get
sagt þér það Steinn Stefáns-
son, ykkar kvöld er komið
kommúnistanna. Það verð-
ur ekki talað við ykkur
að kosningum loknum.
Ef að umbótaflokkarnir
fá ekki hreinan meiri-
hluta, munum við fara fram
á að mynda minnihlutastjórn.
Fáist það ekki, verða endur-
teknar kosningar“. Menn geta
svo borið þetta saman við
það, sem síðar varð. Batnandi
manni er bezt að lifa. — Tii
gamans má geta þess, að
skömmu eftir þennan fund
hélt Hannibal Valdimarsson
annan. Þar sagði hann efnis-
lega: „Hræðslubandalagið
mun koma skríðandi til okk-
ar að kosningum loknum, til
þess að fá okkur í stjórn".
Guðlaugur Jónsson.
Seyðisfirði.
gangi fyrir um alla vinnu inn-
lendra aðila í iðninni.
Fundinum stjórnaði dr. Gunn
laugur Þórðarson, en hann hef-
ur verið lögfræðilegur ráðunaut-
ur undirbúningsnefndarinnar.
Björn Guðmundsson, formaður
undirbúningsnefndar, skýrði frá
tildrögum að stofnun samtak-
anna en að þessu máli hefur ver
ið unnið um alllangt skeið. Á
fundinum urðu miklar umræður
um málefni málmiðnaðarins.
Kom einkum fram mikil gagn-
rýni á hin ströngu verðlags-
ákvæði, sem iðngreinin hefur átt
við að búa um langt árabil, og
sem dregið hafa úr eðliiegum
vexti málmiðnaðarfyrirtækja.
Afleiðingar af þessu hafa m.a.
verið þær að innlend fyrirtæki
hafa ekki reynzt fær um að taka
að sér meiriháttar verkefni og
hafa þannig meiri báttar viðgerð
ir fiskiskipa flutzt úr landi og
um leið hafa erlendir verktakar
verið fengnir til þess að leysa
af hendi mannvirkjagerð í sam
bandi við stóriðjuframkvæmdir
við Straunftsvík og Búrfellsvirkj
un.
Ennfremur var rætt um tolla
mél iðngreinarinnar og lögð á-
herzla á að tollar af hráefnum
yrðu alveg felldir niður til þess
að efla samkeppnishæfni inn-
lends iðnaðar.
Voru fundarmenn sammála um
nauðsyn þess, að eigendur málm
iðnaðarfyrirtækja byndust sam-
tökum um að bæta starfsaðstöðu
iðngreinaTÍnnar og snúa við
þeirri óbeillaþróun. sem átt hef
ur sér stað að undanförnu.
f stjórn félagsins voru kosn-
-ir:
Björn Guðmundsson, formaður,
-Reykjavík, Sigurður Sveinfojörns
son, varaformaður, Reykjavík,
Gísli Guðmundsson, ritari, Hafn
arfirði, Björn Gíslason, gjald-
keri, Reykjavík, og meðstjórn-
endur þeir Magnús Kristinsson,
Ytri-Njarðvík, Kristján Þór
Kristjánsson, Vestmannaeyjum,
Þorsteinn Jónsson, Qlafsfi r'ði,
Stefán Jólhannsson, Seyðistfirði
og Hafsteinn Guðjónsson, 'Reykja
vík.
Óloiur Björns-
son, hérnðs-
læknir, lntinn
ÓLAFUR Björnsson héraðslækn
ir á Hellu lézt í Landsspítalan-
um í fyrrinótt aðeins fimmtíu og
tveggja ára að aldri. Hann var
fæddur 14. nóvember 1915 að
Kirkjubóli í Vestmannaeyjum.
Stúdentsprófi lauk Ólafur frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1936. Frá 1937 til 1939
stundaði Ólafbr nám í efnafræði
við Stockholms högskola en frá
1939 til 1946 stundaði hann
kennslu á Ísafirði og í Vest-
mannaeyjum.
Árið 1952 lauk Ólafur prófi í
læknisfræði frá Háskóla íslands
og í ársbyrjun 1954 var hann
skipaður héraðslæknir á Hellu á
Rangárvöllum og gegndi því
starfi tíl dauðadags.
Ólafur var kvæntur Katrínu
Elíasdóttur og áttu þau fjögur
börn.
Á myndinni sézt bandaríski hershöðfinginn John 0. Webber
sár, eftir að hafa orðið fyrir vélbyssuskothríð í Guatemala
16. janúar sl. Mikil pólitísk átök hafa orðiff víða í Mið-
Ameríku upp á siffkastið.
Skorað á Gunnar
Thoroddsen í framboð
- til forsetakjörs
HÓPUR áhugamanna úr
ýmsum stjórnarflokkum hef-
ur nú hafið undirskriftasöfn-
un, þar sem skorað er á Gunn
ar Thoroddsen, sendiherra,
að gefa kost á sér við forseta-
kjör, sem fram á að fara á
komandi sumri. Ekki er enn-
þá vitað um aðra frambjóð-
endur til forsetakjörs.
f fyrrgreindu áskorunarskjali
er komist að orði á þessa leið:
„Við undirritaðir kjósendur
skorum hér með á Gunnar Thor-
oddsen, sendiherra, að gefa kost
á sér við forsetakjör, sem fram
fer nú í sumar.
Verði hann við þessari áskor-
un, óskast litið á undirskrift okk
ar sem meðmæli með framboði
hans, sbr. 5. gr. stjórnarskrárinn-
ar og 4. gr. laga n.r. 3'6/1945 um
framboð og kjör forseta íslands.
★
Samkv. lögum á forsetakjör að
fara fram síðasta sunnudag í
júnímánuði. Forsætisráðherra
auglýsir kosningarnar í útvarpi
og Lögbirtingarblaðið eigi síðar
en 3 mánuðuim fyrir kjördag og
tiltekur hámarks- og lágmarks-
tölu meðmælenda forsetaefnis
úr landsfjórðungi hverjum, í
réttu hlutfalli við kjósendatölu
þar.
Framboði skal skila til dóms-
málaráðuneytisins eigi síðar en
5 vikum fyrir kjördag.
Auglýsir ráðuney.tið síðan í út-
varpi og Lögbirtingarblaði inn-
an viku hverjir séu í kjöri til
forsetaembættis.
Kambódíustjórn ókærir
bnndarísko hermenn
- fyrir morð á 3 Kambódíumönnum
Phnom Penh, 19. janúar — NTB
STJÓRN Kambódíu sagði
í dag, að bandarískir og s-
vietnamskir herflokkar hefðu
farið 200 metra inn yfir landa
mæri Kambódíu á föstudag
og drepið þrjá Kambódíu-
menn. Alþjóðaeftirlitsnefnd-
in mun fara til landamæra-
svæðisins á laugardag og
rannsaka atburð þennan nán-
ar. Þetta er í fyrsta sinn, sem
tilkynnt er um slíkan atburð
síðan sendimaður Bandaríkja
stjórnar, Chester Bqwles,
kom til höfuðborgar Kambó-
díu í fyrri viku.
Upplýsingamálaráðuneytið í
Phnom Penh sagði í dag, a3
bandarískir og s-vietnamskir her
flokkar með fulltingi fjögurra
orrustuþota hefðu ráðizit inn í
Preyveng-héraðið, snemma á
fimmtudag, og skotið á landa-
mæraverði við Peam Momtea,
fellt þrjá og sært tvo. Ráðuneyt-
ið segir, að herflokkarnir hafi
haldið aftur til Vietnam eftir
40 mínútur.
Tilkynningin um atburðinn
kom strax eftir að hin opinbera
fréttastofa í Phnom Penh hafði
sagt frá því, að Bandaríkjastjórn
mundi gera sitit bezta til að forð-
astf bardaga á umráðasvæði
Kambódíu. Fréttastofan sagði,
að bandaríska utanríkisráðuneyt
ið hefði beðið sendiherra Ástra-
líu um að fullvissa stjórnina í
Phnom Penh um, að afstaða
Bandaríkj astjórnar til landa-
mæravandamálsins hefði ekki
breytzt eftir komu Chester
Bowles. Bowles fór tfil Kambódíu
í þeim erindagerðum, að ræða
við Sihanouk fursta um sfcæru-
liða Viet Cong, sem vitað er til,
að flýja yfir landamæri Kambó-
díu undan bandarískum her-
mönnum.